Morgunblaðið - 17.09.1999, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
„Sorgleg tillaga“ að mati
formanns samgöngunefndar
Boðin
velkomin
íMR
NÝNEMAR í Menntaskólanum í
Reykjavík voru tolleraðir af eldri
nemum skólans í gær. Gömul
hefð er fyrir tolleringu busanna,
sem geta nú að lokinni vígsluat-
höfn litið á sig sem fullgilda MR-
inga.
ísfélagið
sýknað
af bóta-
kröfum
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í
gær Isfélag Vestmannaeyja hf.
af kröfum starfsmanns félags-
ins, sem héraðsdómur hafði
dæmt rúmar 1900 þúsund
krónur í skaðabætur vegna
vinnuslyss sem átti sér stað ár-
ið 1993. Var maðurinn að mála í
fiskinyölsverksmiðju félagsins í
tveggja metra hæð og notaði til
þess stiga sem rann á hálu gólfi
svo hann féll niður og ristar-
brotnaði á öðrum fæti.
Taldi Hæstiréttur að telja
mætti slysið til vanbúnaðai-
stigans, sem notaður var en á
honum voru engir skór úr
gúmmíi sem hefðu getað gert
hann stöðugri á hálu gólfinu.
Hins vegar taldi dómurinn
engu að síður að maðurinn, sem
hafði langa reynslu sem háseti
og stýrimaður, hefði getað gert
sér grein fyrir að hættulegt var
að nota stigann á hálu gólfinu
án þess að gerðar væru sér-
staka ráðsafanir til að hann
rynni ekki til. Pótti dóminum
því hæfilegt að maðurinn bæri
þriðjung tjóns síns sjálfur.
Talið var að um bætur til
mannsins fyrir varanlega ör-
orku og miska ætti að fara fram
samkvæmt matsgerð örorku-
nefndar, enda hefði henni ekki
verið hnekkt með mati dóm-
kvaddra manna. Þar sem hann
hafði þegar fengið greiddar írá
ábyrgðartryggjanda ísfélags-
ins hærri bætur en honum bar
samkvæmt framangreindri nið-
urstöðu var Isfélagið sýknað.
ÁRNI Johnsen, formaður sam-
göngunefndar Alþingis, gagnrýnir
harðlega tillögu sem lögð var fram í
borgarstjórn í gær um að efnt verði
til almennrar atkvæðagreiðslu um
framtíð Reykjavíkurflugvallai' í
Vatnsmýrinni. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra kveðst telja til-
löguna einkennast af sýndar-
mennsku.
„Þetta er sorgleg tillaga. Það má
alveg eins spyrja hvers vegna ekki
er kosið um það meðal höfuðborgar-
búa, hvort háskólinn eigi að vera
áfram í Reykjavík eða Þjóðminja-
safn, Þjóðleikhús og aðrar stofnanir.
Flugvöllurinn er aðeins hluti af
skyldum Reykjavíkur sem höfuð-
borgar og lykill landsbyggðarinnar
að höfuðborg sinni og öfugt,“ segir
Árni.
Einkennist af
sýndarmennsku
Sturla bendir á að borgaryfirvöld
verði að taka ákvarðanir um hvernig
þau standa að sínum málum, en fyrir
liggi hins vegar að borgaryfirvöld
hafi nú þegar tekið ákvörðun um að
skipulagið sem gildir til 2016 feli í
sér að völlurinn verði áfram. Þá sé
sömuleiðis búið að samþykkja
deiliskipulag á flugvallarsvæðinu og
heimila framkvæmdir með samþykkt
borgatyfirvalda.
„Eg lít svo á að þessi tillaga, sem
felur það í sér að kalla eftir afstöðu
borgarbúa, einkennist af sýndar-
mennsku, í ljósi þess að skipulagið
liggur íyrir. Ef það hefði verið raun-
verulegur vilji borgaryfirvalda að
láta Reykvíkinga koma að þessu
máli, hefði átt að gera það áður en
skipulagið var afgreitt. Staðreyndin
er hins vegar sú að skipulagið gerir
ráð fyrir þessu og það er mat flug-
málayfirvalda að það þurfi að endur-
byggja brautirnar og tryggja öryggi
Reykjavíkurflugvallar og þeirra far-
þega sem fara um hann. Vegna þess
hef ég lagt á það ríka áherslu að
hraða framkvæmdum við endurbæt-
urnar, sem snúa allar að því að auka
öryggi vallarins,“ segir Sturla.
Ráðherra bendir jafnframt á að
áætlaður kostnaður við flutning vall-
arins nemur fleiri milljörðum króna,
auk þess sem gríðarlega kostnaðar-
samt sé talið að byggja upp nýjan
flugvöll á öðrum stað. Væri notast
við Keflavíkurflugvöll myndi það
þýða mikið óhagræði fyrir farþega
innanlandsflugsins, fyrir utan marg-
víslegt óhagræði í því sambandi.
Hann kveðst hins vegar ætla að
kynna sér afgreiðslu borgarjdirvalda
á málinu og meta stöðuna þegar nið-
urstaða er fengin af tillöguflutningn-
um.
