Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Heitasti ágúst í 30 ár í Reykjavík MEÐALHITI það sem af er ágústmánuði í Reykjavík er 11,5 stig á Celsíus. Það er tals- vert fyrir ofan meðallag sem er 10,3 stig. Að sögn Trausta Jóns- sonar, _ veðurfræðings á Veður- stofu íslands, er þetta hlýjasti mánuður síðan 1969 en í 8.-11. sæti síðustu 75 árin. Úrkoma er heldur minni í ágúst en í meðalári og sólskins- stundir heldur færri. Sóiin hef- ur skinið í 135 klukkustundir það sem af er mánuðinum en að meðaltali eru 155 sólskins- stundir í ágúst. Enn eru nokkr- ir dagar eftir af mánuðinum og í?7|>því ekki útséð um að sólskins- stundir verði eins og í meðal- ári. Hins vegar er spáð svipuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og verið hefur þessa vikuna, skýjuðu og ein- hverri úrkomu, og því e.t.v. lík- legra að úrkoma nái úrkomu í meðalári en að sólskinsstundir verði um eða yfír meðallagi. Nýjustu tækni á sviði fjarsjármælinga beitt við fornleifarannsóknir hérlendis Leifar Skálholtsstaðar fundnar neðanjarðar LEIFAR gamla bæjarins í Skálholti hafa fund- ist á svo að segja sama stað og hann var sagður vera á korti frá 1784. Minjamar fundust með viðnámsmælingum sem gerðar eru á svæðinu yfir þeim, og til viðbótai' er notast við tölvu- tækni og aðrar aðferðir en tíðkast hafa við slík- ar mælingar. Breskur fomleifafræðingur og jarðeðlisvísindamaður, Tim Horsley, hefur dvalist hérlendis í sumar við mælingar og er fundurinn niðurstaðan af rannsóknum Tims og samstarfsmanna hans. Merkur fornleifafundur „Við vissum að eitthvað var þarna en vissum hvorki hversu réttur þessi uppdráttur var né í hvaða ástandi þær minjar vom. Því má segja að þetta sé mjög merkur fornleifafundur án þess að uppgröftur hafi átt sér stað. Það vekur mjög sérstaka tilfinningu að geta séð fornan minja- stað án þess að reka skóflu í jörð. Það hefur aldrei neitt þessu líkt komið fram með fjarsjár- athugunum á íslenskum minjastöðum,“ segir Adolf Friðriksson fornleifafræðingur sem stýrði rannsókninni ásamt Orra Vésteinssyni forn- leifafræðingi. Niðurstöður vöktu mikla undrun Kirkj ugrunnarnir í Skálholti voru grafnir upp um miðja öldina og síðan byggð þar kirkja eins og kunnugt er. Hins vegar hefur lítið verið hreyft við sjálfum bænum sem hefur verið mjög stór, nánast eins og þorp með tugi húsa í þyrp- ingu, skammt frá kirkjunni. Til er uppdráttur af þessum stað frá lokum 18. aldar, um það bil þegar staðurinn var lagður af. Adolf segir um mjög merka niðurstöðu að ræða, sem auðvelda muni mjög skipulagningu uppgraftar á svæðinu. „Við gerðum viðnáms- og segulmælingar á svæðinu og urðum mjög hissa þegar niðurstöðumar lágu fyrir. Þarna blasir við nánast sama húsaskipan og maðurinn horfði á sem gerði uppdráttinn í lok 18. aldar,“ segir hann. „Ekki síst er áhugavert að nefna að í upp- drættinum gamla er kerfisbundin skekkja, enda höfðu menn ekki aðstöðu tO þess á sínum tíma að vera jafnhomréttir í mælingum og núna tíðkast. Mælingar Tims sýna að húsin á upp- drættinum vora á þessum stað en þau hafa snú- ið ögn öðravísi en hann sýnir. Það vakti samt sem áður mikla undran hve þessar niðurstöður vora nákvæmar því reynsla okkar af notkun tækja við mælingar af þessu tagi hefur oftast verið sú að vonir hafa verið miklar fýrirfram en árangurinn valdið vonbrigðum, jafnvel eftir mikla fyrirhöfn. í þessu tilviki er aðra sögu að segja,“ segir Adolf.“ ■ Merkur fornleifafundur/4 Morgunblaðjð/JT Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjúkrabíll á slysstað á Dímonarvegi. Þyrlan flutti einn mann á sjúkrahús í Reykjavík. Sóttur í þyrlu eftir bflveltu Sveitarfélög um land allt bjóða fram lóðir Höfiiðstöðvar Lands- símans eftirsóttar JEPPI valt á Dímonarvegi, sem i ÍJfcggur milli Fljótshlíðar og þjóð- vegar 1 á Markarfljótsaurum, um klukkan hálffimm í gær. Tveir Þjóðverjar vom í bíinum, karl og kona, og slasaðist maðurinn tals- vert á höfði. Við rannsókn á spít- ala kom þó f ljós að meiðsli hans vom minni en talið var í upphafi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var fengin til að sækja manninn, en konan var flutt til Reykjavíkur í sjúkrabfi til rann- sóknar. Fólkið var í tólf manna hópi þýskra og íslenskra blaðamanna í 'Terð á vegum Ford í Þýskalandi á Ford Explorer-jeppum. