Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 53, + Guðrún Ingi- björg Oddsdótt- ir fæddist í Sölku- tóft á Eyrarbakka 16. september 1899. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eiri í Reykjavík að morgni 19. ágúst síðastliðins. Foreldr- ar hennar voru hjónin Oddur Snorrason, sjómað- ur á Eyrarbakka, f. 7.12. 1874, d. 6.4. 1920, og Margrét Guðbrandsdóttir, húsfreyja, f. 15.11. 1866, d. 23.10. 1939. Guð- rún Ingibjörg átti einn albróður, Jón, og tvö hálfsystkini, Sigríði og Albert, en öll dóu þau barn- ung. Langri ævi er lokið, lengri ævi en flestum auðnast að lifa, fáa daga vantaði Imbu í aldarafmælið. Ævi hennar hófst í litlu koti á Eyrarbakka og smábýlt var ævina alla, lengst af í Bráðræði. Þrátt fyrir smáan húsa- kost þá var Imba ekki kona lítilla sæva. Hún var kona vinnusöm og féll sjaldnast verk úr hendi. Starfaði hún lengst af við fiskverkun af ýmsu tagi eins og sú vinna féll til í sjávarbæ með óstöðugu atvinnuástandi. Bjó hún sér og sínum fagurt heimili í litlu koti, þar sem allt bar fagurri hönd hennar og smekkvísi merki. Handa- vinna af ýmsum toga var henni mikil afþreying og var hún með afbrigðum gjafmild á listavel gerðan saum og heklaða muni, sem nú prýða heimili ættingja hennar, vina og kunningja. Hið smáa heimili Imbu að Bráðræði, þar sem meðalmenn urðu að ganga bognir, var listasmiðja, þar sem sí- fellt gljáði á fægða hluti milli hand- unninna gripa af ýmsum gerðum. Heimsóknir til hennar líktust engu öðru, að ganga hokinn inn í þetta fagra heimili var eins og að koma í annan heim. Enginn komst hjá því að þiggja veitingar, sem aldrei var nóg- samlega neytt. Þessum vana hélt hún allt fram í andlátið. Imba var mikil hefðarkona í sér og lagði mikla áherslu á fagrar flíkur og fagra muni. Hún var heimskona á sinn hátt, fylgdist vel með tísku og straumum fram á síðustu ár. Ekki er að efa að kynni hennar í æsku af hefðarheimil- um erlendra kaupmanna á Eyrar- bakka hafa haft djúpstæð áhrif á hana unga og gert hana að þeim fag; urkera sem hún sannarlega var. I smæð sinni varð því fagurlega skreytt heimili hennar að Bráðræði mörgum minnisstætt. Imba var vinamörg, naut hún heimsókna og fjölmennis. Margir tiyggir vinir hennar og kunningjar veittu henni ómetanlegan stuðning í einverunni, ekki síst nágrannar á Eyrarbakka, tók þar jafnvel ein kyn- slóð við af annarri. Án þeirra hefði hún ekki getað dvalið á heimili sínu langt fram á tíræðisaldur, hafi þeir alla þökk fyrir. Imbu hrjáði fótafúi lengi en að öðru leyti var hún heilsuhraust lengst af ævinnar, fyrir fáeinum ár- um byrjaði heilsa hennar þó að gefa sig og varð hún því að dvelja að heim- an ævikvöldið, fyrst á sjúkrahúsinu á Selfossi en síðan á hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík, þar sem hún naut frábærrar umönnunar alls starfsfólks, sem seint verður að fullu þakkað fyrir fórnfúst starf. Kynni okkar Imbu stóðu rúm þrjá- tíu ár og urðu náin, lærdómsrík og fróðleg, bæði fyrir mig og ekki síður fyrir börn mín, sem þekktu frænku sína náið alla sína ævi. Mynd hennar verður okkur öllum ógleymanleg. Eftir löng kynni kveðjum við Imbu með söknuði og þakklæti. Sveinn. Það var Ingibjörg Oddsdóttir í Bráðræði sem tók á móti fjölskyld- unni sumarið 1967 þegar Einar, faðir okkar, tók við embætti héraðslæknis á Eyrarbakka af Braga Ólafssyni, frænda hennar. Þar var ekki í kot vísað, móttökur hlýlegar og höfðing- legar. Gott var að fínna hve við vor- Hinn 21. nóvem- ber 1936 giftist hún Sigurjóni Pétri Jónssyni, skipstjóra, f. 17. september 1880 á Eyrarbakka, d. 31. janúar 1951. Þeim varð engra barna auðið, en Sig- urjón átti ein son af fyrra hjónabandi. Bjuggu þau alla sína sambúð í foreldra- húsum hennar í Bráðræði á Eyrar- bakka og þar bjó Guðrún Ingibjörg allt fram á síð- ustu ár. Útför Guðrúnar Ingibjargar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. um velkomin enda leið okkur öllum