„Það er alveg ljóst að Alþingi sam-
þykkti flugmálaáætlun og fjárlög
sem gerðu ráð fyrir þessum fram-
kvæmdum í þeirri trú og vissu að
völlurinn yrði á núverandi stað út
skipulagstímabilið. Fyrst eftir þann
tíma kæmi til greina að skoða slíkar
hugmyndir og ef að því kæmi þyrfti
að hefja viðræður milli borgaryfir-
valda og samgönguráðuneytis um
slíkan flutning og hvernig nýta beri
það land sem ríkið á undir Reykja-
víkurflugvelli,“ segir Sturla.
Bein árás á landsbyggðina
Árni bendir á að milli 400 og 500
þúsund farþegar fari um Reykjavík-
urflugvöll á ári hverju og ef völlurinn
yrði fluttur liti hann svo á að verið
væri að ganga á milli bols og höfuðs
á innanlandsflugi. Það myndi þýða
ómældan kostnað og að þúsundir
ársverka færu í súginn hjá þeim sem
ferðast til og frá höfuðborginni. Þar
að auki megi benda á að völlurinn
skapi þúsundir starfa, í tengslum við
flugið og einnig í verslun, þjónustu,
gistingu o.s.frv., ekki síst í Reykjavík
en einnig annars staðar á landinu.
„Þessi tillaga er allt í senn dóna-
skapur, lítilsvirðing og bein árás á
landsbyggðina, auk þess að vera
stórfurðuleg og ótímabær. Með
henni er þess freistað að leggja flug-
völlinn af, eins og verið hefur í far-
vatninu hjá R-listanum um árabil, og
hann er að skorast undan því að
Reykjavík verði áfram höfuðborg Is-
land því að völlurinn skiptir svo
miklu máli í því sambandi. Það á að
fara að byggja upp völlinn og ganga
frá skipulagi hans til sextán ára, eða
2016, og það er óskiljanlegt að menn
vilji fikta í þessum málum núna. Eft-
ir sextán ár getur verið komin ný
tækni, geimferðir og annað, sem
leysir völlinn af hólmi eftir þann
tíma, en nú er út úr kortinu að
vasast í þessum málum. Höfuðborgin
hefur auðvitað haft forskot um ára-
tugaskeið á mörgum sviðum, en þeg-
ar hallar á landsbyggðina er ekki
ástæða til að einangra landsbyggð-
ina ennþá meir með því að skapa
vanda í ferðum til og frá Reykjavík,"
segir Árni.
Aðspurður hvernig hann mjmdi
líta á þessi mál, ef stór hluti lands-
manna sem búsettur er ó höfuðborg-
arsvæðinu myndi velja í almennri
kosningu að færa skyldi Reykjavík-
urflugvöll, kveðst Árni þeirrar skoð-
unar að það jafngilti stríðsyfirlýs-
ingu. „Ef höfuðborgin ætlai' ekki að
búa í sátt við landsbyggðina, er höf-
uðborgin að lýsa yfir stríði á hendur
landsbyggðinni. Éf höfuðborgin vill
það, er fjandinn laus,“ segir Ámi.
Hann kveðst ekki sjá það fýrir sér
að völlurinn geti staðið annars staðar
ó borgarlandinu, án þess að það komi
niður á innanlandsfluginu. Vegna
veðurfarslegra aðstæðna hérlendis
skipti miklu máli að aðgengi milli
vallar og borgar sé gott. „Það vita all-
ir sem þurfa að fljúga til Egilsstaða,
Isafjarðar, Vestmannaeyja eða Akur-
eyrar, að það væri geysilega flókið
mál að flytja völlinn og væri slátrun á
innanlandsfluginu. Það er einföld
staðreynd sem fólk þekkir sem býr
við þessar aðstæður. Ef R-listinn
treystir sér ekki til að stýra Reykja-
víkurborg sem höfuðborg þarf ann-
aðhvort að skipta um meirihluta, eða
hefja byggingu nýrrar höfuðborgar
og ég bendi einfaldlega á að á Suður-
landi er nóg rými, aðgengilegt og
hagkvæmt, fyrir nýja höfuðborg og
flugvelli í fleirtölu. Ef einn gefst upp
tekur annar við,“ segir hann.
Mál imgs kylfíngs sem 1 sumar var sviptur áhugamannaréttindum í sex mánuði
Óskað eftir
áliti frá ÍSÍ
Andmæla- og málskotsréttur sagður hundsaður
LÖGFRÆÐINGUR tvítugs kylfings sem
áhugamennskunefnd Golfsambands Islands
svipti áhugamannaréttindum sínum um hálfs
árs skeið, frá 11. ágúst síðastliðnum hefur sent
framkvæmdastjórn íþrótta- og ólympíusam-
bands Islands bréf þar sem óskað er eftir að
sambandið fjalH um lögmæti málsmeðferðar
þeirrar sem pilturinn fékk. Framkvæmda-
stjóm ÍSÍ heldur næsta fund sinn á morgun,
18. september, og kveðst Sólveig Ólafsdóttir,
lögfræðingur kylfingsins unga, vonast til að er-
indi hennar verði afgreitt þá.
