Morgunblaðið - 17.09.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 23
ERLENT
Fellibylur í
Hong' Kong
AÐ minnsta kosti einn maður beið
bana og 466 slösuðust, þar af ell-
efu alvarlega, þegar fellibylurinn
York gekk yfír Hong Kong í gær.
Eins manns til viðbótar var sakn-
að.
Vindhraðinn var 87 km á
klukkustund og þetta var öflug-
asti fellibylur á svæðinu í sextán
ár. Björgunarsveitir náðu fímm
sjómönnum úr flutningaskipi sem
sökk við ströndina og drógu fólk
út úr húsum, sem urðu fyrir flóð-
um, og úr lyftum sem festust milli
hæða vegna rafmagnsleysis. Þrjú
skip strönduðu einnig í óveðrinu.
•Hong Kong-búi gengur hér
framhjá tré sem brotnaði í óveðr-
inu.
r A. '7Vj
Reuters
Sjö ára
fangelsi
fyrir mót-
mæli
Yangon. Reuters.
TUTTUGU og átta ára gömul
bresk kona var í gær dæmd til
sjö ára fangelsisvistar í Myan-
mar fyrir mótmæli gegn stjórn-
völdum.
Rachel Goldwyn, sem er
Lundúnabúi, hlekkjaði sig við
ljósastaur í miðborg Yangon og
hrópaði slagorð stjórnarand-
stöðunnar að vegfarendum.
Lögmaður konunnar sagði við
réttarhöldin að Goldwyn myndi
áfrýja málinu.
Enn eitt sprengjutilræði í Rússlandi
Að minnsta kosti
sautján fórust
Moskvu. Reuters.
AÐ minnsta kosti 17 manns fórust er
öflug bílsprengja sprakk fyrir utan
níu hæða fjölbýlishús í bænum Vol-
godonsk í suðurhluta Rússlands í
gærmorgun. Yfir 180 manns særðust
í fimmta sprengjutilræðinu í Rúss-
landi síðan 31. ágúst.
Talsmaður rússneska innanríkis-
ráðuneytisins sagði að maður hefði
lagt bíl við fjölbýlishúsið um kl. 6 í
gærmorgun og bíllinn hefði sprungið í
loft upp um stundarfjórðungi síðar.
Við sprenginguna rifnaði framhliðin af
húsinu og nálæg hús skemmdust
einnig mikið, þai' á meðal lögreglu-
stöð. Um fjögurra metra djúpur gígur
myndaðist fyrir utan fjölbýlishúsið.
Um 440 manns bjuggu í húsinu og
voru flestir íbúanna í fastasvefni er
sprengingin varð, eins og í fyrri til-
ræðunum. Sagði talsmaður innanrík-
isráðuneytisins að komið hefði verið í
veg fyrir enn meiri harmleik þar sem
kjallara og háalofti hússins hafði ver-
ið læst eftir öryggisskoðun á miðviku-
dag. Um sjötíu fórnarlömb spreng-
ingarinnar voru lögð inn á sjúkrahús.
Lögreglan í Moskvu fann í gær 3,5
tonn af sprengiefni í vörugeymslu,
innan um sekki af sykri, sem fluttur
hafði verið frá bænum Cherkess í
suðurhluta Rússlands.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti og
Vladimír Pútín forsætisráðherra
áttu í gær fund til að ræða nýjasta
ódæðið. Haft var eftir Jeltsín að
Rússar hefðu bæði vilja og getu til
að útrýma hryðjuverkum. Pútín hef-
ur lýst því yfir að hann vilji láta loka
landamærum Rússlands og Tsjetsjn-
íu vegna sprengjutilræðanna, sem
talið er að tsjetsjneskir skæruliðar
beri ábyrgð á. Samtals hafa um 300
manns farist í sprengjutilræðunum
fimm.
Talið að Jeltsín lýsi yfir
neyðarástandi
Undanfarið hafa sífellt hærri
raddir lýst yfii' efasemdum um hæfni
Jeltsíns til að takast á við ógnina
sem af hryðjuverkamönnunum
stafar, en hann hefur þráfaldlega
neitað því að lýst verði yfir neyðará-
standi og segist staðráðinn í að sitja í
embætti út kjörtímabilið. í Moskvu
er þó útbreiddur sá orðrómur að
breytingar verði senn gerðar á
stjórn landsins. Margir telja að
Jeltsín muni lýsa yfir neyðarástandi,
sem gerði honum kleift að stjórna
með tilskipunum, eða að hann muni
reka Pútín, sem tók við embætti í
síðasta mánuði.
Kanebo
Ný heildarlausn fyrir augnsvæðið!
KYNNING
í Laugavegs Apóteki í dag.
Fagleg róðgjöf og
Kanebo-tölvan.
KYNNIÐ YKKUR
nýju haustlitina
og CELLULAR
augnkremin.
ENSAI
Kaneho
s
HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN CELLULAR PERFORMANCE
Reuters
Framhlið fjölbýlishúss í rússn-
eska bænum Volgodonsk rifn-
aði af í heilu lagi við spreng-
ingu í gær. Hér eru björgunar-
menn að leita að fólki en um
400 manns bjuggu í húsinu.
Elizabeth Arden
Nýjungar í anda haustsins
Arden kynning
í dag í Klassík
Hafnargötu 22
í Keflavík
Kynntur verður nýr andlits-
farði, SMART WEAR.
Þessi nýi andlitsfarði er tnjög léttur,
gefur húðinni nattúrulegt útlit,
er auðveldur í notkun og sinitar ekki
út frá sér.
Þú færð nánari upplýsingar í snyrti-
vöruversluninni Klassík f sftna:
421 7220.
ATH. GLÆSILEGUR KAUPAUKI!
Smáratorgi 1 Skotfunni 13 Noröurtanga3
200 Kópavogl 108Rcykjavtk 600 Akureyrl
610 7000 568 7499 462 6662
tgavfcuvegi 72 Hoitagöröum
Hafnarfjöröur v/Holtavog
565 6560 104 Reykjavtk
688 7499
„Cherub lúxus
satín program"
Þessi flottu rumfatasett
slá öllu við! Sérstaklega
vönduð og á gódu verði,
sem enginn fær stadist.
Sængurverasett
140x200 sm + 50x70 sm
verð: 3.990,-
Sængurverasett
200x220 sm + 2 stk 50x70 sm
verð: 5.990,-
Stök koddaver
50x70 sm
verð: 690,- stk.
Skrautpúðaver
40x40 sm
verð: 590,-
Pífulak
90x200 sm verd: 2.390,
120x200 sm verd: 2.590,
140x200 sm verd: 2.790,
153x203 sm verö: 2.890,
160x200 sm verð: 2.990,
180x200 sm verð: 3.190,
193x203 sm verð: 3.290,
Pífulök og teygjulök
í sömu litum og gæðaefnum!
Pífulök
S0*v bomull / 50' .
polyester, str.vufritt,
pifa 37 sm. Litir. HvitL
kromað, vinr.iutt,
dökkbl.ítt, Ijósgrænt
og dökkgr.vnt.
Teygjulök
1001' .- bömvill með
35 sm þykku boxi.
90x200 sm 990
120x200 sm 1.290
140x200 sm 1.490
153x203 sm 1.690
160x200sm 1.790
180x200 sm 1.890
193x203 sm 1.990
90x200 sm 890
120x200 sm 1.090,
140x200 sm 1.290,
153x203 sm 1.390
160x200 sm 1.490
180x200 sm 1.590
193x203 sm 1.690