vel á Eyrarbakka. Það var ævintýri líkast að koma í Bráðræði til Imbu þar sem allt bar vott um fágaðan smekk hennar og virðingu fyiir vönduðu handbragði, hvort heldur birtist í fijgrum munum, listilegum hannyrðum eða veitingum sem reidd- ar voru fram. Imba hafði frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja, fólkinu á Eyrarbakka og tíðaranda fyn- á öldinni og ómetanlegt að hafa fengið að skyggnast með henni inn í horfínn tíma. Jafnan var hún boðin og búin að veita ráðleggingar og hjálp við hvaðeina af þeirri vand- virkni sem slípað hafði verkkunnáttu hennar í áratugi en gagn og gaman að fylgjast með og reyna að tileinka sér. Imba hefur nú kvatt í hárri elli eft- ir nokkurra ára dvöl fjarri sínu kæra heimili í Bráðræði og engum dylst að hana var farið að lengja eftir að kom- ast austur á Eyrarbakka. Að leiðar- lokum er henni þökkuð einlæg vin- átta og tryggð við fjölskyldu okkar í gegnum árin. Kristínu Bragadóttur og fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjargar Oddsdóttur. Anna Sigríður og Norma Einarsdætur. Elsku Imba mín. Nú er komið að kveðjustund. Og þó að árin þín hafi verið orðin tæp hundrað og þú orðin södd lífdaga er samt tómlegt án þín. Þú tókst mér alltaf fagnandi í faðm- inn, allt frá því að ég var lítil að við sátum saman í Bráðræði og spiluðum Marías og til síðustu stundar fyrir nokkrum dögum á Eir þar sem þú varst síðustu árin. Imba mín, þú varst einstakur fag- urkeri og bar heimili þitt vott um það. Þú lifðir mikið fyrir húsið þitt og munina þína og þar var allt snyrti- legt, hver hlutur átti þar sinn stað og allt var skínandi hreint og pússað. Þú varst líka myndarleg húsmóðir og eru minnisstæðar allar smákökuteg- undirnar sem þú bakaðir bæði fyrir þig og þína nánustu fyrir jólin allt fram á síðustu árin þín í Bráðræði. Gaman var að hafa þig í heimsókn hjá mér og komstu þá oft með ábend- ingar um eitt og annað sem þér fannst að mætti betur fara. Þú hafðir gaman af að fylgjast með hvað ég ætti mikið í matarstellinu mínu og hvað ég ætti margar silfurskeiðar. Fórum við þá oft í búðir og er ógleymanleg seinasta ferðin okkar í Gull og silfur þar sem þú þurftir að skoða gullkeðjur. Þú varst þá orðin fótafúin og varð ég að leggja bílnum upp á gangstétt á Laugaveginum beint fyrir utan búðina til að hjálpa þér þar inn. Krafðist það þó nokkurr- ar þolinmæði en þú áttir það marg- falt inni, Imba mín, fyrir alla góðvild- ina í gegnum árin. Það átti illa við þig að vera á stofn- un, og varst þú oft leið og afundin. Ber að þakka öllum þeim sem önnuð- ust þig þar af stakri þolinmæði og góðsemd. Nú ertu komin til hinstu hvíldar á Eyrarbakka þar sem þú vildir helst vera. Imba mín, ég og mitt fólk þökkum þér fyrir samfylgd- ina í gegnum árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku Imba. Þín Eyrún. Ingibjörg Oddsdóttir er látin. Langri ævi er lokið. Mig langar til að minnast hennar í fáum orðum, þar sem hún var sú elsta af nágrönnun- um sem eftir lifa og ég hef þekkt frá barnæsku. Og eru því viss þáttaskil í lífínu þegar hún kveður. Imba, eins og hún var oftast nefnd, naut góðrar heilsu mestan hluta ævi sinnar, eða þar til allra síðustu ár. Hún var myndarleg í sínum verkum, góð matreiðslukona og tók vel og rausnarlega á móti öllum sínum gest- um. Eins var hún ágæt hannyrða- kona, heklaði og saumaði fram á efri ár. Eftir að maður hennar lést fyrir fjörutíu og átta árum, vann hún lengi í frystihúsi og við önnur störf. Þá bjó hún ein í húsi sínu, með heimilisað- stoð síðustu árin, þar til hún fór á hjúkrunarheimili fyrir fjórum árum. Þessi fáu orð eru sett á blað til að þakka liðnar samverustundir því að oft var nú skotist milli húsa og stund- um í lengri ferðir. Hvíl í friði, Imba mín. