Morgunblaðið - 27.08.1999, Page 27

Morgunblaðið - 27.08.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 27 Fjörutíu fórust í Indlandi TALIÐ er að a.m.k. fjörutíu hafi farist þegai- fólksfiutn- ingabfll ók út af vegi og ofan í stífluvatn í Karnataka-ríki í suðm'hluta Indlands í gær. Lögreglumaður á staðnum sagði að á milli fjörutíu og fimmtíu manns hefðu verið í rútunni og að þar sem hún lægi enn á botni vatnsins væri útséð með að nokkur hefði lif- að slysið af. Fyrr um daginn hafði verið greint frá því að allt að áttatíu manns hefðu farist með rútunni. Mír heyrir brátt sögunni til ÞRIGGJA manna áhöfn rúss- nesku geimstöðvarinnar Mír undirbjó í gær brottför sína úr stöðinni og verður sú síðasta sem hefst við í Mír nema óvænt takist að fjármagna frekari aðgerðir um borð í Mír. Mír mun að öllu óbreyttu fljúga sjálfvirkt um geiminn fram á næsta ár en þá verða nokkrir geimfarar sendir sér- staklega til að stýra henni inn í andrúmsloft jarðar, þar sem hún mun brenna upp og eyði- leggjast. Meintum her- foringja sleppt FRÖNSKUM herforingja, sem grunaður var um að hafa stundað njósnii’ á vegum Jú- góslavíustjórnar í höfuðstöðv- um Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur verið sleppt úr haldi eftir að hafa dvalið tíu mánuði á bak við lás og slá. Hann bíður þó dóms í máli sínu. Maðurinn, Pierre Bunel, var handtekinn í október síð- astliðnum og sakaður um að hafa látið stjórninni í Belgrad í té leynileg skjöl um fyrirhug- aðar loftárásir NATO á Jú- góslavíu. Bóluefni við Svarta dauða BRESKIR vísindamenn, sem starfa á rannsóknarstofu breska hersins, sögðust í gær hafa þróað bóluefni við Svarta dauða sem þeir vonast til að geta prófað á mönnum mjög bráðlega. Svarti dauði er að vísu ekki mjög útbreiddur lengur en menn hafa löngum óttast að óprúttnir þjóðarleið- togar myndu leitast við að þróa sýklavopn sem gætu dreift veirunni í hernaði. Antík-stólar frá 1990 FJÓRIR antík-stólai- sem hið þekkta uppboðsfyrirtæki Sot- hebys seldi nýlega fyrir 1,3 milljónir punda, um 140 millj- ónir ísl. króna, reyndust eftir- líkingar sem smíðaðar voru 1990, að því er talsmaður Sot- hebys greindi frá í gær. Talið var að stólarnir væru frá 1759, og að þeir hefðu komið úr ensku heldrimannahúsi, en kanadíski milljónamæringur- inn. Herbert Black, sem keypti stólana, komst hins vegai’ að raun um að maðkur væri í mysunni. Tveir sérfræðingar hjá Sothebys hafa látið af störfum vegna málsins. Samkomulag um tímasetningu brottflutnings ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum Skriöur kominn á samningaviðræður Jenísalem. Reuters HELSTI samningamaður Palestínu- manna, Saeb Erekat, sagði á mið- vikudag, að skriður væri kominn að nýju á samninga um að hrinda lokaá- fanga Wye-friðarsamkomulagsins í framkvæmd. Samningaviðræður strönduðu í byrjun ágústmánaðar þegar Palestínumenn höfnuðu beiðni Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, um að fresta brottflutningi herliðs þar til samkomulag næðist um endanlega stöðu palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. Sagði Erekat Isralea nú hafa fallist á að hefja brottflutninginn í janúar sem er ein- um mánuði fyrr en beiðni Baraks hljóðaði upp á. Eftir sex stunda samningaviðræð- ur við Gilad Sher, helsta samninga- mann Israelsstjórnar, sagði Erekat blaðamönnum að tekist hefði að ryðja úr vegi helstu ágreiningsmál- um varðandi brottflutninginn frá Vesturbakkanum. Kvaðst hann hafa fallist á tillögur um nýja tímasetn- ingu og fagnaði því að útlit væri fyrir að sætth’ næðust eftir að Netanyahu frestaði framkvæmd Wye-samkomu- lagsins um óákveðinn tíma. Afhendi Israelar Palestínumönn- um landsvæðin í janúar mun yfir- ráðasvæði þeirra síðarnefndu aukast um ellefu af hundraði eða úr 29% í 40%. Samkvæmt Wye-samkomulag- inu, sem var undirritað í október síð- astliðnum, áttu Israelar að láta 13% Vesturbakkans af hendi í þremur áföngum á tólf vikum gegn því að heimastjórn Palestínumanna hæfi aðgerðir til að stemma stigu við hermdarverkum. Frestaði Netanya- hu framkvæmd samkomulagsins að- eins tveimur mánuðum seinna vegna meintra vanefnda Palestínumanna eftir að hafa afhent þeim 2% Vestur- bakkans. Samkomulagið er náðist á fundinum á miðvikudaginn bíður nú samþykkis ísraelsku ríkisstjórnarinnar, en enn á eftir að greiða úr ágreiningi um ríf- lega fimm hundruð palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum en samkvæmt Wye-samkomulaginu eiga þeir að fá frelsi. Ekki samkomulag um lausn fanga Barak tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn að fullgilda samkom- lagið er náðist á fundinum á mið- vikudaginn hafnaði Arafat því ekki. Ekki hefur enn borist tilkynning frá Arafat en Palestínumenn bíða að öllum líkindum eftir niðurstöðu í málum, sem snúa að pólitískum föngum. Þegar við segjum alvöru afsláttur - meinum við ALVÖRU AFSLÁTT! \ andsútsa/a á notuðum bílum 17.-31. ágúst Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bfla í öllum verðflokkum með um land allt ISAFJÖRÐUR: Bílasala Jóels ísafjarðarflugvelli Sími 456 4712 alvöru afslætti ♦ Allir hugsanlegir lánamögu- leikar á markaðnum í boði KEFLAVÍK: Bílasala Reykjaness Hafnargötu 88 Sími 421 6560 SELFOSS: Betri bflasalan Hrísmýri 2 Sími 482 3100 HÖFN: Bilverk Víkurbraut 4 Sími: 478 1990 Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12-17 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 Útsala á notuðum vélum og tækjum Seljum notaðar dráttarvélar, traktorsgröfur, lyftara og heyvinnuvélar með miklum afslætti að Sævarhöfða 2 ♦ Tökum notaða bíla upp í notaða ♦ Þú kemur og semur! ♦ 100% lán til allt að 60 mánaða gegn veði í bílnum auk tveggja ábyrgðarmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.