Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 41
VIÐAR
ALFREÐSSON
Alfreðsson, f. 20.10.
1937, d. 26.6. 1974;
Vilhelmína Alfreðs-
dóttir, f. 21.4. 1941;
Alfreð Alfreðsson,
f. 9.12. 1946; Theo-
dóra Alfreðsdóttir,
f. 19.1. 1951. Dóttir
Viðars er Valerie
Viðarsdóttir, f.
23.5. 1967.
Útför Viðars fer
fram frá Háteigs-
kfrkju í dag og
hefst athöfnin
klukkan 15. Jarð-
sett verður í Fossvogskirkj u-
garði.
BJARNISNÆLAND
JÓNSSON
+ Viðar Alfreðs-
son tónlistar-
maður fæddist 26.
maí 1936. Hann lést
11. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Alfreð
Þórðarson, f. 1.9.
1909, d. 26.6. 1960
og Theodóra Eyj-
ólfsdóttir, f. 1.6.
1912, d. 30.1. 1987.
Systkini Viðars:
Ragnar Alfreðsson,
f. 3.6. 1930, d. 12.4.
1986; Soiya Al-
freðsdóttir Baker, f. 29.6.1931,
d. 2.4. 1989; Erling Kalmann
Vitur maður sagði eitt sinn að það
eina sem maður tæki með sér úr
þessu lífi og yfir móðuna miklu
væru þær gjafir sem maður hefði
gefið. Efalaust er þessi fullyrðing
rétt og hlýtur þá Viðar Alfreðsson
hljóðfæraleikari að fara vel klyfjað-
ur og með marga til reiðar á fund
skapara síns. Það var einhvem tím-
ann í prakkaraskap að við Viddi lof-
uðum hvor öðrum að sá sem stæði
yfir moldum hins myndi hripa niður
nokkrar línur, nokkurs konar þakk-
lætisvott fyrir liðnar stundir og efni
ég það hér með.
Þó sönglúðrar þínir séu nú þagn-
aðir, Viddi minn, mun bergmál
þeirra óma í minningunni um ást-
kæran vin og góðan dreng. Eg
þakka þér fyrir að nenna að rölta
með mér þessi 45 ár. Eg og fjöl-
skylda mín sendum fjölskyldu Við-
ars okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán Þ. Stephensen.
Á stríðsárunum var fátt til
dægradvalar ungum drengjum ann-
að en það sem þeir fundu sér til
sjálfir. Því varð það fastur liður á
sunnudögum að heimsækja ömmu í
Grjótagötu. Þar kynntist ég jafn-
aldra mínum sem var af natni að
kenna yngri bróður sínum að
byggja hús í sandkassa og var mér
boðin þátttaka. Þama í sandkassan-
um hófust kynni okkar Viðars Al-
freðssonar. Þannig háttaði til að
amma mín leigði í áraraðir risher-
bergi í húsi foreldra Viðars, sæmd-
arhjónanna Alfreðs Þórðarsonar og
Theodóru Eyjólfsdóttur. Hálfum
öðrum áratug seinna var mér boðið
í öðruvísi sandkassaleiki en þá var
gamla herbergið ömmu minnar orð-
ið einkavistarvera Viðars.
Tónlist var í hávegum höfð á
bemskuheimili hans og stóð píanó
þar í stofunni, en slíkar mublur
vora ekki algengar á þeim áram.
Við voram enn á stuttbuxnaárunum
þegar hann tók að leika af fingrum
fram ýmis dægurlög og þótti mér að
vonum mikið til koma. Bernsku-
skeiði sínu lauk hann með því að
leika djassaðan lagstúf í stuttmynd
sem sýnd var í Gamla bíói. Þóttu
það mikil tíðindi og tilþrif góð, enda
píanistinn vart af bamsaldri.
Næst lágu leiðir okkar saman
þegar hann gekk til liðs við okkur í
hljómsveit Gunnars Ormslev 1956.
Var hann þá orðinn framúrskarandi
trompetleikari og ógleymanlegur
tími framundan.
Enda þótt hann væri orðinn einn
fremsti djassleikari þjóðarinnar lét
hann ekki þar við sitja og hvarf til
tveggja ára náms í Þýskalandi og
nokkram áram síðar komst hann að
við Guildhall School of Music and
Drama í London og var frammi-
staða hans fyrstu tvö árin slík að
honum var boðin ókeypis skólavist í
tvö ár til viðbótar. Meðan á skóla-
vist stóð skipti Viðar um hljóðfæri
og útskrifaðist sem (wald)homleik-
ari. Þar náði hann hæsta tónheym-
arprófi sem tekið hafði verið í sögu
skólans.
