Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 %■—■— ■—■■■■■■■■ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hulda Ágústs- dóttir fæddist 1. október 1920. Hún lést 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Einars- dóttir, f. 9.8. 1888, d. 22.4. 1960, og Friðrik Ágúst Hjör- leifsson skipstjóri, f. 30.8. 1890, d. 7.9. 1963. Systur Huldu eru Anna Ólafía Jóna, f. 27.5. 1910, Rósa, f. 22.10. 1911, Guðlaug (Lillý), f. 16.8. 1918, Ragna Hjördís, f. 23.8. 1919, d. 22.5. 1997, og Unnur Kristrún, f. 7.1. 1927. Hulda giftist árið 1939 Helga Vilhjálmssyni klæðskera frá Hafnarfírði. Þau skildu. Sonur þeirra er Friðrik Ágúst, f. 1939. Hann er kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru: Guðmundur Viðar, f. 1960, börn hans: Sigrún Margrét, Gísli Geir, Baldur og Valgerður; Helgi Valur, f. 1962, kvæntur Steinunni Ingólfsdóttur; Árný Hulda, f. 1970. Börn hennar: Kristinn Ágúst, Halldór Karvel og óskírður sonur. Hinn 17. júní 1948 giftist Hulda Árna Þorvaldssyni for- Það er svo skrýtið að lífið skuli halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þó að einhver sem manni hefir þótt svo undurvænt um hafi kvatt að eilífu. Það er alltaf jafnsárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Jafnvel þó að við vitum að lík- aminn sé orðinn þreyttur og lúinn. Elsku Hulda mín. Þú kvaddir þessa veröld á einni fallegustu og kyrrlátustu ágústnóttu sem hægt er að hugsa sér. Það passaði eitthvað svo vel við þig að fara á svona nóttu. Svo falleg, ljúf og kyrrlát sem þú varst alla tíð. Alltaf varstu tilbúin að hlaupa undir bagga með þeim sem þörfnuð- ust þín. Og aldrei með neinum há- vaða og látum. í okkar samskiptum í gegnum 40 ár hef ég alltaf verið þiggjandinn. Eg var ung og reynslulaus þegar ég kom inn í þessa stóru og glæsilegu fjölskyldu. En ég var boðin svo hjartanlega vel- komin, að það var eins og ég hefði alltaf tilheyrt ykkur. Ég man það eins og það hefði gerst í gær hvað ég var hrifin af að hitta alla þessa krakka, systkinin hans Gústa. Þau voru svo falleg og prúð og heimilið alveg glansandi fínt. Eg man alla bolludagana sem ég kom til þín með krakkana mína. Það var enginn bolludagur án þess að koma upp í Holt. Mínar bollur mistókust nefnilega oftast, þótt þær væru gerðar eftir uppskrift frá þér. Það var alltaf svo yndislegt að koma til ykkar á þetta glæsilega og hlý- lega heimili, þar sem allir voru svo hjartanlega velkomnir. Öll jól og páska, já, reyndar allar hátíðir, stjóra, f. 30. apríl 1925, d. 16. maí 1997. Þeirra börn eru: 1) Þorvaldur, f. 1948, kona hans er Eva Ákerman og börn hans eru Árni, f. 1974, Valgeir f. 1976, og Jakob, f. 1988. 2) Hjördís, f. 1952, hennar maður er Sigurður Kristó- fersson, dóttir: Brynhildur, f. 1972, hennar barn: Jó- hann Gunnar, f. 1997. 3) Margrét, f. 1953, sambýlismaður Arnar Jónsson, hennar börn Andrea, f. 1975, og Kristján Mikael, f. 1981. 4) Ingibjörg Hildur, f. 1957, hennar börn: Jóhann Da- víð, f. 1977, Helga Valgerður, f. 1985, og Sigurbjörn, f. 1993. 