Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 35 Töfrabrögð á Þingeyri í MORGUNBLAÐINU laugar- daginn 21. ágúst síðastliðinn er grein eftir Egil Jónsson, stjórnar- formann Byggðastofnunar. Þar lýsir hann því að búin hafí verið til töfralausn með ein- róma samþykki bæjar- stjórnar ísafjarðar- bæjar. Töframaðurinn að þeirri lausn sem byggja á upp atvinnu og festu á Þingeyri við Dýrafjörð er ráðgjaf- inn Haraldur L. Har- aldsson „sem töfraði fram Þingeyrarmálin og samheldni bæjar- stjórnarinnar allrar“, eins og því er lýst í grein Egils Jónssonar. Heimamenn kjölfestan Ekki ætla ég að leggja stein í götu þeirra sem vilja stofna til atvinnu í byggðum Vest- fjarða. Þó tel ég að þeir sem bú- settir eru á Þingeyri og eiga þar sínar húseignir og atvinnutæki hefðu átt að fá stuðning við margra Kvótinn s I kvótabraskinu, segir ________Guðjón A.__________ Krisljánsson, felst frelsissvipting fólks í sj ávarbyggðum. ára viðleitni sína til útgerðar og at- vinnu. Sá stuðningur og hvatning til meiri umsvifa hefði átt að birt- ast í möguleikum þeirra til þess að koma að veiðum og vinnslu úr byggðakvótanum. Ég tel að þeir sem búsettir eru á Vestfjörðum og hafa sýnt að þar vilja þeir lifa og starfa séu sú kjölfesta sem best tryggir framtíð og viðgang byggð- anna. Kvótabraskið eyðir byggð I kvótabraskinu felst frelsis- svipting fólks í sjávarbyggðum. Kvótakerfið er mannanna verk en þannig úr garði gert að það selur burt réttinn til þess að sækja sjó og veiða fisk. Eignarrétthafi kvót- ans getur hvenær sem honum þóknast selt burt atvinnuréttinn og þarf í engu að líta til hagsmuna þeirra sem lifa af því að vinna og veiða fiskinn. Réttur venjulegs borgara í því sveitarfélagi sem kvótinn er seldur frá er enginn, hvorki til þess að halda vinnunni eða til þess að viðhalda verðgildi húseigna sinna. I úthlutun byggðakvóta felst viðurkenning stjórnvalda á að sjávarbyggð verði því aðeins borgið að þar sé veiðiheimild sem ekki megi selja burt og þannig verði að tryggja fólkinu og byggðunum atvinnu- rétt. í ákvörðun um byggðakvóta felast sem sagt þau skýru skila- boð í verki að kvótakerfi með frjálsu framsali sé og verði fjand- samlegt sjávarbyggðunum. Úndir þau viðhorf tek ég heils hugar. Ég er ekki sammála forstjóra Byggðastofnunar um að sú aðferð sem hann lýsir sem hrein- um töfrabrögðum og snilld „og raunar um Vestfirði alla fyrír- mynd ef sótt til þeirr- ar nýsköpunar sem nú fer fram á Þing- eyri“ sé besta niður- staðan og fyrirmynd öðrum byggðum eins og hann leggur til. Þekking heima- manna best Ég get samt tekið undir þau sjónarmið sem koma fram í upp- hafi greinar hans „að raunhæfasta nýsköpun í byggðamálum væri að efla atvinnuvegi sem hefðu tengsl við fólkið á landsbyggðinni, þar væri fyrir hendi sú þekking og reynsla sem væri grundvallaratriði í þróun byggðamála." Þessum orðum í upphafi greinar- innar get ég verið sammála en skil ekki hvers vegna þessum áherslum sem Egill lýsir sem góðum áhersl- um var ekki fylgt með samstarfi við núverandi íbúa Þingeyrar sem þar vilja lifa og starfa við þá at- vinnu sem þeir best kunna, fisk- veiðar og vinnslu? Kvótinn seldur burt Rétt er hjá stjómarformanni Byggðastofnunar að aflaheimildir (kvóti) og skip hafa verið seld burt frá Vestfjörðum á undanfornum ár- um. í fyrirtækjum þeim sem sótt hafa aflaheimildir til Vestfjarða hafa verið bræður við stjómvölinn. Svo er einnig í Básafelli og Fjölni að bræðraböndin ráða för til fram- tíðar. Mér er enn í minni orð Matthíasar Bjamasonar þegar Þor- bjamarbræður tóku yfir