Að námi loknu hvatti kennari Við-
ars hann til að fara í prafuspil við
Sadlers Wells-óperana og bar hann
sigurorð af 14 öðram umsækjend-
um, en sá böggull fylgdi skammrifi
að hann var hvorki Breti né ný-
lenduþegn þeirra. Við þessu hafði
kennari hans séð og búinn að inn-
rita hann í enska hljóðfæraleikara-
félagið. Því var flaggað á þessari ör-
lagastundu og hann fékk starfið og
á einhvem óskiljanlegan hátt flaut
atvinnuleyfið með. Varð Viðar
sessunautur kennara síns í ópera-
gryfjunni næstu árin.
Frægðarsól Viðars reis hátt á
Lundúnaárunum, sem urðu tólf.
Meðal annars var hann ráðinn við
BBC-útvarpshljómsveitina, New
Philharmonic orchestra, London
Mozart players auk söngleikja í hin-
um ýmsu leikhúsum borgarinnar. Að
baki lágu 72 óperuuppfærslur og um
30 kvikmyndir sem hann lék inn á.
Hann flutti heim 1971 og var ráð-
inn 1. homleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og lék þar í áratug
eða þar til hans ríku réttlætiskennd
var misboðið vegna framkomu við
hljómsveitarmeðlimi. Hann hóf eins
manns „verkfall" og neitaði að fara í
hljómleikaför til Evrópu og var vikið
úr starfi af þeim sökum. Hann höfð-
aði mál sem vannst auðveldlega. En
stöðuna fékk hann ekki aftur, slíkur
var tíðarandinn, því miður.
Ekki lét Viðar deigan síga. Gaf
hann út tólf laga hljómplötu sem
ber nafnið „Viðar spilar og spilar"
og seldist hún upp á skömmum
tíma. Hann samdi sum laganna, út-
setti og stjómaði hljómsveitinni.
Það þóttu tíðindi við framtakið að
hann lék sjálfur einleik á alla málm-
blástur shlj óðfærafj ölskylduna.
Eftir það hóf hann kennslu við
ýmsa tónlistarskóla og varð skóla-
stjóri við nokkra þeirra. Að lokinni
starfsævi bjó hann í Neskaupstað.
Fyrir um það bil ári fór hann að
kenna sér þess meins sem varð hon-
um að aldurtila en í miðri geisla-
meðferð sem hann undirgekkst í
nóvember sl. var honum að auki
gert að undirgangast hjartaupp-
skurð og vart hugað líf. „Þetta var
lélegt aukalag," sagði Viðar þegar
hann komst til meðvitundar. Slíkt
var æðruleysi hans.
Viðar var góður vinur og félagi,
einatt með gamanyrði á vöram en
undir niðri var hann einfari sem
vildi forðast „sviðsljósin" sem lýstu
upp vinnustaði hans.
Vinir sakna hans sárt en fagna
því þó að hann fékk loks þá hvíld
sem, því miður, var orðin tímabær.
Sverrir Garðarsson.
Tvennt fylgir minningunni um
Viðar Alfreðsson skýrast; dillandi
hlátur og svo trompetsveiflan, þeg-
ar hann veifaði lúðrinum í átt að
klappandi áheyrendum. Og henni
fylgdi alltaf breitt bros. Þá var Við-
ar búinn að blása eins hátt og
sterkt og kraftar leyfðu og fagnaði
innilega verðskulduðu lófaklappi.
Djasstrompetinn hefur alltaf verið
keppnishljóðfæri.
Fyrir sautján árum fór ég tvisvar
sem kontrabassaungherji til Lúx-
emborgar og spilaði þar með
reyndum kempum, Guðmundunum
- Ingólfssyni og Steingrímssyni og
Viðari Alfreðssyni. Þar kynntist ég
Viðari fyrst, ekki síst þegar við urð-
um herbergisfélagar um hríð.
Sjaldan hef ég haft notalegri fé-
lagsskap. Það var í sjálfu sér gott
að sofa fram úr, en betra var að
vakna í hótelmorgunverðinn og
kasta sér svo aðeins á eftir. Ein-
hverju sinni þegar við lágum á flet-
unum að loknum frúkosti og ég var
að bræða með mér hvort ég ætti að
fórna seinni lúmum og fara að
kaupa enn fleiri djassplötur sagði
Viðar upp úr eins manns hljóði: -
Ég hef verið að hugsa um það hvort
maður hefði ekki gott af því að
labba svolítið meira, hreyfa sig dá-
lítið. Ekki gat ég beinlínis mótmælt
því, Viðar var í góðum holdum og
mátti sosum missa nokkur kíló án
þess að stórskaðlegt gæti talist.
