Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 29 Fulltrúum NATO mistekst að tala um fyrir Kosovo-Albönum Mótmælaaðgerðir í Orahovac halda áfram Orahovac, Pristína. AP, Reuters. FULLTRÚUM Átlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Rússlands mistókst enn í gær að telja Kosovo- Albana í bænum Orahovac í Kosovo á að hætta mótmælum sín- um og samþykkja að rússneskar friðargæslusveitir leysi hollenskar sveitir af í bænum. Albanarnir hafa frá því á mánudag hindrað komu rússnesku sveitanna til Orahovac en þeir fullyrða að rússneskir málaliðar hafi tekið þátt í ódæðis- verkum Serba í Orahovac á meðan á Kosovo-stríðinu stóð. Norðaustur af bænum Gnjilane á umráðasvæði bandarískra friðar- gæslusveita stóð hópur Kosovo- Serba sömuleiðis fyrir götumót- mælum en þeir krefjast þess að friðargæsluliðar finni tvo Serba sem fullyrt er að Albanar hafi rænt í vik- unni. I Orahovac viðurkenndi Wolf- gang Sauer hershöfðingi að ekki hefði tekist að fá Kosovo-Albana til að hætta aðgerðum sínum en hann taldi þó miða í rétta átt. „Mikilvæg- ur atburður átti sér stað í dag, því þetta var í fyrsta skipti sem full- trúar Serba og Albana hittust augliti til auglitis,“ sagði Sauer. „Þeir ræddu saman, án þess að komast í geðshræringu, og ég er afar ánægður með að báðir hópar sögðust harma atburði undanfar- inna mánaða í Kosovo." Serbar sakaðir um „kantóníseringu“ Á miðvikudag olli tillaga um af- mörkun íbúðarsvæða Serba og Al- bana í Kosovo, sem stjórnvöld í Belgrad lögðu fram fyrir skömmu, ósætti milli leiðtoga þjóðabrotanna. Serbar, sem sakaðir eru um svo- kallaða „kantóníseringu" í Kosovo, vilja vernda landa sína gegn hefnd- arverkum Albana með því að skilja þjóðarbrotin að, en það stemmir stigu við áformum um að skapa sameinað samfélag í Kosovo. Momcilo Trajkovic, yfirmaður Endurreisnarhreyfingar Serbíu, sagði blaðamönnum í gær að gagn- tillaga Berndard Kouchner, yfii'- manns svæðisstjórnar SÞ, um að Serbar sameinuðust á landsvæðum undir alþjóðlegri vernd, væri með öllu óviðunandi. Kvartaði hann einnig yfir því að Kosovo-Albanar væru ekki einu sinni reiðubúnir að ræða málið. Trajkovic hafnaði til- lögunni vegna ákvæðis um að al- þjóðasamfélagið færi með stjórn Bosníu-Serbar reiðir vegna handtöku Talics Fólk hvatt til að ekki friðinn rjúfa Bai\ja Luka. AP. VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Bosníu-Serba hvatti í gær opinber- lega til þess að almenningur og her lýðveldisins héldu stillingu sinni og tækju ekki upp á neinu sem spillt gæti friðnum, eftir að Momir Talic, hershöfðingi hers Bosníu-Serba, var tekinn höndum í Vín í fyrradag og seldur í hendur Stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, ásakaður um aðild að stríðs- glæpum í Bosníu-stríðinu sem háð var 1992-1995. En engu að síður fordæmdi ráðuneytið í sömu yfirlýsingu handtöku Talics og sagði hana „forkastanlega aðgerð“. Lögð var áherzla á að hershöfðinginn, sem er yfirmaður herráðs hers Bosníu- Serba, hefði verið í Vín sem gestur ÖSE, Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, og austumskra stjórnvalda. landsvæðanna, en tillaga hans hljóðaði upp á sjálfsstjórn Serba. Kom umræðan Kouchner í mikið uppnám en hann yfírgaf fundinn áður en honum lauk með þeim orð- um að honum félli orðalag um „kantóníseringu" ekki í geð enda minnti það á hörmulega atburði sem ættu að vera öllum í fersku minni. Kosovo-Albanar í Orahovac hafa staðið fyrir mótmælum undan- farna daga en þeir sætta sig ekki við að rússneskar hersveitir taki við friðargæslu í borginni af Hollendingum. Hvatti ráðuneytið til þess að „fulltrúar alþjóðasamfélagsins" sæju til þess að Talic yrði látinn laus og að hann kæmist aftur til Bosníu, „tafarlaust". Áður hafði stjórn Bosníu-Serba lýst yfir alvarlegum áhyggjum af öryggi borgara sinna í kjölfar handtöku Talics. I yfirlýsingu sem forsætisráðherrann Miloslav Dodic skrifaði undir er sagt vafasamt að nokkur fulltrúi Bosníu-serbneska lýðveldisins gæti tekið þátt í nokkru milliríkjasamsarfí eftir þetta. Petar Djokic, forseti þings Bosn- íu-Serba, lýsti yfir áhyggjum af þætti ÖSE í málinu, en stofnunin hefur neitað því að hafa átt nokkurn þátt í handtökunni; henni hefði verið ókunnugt um hina leynilegu ákæru sem gefin hafði verið út á hendur Talic. STOR OG GOÐ VIN N U AÐSTAÐA ÞARF SKKI AÐ KOSTA ÞIG MIKIÐ 1.249.799 kr. ánVSK. Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 27.724 kr. á mánuði HyUNDAI H-1 stuttur Fjármögnunarleiga Útborgun 312.449 Ur. 19.269 kr. á mánuði Rekstrarieiga er miðuS við 36 mánuði og 20.000 km á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 5 ár og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk. leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan sé hann með skattskyldan rekstur. Öll verð eru án vsk. Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 ATVINNUBILAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA HYunoni GOTT FÓIK • SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.