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bfinum á grófum og holóttum veginum og valt bfilinn rúmlega eina veltu og stöðvaðist á hliðinni þversum á veginum. Lögregla frá Hvolsvelli og sjúkrabfll komu á aítvang ásamt læknum og var sirax óskað eftir að þyrla flytti manninn á sjúkrahús. ÝMIS sveitarfélög, þar á meðal Akureyri og Grandarfjörður, hafa haft samband við forsvarsmenn Landssímans og boðið fyrirtækinu til viðræðna um lóðir undir höfuð- stöðvar þess. Yfirvöld í Mosfellsbæ og Kópavogi hafa einnig lýst áhuga sínum á að fá fyrirtækið til sín. Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, segir að stað- setningin í Laugardal í Reykjavík sé sú heppilegasta fyrir fyrirtækið vegna nálægðar við Múlastöð, og ekki komi til greina að aðalstöðv- arnar verði utan höfuðborgar- svæðisins. „Ýmis sveitarfélög hafa haft sam- band og vakið athygli á því að þar væri vinveitt umhverfi fyrir starf- semi af þessum toga,“ segir Þórar- inn. „Landssíminn er með mjög mikla starfsemi í Múlastöðinni, á Laugardalur talinn heppilegastur svæðinu milli Suðurlandsbrautar og Armúla. Það er fyrirtækinu afar hagkvæmt að geta verið með rekst- urinn sem mest á einum stað. Af þeim ástæðum hefur verið leitað eftir því að byggja nýjar höfuð- stöðvar í næsta nágrenni Múla- stöðvarinnar. Við eram því ekki að leita okkur að aðstöðu annars stað- ar.“ Höfuðstöðvarnar verði í grennd við aðalmarkaðssvæðið Þórarinn segir að ekki komi til greina að höfuðstöðvar Landssím- ans verði utan höfuðborgarsvæðis- ins. „Höfuðstöðvar fyrirtækis á borð við Landssímann hljóta eðli málsins samkvæmt að vera á helsta þéttbýlissvæðinu, helsta markaðs- svæðinu, en það era auðvitað fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík." Jónas Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar, segir að bæjaryfirvöld hafi í síðustu viku vakið athygli forsvarsmanna Landssímans á Mosfellsbæ sem valkosti ef ekki yrði af byggingu í Laugardalnum. Ekki hafi þó nein ein lóð verið nefnd í því sambandi. „Það er að vísu gert ráð fyrir at- hafnasvæði á aðalskipulagi okkar sem er á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, beint niður undan Úlfarsfellinu. Það kæmi til greina að þeir fengju lóð þar, en það era víða annars staðar aðstæður fyrir hendi.“ Flugleiðir með 595 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Flugleiðasamstæð- unnar nam 595 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Hagnað- ur af sölu eigna nam 1.392 milljón- um og er tap af reglulegri starf- semi Flugleiða hf. eftir skatta 797 milljónir króna. Afkoma Flug- leiða hf. af reglu- legri starfsemi eft- ir skatta batnar á milli ára um 851 milljón króna. Lokagengi á hluta- bréfum Flugleiða hf. var í gær 4,35 á Verðbréfaþingi ís- lands og hafði lækkað um 7,4% frá deginum áður. Viðskipti með hlutabréf í félaginu námu um 26,9 milljónum og vora 22 talsins. „Afkoma fyrstu sex mánaðanna er í samræmi við rekstraráætlanir félagsins,“ segir Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða. Að sögn Sigurðar ríkir óvissa um hvort fé- lagið nái markmiðum rekstraráætl- unar sinnar fyrir árið í heild, en hún hefur ekki verið gefin upp. „Vaxandi samkeppni á Norður-Atl- antshafsleiðum hefur leitt til verð- lækkana sem búast má við að hafi neikvæð áhrif á seinni helmingi ársins. Þá setur hækkandi elds- neytisverð strik í reikninginn þótt félagið hafi varið sig með framvirk- um eldsneytissamningum í sam- ræmi við fyrirfram sett markmið,“ segir Sigurður. „Óvissan hvað varðar afkomuna seinni hluta ársins beinist aðallega að farþegafluginu en fraktflugið hefur skilað ágætisafkomu og aukning er fyrirsjáanleg,“ segir Sigurður. ■ Tap af/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.