Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 17
Tvöfaldir styrktarbitar í hurðum. FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 17 MORGUNBLAÐIÐ ERLING Ingvason, tannlæknir á Akureyri, horfði á mink vappa um göngugötuna í Hafn- arstræti kvöld eitt í vikunni og skjótast síðan upp með húsi sýslumannsembættisins og upp í Skátagil. Skömmu síðar var hann aftur kominn niður í mið- bæinn. „Þetta var um kl. 23 að kvöldi, ég var að koma úr bíói og ákvað að koma við á gisti- heimilinu," sagði Erling en hann rekur ásamt eiginkonu sinni Gistiheimili Akureyrar í göngugötunni í Hafnarstræti. „Eg sá þá hvar eitthvert kvik- indi valhoppaði skammt frá mér, hélt fyrst þetta væri kött- ur, en nokkuð skrýtinn samt, haltur á báðum framfótum. Að skilja skilning MURRAY Kiteley, prófessor em- eritus við Smith College í Massachusetts, flytm- fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri á laugar- dag, 18. september, kl. 16 í stofu 14 í húsakynnum háskólans við Þing- vallastræti. Fyrirlesturinn er á veg- um kennaradeildar og nefnist „Understanding understandings" eða „Að skilja skilning". Murray Kiteley hefur aðallega sinnt málspeki og heimspekilegri rökfræði og er nú staddur hér á landi sem Fulbright-kennari við Háskóla Islands. I lestrinum sem ætlaður er almenningi er m.a. fjallað um muninn á þekkingu ann- ars vegar og visku eða skilningi hins vegar. Fyrirlesarinn segist hafa fengið áhuga á spurningum um eðli skilnings þegar hann ræddi við eðlisfræðinga sem höfðu þekkingu á viðfangsefnum greinar sinnar, eftir öllum venjulegum mælikvörðum, en viðurkenndu hins vegar að þeir skildu alls ekki mörg fyrirbæranna sem eðlisfræð- in fjallaði um. --------------- Lúðrasveit Akureyrar Vetrarstarf- ið að heíjast VETRARSTARF Lúðrasveitar Akureyrar hefst með kynningar- kvöldi þriðjudaginn 21. september kl 19.30 á Laxagötu 5. Þar verður m.a. kynntur nýr stjómandi sveitar- innar, Helgi Svavarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. AUir eldri félagar, svo og nýir fé- lagar, eru boðnir velkomnir til starfa. A kynningarkvöldinu verða drög að undirbúningi fyrir landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita ár- ið 2000 lögð fram en landsmótið fer fram á Akureyri. Þá verða hljóðfærin að sjálfsögðu tekin fram á þriðjudag eftir langt sumai-frí. Um 20-30 virkir félagar eru í Lúðrasveit Akureyrar en elsta sveit Tónlistarskólans á Akureyri verður með í vetur. ------♦-♦-♦---- Einar Krist- ján í Akur- eyrarkirkju EINAR Kristján Einarsson gítar- leikari leikur í Akureyrarkirkju á laugardag, 18. september, kl. 17 og era þetta síðustu tónleikamb- í tón- leikaferð hans um Norðurland sem staðið hefur yfir síðustu daga. á efnisskránni er m.a. spænsk og rússnesk gítartónlist, verk eftir J.S. Bach og Jakobsstiginn eftir Akur- eyringinn Hafliða Hallgrímsson sem einmitt fagnar afmæli sínu þennan sama dag. Tónleikarnir eru tileinkaðir Gunnari H. Jónssyni, kennai-a Einars Ki-istjáns, sem varð ssint'.nornr fHrrr á árinn AKUREYRI Minkur á ferð um miðbæ Akureyrar Fljótlega sá ég að þetta var minkur og hugsaði með mér hvað slíkt kvikindi væri að gera í göngugötunni. Þetta var áreiðanlega högni, hann var svo stór,“ sagði Erling. Þegar minkurinn varð Erl- ings var skaust hann upp í Skátagil. Erlirig sagði bróður sínum og mágkonu frá þessari sérkennilegu bæjarferð villi- dýrsins en þau áttu leið um miðbæinn um fimm mínútum eftir að hann sá dýrið. Þegar þau komu út í göngugötuna skömmu síðar var dýrið aftur farið að vappa þar um, en tók beint strik að nýju upp í Skáta- gil þegar hann varð manna- ferða var og hvarf sjónum. Stutt er að fara úr gilinu að andapollinum en þar hefur ný- Iega fundist ein hálfétin önd, en ekki er þó hægt að segja til um hvort þar hafi verið að verki köttur eða annað kvikindi. Eitthvað um mink í bæjarlandinu Minkur eða minkar hafa sést skjótast um niðri við sjó, við Drottningarbraut og Strand- götu. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbæj- ar, sagði að vitað væri að svolít- ið væri um mink í bæjarlandinu, hann héldi sig að mestu í ós- hólmum Eyjafjarðar, en ein- hverjir gætu hafa villst inn í bæinn. „Mér þykir mjög slæmt ef minkurinn ætlar að gera sig heimakominn í miðbæ Akureyr- ar,“ sagði Erling. „Þetta eru grimmdarskepnur og skelfilegt til þess að hugsa ef þær kæmust upp í barnavagna." barnaskórnir eru komnir Jkcc&nt F I | elito Nú fæst Hyundai Accent í sérstakri Elite-útgáfu með aukabúnaði að verðmæti 1155.000 #cr» í kaupbæti. Accent Elite, 3 dyra 1.050.000kr Accent Elite, 5 dyra 1.199.000kr. HYunoni meira afollu SMÁSKÓR Sérverslun m/barnaskó í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. Loftpuðar fyrir bflstjóra og farpega íframsæti Vokva- og veltistýn Gott farangursrymi. Niðurfellanleg aftursæti Dagljósabunaður. Sanserað lakk. 8 ára ryðvamarábyrgð 1500 cc 90 ha vél. SOHC tölvustýrð innspýting. Eyðsla aðeins 8,41/100 km. Þokuljós og samlitir stuðarar. Hljómflutningstæki með 4 hátölurum og rafdrifnu loftneti. Falleg innrótting. fm Bensínlok opnanlegt innan frá. Hæðarstillanlegt öryggisbelti. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 Samlæsingar með þjófavöm og rafmagn í rúöum að framan. Litað gler. / Accent Elite færðu aukalega • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósi • Geislaspilara • Mottur • Fjarstýrðar samlæsingar • Vetrardekk á stálfelgum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.