Málavextir eru þeir helstir að áhuga-
mennskunefnd Golfsambands Islands sendi
golfklúbbum bréf í maí sl„ þar sem bent var á
að samkvæmt ákvæðum áhugamennskureglna
um verðlaun megi enginn áhugamaður í golfi
taka við peningaverðlaunum eða ígildi þeirra.
Með hliðsjón af ákvæðum áhugamennsku-
reglna fyrir Evrópu ákvað nefndin að hámarks-
verðlaun hérlendis, sem einn áhugamaður tek-
ur við á einu og sama golfmóti, megi hæst vera
að verðgildi 40 þúsund krónur. GHdir það há-
mark einnig, þó svo sami leikmaður vinni til
fleiri verðlauna á sama móti.
Tæplega 12 þús. yfír hátnarki
Skjólstæðingur Sólveigar tók þátt í Opna
Aiwa-mótinu á Ejðjabergsvelli, sem haldið var
3. júlí sl., og fékk þar m.a. í verðlaun hljómtæki
og armbandsúr. Áhugamennskunefnd spurðist
fyrir um verðmæti vinninga um miðjan júlí og
komu þá í ljós tveir verðlaunahafar, þar á með-
al skjólstæðingur Sólveigar, sem voru yfir við-
miðunarmörkum. Heildarandvirði vinninga
kylfingsins voni 51.800 krónur, eða 11.800
krónum yfir þeirri viðmiðun sem nefndin hafði
sett. „Það var misbrestur á því í þessu tilviki að
golfklúbburinn gerði keppendum grein fyrir
þessum ákvæðum sem áhugamennskunefnd
GSÍ hefði sent. Auk þess gerði umbjóðandi
minn sér enga grein fyrir því að samanlagt
verðmæti vinninga færi yfir þessi mörk nefnd-
arinnar og hefði afþakkað úrið, hefði hann vitað
það,“ segir Sólveig.
Hinn 11. ágúst sl. var kylfingnum síðan til-
kynnt að hann hefði verið sviptur áhugamanna-
réttindum sínum í 6 mánuði, frá þeim degi,
vegna brots á ákvæðum áhugamannaréttinda
um hámarksverðmæti verðlauna.
Sólveig gerði sex dögum síðar þá kröfu til
nefndarinnar að hún endurskoðaði þegar í stað
og felldi úr gildi úrskurð sinn, auk þess sem
gerð var sú krafa að kylfíngurinn héldi fullum
áhugamannaréttindum á meðan málið væri til
meðferðar hjá nefndinni eða öðrum aðilum.
Nefndin lýsti sig reiðubúna til að eiga fund um
málið með kylfingnum, þar sem honum yrði
gefinn kostur á að tjá sig um málið. Kæmi eitt-
hvað fram á þeim fundi sem nefndin teldi
skipta máli og henni kynni að hafa yfirsést,
lýsti hún sig reiðubúna til að fella úrskurð sinn
úr gildi og taka málið til nýrrar umfjöllunar.
Ekki tókst hins vegar að fá úrskurði nefndar-
innar hnekkt.
Varð fyrir tjóni og miska
Sólveig kveðst þeirrar skoðunar að málsmeð-
ferð áhugamennskunefndar GSÍ sé bæði
dæmalaus og ólögmæt. „Umbjóðandi minn hef-
ur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni og miska
vegna ólöglegrar ákvörðunar áhugamennsku-
nefndar GSÍ, sem sendi öllum golfklúbbum af-
rit af sviptingarúrskurðinum sama dag og hon-
um var sent bréf um úrskurðinn. Hann hefur
því orðið af möguleikum á þátttöku í öllum opn-
um golfmótum frá 11. ágúst sl., auk þehTa
óþæginda sem úrskurðurinn hefur haft í för
með sér fyrir hann,“ segir Sólveig.
Hún kveðst draga það mjög í efa að það sam-
ræmist lögum, reglugerðum og venjum ISI, að
hægt sé að svipta menn réttindum án þess að
virtur sé andmælaréttur og málskotsréttur,
sem þegnum landsins sé almennt tryggður í
landslögum og þeim mannréttindasáttmálum
sem ísland er aðili að.
,,Ég spyr hvort stjórn sérsambanda innan
ÍSI getið komið á fót nefndum með svo mikil
völd, sem t.d. áhugamennskunefnd GSÍ hefur
tekið að sér, án þess að slíkra nefnda sé með
nokkrum hætti getið í lögum viðkomandi sam-
bands. Ég spyr ennfremur hvaða leið fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ telji að umbjóðandi minn
geti farið innan réttarkerfis íþróttahreyfingar-
innar, til þess að ná fram rétti sínum í málinu,“
segir Sólveig.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, er staddur er-
lendis og vildi ekki tjá sig efnislega um málið í
gærkvöldi en sagði það vera til lögfræðilegrar
skoðunar á vegum sambandsins.