Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 27 Fjörutíu fórust í Indlandi TALIÐ er að a.m.k. fjörutíu hafi farist þegai- fólksfiutn- ingabfll ók út af vegi og ofan í stífluvatn í Karnataka-ríki í suðm'hluta Indlands í gær. Lögreglumaður á staðnum sagði að á milli fjörutíu og fimmtíu manns hefðu verið í rútunni og að þar sem hún lægi enn á botni vatnsins væri útséð með að nokkur hefði lif- að slysið af. Fyrr um daginn hafði verið greint frá því að allt að áttatíu manns hefðu farist með rútunni. Mír heyrir brátt sögunni til ÞRIGGJA manna áhöfn rúss- nesku geimstöðvarinnar Mír undirbjó í gær brottför sína úr stöðinni og verður sú síðasta sem hefst við í Mír nema óvænt takist að fjármagna frekari aðgerðir um borð í Mír. Mír mun að öllu óbreyttu fljúga sjálfvirkt um geiminn fram á næsta ár en þá verða nokkrir geimfarar sendir sér- staklega til að stýra henni inn í andrúmsloft jarðar, þar sem hún mun brenna upp og eyði- leggjast. Meintum her- foringja sleppt FRÖNSKUM herforingja, sem grunaður var um að hafa stundað njósnii’ á vegum Jú- góslavíustjórnar í höfuðstöðv- um Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur verið sleppt úr haldi eftir að hafa dvalið tíu mánuði á bak við lás og slá. Hann bíður þó dóms í máli sínu. Maðurinn, Pierre Bunel, var handtekinn í október síð- astliðnum og sakaður um að hafa látið stjórninni í Belgrad í té leynileg skjöl um fyrirhug- aðar loftárásir NATO á Jú- góslavíu. Bóluefni við Svarta dauða BRESKIR vísindamenn, sem starfa á rannsóknarstofu breska hersins, sögðust í gær hafa þróað bóluefni við Svarta dauða sem þeir vonast til að geta prófað á mönnum mjög bráðlega. Svarti dauði er að vísu ekki mjög útbreiddur lengur en menn hafa löngum óttast að óprúttnir þjóðarleið- togar myndu leitast við að þróa sýklavopn sem gætu dreift veirunni í hernaði. Antík-stólar frá 1990 FJÓRIR antík-stólai- sem hið þekkta uppboðsfyrirtæki Sot- hebys seldi nýlega fyrir 1,3 milljónir punda, um 140 millj- ónir ísl. króna, reyndust eftir- líkingar sem smíðaðar voru 1990, að því er talsmaður Sot- hebys greindi frá í gær. Talið var að stólarnir væru frá 1759, og að þeir hefðu komið úr ensku heldrimannahúsi, en kanadíski milljónamæringur- inn. Herbert Black, sem keypti stólana, komst hins vegai’ að raun um að maðkur væri í mysunni. Tveir sérfræðingar hjá Sothebys hafa látið af störfum vegna málsins. Samkomulag um tímasetningu brottflutnings ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum Skriöur kominn á samningaviðræður Jenísalem. Reuters HELSTI samningamaður Palestínu- manna, Saeb Erekat, sagði á mið- vikudag, að skriður væri kominn að nýju á samninga um að hrinda lokaá- fanga Wye-friðarsamkomulagsins í framkvæmd. Samningaviðræður strönduðu í byrjun ágústmánaðar þegar Palestínumenn höfnuðu beiðni Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, um að fresta brottflutningi herliðs þar til samkomulag næðist um endanlega stöðu palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. Sagði Erekat Isralea nú hafa fallist á að hefja brottflutninginn í janúar sem er ein- um mánuði fyrr en beiðni Baraks hljóðaði upp á. Eftir sex stunda samningaviðræð- ur við Gilad Sher, helsta samninga- mann Israelsstjórnar, sagði Erekat blaðamönnum að tekist hefði að ryðja úr vegi helstu ágreiningsmál- um varðandi brottflutninginn frá Vesturbakkanum. Kvaðst hann hafa fallist á tillögur um nýja tímasetn- ingu og fagnaði því að útlit væri fyrir að sætth’ næðust eftir að Netanyahu frestaði framkvæmd Wye-samkomu- lagsins um óákveðinn tíma. Afhendi Israelar Palestínumönn- um landsvæðin í janúar mun yfir- ráðasvæði þeirra síðarnefndu aukast um ellefu af hundraði eða úr 29% í 40%. Samkvæmt Wye-samkomulag- inu, sem var undirritað í október síð- astliðnum, áttu Israelar að láta 13% Vesturbakkans af hendi í þremur áföngum á tólf vikum gegn því að heimastjórn Palestínumanna hæfi aðgerðir til að stemma stigu við hermdarverkum. Frestaði Netanya- hu framkvæmd samkomulagsins að- eins tveimur mánuðum seinna vegna meintra vanefnda Palestínumanna eftir að hafa afhent þeim 2% Vestur- bakkans. Samkomulagið er náðist á fundinum á miðvikudaginn bíður nú samþykkis ísraelsku ríkisstjórnarinnar, en enn á eftir að greiða úr ágreiningi um ríf- lega fimm hundruð palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum en samkvæmt Wye-samkomulaginu eiga þeir að fá frelsi. Ekki samkomulag um lausn fanga Barak tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn að fullgilda samkom- lagið er náðist á fundinum á mið- vikudaginn hafnaði Arafat því ekki. Ekki hefur enn borist tilkynning frá Arafat en Palestínumenn bíða að öllum líkindum eftir niðurstöðu í málum, sem snúa að pólitískum föngum. Þegar við segjum alvöru afsláttur - meinum við ALVÖRU AFSLÁTT! \ andsútsa/a á notuðum bílum 17.-31. ágúst Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bfla í öllum verðflokkum með um land allt ISAFJÖRÐUR: Bílasala Jóels ísafjarðarflugvelli Sími 456 4712 alvöru afslætti ♦ Allir hugsanlegir lánamögu- leikar á markaðnum í boði KEFLAVÍK: Bílasala Reykjaness Hafnargötu 88 Sími 421 6560 SELFOSS: Betri bflasalan Hrísmýri 2 Sími 482 3100 HÖFN: Bilverk Víkurbraut 4 Sími: 478 1990 Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12-17 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 Útsala á notuðum vélum og tækjum Seljum notaðar dráttarvélar, traktorsgröfur, lyftara og heyvinnuvélar með miklum afslætti að Sævarhöfða 2 ♦ Tökum notaða bíla upp í notaða ♦ Þú kemur og semur! ♦ 100% lán til allt að 60 mánaða gegn veði í bílnum auk tveggja ábyrgðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.