Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 47C frístundum og sérstaklega í vinn- unni. Friðrík var mikill maður og stór, góður sjómaður og vélstjóri. Hann hafði mikla þekkingu á bátum og skipum og þegar við strákarnir um borð þurftum að vita eitthvað um báta, svo sem smíðaár, breytingar eða eigendur var Frikki spurður enda var þetta eitt af hans áhuga- málum. Frikki var afskaplega góður í umgengni og þægilegur sem vinur og vinnufélagi og það var gott að hafa þennan stóra og sterka mann við hliðina á sér þegar gert var við dælu, kæli eða reyndar hvað sem er. Hann sagði mér þá gjarnan frá ein- hverri viðgerðinni sem hann hafði tekið þátt í og voru það alltaf ein- hverjar skemmtisögur og mikill fróð- leikur sem hann lét frá sér fara. Frikki átti það líka til að reyna að ná mönnum upp, oftast í sambandi við íþróttir og þá aðallega fótboltann. Þó að við séum Eyjamenn og hann reyndar líka, var hann harður Kefl- víkingur og urðu oft miklar umræð- ur í borðsalnum og fjörugar. En þeg- ar Frikki var búinn að ná einhverj- um mikið upp kom hann alltaf til við- komandi og klappaði honum á öxlina og baðst íyrirgefningar eða þá oftar að hann tók utan um aðilann og sagði: „Fyrirgefðu, vinur.“ Hann sagði alltaf vinur þegar hann ávarp- aði einhvern, þannig maður var Frið- rik, elskulegur og hlýr, algjör öðling- ur sem sárt verður saknað. Hólmfríður og börnin fjögur, Júl- ía, María Rós, Sigurður og Birgir Már, tengdabörn og barnabörn eru búin að standa í ströngu vegna veik- inda Friðriks. Það er erfítt að gera sér í hugarlund hvað hægt er að leggja mikið á fólk í svona veikindum sem Frikki barðist svo hetjulega við. Guð blessi ykkur öll í þessum sárind- um og um ókomna framtíð. Margs er að minnast um góðan mann en nú er komið að leiðarlokum. Ég vil þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman sem eru ómetanlegar í endur- minningunni. Guð veri með þér, Frikki minn. Grettir Ingi Guðmundsson og fjölskylda. í dag verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför Friðriks Ingvarssonar en hann lést 21. ágúst sl. aðeins 48 ára að aldri. Friðrik starfaði hjá fyrirtæki okk- ar í rúmlega 10 ár, lengstum sem vélstjóri á Álsey VE 502. Friðrik var góður, duglegur og ósérhlífínn starfsmaður og gekk í öll þau verk sem þurfti að vinna. Hann hugsaði vel um vél bátsins og annað sem snerti bátinn og þegar hlé var á milli veiðitímabila, var hann tilbúinn að fara í land og vinna við loðnufryst- ingu og annað sem skipti miklu máli fyrir fyrirtækið. Hann hafði mikinn áhuga á vel- gengni fyrirtækisins og alveg fram undir það seinasta spurði hann um vélina í Álsey og um önnur skip fyr- irtækisins og hvernig þeim gengi. Friðrik greindist með krabbamein fyrir u.þ.b. ári og hófst þá mikil bar- átta. Hann tókst á við þessi miklu veikindi sín af kjarki og miklu æðru- leysi og oft dáðist ég að honum hvernig hann tók þessu mikla mót- læti sem á hann var lagt og gekk i gegnum ýmsar kvalarfullar meðferð- ir sem læknar ráðlögðu. Friðrik var stór maður vexti en einn af þessu góðlátu, kyrrlátu mönnum sem vinna störf sín í kyrr- þey. íslenskt þjóðfélag á mikið að þakka þessum mönnum, sem vinna störf sín af samviskusemi og alúð og koma sér vel við samborgarana. Friðrik kom sér vel við samstarfs- menn sína um borð í bátnum og alla starfsmenn útgerðarinnar og fyrir- tækisins. Hér eins og oft áður er missir og söknuður aðstandenda Friðriks mestur vegna hins ótíma- bæra andláts hans. Ég vil að lokum flytja ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar í framtíð- inni. Sigurður Einarsson. