Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 31 LISTIR Kvik- myndahá- tíð hefst ídag KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík verður formlega sett í kvöld í Háskólabíói af Birni Bjarnasyni menntamál- aráðherra sem flytur ávarp í tilefni opnunarinnar. Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, júgóslavneski leikstjórinn Emir Kusturica, verður viðstaddur opnunina ásamt dóttur sinni Dunja og meðlimum hljómsveitarinnar No Smoking Band, sem sér um alla tónlist í nýjustu mynd hans, Svartur köttur, hvítur köttur, en Emir Kusturica spilar einnig sjálfur í hljóm- sveitinni. Höfundurinn kynnir myndina sjálfur Áður en opnunarmyndin Svartur köttur, hvítur köttur verður sýnd mun Emir Kust- urica ásamt hljómsveitinni kynna myndina, en hljóm- sveitin heldur eina tónleika hér á landi á laugardaginn í Laugardalshöllinni ásamt ís- lensku hljómsveitinni Sigur Rós. Níu kvikmyndir eru sýndar fyrsta dag hátíðarinnar í kvikmyndahúsunum Há- skólabíói, Bíóborginni og Regnboganum, en alls eru 39 myndir sýndar á hátíðinni, sem stendur til 5. september næstkomandi. Úr myndinni Svartur köttur, hvítur köttur eftir Emir Kusturica, Kattarfár á Dónárbökkum KVIKMY1YDIR Háskólabfo KÖTTUR, HVÍTUR KÖTT- UR - (CRNA MACKA, BELI MACOR) ★★★!» Leikstjóri: Emir Kusturica. Handritshöfundur: Emir Kusturica, Gordan Mihic. Kvikmyndatöku- stjóri: Thierry Arbogast. Tónskáld: Voja Aralica, dr. Nele Karajlic, Dejo Sparavalo. Aðalleikendur: Severdzan Bajram, Florijan Ajdini, Salija Ibraimova, Branka Katic, Srdjan Todorovic. 130 mín. Frakkland/Þýskaland, 1998. HEIÐURSGESTURINN, Júgóslavinn Emir Kusturica, er einn af fáum, ósviknum galdraköri- um í kvikmyndaheimi samtímans. Við fengum að kynnast hinu ólýs- anlega hugmyndaflugi mannsins og þróttmiklu sköpunargleði í Neðan- jarðar fyrir fáeinum árum, mynd sem hiklaust flokkast með kvik- myndaafrekum aldarinnar. Nýja myndin hans, Svartur köttur, hvít- ur köttur, gefur henni lítið eftir. Hún er heldur ekki jafn pólitísk, leikstjórinn/handritshöfundurinn hefur sjálfsagt fengið nóg af fjaðra- fokinu sem varð í kringum annar- legar túlkanir ýmissa stjórnmála- manna og fulltrúa þeirra þjóðar- brota í föðurlandi hans sem töldu sig liggja undir höggi í Neðanjarð- ar. Nú snýst allt um líf og fjör í svo gjörsamlega framandi veröld að sögusviðið gæti verið á annarri plánetu. Menningarheimur sígaun- anna á bökkum Dónár telst til Evrópu, þessa Evrópu þekkjum við hinsvegar ekki. Aðalpersónurnar eru undirförlir, lífsglaðir sígaunar, sem hafa lifibrauð sitt af því að pretta náungann. Burðarásarnir í samfélaginu eru Zarije (Zabit Memedov) og Grga (Sabri Sulejm- an), tveir aldurhnignir klækjarefír, gamlir andstæðingar sem þó bera virð- ingu hvor fyrir öðrum, og hafa þraukað af all- ar hremmingamar lungann af öld- inni. Afkomendur þeirra plægja sama akurinn, smáglæpamenn en vantar lymsku og þjófssjarma feðr- anna. Matko (Severdzan Barjam) er lánlaus smáþjófur sem tekst að klúðra öllu í kringum sig og tapa því í hendur erkiskálksins Dadans (Srdjan Todorvic). Verður jafnvel að gifta augasteininn, soninn Zare (Florijan Ajdini), dvergvaxinni systur Dadans. Strákurinn kann því illa þar sem hann er ástfanginn af villingnum Idu (Branka Katic). Afarnir og örlögin koma unga fólk- inu til hjálpar svo framtíðin virðist að endingu brosa við þeim sem eiga að erfa landið. Þvílíkt fjör, hávaði og læti. Stjómleysið og ringulreiðin ræður ríkjum í þessu undarlega samfélagi þar sem persónurnar eru engum líkar í útliti né hegðun og er ekkert heilagt, ömmurnar selja barna- bömin sín, slægð og prettir ráða fyrst og fremst gjörðum manna. Áfengið flýtur, kókaínið rýkur, hundar og kettir, hvítir og svartir sigla innan um mannlega furðu- fugla í snargeggjaðri veröld þar sem grísir gæða sér á Trabant-bíl- um (hvar er nú Trabantklúbbur- inn?), dauðir snúa til lífsins, sím- astaurarnir vökvaðir þegar sambandið er vont. Svellandi sí- gaunatónlistin dunar svo allt um kring. Dæmalaust skemmtilegur mað- ur, Kusturica, og ekki nokkur lífs- ins leið að reyna að lýsa þeim litríku uppákomum og áhrifum í smáatrið- um sem Svartur köttur, hvítur köttur hefur á áhorfandann. Hún er fyrst og fremst eldhress, farsa- kennd innsýn í heillandi og ótrú- lega framandi samfélag, unnin í alla staði af miklu listfengi. Tónlistin er órofa hluti af heildinni, líkt og í ______________ Neðan- jarðar. Óbrotið umhverfíð ótrúlega fallegt fýrir augað, ekki síst þegar atburðarásin fer út á guðdómlegar sólblómaekr- urnar þar sem einu sakleysingjarn- ir, vonarpeningur verksins, Ida og Zare, uppgötva lífsgaldurinn mikla. Þau eru í rauninni bakhjarl mynd- arinnar, traust og innilega óflekk- uð, mitt í öllum mannsoranum. Eldri leikararnir eru allir sem einn ótrúlegir í útliti og býsna eðlilegir, ekki síst gömlu jálkarnir tveir, og Todorvic í hlutverki Dadans er nán- ast sérkapítuli í kvikmyndasög- unni. Sjón er sögu ríkari. Sæbjörn Valdimarsson Vegna flutnings í Kringluna í lok september rýmum viö verslunina og því sjást nú tilboð sem aldrei hafa sést áður á útivistarfatnaði. Allt að 70% afsláttur! Rýmingarsalan stendur yfir í stuttan tíma, fyrstir koma fyrstir fá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.