Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Um næstu mánaðamót tekur Sigurður Atli Jónsson við stöðu forstjóra Landsbréfa og framkvæmdastjóra sjóðasviðs Landsbankans. Óli Jón Jónsson ræddi vlð hann um nýja starfíð og ástandið á mörkuðunum. Breytinga þörf á íslenskum skuldabréfa- markaði Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Atli Jónsson: Óæskilegt fyrir markaðinn ef reglum um upplýsingagjöf er ekki fylgt út í æsar. IGURÐUR Atli Jónsson er fæddur árið 1968, lauk BS- prófi í hagfræði frá HÍ 1992 og meistaragráðu í sömu grein frá Queens University í Kanada árið 1995, með peninga- málahagfræði sem sérsvið. Hann starfaði hjá Þjóðhagsstofnun á ár- unum 1992-1993 en hóf störf hjá Landsbréfum árið 1994, fyrst sem sjóðsstjóri og síðar sem forstöðu- maður eignastýringarsviðs. Sigurð- ur Atli hefur meðal annars stýrt uppbyggingu nýrra verðbréfasjóða Landsbankasamstæðunnar, F ort- una, á Guemsey á Ermarsundi. Hvaða starfsemi er það sem þú munt veita forstöðu í nýju starfi? „Starfsemi Sjóðasviðs Lands- bankans er þríþætt: eignastýring og verðbréfaviðskipti einstaklinga, sem fram fara undir nafni Lands- bréfa, og svo sérbankaþjónusta sem rekin er undir nafni Landsbankans. Kjaminn í starfseminni er eigna- stýring fjölmargra sjóða Lands- bankasamstæðunnar en við tökum einnig að okkur að stýra verðbréfa- söfnum fyrir aðra, einkum lífeyris- sjóði, fyrirtæki og stofnanir. Það hefur verið mikill vöxtur í starfsem- inni og verðbréfasjóðir okkai' stækkuðu um 122% á síðasta ári. Sem dæmi um umsvifin hér má nefna að í upphafi hvers árs skilum við frá okkur 13 ársuppgjöram fyrir jafnmarga lögaðila. Sérbankaþjónustan er sérhæfð verðbréfa- og bankaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga og era hund- rað þeirra í virkri eignastýringu hjá okkur. Mikill fjöldi fólks er svo auð- vitað í föstum viðskiptum hjá okkur, án þess að vera í virkri stýringu. Sérbankaþjónustan er mjög um- fangsmikið og fjölbreytt svið og fel- ur í sér margþætta þjónustu, nýtir þannig til dæmis sérþekkingu okkar á gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum. Þar fer einnig fram ráðgjöf á sviði endurskoðunar og skattamála sem rekin er í samvinnu við samstarfs- aðila okkar.“ Svo hafíð þið verið að færa starf- semi ykkar út fyrir landsteinana á síðustu árum. „Já, við höfum verið að auka vægi erlendra eigna í starfsemi okkar og stigum það skref í fyrra að setja upp þrjá verðbréfasjóði á Guemsey á Ermarsundi. Samkeppnin á fjár- málamarkaði eriendis er mjög hörð og við verðum að geta sýnt fram á árangur til þess að hafa raunvera- lega eitthvað fram að færa fyrir við- skiptavini okkar. Við höfum þess vegna valið okkur mjög öflugan samstarfsaðila, Midland Bank, sem er nú orðinn hluti af HSPC-banka- samstæðunni, stærstu bankasam- stæðu í Evrópu. Ástæðan fyrir því að við völdum Guemsey, af mörgum kostum sem komu til greina, var sú að skattalegt umhverfi er þar hag- stætt, eyjan er ekki of langt fjarri Islandi, allir tala ensku og þama hefur orðið til mikil reynsla í stýr- ingu sjóða. Bankar verða að upp- fylla mjög ströng skilyrði til að fá að hefja rekstur á eyjunni og þar hafa margir af stærstu og virtustu bönk- um heims útstöðvar. Það var því mikil viðurkenning fyrir Lands- bankann að fá að setja upp starf- semi á eyjunni. Þessu til viðbótar höfum við sam- starf við bandaríska fyrirtækið Alli- ance Capital (ACM) og bjóðum við- skiptavinum okkar upp á að ávaxta eignir sínar í sjóðum þess. ACM er eitt af stærstu eignastýringarfyrir- tækjum heims og ávaxtar um 320 milljarða Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 23.000 milljörðum ís- lenskra króna.