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Sigrún. Ingibjörg Oddsdóttir í Bráðræði á Eyrarbakka er látin, tæplega hund- rað ára gömul, södd lífdaga. Það er margt sem kemur upp í huga minn við fráfall Imbu. Snyrti- lega húsið hennar, Bráðræði, var það fyrsta sem við fjölskyldan sáum er litið var út um borðstofugluggann á morgnana þar sem við bjuggum og það síðasta er við bárum augum á kvöldin. Ljósið í glugganum hennar lýsti svo fallega í rökkrinu og sagði svo mikið um konuna sem hafði búið þarna næstum allt sitt líf. í litlu stof- unni við litla borðið sat hún löngum við hannyrðir og fylgdist grannt með því sem fram fór í þorpinu. Oft var glatt á Bergi er þú komst yfir til okkar með bláa sigtið og sleif- ina tilbúin í slaginn þó klukkan væri langt gengin í tólf á miðnætti og mat- reiddir þennan yndislega rabbar- baragraut sem var eins og silki, auð- vitað rabbarbarinn úr garðinum þín- um. Síðan borðuðum við grautinn góða með sykri og rjóma, þann besta í heimi. Þeir sem voru svo heppnir að slæðast inn á Berg á þessum tíma gleyma seint rabbarbaragrautnum og þér, Imba mín. Eg vildi að ég ætti mynd af þér með bláa sigtið hrær- andi í grautarpottinum. Ég kynntist þér, Imba mín, er þú varst tæplega 80 ára og ég tæplega 40 ára. Við drukkum margan kaffi- sopann saman og spjölluðum margt, þú sagðir mér sögur af Bakkanum, af ættingjum mínum og mannsins míns og hvernig lífíð gekk fyrir sig á árum áður. Stundum greindi okkur á eins og gengur og þegar þurfti að breyta um umræðuefni sagðir þú gjaman: „Já, ég skal segja ykkur það, það er margt lífið þó lifað sé, Nína mín.“ Og við tókum upp léttara hjal. Ósjaldan hringdir þú til mín, Imba mín, og spurðir hvort ég gæti ekki skotist með þér í búð. Þú vildir alltaf vera að skoða eitthvað fallegt, því þú varst mikill fagurkeri. Litla húsið þitt ber þess vitni svo og allir fallegu út- saumuðu púðarnir þínir. Oftast nægði það þér að skoða hlutinn og strjúka og ég get enn heyrt þig segja: „Mikið afskaplega er þetta fal- legt, ég ætla að hugsa málið.“ Einu sinni í einni verslunarferðinni taldir þú mig á að kaupa stóra hvíta pönnu. Þetta var falleg panna en níð- þung, og í hvert sinn er ég nota pönn- una verður mér hugsað til þín. Lífið var litríkara vegna okkar kynna. Þakka þér samfylgdina, Imba mín. Jóm'na M. Jdnsdóttir. GUÐRZJNINGIBJÖRG ODDSDÓTTIR t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi, Álfalandi 9, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 26. ágúst. Ágúst Ingi Jónsson, Ólafur Bjarki Ágústsson, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Ása Friðriksdóttir. t Okkar góði og elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ GfSLASON kompásasmiður, Úthlíð 4, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli v/Klepps- veg aðfaranótt fimmtudagsins 26. ágúst. Bertha Konráðsdóttir, Jón B. Eys Málfríður Konráðsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Örnólfur C Guðmundur Konráðsson, Guðmund, barnabörn og barnabarnab teinsson, Irnólfsson, 3 Andrésdóttir örn. t Móðir okkar, ODDRÚN EINARSDÓTTIR frá Búðarhóli, síðast til heimilis á Hrafnistu, lést miðvikudaginn 25. ágúst. Steinn Valur Magnússon, Ásgeir Örn Magnússon, Einar Már Magnússon. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ODDSDÓTTIR, andaðist miðvikudaginn 25. ágúst á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin auglýst síðar. Oddur Þórðarson, Fjóla Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, ÓLAFUR MAGNÚSSON frá Efra-Skarði í Svínadal, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsunginn frá Saurbæjarkirkju á Hval- fjarðarströnd laugardaginn 28. ágúst kl. 14. Þorgerður Ólafsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Jóna Kristín Ólafsdóttir, Magnús Ólafsson, Anna Gréta Þorbergsdóttir, Selma Ólafsdóttir, Sigurður Valgeirsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGIBJÖRNSSON, Hofi, Álftafirði, verður jarðsunginn frá Hofskirkju á morgun, laugardaginn 28. ágúst, kl. 13.30. Ástríður Baldursdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.