Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 25 ÚRVERINU Morgunblaðið/Jim Smart Eng-ilbert Engilbertsson, skipstjóri á Brúarfossi, er nettengdur. Fyrsta skip heims til að fá kerfíð Nýjasti MarStar-hugbúnaður Net- verks settur í Brúarfoss BRÚARFOSS, sem er stærsta gámaflutningaskip Eimskips, hef- ur tekið í notkun nýjustu útfærslu af MarStar-hugbúnaði Netverks. Með hugbúnaðinum er hægt að tengja saman einkatölvur um borð auk þess sem hægt er að stýra tölvusamskiptum á hagkvæman hátt. Brúarfoss er fyrsta skipið í heiminum sem fær þetta kerfí og er þar með komið með eina af háþróuðustu samskiptalausnum sem í boði eru fyrir sjófarendur. “Þetta breytir öllu,“ segir Eng- ilbert Engilbertsson, skipstjóri á Brúarfossi. „Við lestum 70 til 80 gáma í hverri höfn og áður fengum við allar upplýsingar um þá á faxi. Stýrimaður þurfti að skrifa niður hvert gámanúmer og allar upplýs- ingar um gáminn, eins og til dæm- is hvort um væri að ræða frysti- gám eða þurrgám, hvert ætti að flytja hann og hvort um hættuleg- an varning væri að ræða. Nú fær hann sömu upplýsingar á tölvunni og sparar sér tveggja til þriggja tíma vinnu fyrir hverja höfn.“ Gervihnattasamskipt flutninga- skipa Eimskips fara í gegnum Inmarsat-kerfið og sér netfyrir- tækið Skíma um þjónustuna en Eimskip hefur verið í samstarfi við Netverk í tæpt ár. Brúarfoss hluti af víðneti Eimskips Netkerfi Eimskips nær til 22 skrifstofa í 11 löndum og eru þær allar tengdar saman á einu víð- neti. Stefnt er að því að skip fé- lagsins verði hluti af þessu upp- lýsingakerfí og er netvæðing Brúarfoss fyrsti áfanginn. Aukin hagkvæmni fæst með bættri nettengingu við starfsem- ina í landi. Auk þess sem tækifæri skapast til að bæta þjónustuna við viðskiptavini má bæta hagkvæmn- ina. Um árabil hafa PC-tölvur ver- ið notaðar í skipum Eimskips til að reikna út hleðslu skipanna, olíu- eyðslu og fleira, auk þess sem sér- stakur búnaður hefur verið settur upp til að stýra viðhaldi á vél og og tækjum. Með staðarnetinu má nýta þessi kerfi betur og bæta við öðrum til að auka hagkvæmnina í rekstrinum enn frekar. Gámaflæðinu í Sundahöfn er stýrt með tölvukerfi og skiptir miklu að upplýsingar til og frá skipi berist hratt og örugglega. Skipin geta tekið á móti tölvupósti í gegnum Inmarsat-gervihnatta- kerfið meðan þau eru í ferðum og með notkun tölvupósts verður allt upplýsingaflæðið skilvirkara. Sama kerfi er notað á skrifstof- unum og í Brúarfossi og eykur það enn á hagkvæmnina. Netvæðingin auðveldar líka allt innra upplýs- ingaflæði milli skipstjómenda. Brúarfoss er t.d. sjö hæðir og nú þarf ekki lengur að fara á milli hæða vegna samskipta heldur eru fyrirmæli og fyrirspurnir send með tölvupósti. Nýtt alþjóðlegt öryggis- sijórnunarkerfi Þá hefur nýtt alþjóðlegt örygg- isstjórnunarkerfi verið tekið í notkun í Brúarfossi en skylt er að hafa slíkt kerfi um borð frá 1. júlí 2002, samkvæmt reglugerð Al- þjóða siglingamálastofnunarinn- ar. Markmið kerfisins er að stuðla að auknu öryggi starfsmanna, far- þega, skips, farms og umhverfis. “Þetta er bylting í öryggiskerfum og í vinnubrögðum sem viðhöfð eru við marga þætti skipa,“ segir Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips. Haukur Már Stefánsson, forstöðumaður skipa- og gámarekstrar- dcildar Eimskips, útskýrir kosti nýja kerfisins um borð í Brúarfossi. Við borðið silja Óskar B.Hauksson, forstöðumaður upplýsinga- og þjónustsviðs Eimskips, Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutn- ingasviðs Eimskips, Hrafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri hugbún- aðar- og þjónustusviðsNetverks, Jónas Ingi Ragnarsson, markaðs- stjóri Skimunnar og Jóhannes Eyfjörð, þjónustustjóri Skímunnar. Steinsteypa Rómarskífa Ný 120 stÖna handbók unt vörur og þjónustu BM9Vallá BM'VAIIÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 handbok@btrtvalla.is www.bmvalia.is Sími 585 5050 Fax 585 5051 Opnunartímar: Vtrka daga kl. 9:00-18:00. Opið á laugardögum kl. 10:00-14:00. Fegraðu hús og garð BM»Vallá auðveldar þér verkið! Komdu í heimsókn og fáðu ókeypis eintak af handbókinni „HÚS OG GARÐUR“ í söludeild okkar í Fornalundi. í handbókinni finnur þú meðal annars upplýsingar um steinsteypu, þakskífur, milliveggja- einingar og loftaplötur. Ef þú ert að byggja eða breyta tryggir bygginga- ráðgjöf BM*VaIlá þér bestu lausnirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.