Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 33 7/6 er einskonar stefnumót þrettán myndlistarmanna. List um raun- veruleikann í Nýlistasafninu 7/6 ER samsýning sjö listamanna frá Austurríki og sex frá fslandi sem opnuð verður í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, á morg- un, laugardag, kl. 16. Sýnendur frá Austurríki eru: Gil- bert Bretterbauer, Josef Danner, Manfred Erjautz, Fritz Grohs, Michael Kienzer, Werner Reiterer og Michaela Math. íslensku sýn- endumir eru: Ásmundur Ásmunds- son, Margrét Blöndal, Birgir And- résson, Haraldur Jónsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Pétur Örn Frið- riksson. Sýningarstjóri er Sandra Abrams. Sýningin er styrkt af Bundesministerium fiir auswártige angelegenheiten og Bundesminist- erium fiir kulturelle angelegenheit- enj Austurríki. í fréttatilkynningu frá Nýlista- safninu segir m.a.: „Sýningin er einskonar stefnumót milli austur- rískra og íslenskra nýlistamanna sem eiga það sameiginlegt að vera allþekktir í sínu heimalandi en óþekktir á heimsmælikvarða. Voru þátttakendurnir valdir með tilliti til þess að list þeirra fjallar um „raun- veruleikann" eða umhverfið með nálgun út frá íróniskum nótum. Fmmkvæði að þessari sýningu átti listamaðurinn Josef Danner en hann hefur áður dvalið á íslandi sem og listamaðurinn Fritz Grohs. í gegnum árin hefur ákveðinn þráður spunnist milli Austurríkis og íslands í myndlist. Margir aust- urrískir listamenn hafa sótt Nýl- istasafnið heim og tengsl hafa myndast við gallerí í Austurríki. Löndin eiga það sameiginlegt að vera úthrópuð fyrir náttúrufegurð, en menningarlega og sögulega era þau andstæðir pólar. Þetta kemur einnig fram í notkun tungumálsins, en margir þessara listamanna nýta sér tungumálið sem sjónrænt og skynrænt afl í verkum sínum. Verkin á sýningunni era flest unnin beint á staðnum og að hluta til er urn verk úr farteskinu að ræða.“ Ásmundur Ásmundsson sýnir bíómyndir í tíma og rúmi undir heitinu „Exotica-Cultura-Film- festival". Margrét Blöndal sýnir flugbréfsefnisteiknigar. Haraldur Jónsson sýnir myndband sem fjaO- ar um svipbrigði undir heitinu „Áhrif‘. Ósk Vilhjálmsdóttir sýnir ljósmyndir og myndband frá gern- ingnum „Enginn er eyland" sem framinn var í Engey á menningar- nótt. Birgir Andrésson sýnir „Svart/hvít meistaraverk í íslensk- um litum“. Pétur Örn Friðriksson sýnir vinnusvæði. Gilbert Bretter- bauer stillir upp útsaumaðri fallhlíf. Fritz Grohs sýnir m.a. myndbandið RUV Iceland. Manfred Erjautz sýnir þrjá skúlptúra úr legók- ubbum, sannar endurbyggingar vopna ásamt teikningum sem gerð- ar era á staðnum og einu verki út- andyra. Michael Kienzer sýnir myndbandið „From edge to edge“. Michaela Math sýnir silkiþrykk unnin á gagnvirkan hátt og vegg- teikningar og Werner Reiterer sýnir tvö verk sem gerð era út frá aðstæðum og eða aðstæðuleysi sýn- ingarstaðarins. Sýningin er opin daglega, nema mánudaga, frá kl. 1418 og stendur til 19. september. Forstöðumaður Hönnunarsafns Aðalsteinn Ingólfsson ráðinn AÐALSTEINN Ingólfsson list- fræðingur hefur verið ráðinn for- stöðumaður Hönnunarsafns Is- lands. Aðalsteinn Ingólfsson hef- ur um árabil sinnt störfum sem listráðu- nautur og deildarstjóri við söfn á borð við Kjarvalsst- aði, Listasafti íslands og Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar. Auk þess hefur hann verið afkastamikill höfundur rita um listfræðileg efni. Markmið hönnunarsafnsins er að Aðalsteinn Ingdlfsson safna íslensku og erlendu listhand- verki og iðnhönnunarmunum og varðveita, halda heimildaskrá og standa fyrir sýningum og kynning- um. Safnið var stofnað í desember í fyrra af menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, bæjarstjóra Garðabæjar, Ingimundi Sigurpáls- syni og formanni Þjóðminjaráðs, Gunnari Jóhanni Birgissyni. Stjórnarnefnd fyrir safnið var skipuð af Þjóðminjaráði. Henni er m.a. ætlað að móta stefnu safnsins. Safnið mun fyrst um sinn starfa sem deild innan Þjóðminjasafns ís- lands og hefur menntamálaráðu- neytið lagt því til liðlega 200 fm húsnæði, til varðveislu muna, að