“ Hvaða skyldur hefur fjármála- fyrirtæki við viðskiptavin sem það hefur tekið að sér að ávaxta fé fyrir í virkri eignastýringu? „Þær skyldur ráðast af því hvers konar umboð fyrirtækið hefur frá viðskiptavini til að ráðstafa fjár- munum hans. Það er lykilatriði í eignastýringu, þar sem sjóðstjóm- arfyrirtækið er að vinna samkvæmt umboði viðskiptavinar, að það um- boð sé alveg skýrt. Fjárfestingar- stefnan, þ.e. hvaða heimildir sjóð- stjórinn hefur, þarf að vera ljós báð- um aðilum. Ef þetta er allt saman mjög skýrt og bæði sjóðstjóri og viðskiptavinur hafa kynnt sér skil- málana til hlítar, ætti misskilningur ekki að geta komið upp.“ Áhyggjur af skuldabréfamarkaði Á síðustu misserum hefur tölu- vert verið rætt um verðmyndun á íslenskum hlutabréfamarkaði og sýnist sitt hverjum. Er markaður- inn búinn að ná fullum þroska? „Almennt hefur orðið gríðarlega ör þróun á íslenskum verðbréfa- markaði. Á örfáum áram hefur magn viðskipta á Verðbréfaþingi ís- lands margfaldast, viðskipti hafa orðið sýnilegri en áður og upplýs- ingagjöf virkari. Þegar ég byrjaði hér í lok árs 1994 var mjög algengt að upplýsingagjöf væri ófullnægj- andi, upplýsingar bárust misfljótt og misvel. Þetta heyrir nánast sög- unni til, verðbréfafyrirtækjunum hefur tekist að byggja upp hratt til- tölulega þróaðan markað. En vitan- lega verður markaðurinn alltaf mjög smár. Eins og staðan er í dag era mikil tækifæri á markaðnum í samranum og yfirtökum fyrirtækja. Augljóslega eiga fyrirtæki eftir að koma inn á markaðinn og aukið hlutafé á eftir að koma til vegna einkavæðingarverkefna. Ég hef upp á síðkastið haft meiri áhyggjur af skuldabréfamarkaðn- um. I fréttum er hlutabréfamarkað- ur yfirleitt fyrirferðarmeiri en skuldabréfamarkaðurinn er marg- falt stæiri og þar með jafnvel mikil- vægari fyrir starfsemi eins og hér er rekin. Velta á þeim markaði hef- ur vaxið minna að undanfömu en á hlutabréfamarkaði og ég held að vinna verði að því að gera íslenskan skuldabréfamarkað líkari erlendum mörkuðum. Það þarf að taka út ým- is sérkenni íslenskra skuldabréfa sem koma í veg fyrir þátttöku er- lendra aðila á markaðnum. Rafræn skráning er að sjálfsögðu eitt atriði sem máli skiptir í þessu sambandi. Það era líka ýmis sérkenni við út- reikninga á bréfum og verðtrygg- ingu sem erlendir fjárfestar eiga erfitt með að setja sig inn í, auk þess sem bréfin falla illa að þeim upplýsingakerfum sem menn nota. Þessi atriði hindra þátttöku fleiri aðila á markaðnum. Ástand skuldabréfamarkaðar hér á landi stendur reyndar í tengslum við annað og það er gengisfyrir- komulag krónunnar. Ég tel líklegt að vegna þess að við búum við frjálst flæði fjármagns, sem sífellt er að verða virkara fyrirkomulag, verði erfiðara að beita fastgengis- stefnu. Á mjög skömmum tíma geta átt sér stað gjaldeyrisviðskipti sem era langt umfram gjaldeyrisforða Seðlabankans og það er því ljóst að það getur orðið ei-fitt að nota gjald- eyrisforðann til að styðja við geng- ið. Ef og þegar gengisfyrirkomu- lagi verður breytt er mikilvægt að íslenskur skuldabréfamarkaður sé sem líkastur því sem alþjóðlegir fjárfestar eiga að venjast.