5) Gerður, f. 1962, hennar börn: Árni, f. 1983, Haukur Ingi, f. 1989, og Ragnheiður Huida, f. 1992. Stjúpsonur Huldu er Þor- valdur Órn, f. 1947. Hann er kvæntur Ragnheiði Elisabetu Jónsdóttur. Börn: Haraldur Darri, f. 1973, og Eyþrúður, f. 1994. títför Huldu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. komum við öll saman hjá ykkur og hópurinn stækkaði með hverju ár- inu. Alltaf var hægt að bæta við og öllum leið svo vel, bara að vera sam- an. Þú varst tilbúin að passa barna- bömin hvenær sem við þurftum á því að halda og það var oft. Bömin hennar Unnar sóttust líka eftir að fá að koma upp í Holt og fá að vera hjá þér. Hugsunarsamari og elsku- legri manneskju er ekki hægt að kynnast og þú og Árni vomð alveg sérstaklega samvalin hjón. Þú hélst þig til hlés, en varst alltaf tilbúin _að taka þátt í öllu sem máli skipti. Ég er svo glöð yfir hvað þú áttir gott og skemmtilegt líf. Allir veiðitúrarnir og utanlandsferðimar, sem þú naust svo vel, þó að stundum þætti þér slæmt að vera að fara, því að ef til vill þörfnuðumst við þín hér heima. En þið tókuð þá einhver af barna- bömunum með og komuð svo með glænýjan lax í matinn eða gjafir frá útlöndum handa okkur hinum sem sátum eftir og alltaf var það eitt- hvað sem okkur kom vel og vantaði. Samheldnin hjá ykkur systranum var einstök. Þið fylgdust með öllum afkomendum hverrar um sig. Hvenær hver átti afmæli, brúðkaup, skímir og hvað sem var að gerast og þá vorað þið mættar allar saman og auðvitað vora eiginmennimir með. Þetta var svo notalegt, Ami talaði um bridge, Óli á Mosfelli tók lagið og Böðvar sagði sögur. Einar, Oli hennar Unnar og Engiljón hlustuðu á og brostu í kampinn. Þessi tími kemur aldrei aftur hér á jörð, en við lifum í voninni um að einhvem tím- ann hittumst við öll aftur og allt verði eins og fyrr, ef til vill ennþá betra. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Margrét (Magga). Elsku amma, ég sakna þess mikið núna að hafa ekki haft tækifæri til að njóta samveru við þig svo neinu næmi síðustu fimm árin. Ég er samt þakklátur fyrir allar þær góðu minningar og stundir sem ég og bömin mín áttum með þér. Þessari litlu grein myndi aldrei ljúka ef ég ætlaði mér að þakka fyr- ir allt það góða sem þið, þú og afi, gerðuð fyrir mig og mína. En árin 1975 og 1976 era mér þó sérstak- lega hugstæð. Veturinn sem ég bjó hjá ykkur afa á meðan ég kláraði landsprófið í Flensborg. Ég veit að námið átti ekki hug minn allan og ég átti það til að koma seint heim eftir viðburðaríkt kvöld með Ás- grími og félögum, en aldrei sagðir þú eitt styggðaryrði í minn garð. Þú sást bara til þess að ég færi í skól- ann næsta dag á réttum tíma með nesti og nýja skó. Ég man líka slát- urgerðina í kjallaranum og jólaboð- in í Holtinu sem skipuðu svo stóran sess í lífi okkar allra. Elsku amma mín, ég veit að góð- ur Guð tekur á móti þér með út- breiddan faðminn. Þú varst svo ein- staklega góð amma, sem hafði nægjusemi og umhyggju fyrir öðr- um að leiðarljósi. Góða ferð, elsku amma mín. Guðmundur Viðar. Elsku fallega amma mín. Loksins hefurðu fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Ég trúi því að þú fáir að jafna þig og safna kröftum á nýj- um og fallegum stað og afi, Día og fleiri ástvinir séu hjá þér. Við hin eigum minningarnar og getum yljað okkur við