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát íyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar. (Höfundur óþekktur.) Elsku Holla mín, ég sendi þér og fjölskyldunni ásamt öðrum ættingj- um innilegustu samúðarkveðjur. i Inga Rósa. Okkur langar að minnast skipsfé- laga okkar, Friðriks Ingvarssonar, með fáeinum orðum þótt erfitt sé. Okkur langar að minnast á hvers konar maður hann Frikki var, glað- legur, hress og kátur. Hann var ótrúlega naskur á báta og skip og þau voru ófá skiptin sem hann rakti sögu skips eða báts alveg frá því að hann var smiðaður og ef hann sá eitthvert mastur á eldri bát sem sigldi fram hjá gat hann sagt okkur nafnið á honum. Friðrik var líka veð- urglöggur maður og þegar hann kom upp á dekk heyrðist það á söngnum hans hvort bræla væri að koma eða ekki. Ef hann söng hátt og skýrt var að koma bræla en ef hann söng í hálfum hljóðum var yfirleitt ágætis veður. Frikki var stór og stæðilegur mað- ur en átti í miklum veikindum sl. ár. Hann gerði það eins oft og hann gat að koma um borð og kíkja á félag- ana. Þá spurði Frikki yfirleitt um nálakörfuna sem hann hugsaði svo vel um að það hálfa væri nóg. Við netamennirnir höfðum oft orð á því hvað það væri gott að hafa Frikka til að sjá um þetta. Hann passaði svo vel upp á nálarnar að þegar við hent- um þeim til hans og þær lentu e.t.v. útbyrðis, þá skammaði hann okkur mikið fyrir að bruðla svona með nál- arnar en svona var Frikki í öllu sem hann tók að sér, skiiaði því vel frá sér. Þegar í borðsalinn var komið voru oft líflegar umræður um helstu mál líðandi stundar, svo sem þjóðmál og menningarmál. Þá hafði Frikki mikinn áhuga á fótbolta en þegar inn í þá umræðu var komið var oft erfitt fyrir Frikka að velja á milli hvort hann hélt með Eyjamönnum eða Keflvíkingum, þar sem hann var bor- inn og barnfæddur Keflvíkingur, þannig mynduðust oft líflegar um- ræður. Ekki getum við látið hjá líða að minnast fjölskyldu Friðriks, sem hann var mjög stoltur af, og barna hans fjögurra, þeirra Júlíu, Maríu Rósar, Sigurðar og Birgis Más, og barnabarnanna, írisar og Friðriks Hólms. Okkur er minnisstætt eitt skiptið fyrir nokkrum árum, þegar hann minntist á að Sigurður, sonur hans, hefði byrjað garðslátt, auglýsti í bæjarblöðunum og fékk mjög góðar viðtökur. Þá hafði Frikki orð á því að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum Sigurði syni sínum, hann reddaði sér. Nú er yngsti sonurinn, Birgir Már, að feta í fótspor eldri bróðurins og lýsir það fjölskyldu Friðriks vel og hversu allt hans fólk er duglegt og ábyggilegt. Við félag- arnir minnumst Friðriks með hlýhug og söknuði. Elsku Hólmfríður mín, við vitum að söknuður þinn er mikill og ykkar elskulegu barna og barnabarna en ykkar sterka trú veitir ykkur allan þann styrk sem þarf á þessari stundu. Við félagarnir sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og blessa. Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Áhöfnin á Álsey VE 502, Grettir, Heimir, Oddgeir, Hörður, Sigurður Sveinsson, Elías, Sigurð- ur Þór og Kristinn. + Eyþór Fann- berg fæddist í Bolungarvík 5. júní 1928. Hann lést á heimili sínu að morgni föstudags- ins 20. ágúst síðast- liðins. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Herdís Guðjónsdóttir, hús- móðir, f. 23.1. 1898, d. 22.2. 1988, og Bjarni Þórður Fannberg, skip- sljóri, f. 7.11. 1894, d. 11.3. 1979. Eyþór var yngstur fimm systkina sem öll eru látin. Þau voru Áskell Jón, f. 24.3. 1921, d. 3.9. 1939; Ölver, f. 30.4. 1924, d. 3.11. 1976; Salome, f. 26.2. 1927, d. 25.10. 1939; og Guðmundur f. 5.6. 1928, d. þriggja mánaða. Eyþór var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Unnur Þ. Guð- laugsdóttir, f. 9.7. 1930. Þau slitu samvistir 1967. Börn Ey- þórs af fyrra hjónabandi eru: 1) Salome Herdís, f. 24.2. 1951, bú- sett í Svíþjóð, sambýlismaður hennar er Kjell Elfström, há- skólakennari í Lundi, börn þeirra: Ingimar, f. 2.2. 1990, Tor Viðar, f. 29.8. 1991, og Nanna Herdís, f. 26.12. 1992. Salome átti áður Yrsu Þurý, f. 22.11. 