Morgunblaðið - 27.08.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.08.1999, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 LANDIÐ AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson Skíðahópurinn var staddur á Flateyri á dögunum. Landslið SKÍ æfir á Flateyri Flateyri - Tvö lið Skíðasambands Islands hafa verið við æfíngar á Flateyri að undanförnu á iyóla- ski'ðum. Hér er um að ræða A-lið og unglingalandslið og eru fjórir í hvoru liði. Um er að ræða eina af þremur sameiginlegum æfingum sem eiga sér stað á sumrin. I hópinn hafa valist keppendur frá Akur- eyri, Ólafsfirði og ísafirði, öllum helstu skíðabæjum landsins. Inn- an hópsins eru tveir keppendur úr Onundarfírði. Hver og einn í hópnum hefur hlotið Islands- meistaratitil í skíðagöngu á und- anförnum árum. Þrátt fyrir stíf- ar æfíngar á hjólaskíðum hefur hópurinn brugðið sér á sjóskíði, og sjókajakasiglingu. Ein af iengri æfíngum hjá hópnum fólst í því að hlaupa á hjólaskíð- um frá ísafirði til Álftaijarðar og úr mynni Álftafjarðar var hlaupið um fjöll og fírnindi og komið niður í Korpudal. Að lokinni dvöl á Flateyri, þar sem hópurinn hefur gist í góðu yfirlæti hjá heimamönn- um, halda fjórir úr hópnum ut- an til Lillehammer þar sem dvalið verður við æfíngar fram yfír áramót. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nú eru skólarnir að byrja og þar með hverfa ungling- arnir úr atvinnulífinu. Það kemur sér illa fyrir mörg fyrirtæki í Stykkishólmi, því þar er nóg að gera. Vantar fólk til starfa í Stykkishólmi Stykkishólmi - Það er enginn á atvinnuleysisskrá í Stykkishólmi um þessar mundir, enda mikla vinnu að hafa í bænum. Nú þegar skólafólk hverfur til náms lenda mörg fyrirtæki í erfiðleikum með að fá starfsfólk. Það hefur verið nóg að gera í Stykkishólmi í sum- ar. Verið er að byggja sýsluskrifstofu og miklar hita- veituframkvæmdir standa yfir en verið er að leggja dreifikerfið um allan bæinn. Þá er nýlokið við sund- laugarbygginu. Skelvinnslurnar þrjár í Stykkishólmi eru að fara í gang og þar vantar fólk til starfa. Sama sagan er hjá beitukóngsverksmiðjunni. Að sögn Sævars Harðarsonar, framkvæmdastjóra Skipavík- ur, vantar þar einnig starfsfólk. Skipavík hefur haft mörg verkefni í sumar bæði í byggingadeild svo og í slippdeild. Stærsta verkefni Skipavíkur er bygging íþróttahúss í Ólafsvík. Þá hafa margir bátar komið í slipp til viðgerða og verið málaðir í leiðinni. Ef fjöl- skyldur á höfuðborgarsvæðinu eru að hugsa um að breyta til og flytja út á land er óhætt að reyna fyrir sér í Stykkishólmi. Leikfélag' Hveragerðis kaupir hús Hveragerði - Félagar í Leikfélagi Hveragerðis hafa fest kaup á húsi fyrir starfsemi félagsins. Húsið var áður í eigu Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi, og er þekkt undir nafninu Félagsheimili Ölfusinga. Stendur það við Austurmörk, á milli Edens og Listaskálans. Að sögn Önnu Jórunnar Stef- ánsdóttur, formanns Leikfélags- ins, mun þetta hús gjörbreyta allri aðstöðu félagsmanna en hún var lítil sem engin áður. Hafa félagar í Leikfélaginu verið á hrakhólum bæði með æfingar og sýningar. Að sögn Önnu Jórunnar var félagið styrkt til kaupanna af Hveragerð- isbæ en félagið ætlar síðan að standa fyrir fjölbreyttum skemmt- unum til að fjármagna kaupin, sem Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Fulltrúar frá Kvenfélaginu Bergþóru og Leikfélagi Hveragerðis við hús Leikfélagsins. óneitanlega eru litlu félagi stór biti. „En ef við værum ekki bjartsýn þá værum við ekki í þessu leikfélagi þannig að við höfum trú á því að dæmið gangi upp. Það er mikilvægt að samstaða náist meðal Hvergerð- inga og að þeir styðji vel við bakið á sínu Leikfélagi með því að mæta á þær sýningar og skemmtanir sem félagið stendur fyrir,“ sagði Anna Jórunn Stefánsdóttir. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Lokatónleikar Listasumars Lokatónleikar Lista- sumars á Akureyri fara fram í Safnaðar- heimili Akureyrar- kirkju sunnudaginn 29. ágúst kl. 17. Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó flytja íslensk sönglög, norræn ljóð og óperuaríur. Hulda Björk hef- ur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri, Tónlistar- skóla Eyjafjarðar og Söngskólann í Reykjavík. Einnig stundaði hún nám í Berlín og London og lauk námi frá Associated Board of the Royal Schools of Music vorið 1998. Hulda Björk hlaut námsstyrk frá Félagi íslenskra leikara nú í vor. Steinunn Bima lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reylgavík árið 1981 og meistara- gráðu frá N.E.C. í Boston í árið 1987. Hún starfaði á Spáni sem ein- leikari og kom fram á ýmsum al- þjóðlegum tónlistarhátíðum. Þar voru henni veitt Gran Podium verð- launin. Steinunn Bima hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér heima og erlendis. Líflegt á laugardag Laugardaginn 28. ágúst verður einnig ýmislegt á döfinni. Myndlist- arsýningin „Miðnesmenning" verð- ur opnuð í Deiglunni kl. 16.15 en þar sýna Keflvíkingamir Jóhann Maríusson og Hermann Árnason, skúlptúr og vatnslita- og akrýlverk. KI. 20 verður leiksýningin „Maður í mislitum sokkum“ sýnd í Samkomu- húsinu. Kl. 20.30 og 21.30 sýnir Asa- ko Ishihashi dans í Listasafninu á Akureyri. I Kompaníinu, upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk verður dagskrá frá kl. 16-24 á laugardag, þar sem mat- arlist, myndlist, ljóðlist og sönglist ásamt líkamslist verður dýrkuð af sannri tilfinningu. Veggjakrotsfólk verður á staðnum og frá kl. 22-24 láta plötusnúðar að sér kveða. Þá verður opið á Listasafninu, Deigl- unni, Minjasafninu, Samlaginu og Galleríi Svartfugli til kl. 22. Listasumar á Akureyri Tónleikar í Deiglunni ÍMYNDAÐ landslag er yfirskrift tónleika í Deiglunni laugardaginn 28. ágúst kl. 15.00, í tengslum við Lista- sumar á Akureyri. Þar flytja þau Arna Kristín Einarsdóttir flautuleik- ari og Geir Rafnsson slagverksleik- ari eigin verk og annarra, saman og í sitthvoru lagi. Öll tónverkin á efnis- skránni eru flutt í fyrsta sinn opin- berlega á Islandi. Arna Kristín og Geir, sem kalla sig Mallika & McQueen, hafa bæði stundað nám hér heima og erlendis. Arna Kiústín útskrifaðist með „Post- graduate“-gráðu frá Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi árið 1996 en Geir útskrif- aðist frá sama skóla árið 1997 með „Postgraduate Diploma in Advanced Performance." Arna Kristín hefur leikið sem auka- maður með Sinfóníuhljómsveit fs- lands, Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og tekið þátt í tónleikum og upptökum með Caput-hópnum. Geir hefur leikið á ýmsum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands, Caput- hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Bæði hafa þau spilað á tónleikum víða um Bretland en þau starfa í Englandi við kennslu og hljóðfæraleik. Góð verkefnastaða hjá Slippstöðinni Hluti upp- sagna dreg- inn tilbaka VERKEFNASTAÐA Slippstöðv- arinnar á Akureyri er ágæt um þessar mundir og útlitið næstu tvo mánuði er mjög gott, að sögn Ant- ons Benjamínssonar, markaðs- og verkefnisstjóra. f byrjun sumars var 17 starfsmönnum Slippstöðvar- innar sagt upp störfum vegna erf- iðrar verkefnastöðu og áttu upp- sagnir þeirra að taka gildi um næstu mánaðamót. Nú stefnir í að tæpur helmingur þeirra verði end- urráðinn vegna betri verkefnastöðu en flestir aðrir sem fengu uppsagn- arbréf hafa fengið aðra vinnu. Þessa dagana liggja þrjú erlend systurskip við slippkantinn og er verið að vinna við tvö þeirra í Slipp- stöðinni. Þriðja skipið, rússneski togarinn Omnya, hefur legið við bryggju á Akureyri í um tvö ár, þar sem ekki hefur enn tekist að fjár- magna framkvæmdir vegna við- halds og breytinga á honum. Fyrir tveimur árum var ráðist í stórar breytingar á rússneska togaranum Olenty hjá Slippstöðinni en að þessu sinni er togarinn í hefð- bundnu viðhaldi í stöðinni. Erlend verkefni nauðsynleg Þriðja skipið er togarinn Gemini, sem er í eigu þýska útgerðarfyrir- tækisins Mecklenberger Hochseef- ischerei, MHF, en hann er í leigu í Rússlandi. Unnið er að því að setja flakalínu í hann, auk minni háttar viðhalds. Gemini og Olenty halda svo héðan til þorskveiða í Barents- hafi. Anton sagði að auk vinnu við ís- lensk skip væri nauðsynlegt að fá einnig erlend verkefni, svo hægt væri að halda fullum dampi í stöð- inni. Hann sagði ýmislegt í skoðun í því sambandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.