Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • HVERS vegna svararðu ekki, AFI? Bók fyrir bamabörn alz- heimer-sjúklinga og annarra minnissjúkra er eftir Ingu Friis Mogensen, í þýðingu Matthíasar Kristiansen. Höfundurinn spurði fimmtíu börn á aldrinum 5 til 15 ára, í heimalandi sínu Danmörku, um skoðanir og reynslu þeirra af minnissjúkum og vann efni bókar- innar upp úr þeim viðtölum. I fréttatilkynningu segir að höf- undi takist að færa í letur á mynd- rænan hátt hvernig bömin á ein- lægan og kærleiksríkan hátt skilji og nálgist eldra fólk, sem farið er að tapa minni. Bókin lýsi á skýran og næman hátt hvað gerist þegar einstaklingur fær alzheimer-sjúk- dóm eða annan minnissjúkdóm; hvemig reynsla sjúklingsins sé og jafnframt hvemig aðstandandi upplifir sjúkdómsástandið. Efni bókarinnar er skipt í stutta kafla. FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda alzheimer-sjúklinga og annarra minnissjúkra, era frjáls félagasamtök sem hafa að markm- iði að gæta hagsmuna skjólstæð- inga sinna og efla umræðu og vitn- eskju um afleiðingar minnissjúk- dóma. Útgefandi er FAAS. Bókin er 39 bls., prentsmiðjan Oddi sá um prentun og alla uppsetningu. Bókin var gefin út í Danmörku árið 1995. Félagsþjónusta Reykjavíkurborg- ar, prentsmiðjan Oddi, lyfjafyrir- tækin Pfizer og Novartis, fram- kvæmdasjóður Árs aldraðra og Vinahjálp styrktu útgáfuna. Bókin fæst á skrifstofu félagsins. ,♦ ♦ ♦----- Sýningum lýkur Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningum Bjargar Örvar, Dora Bendixen, Kolbrúnar Sigurðar- dóttir og Ingu Rúnar Harðardóttur lýkur nú á sunnudag. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá 1218. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Ljósmyndasýningunni „Bússa“ lýkur þriðjudaginn 31. ágúst. Sýn- ingin er opin kl. 13-18. Listasetrið Kirkjuhvoli Sýningu í tilefni 25 ára afmæli Skagaleikflokksins lýkur nú á sunnudag. Setrið er opið alla daga, nema mánudaga, frá ld. 15-18. Hollast er sinni kerlu að kúra hiá KVIKMYNDIR Ii í ó b o r g i n THE BIG SWAP ★★ Leikstjóri og handritshöfundur Niall Johnson. Kvikmyndatökustjóri Gordon Hickie. Tónskáld Jason Flinter. Aðalleikendur Mark Adams, Sorcha Brooks, Mark Caven, Alison Egan, Richard Cherry, Julie-Ann Gillitt, Anthony Edridge, Clarke Hayes, Thierry Harcourt, Jackie Sawris, Kevin Howarth. 120 mín. Bresk. Mayfair, 1999. HVAÐ svo sem hver segir þá hafa flestir lent í aðstæðum tengd- um framhjáhaldi. Sem á sér marg- ar hliðar. Flestir láta sér nægja að hugsa um það, aðrir stunda það sem íþróttagrein, sumir hverjir álp- ast út í óráðsíuna sauðdrakknir. Bresku hjónin sex í þessari brokk- gengu mynd fara öðravísi að. Tengist beint við staðarnetið TOSHIBA 4070 CDS fartölva og GSM kort eða sími Öflug og áreiðanleg samskiptalausn PC Tölva Fartölva - með „docking" PCTölva i k Otakmarkað aðgengi Með því að setja GSM kon 1 Toshiba 4070 CDS fartölvuna, eða tengja við hana GSM sima, geturðu tengst inn á staðarnet fyrirtækis þíns hvaðan sem er í heiminum og nálgast þannig öll gögn og allan póst úr upplýsingakerfi þínu. Kynntu þér þessa frábaeru lausn á Ferðavéladögum í Tæknivali. FERÐAVÉLADAGAR TOSHIBA Toshiba 4070 CDS 366 MHz Intel Celeron örgjörvi 128 Mb minni 4.0 Gb diskur Þessi kraftmikla fartölva er með hámarks minni og sérstaklega góða skjáupplausn. Geymsluöryggi hennar, áreiðanleiki og fjarskipta- möguleikar gera hana að einum besta kostinum fyrir þá sem þurfa mikið að ferðast erlendis vegna vinnu sinnar. 145.900 kr. m/vsk fujitsu Fujitsu Liteline er eins- taklega vel hönnuð far- töiva sem hentar vel til ferðalaga jafnt sem heimilisnota. Þetta er rétta vélin fyrir þá sem vilja öfluga tölvu á góðu verði. 