atvinnu- rekstur og bolfiskveiðar í Bolung- arvík á þessa leið. „Ég vona að Gr- indvíkingar verði Bolvíkingum góð- ir“ svo reyndist ekki verða. Bylta þeiiTa bræðra á atvinnuháttum þar vestra færði á skömmum tíma allan bolfiskkvóta burt úr Bolungarvík. Vonandi reynast þau bræðrabönd sem nú em að koma að atvinnumál- um á Vestfjörðum vísir að allföstum tjöldum til framtíðar fyrir vest- firskar byggðir en ekki opinn tjald- vísir til einnar nætur með nýjum bræðravígum á íbúum vestfirskra byggða. Að lokum skal á það bent að í raun er við enga aðra að sakast en þau stjórnmálaöfl sem innleiddu kvótabraskkerfið með frjálsu fram- sali, þegar horft er til veikrar stöðu byggða á Vestfjörðum og annars staðar vegna brotthvarfs á veiði- heimildum. Höfundur er alþingismaður. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ B&L lokar kl.17 ■ dag vegna starfsmannaferöar Láglaunastefna utan höfuðborgarsvæðisins MARGAR ástæður hafa verið nefndar fyr- ir fólksflóttanum til höfuðborgarsvæðisins, sú sem oftast hefur verið nefnd undanfarið er skortur á atvinnu- tækifærum, þrátt fyrir að umtalsverður fjöldi af erlendu farand- verkafólki sé hér á landi. Sú lausn sem stjórnvöld ræða er að reisa stórfyrirtæki eins og t.d. álbræðslu af stærstu gerð, sem þarf töluvert meira vinnuafl en nú er til staðar. Fyrirtæki úti á landi ráða frekar erlent farand- verkafólk en að bæta launakjör. Með þessu hátterni eru stjómend- ur fyrirtækjanna í raun að ganga fram í því að hvetja launamenn til flutninga til höfuðborgarsvæðisins og viðhalda fólksflóttanum. Að- komufólk kaupir litla þjónustu og margfeldisáhrif grundvallarstarfa eru lítil sem engin. Launum í stór- iðjufyrirtækjunum hér á landi er haldið svo niðri, að nú er svo kom- ið að ungt fólk fæst ekki til að starfa þar nema þá í skamman tíma. Launakjör skipta vitanlega ákaflega miklu þegar fólk velur sér búsetu. Staðreyndin er sú að úti á landi er fólki í flestum tilfell- um boðið upp á mun lægri laun en á höfuðborgarsvæðinu. Hvað varð- ar rafiðnaðarmenn virðist þessi munur geta numið allt að um 20%. Reyndar eru heildarárslaun í sum- um tilfellum svipuð, en það er sak- ir þess að vinnutími úti á landi er oft óheyrilegur. Oftast eru rafiðn- aðarmenn í þeirri stöðu að ef þeir eru ekki tilbúnir til þess að vinna þegar atvinnurekandinn krefst þess og ef menn sætta sig ekki við að vera á bakvakt allan sólar- hringinn án þess að fá fyrir það nokkra greiðslu, þá jafngildir það uppsögn. Ef launamaður sem býr úti á landi fer fram á svipuð laun og tíðkast á höfuðborgarsvæð- inu þá virðast svör at- vinnurekandans oft- ast vera þau sömu: „Þarna eru dyrnar og þú getur farið, vinur minn, ef þú ert eitt- hvað óánægður. Og reyndu svo bara að selja húsið þitt.“ Þetta er svipað ástand og var í gamla bændasamfélaginu þegar hjúalögin voru í gildi. Ævistarf fjöl- skyldunnar er bundið í húsi, sem í mörgum tilfellum er ekki hægt að selja eða þá í mesta lagi að það er hægt að fá fyrir það sem svarar andvirði Laun Til þess að snúa við þessari öfugþróun telur ______Guðmundur_________ Gunnarsson að þvinga þurfí fyrirtækin til þess að greiða samskonar laun og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. lítillar 2ja herb. íbúðar á höfuð- borgarsvæðinu. Engan þarf að undra þó að það standi í fólki að láta slíkt yfir sig ganga og byrja upp á nýtt. Auðvelt er að skilja að unga fóíkið, sem hefur horft upp á stöðu foreldra sinna vilji ekki und- irgangast þetta ofurvald atvinnu- rekendanna og setjist frekar að á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að