Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 21 Merkingarbúnaður Stjörnu-Odda um borð í Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Stór áfangi næst í fiskimerkingum Karfi merktur á 100 metra dýpi BÚNAÐUR, sem hannaður er hér- lendis, var notaður til að merkja karfa á um 100 metra dýpi fyrir skömmu en það er í fyrsta skipti sem tekst að koma merki í lifandi karfa á svo miklu dýpi. Það er fyrir- tækið Stjörnu-Oddi sem hefur þró- að búnaðinn og segir framkvæmda- stjóri þess tæknina bjóða upp á ýmsa möguleika. Fram til þessa hefur verið nokkrum erfiðleikum bundið að merkja karfa vegna þess að hann þolir ekki að koma af miklu dýpi upp á yfirborð sjávar. Búnaðurinn hefur verið í þróun í nærri tvö ár en auk Stjömu-Odda hefur Hafrannsóknastofnun komið að þessu verkefni, ásamt Rann- sóknarráði Islands og Granda hf. Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjömu-Odda, segir búnaðinn flókinn. Hann byggist á vélbúnaði og myndavélum og þannig er hægt að sjá og stýra merkingum úr skipi með því að velja úr fiska til merkinga. Búnað- inum er komið fyrir í poka trollsins og því þarf fiskurinn að fara í gegn- um búnaðinn áður en hann fer í pokann sjálfan. Bf fiskur er merkt- ur er hægt að sleppa honum úr pokanum með sérstakri tækni. Þeg- ar fiskur er merktur er til mynd af fiskinum og upplýsingar um dýpi, hitastig o.s.frv. Virkar á 1.000 metra dýpi Búnaðurinn var reyndur um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni fyrir skömmu, fyrst í Jökuldýpi, að sögn Sigmars. „Þar fómm við með búnaðinn niður á 250 metra dýpi og þar virkaði hann mjög vel. Búnaðurinn er hannaður til að þola að minnsta kosti þúsund metra dýpi. Vandinn var hins vegar sá að búnaðinum var komið fyrir í botntrolli sem þyrlaði upp miklu moldryki á þessu svæði, enda er þar leirbotn. Þar sem við þurfum helst að sjá fiskinn færðum við okkur á önnur mið, svokallaðan Miðnessjó á Reykjaneshrygg. Þar sáum við vel fiskana sem komu í búnaðinn og prófuðum þar að skjóta merki í karfa á 90 til 100 metra dýpi og það tókst. Það komu reyndar í ljós ýmis tæknileg atriði sem við þurfum að kortleggja og leysa. En það er mik- ili áfangi fyrir okkur að merkja fisk, sérstaklega að vera fyrstir til að merkja karfa á djúpslóð. Við eram því á réttri braut.“ Sigmar segir þróun búnaðarins komna það langt að nú hafi boltan- um verið varpað til hagsmunaaðila. Þar verði menn að hafa í huga þau verðmæti sem karfinn gefi á hverju ári. Með bættum rannsóknum geti menn betur gert sér grein fyrir hvernig nýting stofnsins verði best. „Nú er þessi tækni fyrir hendi og þá verða menn að gera upp við sig hvemig og hvort þeir vilja nýta hana. Við höfum að mestu kostað þróunina til þessa, með aðstoð frá Hafrannsóknastofnun, sem lagt hef- ur til skip og mannskap, Rannsókn- arráði íslands, sem hefur lagt til fjármagn, og Granda en þaðan höf- um við fengið ótal gagnlegar ábend- ingar,“ segir Sigmar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segist mjög ánægður með hvemig tilraunir með merkingarbúnaðinn hafa tekist. „Við eram áhugasamir um að taka þátt í og styrkja þessar tilraunir. Við sjá- um fram á að þar geti orðið til mikil- vægt rannsóknartæki í framtíðinni, meðal annars til rannsókna á karfa- stofninum sem erfitt er að rannsaka og ekki síst að stunda merkingar á. Búnaðurinn mun því gerbreyta möguleikum á að rannsaka tegundir eins og karfa en eins geram við okk- ur vonir um að búnaðurinn auðveldi merkingar á öðram fiskitegundum,“ segir Jóhann. Bræla hamlar brottför VÍKINGUR AK ætlaði fyrstur loðnuskipa áleiðis á loðnumiðin í Grænlandssundi í gær en hætti við vegna veðurs. Spáð er brælu fram að eða yfir helgi og má gera ráð fyrir að loðnuskipin fari þá að hugsa sér til hreyfings, en loðnuvertíðin hófst í fyrradag, 15. september. Sveinn Sturlaugsson, útgerðar- stjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi, segii- að menn séu bjart- sýnir í upphafi vertíðar, því undan- famar vikur hefði fiskur út af Hala verið fullur af loðnu. „Það vantar bara veðrið,“ segir hann og bætir við að Óli í Sandgerði og Elliði, sem era á kolmunnaveiðum, séu tilbúnir að skipta yfir í loðnuna hvenær sem er. „Þeir era með loðnunætur um borð og verði lítið að hafa í kolmunnanum en veiði í loðnunni keyra þeir beint í hana.“ Freysteinn Bjamason, útgerðar- stjóri þjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað, segir að Birtingur haldi væntanlega til veiða í næstu viku en verið er að breyta lestunum í honum til að gera hann hæfari til vinnslu. „Hann verður vonandi til í næstu viku og það fer eftir efnum og ástæð- um hvort hann fer til síld- eða loðnu- veiða.“ Hann segir ennfremur að menn hafi verið afar rólegir, væntan- lega vegna þess hvað dapurt var yfir veiðinni í lok liðinnar vertíðar. Verið er að skipta um spii í Guð- rúnu Þorkelsdóttur SU en Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf„ telur að skipið verði tílbúið eftir helgi. „Haustin era aldrei uppgi-ipatími í loðnu, menn vita af því og era því ekkert að flýta sér.“ Aðrir viðmælendur tóku í sama streng. Menn era í viðbragðsstöðu og bíða eftir því að einhver veiði loðnu. A Ishafsþorskur undan- þeginn Kvótaþingi SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ hefur, að tillögu stjómar Kvóta- þings Islands, gefið út reglugerð um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi. Með reglugerðinni er kveðið á um að auk hörpudisks og innfjarðarrækju sé nú heimilt að flytja aflamark í norð- uríshafsþorski milli skipa, án und- angenginna viðskipta á Kvótaþingi. Reglugerðin tekur gildi 20. septem- ber nk. og geta viðskipti utan Kvótaþings átt sér stað frá og með þeim degi. Tillaga stjórnar Kvóta- þings byggist á því að aflamarki í norðuríshafsþorski hafi ekki verið úthlutað áður og að mjög lítil við- skipti hafi orðið með tegundina síð- an hún var skráð á Kvótaþingi. Met- ur stjórnin það því svo að meiri reynslu þurfi af veiðunum til þess að forsendur skapist fyrir myndun markaðsverðs með norðuríshafs- þorsk á Kvótaþingi. VAfíDfG HEkímt) <tunut M i [ 1 ——rijífi Hi J Bm. I ■ m jm 1 icnm 1 1 Gallerídagar IKEA - endalaust úrval af römmum og plakötum ó frábæru veröil Opið: virka dagal0-18:30, laugardagalO-17, sunnudagal2-17. húNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.