1973, Þóreyju Kristjönu, f. 18.4. 1981, og Magnús, f. 10.11. 1983. 2) Askell Bjarni, rafeindavirkjameistari, f. 11.2. 1953, maki er Þóra K. Einars- dóttir, leikskólakennari, börn þeirra: Unnur Björk, f. 9.10. 1976, Eyþór Ingi, f. 15.4. 1982, og Einar Már, f. 22.10. 1983. 3) Kristjana Ólöf, húsmóðir, f. 27.7. 1956, maki er Gestur Helgason, skipstjóri, börn þeirra: Hörður Már, f. 13.1. 1978, Helgi Þór, f. 5.4. 1981, og Heiðar Freyr, f. 9.7. 1990. 4) Eyþór, stýrimaður, f. 24.10. 1964, maki er Anna Þórunn Björnsdóttir, börn þeirra: Brypjar Þór, f. 15.12. 1991, og Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Vertu sæll, elsku pabbi. Kristjana og Eyþór. Afram þjóta árin sem óðfluga ský. Og tíðin verður tvenn og þrenn, og tíðin verður ný. En það kemur ekki mál við mig, ég man þig fyrir því... (Jóhann'Jónsson.) Elsku hjartans pabbi minn. Oft hef ég párað línu til þín en þessar verða þær síðustu. Mikið þótti mér erfitt að geta ekki verið nálægt þér síð- ustu stundirnar. Reyndi að senda þér sterkustu og bestu hugsanir mínar. Mörg minningabrot og myndir koma upp í huga mér. Fyrsta upplifun á veitingahúsi í fjarlægu landi, þar sem ég vissi ekki að silfurskálin var til að þvo hendur, ekki drekka úr. Siglingar á Ósló- firði, barátta við geitunga í Ósló. Síðan, er ég var eldri, hjálp við að stofna mitt fyrsta heimili. Minning- ar um það þegar þið Þóra komuð hingað til Svíþjóðar er Þórey fermdist, vorið 1996. Þá gat ég stolt sýnt þér heimili mitt og bamaskar- ann sem vonandi hefur fengið í arf Bjartur Freyr, f. 19.2. 1998. Auk þess átti Eyþór dóttur áður, Guðlaugu, f. 25.12. 1949, og á hún þrjú börn. Seinni kona Eyþórs er Þóra U. Kristins- dóttir, dósent við Kennaraháskóla ís- lands, f. 3. ágúst 1930. Þau hófu sam- búð árið 1968 og giftu sig 1987. For- eldrar Þóru voru Jakobína Jabobs- dóttir Thorarensen og Kristinn F. Benediktsson, kaupmaður á Hólmavík, bæði látin. Dóttir Þóru er Kristín Björk Gunnarsdóttir, f. 1.12. 1955, maki er Jón Guðmunds- son. Þau eru bæði kennarar á Hallormsstað, börn þeirra eru: Þóra Elísabet, f. 24.5. 1982, Guðmundur Ingvi, f. 10.8. 1985, og Gunnar Kristinn, f. 23.10. 1994. Eyþór lauk vélstjóraprófi ásamt prófi í rafmagnsfræði ár- ið 1951 frá Vélskóla fslands. Hann starfaði sem vélstjóri og yfirvélsljóri hjá Jöklum hf. fram til ársins 1967. Á árunum 1968-1972 dvaldist hann í Nor- egi og aflaði sér menntunar í kerfisfræði. Frá 1972 starfaði hann hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar sem kerfisfræðingur. Hann starfaði mikið að félagsmálum, var for- maður starfsmannafélags Skýrsluvéla, í sljórn Starfs- mannafélags Reykjavfkurborg- ar og formaður þess félags um tíma. Síðustu árin starfaði Ey- þór hjá Reykjavíkurborg. Hann var forstöðumaður Manntals- skrifstofú Reykjavfkur og síðar tók hann einnig að sér að veita Skráningardeild fasteigna í Reykjavík forstöðu. Hann lét af þessum störfum í árslok 1998. Utför Eyþórs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. marga af þínum góðu eiginleikum. Ekki datt mér þá í hug að það væri í síðasta skipti sem ég sæi þig. Oft hugsa ég um það er ég hafði það sem erfiðast og flestar dyr voru mér lokaðar, þá voru þínar alltaf opnar. Alltaf hlustaðir þú á mig, ekki alltaf sammála, en ég var virt. Þú kenndir mér að segja sannleik- ann og að taka afleiðingunum; hvað er betra veganesti? Hugheilar kveðjur frá Kjell, Yrsu, Þóreyju, Magnúsi, Ingimari, Viðari og Nönnu. Þökk fyrir allt, pabbi minn. Þú verður ætíð í huga mér. Þín dóttir Salóme. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ijósgeisli af minningum lilýjum. (H.J.H.) Elsku Eyþór! Það er komið að leið- arlokum þrátt fyrir að við bæðum góðan guð þess að fá að njóta þín miklu lengur. En þinn tími var kom- inn. „Svona er lffið“ sagði oft góð kona sem við þekktum bæði svo vel og það eru orð að sönnu því við verðum að mæta örlögum okkar, hver sem þau eru, allt til loka. En þú skilur eftir tómarúm hjá mér, mömmu og afabörnunum sem verð- ur erfitt að fylla. Hver á núna að finna bestu lausnina þegar leiðin virðist ógreiðfær? Hver á að veita stuðning þegar mest ríður á og benda á ljósu hliðarnar á tilverunni? Skyldi vera einhver sem getur lag- fært allt það sem bilar, brotin hjól og bognar gjarðir, á sama hátt og þú? Hver á að útskýra lífið og til- veruna af nærgætni fyrir afaböm- unum og strjúka litla kinn? Þetta allt gerðir þú svo vel og það verður erfitt að vera án alls þessa. En við geymum allar ljúfu stundirnar, hlýju orðin og glettnislegu athuga- semdimar með okkur og það eru minningar sem enginn getur tekið frá okkur og fylgja okkur inn í framtíðina. Hjartans þakklæti fyrir allt. Friður sé með þér. Kristín Björk. Elsku afi okkar, það er erfitt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við erum þakkiát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman því þú varst alltaf þolinmóður og tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Ef það var ein- ** hver sem skildi okkur þá varst það þú og það var svo gaman að hlæja og bulla með þér. Við eigum alltaf eftir að sakna þín og minnast góðu stundanna með þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi, við vonum að þú passir okkur og horfir niður tH okkar frá himnum. Vonandi líður þér vel"*r núna. Þínir ástarenglar, Þóra Eh'sabet, Guðmundur Ingvi og Gunnar Kristinn. Kveðja frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar Á skömmum tíma hefur illkynja sjúkdómur lagt Eyþór Fannberg að velli. Það stóð nokkurn veginn á endum að um sama leyti og hann * lét af stöi’fum á aldursmörkum í fyrrasumar þá greindist hann með krabbamein. Læknismeðferð tók við en vágestinum varð ekki bægt frá. Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar naut starfskrafta hans um árabil í hinum margvíslegustu störfum. Hann sat í stjórn þess á árunum 1976-1982, þar af formað- ur í tvö ár auk þess að vera starfs- maður þess um tíma. Hann átti sæti um árabil í Starfskjaranefnd, í stjóm Lífeyrissjóðs borgarstarfs- manna, í stjóm Starfsmenntunar- sjóðs og tók virkan þátt í norrænu samstarfi borgar- og bæjarstarfs- mannasamtaka. Á sama hátt voru^ honum falin trúnaðarstörf á vegum BSRB svo sem formaður vinnu- deilusjóðs í nokkur ár og fulltrúi samtakanna í úthlutunarnefnd at- vinnuleysisbóta. Mörg stórmál voru í farvatninu hjá Starfsmanna- félaginu þann tíma sem hann veitti því forystu. Þar má helst nefna undirbúning að sumarhúsabygg- ingum að Ulfljótsvatni og Eiðum svo og íbúðir fyrir félagsmenn 60 ára og eldri. Að öllum félagsstörf- um og ákvörðunum gekk Eyþór með yfirvegan og góða innsýn í málefnin. Hann átti gott með að tjá sig bæði í ræðu og riti, og var fund- vís á lausnir mála. Og ekki skal lát- ið ógetið hans góðlátlegu glettni og skopskyns sem samstarfsfólk hans hjá félaginu naut seint og snemma. Aður en hann kom til starfa hjá okkur hafði hann verið kerfisfræð- ingur hjá SKÝRR og er hann lét af störfum fyrir félagið var hann ráð- inn starfsmaður Lífeyrissjóðs borgarstarfsmanna og nokkru síð- ar forstöðumaður Manntals- og skráningarskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Honum eru hér með færðar al- úðarþakkir félagsins fyrir þau fjöl- mörgu trúnaðarstörf sem hann var^ kosinn til og rækti af kostgæfni. Undirrituð starfaði með honum á þessu tímabili og minnist ánægju- legs samstarfs og vináttu hans, sem varði þótt leiðir skildi í starfi. Eiginkonu hans og fjölskyldu allri eru sendar hugheilar samúð- arkveðjur. "Jþ Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður EYÞOR FANNBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.