snúa við þessari öf- ugþróun þarf að þvinga fyrirtækin til þess að greiða samskonar laun og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. í sumar hefur farið fram mikil umræða í Danmörku um farand- verkafólk. Vaxandi framboð er á vinnuafli frá rikjum Austur- og Suður-Evrópu í gegnum vinnu- aflsleigur fyrir mun lægri laun en þekkjast í Norður-Evrópu. Mörg dönsk fyrirtæki hafa ekki staðist þessa freistingu. í ljós hefur kom- ið að þau laun sem verið er að greiða eru um 300 kr. á tímann. Aðbúnaður farandverkafólksins er mun lakari en kveðið er á um í lög- gjöf og kjarasamningum og að auki koma fyrirtækin sér undan að greiða ýmis kjarabundin atriði eins og tryggingar, orlofs- og veikindarétt. Áætlað er að á síð- asta ári hafi dönsk skattyfirvöld tapað vel á fimmta milljarð króna vegna farandverkafólks í bygging- ariðnaði. Forsvarsmenn margra danskra fyrirtækja hafa bent á að með þessu hafi þau fyrirtæki sem ráði farandverkafólk verulegt svigrúm til niðurboða umfram þau fyrirtæki sem ráði til sín danskt vinnuafl og fari eftir lögum og kjarasamningum. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa hótað því að verði ekkert gert í þessu muni þeir fara inn á sömu brautir og ráða til sín farandverkafólk. Með því myndi atvinnuleysi vaxa aftur og útgjöld vaxa verulega samfara því sem skatttekjur minnki. Danskir stjórnmálamenn hafa rætt um að í vetur verði að af- greiða lög sem taki þessar freisU ingar af borðum fyrirtækjanna. í fyrra var oft kvartað undan því hvaða afstöðu (eða afstöðuleysi) íslensk stjórnvöld tóku í samskon- ar deilum, sem þá stóðu yfir hér á landi. Danskir starfsfélagar þeirra virðast líta málið allt öðrum aug- um. En eins kom fram hér að ofan, þá verður það að teljast líklegt að ef tekið yrði á þessum vanda af festu myndi draga verulega úr fólksflutningunum til höfuðborg- arsvæðisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands íslands. Guðmundur Gunnarsson Tilkynning um útboð og skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþing íslands ISLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Útgefandi: Heildarnafn verö hiutafjár tll sölu: HLUTABRÉFAÚTBOÐ íslenskl hlutabréfasjóðurlnn hf., kt. 600390-2289, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavfk. Allt aö 400 m.kr. að nafnverbl. Sölugengl: Miöaö er vlö markaösgengi hverju sinnl. Sölutfmabfl: 1. september 1999 tll 1. september 2000. Tímablllð gætl þó oröiö styttra ef öll hlutabréf útboöslns klárast fyrir 1. september 2000. Umsjón meö útboði: Landsbanki ísland hf. - Viðskiptastofa, Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráning: Áöur útgefin hlutabréf íslenska hlutabréfasjóösins hf., aö nafnverði 1.255.404.223 kr. eru þegar skráö á Aðallista hlutabréfasjóöa Veröbréfaþings íslands. Veröbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka hin nýju hlutabréf félagslns á skrá eftlr aö hlutafjárútboö! lýkur, enda uppfylli félagiö þá öll skilyrði skráningar. Þess er vænst aö þau veröi skráö f lok september 2000. Skráningarlýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggurframmi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 4. hæð, 155 Reykjavík og íslenska hlutabréfasjóðnum hf., Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. n (SLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Landsbanki íslands Landsbankl fslands hf. - Vlbsklptastofa Laugavegl 77, 15S Reykjavik, slml 560 3100, brífaiml 560 3199, www.landabankl.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.