Morgunblaðið - 27.08.1999, Side 29

Morgunblaðið - 27.08.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 29 Fulltrúum NATO mistekst að tala um fyrir Kosovo-Albönum Mótmælaaðgerðir í Orahovac halda áfram Orahovac, Pristína. AP, Reuters. FULLTRÚUM Átlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Rússlands mistókst enn í gær að telja Kosovo- Albana í bænum Orahovac í Kosovo á að hætta mótmælum sín- um og samþykkja að rússneskar friðargæslusveitir leysi hollenskar sveitir af í bænum. Albanarnir hafa frá því á mánudag hindrað komu rússnesku sveitanna til Orahovac en þeir fullyrða að rússneskir málaliðar hafi tekið þátt í ódæðis- verkum Serba í Orahovac á meðan á Kosovo-stríðinu stóð. Norðaustur af bænum Gnjilane á umráðasvæði bandarískra friðar- gæslusveita stóð hópur Kosovo- Serba sömuleiðis fyrir götumót- mælum en þeir krefjast þess að friðargæsluliðar finni tvo Serba sem fullyrt er að Albanar hafi rænt í vik- unni. I Orahovac viðurkenndi Wolf- gang Sauer hershöfðingi að ekki hefði tekist að fá Kosovo-Albana til að hætta aðgerðum sínum en hann taldi þó miða í rétta átt. „Mikilvæg- ur atburður átti sér stað í dag, því þetta var í fyrsta skipti sem full- trúar Serba og Albana hittust augliti til auglitis,“ sagði Sauer. „Þeir ræddu saman, án þess að komast í geðshræringu, og ég er afar ánægður með að báðir hópar sögðust harma atburði undanfar- inna mánaða í Kosovo." Serbar sakaðir um „kantóníseringu“ Á miðvikudag olli tillaga um af- mörkun íbúðarsvæða Serba og Al- bana í Kosovo, sem stjórnvöld í Belgrad lögðu fram fyrir skömmu, ósætti milli leiðtoga þjóðabrotanna. Serbar, sem sakaðir eru um svo- kallaða „kantóníseringu" í Kosovo, vilja vernda landa sína gegn hefnd- arverkum Albana með því að skilja þjóðarbrotin að, en það stemmir stigu við áformum um að skapa sameinað samfélag í Kosovo. Momcilo Trajkovic, yfirmaður Endurreisnarhreyfingar Serbíu, sagði blaðamönnum í gær að gagn- tillaga Berndard Kouchner, yfii'- manns svæðisstjórnar SÞ, um að Serbar sameinuðust á landsvæðum undir alþjóðlegri vernd, væri með öllu óviðunandi. Kvartaði hann einnig yfir því að Kosovo-Albanar væru ekki einu sinni reiðubúnir að ræða málið. Trajkovic hafnaði til- lögunni vegna ákvæðis um að al- þjóðasamfélagið færi með stjórn Bosníu-Serbar reiðir vegna handtöku Talics Fólk hvatt til að ekki friðinn rjúfa Bai\ja Luka. AP. VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Bosníu-Serba hvatti í gær opinber- lega til þess að almenningur og her lýðveldisins héldu stillingu sinni og tækju ekki upp á neinu sem spillt gæti friðnum, eftir að Momir Talic, hershöfðingi hers Bosníu-Serba, var tekinn höndum í Vín í fyrradag og seldur í hendur Stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, ásakaður um aðild að stríðs- glæpum í Bosníu-stríðinu sem háð var 1992-1995. En engu að síður fordæmdi ráðuneytið í sömu yfirlýsingu handtöku Talics og sagði hana „forkastanlega aðgerð“. Lögð var áherzla á að hershöfðinginn, sem er yfirmaður herráðs hers Bosníu- Serba, hefði verið í Vín sem gestur ÖSE, Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, og austumskra stjórnvalda. landsvæðanna, en tillaga hans hljóðaði upp á sjálfsstjórn Serba. Kom umræðan Kouchner í mikið uppnám en hann yfírgaf fundinn áður en honum lauk með þeim orð- um að honum félli orðalag um „kantóníseringu" ekki í geð enda minnti það á hörmulega atburði sem ættu að vera öllum í fersku minni. Kosovo-Albanar í Orahovac hafa staðið fyrir mótmælum undan- farna daga en þeir sætta sig ekki við að rússneskar hersveitir taki við friðargæslu í borginni af Hollendingum. Hvatti ráðuneytið til þess að „fulltrúar alþjóðasamfélagsins" sæju til þess að Talic yrði látinn laus og að hann kæmist aftur til Bosníu, „tafarlaust". Áður hafði stjórn Bosníu-Serba lýst yfir alvarlegum áhyggjum af öryggi borgara sinna í kjölfar handtöku Talics. I yfirlýsingu sem forsætisráðherrann Miloslav Dodic skrifaði undir er sagt vafasamt að nokkur fulltrúi Bosníu-serbneska lýðveldisins gæti tekið þátt í nokkru milliríkjasamsarfí eftir þetta. Petar Djokic, forseti þings Bosn- íu-Serba, lýsti yfir áhyggjum af þætti ÖSE í málinu, en stofnunin hefur neitað því að hafa átt nokkurn þátt í handtökunni; henni hefði verið ókunnugt um hina leynilegu ákæru sem gefin hafði verið út á hendur Talic. STOR OG GOÐ VIN N U AÐSTAÐA ÞARF SKKI AÐ KOSTA ÞIG MIKIÐ 1.249.799 kr. ánVSK. Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 27.724 kr. á mánuði HyUNDAI H-1 stuttur Fjármögnunarleiga Útborgun 312.449 Ur. 19.269 kr. á mánuði Rekstrarieiga er miðuS við 36 mánuði og 20.000 km á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 5 ár og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk. leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan sé hann með skattskyldan rekstur. Öll verð eru án vsk. Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 ATVINNUBILAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA HYunoni GOTT FÓIK • SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.