Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 59
l gil§l i * % ’ljÍ'mmmsSSS* m i r
l i Ljpf mMí? -***•■* Zí *. L
Frá undirritun samninganna í Skólabæ.
Morgunblaðið/Jim Smart
Samstarfssamningar undirritaðir
UNDIRRITAÐIR voru 26. ágúst
sl. í Skólabæ tveir samstarfs-
samningar milli Háskóla fslands,
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins og Tokyo University of Fis-
heries.
Annars vegar er um að ræða
samning um nemendaskipti milli
Háskóla fslands og Tokyo Uni-
versity of Fisheries. Kveður
samningurinn á um að hvor
stofnun fyrir sig sendi allt að
fimm nemendur til hinnar á ári
hveiju til náms og rannsókna.
Hins vegar er um að ræða
samning milli Háskóla íslands,
Rannsóknarstofnunar fiskiðnað-
arins og Tokyo University of Fis-
heries um almennt samstarf á
sviði rannsókna og menntunar.
Gerir þessi samningur ráð fyrir
víðtæku samstarfi á sviði mennt-
unar, rannsókna og starfsþjáif-
unar. Munu stofnanirnar skiptast
á rannsóknagögnum, áætluð eru
gagnkvæm starfsmannaskipti og
sameiginlegt ráðstefnuhald.
Gildistími beggja samninga er
fimm ár. Samninginn munu und-
irrita Páll Skúlason, rektor Há-
skóla íslands, Guðmundur Stef-
ánsson, framkvæmdasljóri rann-
sóknasviðs Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins, og Chiaki
Koizumi, rektor Tokyo Uni-
versity of Fisheries.
Undirritun þessara samninga
er liður í opinberri heimsókn
rektors og nokkurra forráða-
manna Tokyo University of Fis-
heries til íslands. Tokyo Uni-
versity of Fisheries er einn
fremsti rannsóknaháskóli á sviði
sjávarútvegsfræða í Japan. Með-
an á heimsókninni stendur mun
japanska sendinefndin einnig
taka þátt í sameiginlegri ráð-
stefnu um rannsóknir á sviði
sjávarútvegs 27. ágúst nk. og
heimsækja ýmsar stofnanir og
fyrirtæki.
Happdrætti um iimflytjenda
leyfí til Bandaríkjanna
SENDIRÁÐ Bandaríkjanna hefur
tilkynnt að efnt verði til happ-
drættis um innflytjendaleyfi til
Bandaríkjanna (Diversity Immigr-
ant Visa Lottery-DV-2001) á þessu
ári. Fólk fætt á íslandi og sem
dregið verður út í happdrættinu
fær tækifæri til að sækja um inn-
flytjendaleyfi, sem gefur rétt til að
búa og starfa í Bandaríkjunum.
Skráningartíminn er 30 dagar, frá
hádegi 4. október 1999 til hádegis
3. nóvember 1999.
Búist er við að u.þ.b. 55.000 inn-
flytjendaleyfum verði úthlutað, á
heimsvísu, gegnum DV-2001 happ-
drættið. Fjöldi innflytjendaleyfa tO
þeirra landa sem rétt hafa til þátt-
töku er ákveðinn algerlega af
handahófi upp að hámarkinu 3.500 á
hvert land. Þeir sem dregnir verða
út verða að hafa menntun sem sam-
varar framhaldsskóla („high
school“) í Bandaríkjunum, eða
tveggja ára starfsreynslu síðustu
fimm árin í starfsgrein sem viður-
kennd er af atvinnumálaráðuneyti
Bandaríkjanna. Þeir þurfa ekki að
hafa atvinnutOboð í höndunum, en
verða að vera við góða heOsu lfkam-
lega og andlega og geta séð fyrir
sér í Bandaríkjunum.
T0 að geta tekið þátt í útdrættin-
um verður viðkomandi að vera
fæddur í landi sem rétt hefur tO
þátttöku. Island er þar á meðal.
Embættismenn sendiráðsins leggja
áherslu á að það er fæðingarstaður
sem skiptir máli, en ekki ríkisfang.