129.900 kr. m/vsk Fujitsu Liteline 350 MHz AMD örgjörvi 32 Mb minni 3.2 Gb diskur Umbodsmenn um land allt Tæknival Reykjavík • Skeifunni 17 • Sími 550 4000 Akureyri • Furuvöllum 5 • Sími 461 5000 www.taeknival.is Ákveða það, svona eins og val á milli rétta af matseðlinum, að skella sér í makaskipti. Fyrst gengur bröltið árekstralítið en agnúarnir koma fljótlega í ljós. Fylgikvillar slíkra athafna era undantekningar- lítið, svona hjá vel flestu sæmilega óbrjáluðu fólki, afbrýði, öfund og eftirsjá. Þeir stinga upp kollinum hjá tímenningunum, ásamt ýmsum óvæntum, kynferðislegum upp- ákomum. Dulinni samkynhneigð, gömlum ástamálum, getuleysi, reð- urþönkum, öfuguggahætti. Spurningin er sú hvort fólki sé hollt að stunda þessa forboðnu íþrótt. Oftast endar hún með ósköpum. Hún er þjóðráð til að eitra andrúmsloft, eyðileggja vin- skap, skapa óhamingju hjá flestum viðkomandi. Flestir skríða heim til maka síns (ef þeir eiga þess þá kost), þegar þeir hafa hysjað upp- um sig, mórallinn að drepa þá, eins og valinn þegar hann kemur að hjarta rjúpunnar. Sú er líka niðurs- taða The Big Swap. Lengst af held- ur maður að hún sé gerð af ein- hverjum samtökum til vamar framhjáhaldi, svo dæmalaust er þessi tilbúningur leiðinlegur, nátt- úrulaus og hálfklámmyndarlegur. Verst er lengdin, fyrstu þrírfjórðu- hlutarnir eru eins og þreifingar við að koma í gang Ijósblárri afþrey- ingu. Pörin víxlast og vafra ber- rössuð um svefndyngjur og skakast í ástaleikjum ámóta kynæsandi og úfinn Faxaflóinn á gráum vetrar- morgni. Það leynir sér ekki byrjenda- blærinn á leikstjóm Nialls Johnson og handritinu. Stirðbusalegur blærinn á samtölunum stingur í eyrun lengst af en höfundinum til hróss á hann betri spretti þegar víxlmökin era komin í hnút og vandamálin komin til skjalanna, ekkert gaman lengur. Illkvittnir gætu vel ímyndað sér að hann hafi einhverja reynslu af slíkum hremmingum. Þá reynir líka fyrst á leikhópinn, sem lengst af minnir á klámmyndaleikara í startholunum. Þetta er allt saman óþekkt, ungt fólk, margt greinilega sviðsvant. Er það loks fær tækifæri til að sýna einhver dramatísk tilþrif þá bregst það ekki heldur sýnir ágætan leik. Einkum er Mark Caven, sem Michael, traustur og djúpur sem viðkunnanlegasti náunginn í hópn- um og Kevin Howarth er einnig trúverðugur sem töffarinn Julian. Konurnar era allar vel valdar manngerðir og komast vel frá sínu. Því miður dugar það ekki til, heild- aráhrifin eru ósköp léttvæg, stór- um spumingum svarað á léttvægan hátt og ófullnægjandi. Sæbjörn Valdimarsson Inga Ragnarsdóttir með verk í mótun. Veggverk Helga Hjaltalins eru unnin úr Oregon Pine. Formrænn leikur o g veggverk á sýningu í ASI TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASI, Freyjugötu 41, á morgun, laugardag, kl. 16. Um er að ræða sýningu_ Ingu Ragnar- sdóttur, Broti, í Ásmundarsal og sýningu Helga Hjaltalíns, Kjörað- stæður, í Gryfjunni. Á sýningu Ingu eru verk frá ár- unum 1998 og 1999, unnin í tré, blikk og gifs. „Líta má á verkin sem sjálfstætt framhald af fyrri verkum mínum. Þau eru formrænn leikur tengdur íslenskri byggingarlist,“ segir Inga um sýningu sína. Hún er trú klassískri hefð í listsköpun sinni þegar hún notar form, liti og efni sem tungumál. Inga Ragnarsdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi myndlisfyr- maður bæði í Þýskalandi og á Isl- andi frá því hún lauk námi frá Listaakademmíunni í Múnchen ár- ið 1987. Hún hefur hlotið ýmsar við- urkenningar íyrir verk sín. Opin- ber verk eftir hana er m.a. að finna í Múnchen og Dússeldorf í Þýska- landi. Hér á landi era verk eftir hana í eigu Listasafns Islands, Heilsugæslustöðvar Húsavíkur og á Bessastöðum er að finna brjóst- mynd hennar af frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og er- lendis. Broti er tíunda einkasýning hennar. Kjöraðstæður í GryQu Helgi Hjaltalín opnar nú sína þriðju einkasýningu og nefnist Kjöraðstæður. „í Kjöraðstæðum era hvejar þær aðstæður sem mað- ur getur komið sér í, og því ágætur samnefnari fyrir þá myndlist sem ég er að gera á hverjum tíma. Fyr- irhuguð sýning í Gryfjunni núna samanstendur af fimm til sex vegg- verkum og sex metra samsettum byssurekka. Veggverkin og byss- urekkinn eru úr sama efninu, oreg- on pine (Douglas Fire),“ segir Helgi um sýninguna. Þessi sýning Helga verður sú fjórtánda frá árinu 1993. Einnig hefur hann tekið þátt í rúmlega tug samsýninga. Hann er þátttakandi í sýningu myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Firma 99 sem opnuð var á menningarnótt. Sýningamar era opnar alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 12. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.