Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Vandræðaástand rrkir á mörgum leikskólum í Reykjavík
Ófremdarástand ríkir á leikskólum borgarinnar og hafa margir leikskólar þurft að senda
böm fyrr heim vegna manneklu.
Óskar Einarsson á tvær dætur í leikskólanum Ægisborg, Láru Kristínu, sem situr inni í bíl
og Önnu Margréti. Önnur var send fyrr heim í gær, en hin verður send fyrr heim í dag.
Börn víða send fyrr heim
Morgunblaðið/Kristinn
Kolbrún Gunnarsdóttir þurfti að fara fyrr heim úr skól-
anum í gær til að sækja son sinn Bergvin Mána Maríans-
son, vegna þess að hann var sendur fyrr heim af leikskól
anum Ægisborg.
Reykjavík
VANDRÆÐAÁSTAND ríkir
á mörgum leikskólum borg-
arinnar vegna manneklu og
hafa margir skólanna þurft
að grípa til aðgerða til þess
spoma gegn skorti á starfs-
fólki. Aðgerðimar, sem skól-
amir hafa gripið til bitna yf-
irleitt á þeim sem síst skyldi,
nefniiega bömunum sjálfum
og fjölskyldum þeirra.
„Pað sem við leikskóla-
stjórar eram hræddastir við
og kvíðum mest fyrir er að
þetta ástand sem nú hefur
skapast sé framtíðarástand,
sagði Guðrún Samúelsdóttir,
leikskólastjóri í Brekkuborg í
Grafarvogi. „Við verðum að
átta okkur á því að um er að
ræða framtíð bamanna okk-
ar, uppeldi þeirra og mennt-
un.“
Guðrún sagði að í Brekku-
borg vantaði starfsfólk í
þrjár og hálfa stöðu, en um
síðustu mánaðamót hefði
vantað í sex stöður.
Störf auglýst en
súninn hringir varla
„Við í þessum leikskóla
þekkjum þetta ástand ekki,“
sagði Guðrún. „Þetta er
iyrsta haustið sem við lend-
um í þessu hér, það hefur
kannski verið skipt um þrjár
stöður á sumri en það sem
gerist núna er að það er
meiri óróleiki, óvenjulega
mikill óróleiki. Við auglýsum
um hverja helgi og jafnvel oft
í viku og það hringir varla
síminn, og þeir sem hringja
segjast ekki hafa efni á þessu
eftir að þeir fá að vita hver
launin era.“
Að sögn Guðrúnar er útlit-
ið ekki gott.
„Við urðum að senda böm
til baka sem áttu að byrja hér
1. september og höfum ekki
vistað í öll pláss sem á að
vera búið að vista í. Eg er
með eina uppsögn um áramót
og sjálfsagt eiga fleiri eftir að
bætast við og því hef ég und-
irbúið foreldrana undir það
að kannski þurfi að draga
ennfrekar úr vistun."
Ófremdarástand
alls staðar
Aðspurð hvort hún hefði
fengið einhver viðbrögð frá
foreldram sagði Guðrún: „Ég
held að almenningur og þar á
meðal foreldrar hafi ekki átt-
að sig á því hversu launin era
í raun lág í leikskólum. Að
fyrir svona mikilvæg störf sé
verið að borga nýliðum 70 til
80 þúsund á mánuði fyrir átta
tíma vinnu. Þegar ég hef sagt
foreldram frá þessu á for-
eldrafundum þá verða þeir
gapandi hissa og koma ekki
upp orði.
Það eru margir margir
leikskólar sem eru miklu verr
settir en Brekkuborg, því
þetta ófremdarástand virðist
vera alls staðar í bænum, í
öllum hverfum."
Á leikskólanum Ægisborg
í vesturbænum, þurfti að
grípa til þess ráðs í gær að
senda böm af Báradeild, sem
áttu að vera allan daginn í
leikskólanum, heim klukkan
eitt.
Sigrún Kristín Guðmunds-
dóttir, leikskólastjóri á Ægis-
borg, sagði að senda hefði
þurft bömin heim þar sem
starfsfólk vantaði í þrjár
stöður.
„Þetta leit ágætlega út fyr-
ir mánuði en síðan hættu þrír
starfsmenn og þá fór að síga
á ógæfuhliðina, sagði Sigrún.
„Einn af þessum þremur
hætti þar sem hann fékk bet-
ur borgaði við að þurrka af
borðum."
„Við höfum auglýst störfin
laus til umsóknar, en fengið
mjög dræmar undirtektir, við
fengum reyndar tvær fyrir-
spumir, en báðir aðilarnir
reyndust óhæfir til starfs-
ins.“
Að sögn Sigrúnar Kristín-
ar verður önnur deild lokuð
fyrr á dag, en það er gert til
þess lokanimar bitni ekki á
sama fólkinu dag eftir dag.
Keppt við vinnustaði
eins og Bónus
„Það verður að fara að
borga hærri laun, við eram
alveg á botninum og eram að
keppa við vinnustaði eins
Bónus. Það að borga ófag-
lærðum um 70 þúsund krón-
ur á mánuði fyrir jafn erfiða
og krefjandi vinnu nær ekki
nokkurri átt.“
Guðrún gagnrýndi einnig
hraða uppbyggingu leikskól-
anna á þeim forsendum að
gleymst hefði að líta á heild-
armyndina.
„Það er ekki nóg að byggja
bara og byggja þegar ekki er
hægt að manna skólana."
Kolbrún Gunnarsdóttir var
mætt úr skólanum til að
sækja son sinn Bergvin
Mána Maríansson. Hún sagði
það óneitanlega hafa áhrif á
heimilislífið að bamið skyldi
vera sent heim fyrr.
„Þegar enginn vill vinna
við þetta þá er náttúrlega
eðlilegt að eitthvað láti und-
an,“ sagði Kolbrán. „Ég er í
skóla og er venjulega að læra
á þessum tíma, en nú verður
lærdómurinn að bíða.“
Oskar Einarsson, var kom-
inn til að sækja dætur sínar
Láru Kristínu og Önnu Mar-
gréti, en þær eru hvor á sinni
deildinni, og var önnur send
heim í gær en hin verður
send heirn í dag.
„Þetta ástand er mjög
slæmt fyrir þá foreldra sem
eru útivinnandi og þurfa að
fá frí í vinnu til að sækja og
hugsa um bömin,“ sagði Ósk-
ar. „Ég skil svo sem vel að
það fáist ekki fólk til að vinna
við þetta, þar sem þetta er
svo Hla launað.“
Af 11 leikskólum sem
Morgunblaðið hringdi í hafa
auk Ægisborgar leikskólarn-
ir Álftaborg í Safamýri; Vest-
urborg á Hagamel og Árborg
í Hlaðbæ, þurft að senda
böm fyrr heim vegna mann-
eklu. Þá er útlit fyrir það að
leikskólinn Bakkaborg í
Breiðholti þurfi að senda
böm fyrr heim á næstu dög-
um.
I þágu íþrótte.
ungmenne og
öryrkja