Morgunblaðið - 27.08.1999, Page 25

Morgunblaðið - 27.08.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 25 ÚRVERINU Morgunblaðið/Jim Smart Eng-ilbert Engilbertsson, skipstjóri á Brúarfossi, er nettengdur. Fyrsta skip heims til að fá kerfíð Nýjasti MarStar-hugbúnaður Net- verks settur í Brúarfoss BRÚARFOSS, sem er stærsta gámaflutningaskip Eimskips, hef- ur tekið í notkun nýjustu útfærslu af MarStar-hugbúnaði Netverks. Með hugbúnaðinum er hægt að tengja saman einkatölvur um borð auk þess sem hægt er að stýra tölvusamskiptum á hagkvæman hátt. Brúarfoss er fyrsta skipið í heiminum sem fær þetta kerfí og er þar með komið með eina af háþróuðustu samskiptalausnum sem í boði eru fyrir sjófarendur. “Þetta breytir öllu,“ segir Eng- ilbert Engilbertsson, skipstjóri á Brúarfossi. „Við lestum 70 til 80 gáma í hverri höfn og áður fengum við allar upplýsingar um þá á faxi. Stýrimaður þurfti að skrifa niður hvert gámanúmer og allar upplýs- ingar um gáminn, eins og til dæm- is hvort um væri að ræða frysti- gám eða þurrgám, hvert ætti að flytja hann og hvort um hættuleg- an varning væri að ræða. Nú fær hann sömu upplýsingar á tölvunni og sparar sér tveggja til þriggja tíma vinnu fyrir hverja höfn.“ Gervihnattasamskipt flutninga- skipa Eimskips fara í gegnum Inmarsat-kerfið og sér netfyrir- tækið Skíma um þjónustuna en Eimskip hefur verið í samstarfi við Netverk í tæpt ár. Brúarfoss hluti af víðneti Eimskips Netkerfi Eimskips nær til 22 skrifstofa í 11 löndum og eru þær allar tengdar saman á einu víð- neti. Stefnt er að því að skip fé- lagsins verði hluti af þessu upp- lýsingakerfí og er netvæðing Brúarfoss fyrsti áfanginn. Aukin hagkvæmni fæst með bættri nettengingu við starfsem- ina í landi. Auk þess sem tækifæri skapast til að bæta þjónustuna við viðskiptavini má bæta hagkvæmn- ina. Um árabil hafa PC-tölvur ver- ið notaðar í skipum Eimskips til að reikna út hleðslu skipanna, olíu- eyðslu og fleira, auk þess sem sér- stakur búnaður hefur verið settur upp til að stýra viðhaldi á vél og og tækjum. Með staðarnetinu má nýta þessi kerfi betur og bæta við öðrum til að auka hagkvæmnina í rekstrinum enn frekar. Gámaflæðinu í Sundahöfn er stýrt með tölvukerfi og skiptir miklu að upplýsingar til og frá skipi berist hratt og örugglega. Skipin geta tekið á móti tölvupósti í gegnum Inmarsat-gervihnatta- kerfið meðan þau eru í ferðum og með notkun tölvupósts verður allt upplýsingaflæðið skilvirkara. Sama kerfi er notað á skrifstof- unum og í Brúarfossi og eykur það enn á hagkvæmnina. Netvæðingin auðveldar líka allt innra upplýs- ingaflæði milli skipstjómenda. Brúarfoss er t.d. sjö hæðir og nú þarf ekki lengur að fara á milli hæða vegna samskipta heldur eru fyrirmæli og fyrirspurnir send með tölvupósti. Nýtt alþjóðlegt öryggis- sijórnunarkerfi Þá hefur nýtt alþjóðlegt örygg- isstjórnunarkerfi verið tekið í notkun í Brúarfossi en skylt er að hafa slíkt kerfi um borð frá 1. júlí 2002, samkvæmt reglugerð Al- þjóða siglingamálastofnunarinn- ar. Markmið kerfisins er að stuðla að auknu öryggi starfsmanna, far- þega, skips, farms og umhverfis. “Þetta er bylting í öryggiskerfum og í vinnubrögðum sem viðhöfð eru við marga þætti skipa,“ segir Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips. Haukur Már Stefánsson, forstöðumaður skipa- og gámarekstrar- dcildar Eimskips, útskýrir kosti nýja kerfisins um borð í Brúarfossi. Við borðið silja Óskar B.Hauksson, forstöðumaður upplýsinga- og þjónustsviðs Eimskips, Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutn- ingasviðs Eimskips, Hrafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri hugbún- aðar- og þjónustusviðsNetverks, Jónas Ingi Ragnarsson, markaðs- stjóri Skimunnar og Jóhannes Eyfjörð, þjónustustjóri Skímunnar. Steinsteypa Rómarskífa Ný 120 stÖna handbók unt vörur og þjónustu BM9Vallá BM'VAIIÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 handbok@btrtvalla.is www.bmvalia.is Sími 585 5050 Fax 585 5051 Opnunartímar: Vtrka daga kl. 9:00-18:00. Opið á laugardögum kl. 10:00-14:00. Fegraðu hús og garð BM»Vallá auðveldar þér verkið! Komdu í heimsókn og fáðu ókeypis eintak af handbókinni „HÚS OG GARÐUR“ í söludeild okkar í Fornalundi. í handbókinni finnur þú meðal annars upplýsingar um steinsteypu, þakskífur, milliveggja- einingar og loftaplötur. Ef þú ert að byggja eða breyta tryggir bygginga- ráðgjöf BM*VaIlá þér bestu lausnirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.