Allar umsóknir ber að senda tO
höfuðstöðva í New Hampshire í
Bandaríkjunum. Aðeins er hægt að
skila inn einni umsókn fyrir hvern
mann og umsækjandinn getur sjálf-
ur útbúið umsóknina á venjulegan
pappír. Ekki er um nein eyðublöð
að ræða. Umsækjandinn verður
sjálfur að undirrita umsókn sína og
líma mynd af sér í vegabréfsstærð á
umsóknina með glæru límbandi,
ekki festa hana með hefti eða papp-
írsklemmu.
Starfsmenn sendiráðsins taka
fram að þótt margir einstaklingar
og fyrirtæki auglýsi í dagblöðum og
lofí aðstoð við að útvega vegabréfsá-
ritanir eða að hjálpa fólki við að fá
„græna kortið“, þá er DV-áætlunin
hreint happdrætti. AHir sem geta
skrifað nafn sitt og heimOisfang á
blað geta tekið þátt. Eini kostnað-
urinn felst í pappírnum og póst-
burðargjaldinu. Þeir sem verða
dregnir út þurfa hins vegar að
borga sérstakt 75 dollara umsýslu-
gjald.
„Starfsmenn sendiráðsins vita tO
þess að mörg fyrirtæki sem bjóða
aðstoð við útvegun innflytjendaleyf-
is setji upp óheyrilega hátt gjald og
gefi óraunhæf loforð. Aðrir aðstoði
umsækjendur fyrir sanngjarnt verð
eða jafnvel ókeypis. En þau fyrir-
tæki sem segjast geta aukið líkur
umsækjandans eru að lofa því sem
þau geta ekki staðið við,“ segir í
frétt frá bandaríska sendiráðinu í
Reykjavík.
TO að fá upplýsingar um frágang
á umsóknum fyrir DV-happdrættið
skal senda frímerkt áritað umslag
tO sendiráðs Bandaríkjanna, eða
sækja upplýsingablaðið í afgreiðslu
sendiráðsins. Einnig er hægt að
nálgast upplýsingarnar á Netinu, á
heimasiðunni:
http://travel.state.gov.
Amerískir dagar
hjá Bakarameistaranum
AMERÍSKIR dagar verða haldnir
hjá Bakarameistaranum, Suður-
veri, dagana 26. ágúst til 20. sept-
ember, þar sem alls kyns bakkelsi
frá Bandaríkjunum verður kynnt.
f tilefni af opnun amerísku
daganna bauð Bakarameistarinn
viðskiptafulltrúa bandaríska
sendiráðsins og öðrum fulltrúum
til opnunarinnar.
Hvalfjarðargöngin
Bifhjólamenn
vilja hraðari
afgreiðslu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Bifhjólasamtökum
lýðveldisins:
„Bifhjólasamtök lýðveldisins,
Sniglar, fagna lækkun veggjalda á
bifhjól í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Samtökin benda engu síður á að
þótt lækkun komi til verður tíminn
sem tekur að afgreiða bifhjól í
gegnum gjaldhliðið enn sá sami.
Okumaður bifhjóls þarf eftir sem
áður að stöðva ökutækið, taka af sér
hjálminn, taka af sér hanskana,
renna niður jakkanum til að komast
að veskinu, greiða veggjaldið, ganga
frá veskinu í jakkann aftur, hjálm-
inn á, hanskana á og aka á braut.
Það hefur sýnt sig að það getur tek-
ið yfír klukkutíma að afgreiða um
30 manna hóp bifhjólafólks í gegn-
um hliðið.“
Opið um allt land
á degi símenntunar -
DAGUR símenntunar verður hald-
inn um land allt á morgun, laugar-
daginn 28. ágúst. Opið verður á eft-
irtöldum stöðum. Tímasetning dag-
skrár er alls staðar kl. 10-17, nema
annað sé tekið fram:
Vesturland:
Fjölbrautaskólanum á Akranesi,
Safnahúsinu í Borgarnesi,
Landbúnaðarháskólanum á Hvann-
eyri,
Tölvuskóla Snæfellsness, Snæfells-
bæ,
Grunnskólanum í Grundarfirði,
Grunnskólanum í Stykkishólmi og
Dalabúð í Búðardal.
Vestfirðir:
Framhaldsskóla Vestfjarða, Isa-
firði.
Norðurland vestra:
Blönduósi, Þverbraut 1,
FélagsheimOinu, Hvammstanga,
Ráðhúsi Siglufjarðar,
Höfðaskóla, Skagaströnd og Bók-
námshúsi, Sauðárkróki.