“ Um þessar mundir er rætt um hvort setja þurfí reglur um hluta- fjáreign í fjármálafyrirtækum. Er þetta æskilegt og hvaða áhrif hafa reglur af þessu tagi á markaðinn? „Það er þörf fyrir almennar og skýrar leikreglur á hlutabréfa- markaði eins og í öðram viðskipt- um, en það á að forðast sértækar reglur. Ég held þó að menn verði að hafa í huga að bankar eru sér- stök fyrirtæki. Þeir búa yfir miklu magni upplýsinga og era mikilvæg- ur þáttur í gangverki peningamála- stefnu á hverjum tíma, auk þess sem þeir geyma mikinn hluta af peningalegum spamaði lands- manna. Ég skil það því mjög vel ef opinberir aðilar hafa áhyggjur af samsetningu hluthafa í bönkunum og vilja tryggja að þeir séu í dreifðri eign.“ Eru reglur um upplýsingagjöf á íslenskum hlutabréfamarkaði full- nægjandi? „Ég held að þær reglur sem hér gilda um upplýsingagjöf séu tiltölu- lega skýrar. Eflaust má eitthvað bæta úr og það sýnir auðvitað bara að markaðurinn er í þróun. Ég held að það sé óæskilegt fyrir markaðinn í heild ef reglum um upplýsingagjöf er ekki fylgt út í æsar og ef menn halda upplýsingum leyndum, jafnvel þótt ástæður komi fram síðar.“ Stórkostlegt tækifæri til markaðssóknar Verðbréfaviðskipti á Netinu hafa farið vaxandi. Munu þau geta leyst hefðbundin viðskipti af hólmi? „Netið er stórkostlegt tækifæri tO markaðssóknar. Sem dæmi má nefna að það tók aðeins 4 ár fyrir Netið að ná til 50 milljóna notenda. Til samanburðar má nefna að það tók tölvuna 16 ár að ná sama not- endafjölda, sjónvarpið 13 ár og út- varpið 38 ár. Það tók Wal-Mart verslunarkeðjuna 12 ár og 74 versl- anir að ná ársfjórðungslegri veltu upp í 150 milljónir dollara en amazon.com náði sömu veltu á þremur árum og þurfti aðeins eina vefsíðu og lager tU þess. Hér hjá Landsbréfum var tekin sú djarfa ákvörðun árið 1997 að byrja að bjóða upp á verðbréfa- þjónustu á Netinu með stofnun Kauphallar Landsbréfa. Hún var opnuð í nóvember sama ár og var þá ein fyrsta kauphöll sinnar teg- undar í Evrópu. Sem dæmi um möguleikana að því er varðar verð- bréfaviðskipti má nefna að föstu- daginn 13. ágúst, buðum við okkar viðskiptavinum upp á að eiga ókeypis viðskipti í Kauphöll Lands- bréfa. Viðskiptin vora sexföld mið- að við venjulegan föstudag og síð- ustu viðskipti áttu sér stað rétt undir miðnætti. Ég held að þetta sýni vel þann áhuga sem er til stað- ar en ég dreg í efa að viðskipti á Netinu muni leysa hefðbundnari viðskipti gegnum síma algerlega af hólmi, enda þótt stór hluti verð- bréfaviðskipta muni örugglega fara fram um Netið í framtíðinni." Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudaginn 29. ágúst verður Fríkirkjuhátíð í Skálholti. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 og fjölskyldudagskrá á eftir. Óháði söfn- uðurinn og Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði taka einnig þátt og munu prestar safnaðanna, sr. Einar Eyjólfsson, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og sr. Pétur Þorsteinsson, sameiginlega annast messuhald. Organisti verður Kári Þormar og blandaður Fríkirkjukór leiðir sönginn. Fríkirkjufólk á öllum aldri er hvatt til þátttöku og ekki síst fjölskyldufólk sem vill samtengja holla skemmtun og kristilegt uppeldi. Hópferðabílar leggja af stað frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12.00. og er fólk á einkabílum hvatt til að vera í samfloti með þeim. Komið verður til baka milli kl. 18.00 og 19.00. MC Allir hjartanlega velkomnir. ffi Þátttaka tilkynnist í síma 552 7270 ÍlT fifi 03 fifi 33 fifi fii fiffi milli kl. 10.00 og 13.00 virka daga. Qí B 1 1 i 1 1 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.