þær. Ég man t.d. hvað þú varst góð við okkur bamabörnin og passaðir okkur meira og minna öll. Ég og Brynhildur voram heppnar að fá að vera mikið hjá þér og ég man eftir mörgum stundum uppi í Holti: Við með þér í morgunleikfim- inni, því þú hélst þér alltaf svo vel og varst svo fín og flott. Þú að ganga með okkur á róló eftir að við höfðum fengið sojabaunir! Svo fór- um við með þér á „flakk“ (þ.e. að heimsækja Díu systur þína og aðrar systur og vinkonur.) Ég man bara hvað þú varst alltaf góð og jafnlynd og aldrei sagðir þú styggðaryrði um nokkum mann. Það versta sem þú viðhafðir var að „hann er ágætur, greyið". Ég man einnig eftir mörgum ferðum með ykkur afa, t.d. upp í Tryggingarbústaði og þar var alltaf gaman að vera. Líf og fjör og allir léku sér saman á hvaða aldri sem þeir vora. Sérstaklega kemur upp í hugann boltaleikurinn hans afa þeg- ar við skutum niður flöskumar hjá hvert öðra á pallinum. Elsku amma mín og afi, þið vorað yndislegt fólk og ég er mjög stolt af að heita í höfuðið á ykkur báðum. Vonandi líður ykkur vel þar sem þið eruð saman í dag. Góðu minning- amar um ykkur munu fylgja okkur um ókomna tíð. Árný Hulda. Mig langar að kveðja elskulega ömmu mína með nokkrum orðum. Það koma upp í hugann margar minningar frá því að ég var lítil og bjó með mömmu heima hjá ykkur afa. Það vora mikil forréttindi að eiga þig að þegar mamma þurfti að fara að vinna úti og ég bara þriggja mánaða. Það var ekki eins og þú teldir það eftir þér að passa unga- bam, því þú talaðir alltaf um þenn- an tima eins og þetta hafi bara verið afslöppun og mér finnst ég alltaf eiga hlutdeild í rókókóstólunum sem þú saumaðir út, því þú sagðir alltaf að þú hefðir saumað þá út, meðan ég svaf úti í vagni. En þetta hefur verið einskær hæverska, því þú hefur haft mikið að gera og oft voram við nokkur frændsystkinin hjá þér í einu. Ég man að afi sagði að sennilega sparaði enginn eins mikið fyrir Hafnarfjarðarbæ og þú, sem notaðir aldrei leikskóla fyrir þín böm og svo passaðir þú okkur bamabörnin eftir það. Þú varst alltaf jafn róleg og það var ekki sjaldan að ég laumaði mér upp til ykkai- afa, að gá hvað væri í matinn hjá ykkur, ef mér leist ekki á mat- inn niðri hjá mömmu. Það var oft sem maður fékk að hjálpa til við að baka og ekki má gleyma morgun- leikfiminni, þegar einhver spurði: „Hvernig gerir amma?“ Þá var lagst á bakið á gólfið og fótunum lyft upp með miklum stunum. Eins era fyrstu minningamar um að hringja í Díu systur þína og bjóða henni í kaffísopa eða við fóram til hennar. Þið vorað alveg einstakar systur og vinkonur, hittust á hverj- um degi, bjugguð nánast hlið við hlið alla tíð og báðar í sama hlut- verkinu að hugsa um barnabömin. Ég veit að þú hefur átt mjög erfitt síðustu árin eftir að afi dó og svo Día systir þín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér. Ég mun ylja mér við minningarnar um ókomin ár og segja mínum bömum frá þessari einstöku ömmu sem mér leið svo vel hjá. Guð geymi þig, elsku amma mín. Brynhildur. Mig langar að minnast mágkonu minnar elskulegrar, Huldu Ágústs- dóttur, með fáeinum orðum. Þegar hugurinn reikar aftur í tímann er margs að minnast. Ég