Norðurland eystra:
íþróttahöllinni á Akureyri og
Verkalýðshúsinu á Húsavík.
Austurland:
Menntaskólanum á Egilsstöðum,
Verkmenntaskóla Austurlands á
Neskaupstað,
Framhaldsskóla Austur-Skaftafells-
sýslu á Hornafirði og íslenskri
miðlun, Stöðvarfirði.
Suðurland:
Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sel-
fossi.
Reykjanes:
Kjama, Hafnargötu 57, Reykja-
nesbæ,
Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
Reykjanesbæ, kl. 13-16,
Hafnargötu 35, Reykjanesbæ, kl.
13-16 Nótastöðinni Krosshúsum,
Grindavík, kl. 15 og 17,
Fræðslusetrinu, Sandgerði,
Hitaveitu Suðumesja, Svartsengi,
kl. 13-17 og Bláa lóninu, Svarts-
engi, kl. 13-16.
Nýir leiðbeinendur Phoenix-námskeiðsins, f.v.: Jón Gauti Árnason,
Sigurður Guðmundsson og Ólafur Þ. Ólafsson ásamt Fanný Jónmunds-
dóttur, umboðsmanni Brian Tracy.
Nýir leiðbeinendur
Phoenix-námskeiðsins
f SUMAR hefur staðið yfir þjálfun
nýrra leiðbeinenda í Phoenix-nám-
skeiðinu - Leiðin tO árangurs og
era þeir nú teknir tO starfa með
Innsýn sem er umboðsaðOi Brian
Tracy á íslandi. Nýju leiðbeinend-
umir eru Jón Gauti Amason, Sig-
urður Guðmundsson og Ólafur Þ.
Ólafsson.
Með fyrirtækinu starfa nú í sam-
starfi sjö leiðbeinendur og era nám-
skeið haldin um allt land árið um
kring.
Klúbbfundir era haldnir fyrir alla
sem sótt hafa Phoenix-námskeiðið
og verður fyrsti fundur haustsins
haldinn að Hótel Loftleiðum mánu-
daginn 30. ágúst kl. 20. Þess má
geta að klúbburinn hefur starfa sl. 7
ár.
Utanríkisráðuneytið boðar til ráðstefnu undir yfirskriftinni
Áhrif EES-samningsins á stjórnsýsiu aðildarríkjanna
Dómstólaeftirlit
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum 2. september 1999
Dagskrá
*09.00 Inngangserindi
Stefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri viöskiptaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins
*09.30 Samráð og samræming EES-mála í stjórnsýslu Liechtenstein
Christoph Biichel, yfirmaöur EES-deildar stjórnarráðs Liechtenstein
•10.00 Samráð og samræming EES-mála í stjórnsýslu Noregs
Jan Bugge Mahrt, yfirmaöur lagadeildar EES og WTO-mála
utanríklsráðuneytis Noregs
•10.30 Framkvæmd EES-samningsins frá sjónarhóli framkvæmdastjórnar ESB
Eva Gerner, yfirmaöur EES-deildar framkvæmdastjórnar ESB
11.00 Kaffihlé
•11.15 Þriðju ríkja samskipti EFTA/EES-ríkja
Philippe Metzger, lögfræðingur, EFTA-skrifstofunni í Brussel
11.45 Amsterdam-sáttmálinn og áhrif hans á EES-samstarfið
Grétar Már Sigurðsson, sendifulltrúi, sendiráði íslands í Brussel
12.15 Mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur (E-9/97)
Martin Eyjólfsson, sendiráðsritari, sendiráði íslands Brussel
12.45 Samningsbrotamál gegn EFTA/EES-ríkjum
Bjarnveig Eiríksdóttir, lögfræðingur, lagadeild ESA
13.15 Hádegisverður
•13.45 „Dýnamísk“ einsleitni í framkvæmd og túlkun „EES-dðmstólanna“ á
henni
John Forman, lögfræðilegur ráðgjafi, lagadeild framkvæmdastjórnar ESB
•14.30 EFTA-dómstóllinn og túlkun EES-réttar
Peter Dyrberg, yfirmaður lagadeildar ESA
15.15 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri erStefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins.
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.
' Pátttökugjald er kr. 3.500. Innifalinn erþr/rétfaðuróuföiftfki&ráðuneytið
Viðskiptaskrifstofa