Lyngási 7 í Garðabæ. Aðalsteinn hefur störf í byrjun september. Von á góðum hljómdiski TOIVLIST S a 1 u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Caput-hópurinn flutti fjögur verk eftir Hauk Tómasson. Miðvikudaginn 25. ágúst. HAUKUR Tómasson er tví- mælalaust eitt af eftirtektarverð- ustu tónskáldum okkar Islendinga og sl. miðvikudag flutti Caput- hópurinn fjögur verk eftir hann, en með þeim tónleikum er stefnt að hljóðritun verkanna til útgáfu. Að þessu sinni voru flutt verkin Spírall (1992), Árhringir (1993), Konsert fyrir fiðlu (1997) og Stemma (1998). Öll verkin eru mjög vel unnin, raddskipanin oft mjög fjölofin, svo að margt ber fyrir eyru. Raddskipanin er ýmist kontrapunktískt sjálfstæð, þar sem hvert hljóðfæri flytur sitt tón- mál, og einnig bregður fyrir sam- virkni radda, þar sem öllum flytj- endum er stefnt að einni meginhugmynd. Margbreytilegur hrynur raddanna er mjög áber- andi en ávallt skipulagður, ásamt samvinnu í hrynskipan, svo tón- málið verður á köflum háttbundið. Urvinnsla stefja og stefbrota er bæði bundin í langa tónboga, eins og t.d. í fiðlukonsertinum, en á móti eru þau oft frjálslega þrá- stefjuð og þá með svipuðum hætti og má heyra hjá Philip Glass, eins og t.d. í fiðlukonsertinum. Tónverk Hauks eru mjög krefj- andi í hlustun og að mörgu leyti sérlega stílföst. Verkin sem flutt voru á þessum tónleikum voru, með sárafáum undantekningum, fyrir sömu hljóðfæraskipan, og þótt um sé að ræða kammertónlist er hljóðfæraskipanin hljómsveit- arleg, þ.e. strengjasveitin er oftast skipuð tveimur fiðlum, lágfiðlu, sellói (stundum tvö) og kontra- bassa, tréblásararnir flauta (stundum tvær), óbó, klarinett og fagott og lúðrarnir horn, trompet og básúna, ásamt slagverki. Þrátt fyrir þessa skipan er rithátturinn ekta kammertónlist, fínofinn og margbreytilegur. Jafnvel í verk- inu Stemmu, upphaflega ritað fyr- ir sinfóníuhljómsveit en hér flutt í umritun fyrir kammerhljómsveit, eru kammervinnubrögðin mjög ráðandi, svo umritunin er sérlega vel heppnuð og fer verkinu í raun betur að vera klætt í litla hljóm- sveit. Flutningurinn var í alla staði mjög góður undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar og leik- ur Sigrúnar Eðvaldsdóttur í kon- sertinum frábær. Eitthvað hefur leikur hljómsveitar slípast frá frumflutningi konsertsins í Þjóð- leikhúsinu, á 50 ára afmæli STEFs, því flutningurinn var mun skarpar mótaður af öllum flytj- endum og á þetta í raun einnig við um flutning allra verkanna, sem voru afburða vel flutt af Caput- hópnum, undir stjórn Guðmundar Óla, svo von er á góðum hljómdiski með verkum Hauks Tómassonar. Jón Ásgeirsson Námskeið LHÍ í FRÆÐSLUDEILD Listahá- skóla Islands hefst fyrsta nám- skeiðið 13. september þar sem kennd verður rafsuða, logsuða, gassuða og gasskurður á kopar og jámi, fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari er Gísli Kristjánsson vélfræðingur. Kennsla fer fram í húsnæði Listaháskóla Islands, Laugar- nesi. Teiknimyndasögur Á þessu námskeiði, sem hefst 21. september, er farið í alla þætti myndasögugerðar. Má þar nefna sköpun persóna, handrit og mikilvægi þess í myndasögugerð, uppsetningu síðunnar, myndsvið, sjónar- hom og ramma, myndbygg- ingu, leturgerð o.fl. Kennari Jean Posocco, grafískur hönn- uður. Kennsla fer fram í húsnæði Listaháskóla íslands, Skip- holti 1. Fj ölskyldumynd- ir í Galleríi Geysi HILDUR Margrétardóttir opnar sýningu sína, Fjölskyldumyndir, í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ing- ólfstorg, á laugardag, kl. 16. Þetta er önnur einkasýning Hild- ar, en hún útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands síðastliðið vor. Á sýning- unni verða nokkur málverk af nán- ustu fjölskyldumeðlimum. Sýningin stendur til 12. septem- ber og er opin virka daga kl. 8-18. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Nauðsynlegt er að bera á nýja palla og tréverk fyrir veturinn Aðra paJla þarf að bera á árlega. Viðarvöm í rétta litniim Við blöndum rétta litinn á pallinn þinn 1.785 kr. 35% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.