var óharðnaður unglingur þegar Ami bróðir minn trúði mér fyrir því að hann væri heitbundinn stúlku, sem hann hygðist giftast. Hún hefði verið gift áður stuttan tíma, ætti lítinn strák og væri dóttir Ágústs Hjörleifssonar á Vestur- brautinni. Þau hófu svo búskapinn í kjallaranum á Vesturbraut 20, í þröngu en notalegu húsnæði. Þang- að var gaman að koma, alltaf tekið vel á móti manni, Gústi litli fjöragur og skemmtilegur strákur og Hulda blíð og góð í viðmóti. Fljótlega var fjölgunar von, og þar á Vestur- brautinni fæddist Þorvaldur, skaust í heiminn áður en ljósmóðirin kom; þvílíkt sem honum lá á. Fljótlega var orðið of þröngt á Vesturbrautinni og þá flutt í stærra húsnæði á Hringbrautinni. Margar góðar minningar á ég þaðan. Ég minnist þess er ég stóð eitt sinn upp frá veisluborði og rak höfuðið í ljósakrónuna svo hún fór upp af króknum og ég stóð allt í einu með hana í fanginu - óskemmda - og ég óskaddaður á höfðinu. Þá var öllum skemmt - og Hulda hló þessum dill- andi og smitandi hlátri sem henni var svo eiginlegt - og Þorvaldur litli, sem þá var að mig minnir á þriðja árinu, hló svo dátt að hann datt á bossann, en meiddi sig sem betur fer ekki, en brá svolítið. Svona var nú oft glatt á hjalla á þeim bænum. En brátt kom að því að þrengsli vora orðin óþægilega mikil, því börnunum fjölgaði. Hjördís og Mar- grét bættust við fjölskylduna, og þá var flutt í nýja og mun stærri íbúð í Lindarhvamminum. Þar átti ég margar Ijúfar stundir sem ég minn- ist með þakklæti. Um þær mundir var ég að gera hosur mínar grænar fyrir henni Helgu minni Finnsdótt- ur með góðum árangri og byggðum við okkur hús á Hvaleyrarholtinu, skammt fyrir ofan Lindarhvamm- inn. Það tengdi okkur enn betri fjöl- skylduböndum. Oft skruppum við Helga niður í Lindarhvamm og iðu- lega litu þau Hulda og Árni við á Svalbarðinu og voru þá fagnaðar- fundir. Svo kom að því að húsnæðið í Lindarhvamminum var orðið of þröngt, því enn stækkaði fjölskyld- an. Hildur og Gerður bættust í hóp- inn og þurftu sitt pláss. Þá var byggð enn stærri íbúð í næstu götu fyrir ofan - í Kelduhvamminum. Þar undi Hulda hag sínum vel og bjó börnunum og eiginmanni fagurt og hlýlegt heimili. Þaðan flugu svo bömin úr hreiðrinu eitt af öðru, uns þau hjónin voru orðin ein eftir í íbúðinni. Hulda var þá farin að kenna sér þeirra veikinda, sem að Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær faðir okkar, ÁGÚST EIRÍKSSON, Löngumýri, Skeiðum, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, miðvikudaginn 25. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, bömin. HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR lokum drógu hana til dauða. Ég veit að Huldu var það þvert um geð að flytja úr Kelduhvamminum, en þeg- ar heilsu Huldu var farið að hraka það mikið að hún átti erfitt með að halda heimilinu í góðu lagi, þá lét hún til leiðast að flytja í notalega þjónustuíbúð í námunda við Sól- vang, þar sem hún naut aðhlynning- ar og aðstoðar. Um það leyti sem þau fluttu á Sólvangsveginn hafði Ámi minnkað við sig vinnu í Tryggingu til að geta verið meira með Huldu sinni og hlúð að henni. Hann vann einungis sértæk verkefni og gat hagrætt vinnutímanum eftir hentugleikum. En ekki fer allt eins og ætlað er. Fyrir rúmlega tveimur árum ætlaði Árni að fara í ferð með rútu um Mið-Evrópu, sem hann hlakkaði mjög til. Hann vissi að Hulda væri í öraggu skjóli á Sólvangi og dæturn- ar myndu annast mömmu sína vel meðan hann væri að heiman. En fá- einum dögum áður en lagt yrði af stað í ferðina fékk hann heilablæð- ingu, sem dró hann tO dauða. Þetta var þvflíkt áfall fyrir Huldu og alla fjölskylduna, að orð fá eigi lýst. Hann var öllum vinum og sam- starfsmönnum mikfll harmdauði og er hans sárt saknað. Og nú, rúmum tveimur áram seinna, hefur Hulda mín blessunin kvatt þetta líf hægt og hljótt, og það á sama degi og Helga mín kvaddi þennan heim, snöggt og ótímabært fyrir 21 ári. Við trúum að þau séu öll á Guðs vegum og hafi verið köll- uð til nýrra verkefna. En eftir sitj- um við með söknuð og ljúfar minn- ingar. Blessuð sé minning þeirra allra. Ég og fjölskylda mín sendum bömum Huldu og Árna, fjölskyld- um þeirra og öllum aðstandendum hugheflar kveðjur og biðjum þeim allrar blessunar um ókomin ár. Jón Már Þorvaldsson. Þrátt fyrir langvarandi og erfið veikindi elskulegrar mágkonu minnai', Huldu Ágústsdóttur, og að ég vissi hvert stefndi, hægt og bít- andi, setti mig hljóðan, er ég fregn- aði andlát hennar, degi síðar. Þótt tæpast sé rétt að hugsa þannig, var ég forsjóninni þakklátur fyrir það, að veita henni lausn frá amstri þessa heims og eilífa hvíld, eftir gott dagsverk í víngarði drottins. Ég vfl með nokkram orðum þakka þessari góðu og ástríku konu fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig á lífsleiðinni, fyrst og fremst fyrir löngu, þegar ég var ungur og ráð- villtur piparsveinn og eins og grár köttur á heimili þeirra hjóna, henn- ar og Árna bróður míns, er ég var í landi á milli sjóferða. Þá var mér alltaf tekið opnum örmum og litið á mig sem einn af fjölskyldumeð- limunum. Og löngu síðar, eftir að ég kvæntist sjálfur og eignaðist böm og bura, varð samgangur fjöl- skyldna okkar talsverður, þótt störf okkar Árna væra mislæg og heimili okkar allfjarri hvort öðra; þeirra í Hafnarfirði, okkar í Keflavík. Ég minnist Huldu ætíð sem glað- værrar og glettinnar konu, hóg- værrar og nærgætinnar. Hún var trygglynd manni sínum, góð hús- móðir og frábær uppalandi, enda bera böm þeirra Árna þess glögg merki. Við Árni voram hálfgerðir spilafíklar, höfðum alist upp við það frá blautu bamsbeini og sátum oft við spil fram á miðjar nætur og ég veit að Huldu mislíkaði það oft, en rauk ekki upp með skömmum og ill- um látum, heldur benti okkur góð- látlega á, að slíkt væri vart við hæfi, því það truflaði næturró annarra í húsinu. Of langt mál yrði að telja upp alla hina góðu kosti sem Hulda bjó yfir og læt ég mér því nægja, að þakka henni hjartanlega fyrir samfylgdina á lífsleiðinni, sem verður mér alla tíð minnisstæð að góðu einu. Jafn- framt harma ég það, hversu lengi hún þurfti, hin síðari ár, að berjast við þann sjúkdóm, sem leiddi hana að lokum til eilífrar hvfldar. Öllum börnum hennar og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurgeir Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.