Eftir nokkrar umræður um holla
líkamshreyfingu færðist hins vegar
aukin kyrrð yfir Viðar, hann kæfði
bældan geispa og sagði svo: - Ætli
ég leggi mig ekki aðeins, Tommi,
þú vekur mig kannski þegar þú
kemm' heim. Þessi djúpi friður á
morgnana og svo keppnisharkan á
kvöldin vora tvær hliðar af mörgum
á Viðari Alfreðssyni. Hann gat ver-
ið þrjóskur og var ekki alltaf samn-
ingaglaður maður, ég kynntist
aldrei þeirri hliðinni, en hann sagði
mér af forræðisdeilunni sem leiddi
til þess að hann flutti heim frá
Englandi, úr þeirri draumastöðu í
hljóðveram BBC sem hann saknaði
alla tíð síðan. Og eins háði hann
skærar við yfirmenn Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, sem hann
kannski samlagaðist aldrei vegna
þess að forlögin ráku hann í fang
hennar. En fyrir íslenskan djass
var heimflutningur hans mikil
gæfa. Ef Viðar hefði ílengst í
Énglandi hefði þáttur hans í ís-
lenskri djasssögu takmarkast við
árin í kringum tvítugt, þegar hann
spilaði sem mest með Gunnari
Ormslev og fór fræga sigurför með
hijómsveit hans og Hauki
Morthens til Moskvu. Það hefði í
sjálfu sér verið allnokkuð, en á átt-
unda áratugnum og eftfr það var
hann trompetleikarinn í íslenskum
djassi, gaf út hljómplötu í eigin
nafni og var jafnan kvaddur tO ef
lúðramir áttu að hljóma skært.
Hann kenndi víða um land og hvar
sem hann fór var djassinn með í
för, ekki síst þegar hann bjó á Mý-
vatni og slóst þá í lið með Áustfirð-
ingum. Og þótt á ýmsu gengi með
heilsuna var Viðar alltaf til í tuskið,
hann kom eitt sinn suður á RúRek-
djasshátíðina og spilaði með fjöl-
mennum flokki ungra blásara sem
ég hafði safnað saman og eins var
hann með mér á Djasshátíð Austur-
lands 1993 og gaf þar spíssinn í
Þennan ófétis jazz á ógleymanleg-
um tónleikum.
Seint á síðasta vetri, þegar Viðar
hafði oftar en einu sinni verið við
dauðans dyr og sjúkrahúsið hans
annað heimili, hringdi hann og
sagði mér léttur í máli að nú vant-
aði sig góða djassmúsík til að hlusta
á í veikindunum. Hann hló mikið og
gerði að gamni sínu og var erfitt að
trúa því að þar talaði ekki fullfrísk-
ur maður. Hann sagðist myndu
senda mér snældur til að taka upp
á og hvort hann gerði; það kom
kassi og innan í honum 25 stykki af
90 mínútna kassettum. Ég sendi
honum fljótlega 15 klukkutíma af
úrvals djasstónlist og gerði ráðstaf-
anir til þess að hann fengi meiri
annars staðar frá, en enn bíða 10
kassettur. Þær verð ég sennilega
að taka með mér í gröfina í þeirri
von að við lendum saman í bandi
hinum megin. Og ef þeir skyldu
láta okkur túra fyrir handan þá
vildi ég feginn fá að vera í herbergi
með Viðari Alfreðssyni.
Tómas R. Einarsson.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er œskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+ Bjarni Snæland Jónsson, út-
gerðarmaður, fæddist á
Hólmavík 30. janúar 1941.
Hann varð bráðkvaddur á heim-
ili sínu 4. september og fór út-
för hans fram frá Fossvogs-
kirkju 10. september.
Elsku vinur minn. Mig langar til
að minnast þín með nokkram fá-
tæklegum orðum. Þótt okkur auðn-
aðist ekki að fylgjast að síðastliðin
ár þá vorum við alltaf góðir vinir.
Ef eitthvað bOaði í íbúðinni minni
varst þú alltaf boðinn og búinn að
hjálpa upp á sakirnar. Það var oft
stutt í brosið þitt og glettnis-
glampann í augunum.
Það voru góðar minningar úr
Kópavogi og Höfn í Hornafirði.
Við vorum hreykin af börnunum
okkar, hvað þau voru öll dugleg.
Þú bjóst til svo mikið af fallegum
lögum sem era því miður glötuð,
nema eitt sem Hulda Sigrún dóttir
okkar kunni, það var forspilið sem
var spilað við útför þína.
Það var svo gaman þegar þú
spilaðir á gítarinn og við sungum
með, þú lékst líka á harmoniku og
orgel, já, elsku vinur, þér var
margt til lista lagt.
Það var svo sárt þegar þú þurftir
að fara frá okkur á Norðursjó og
varst í margar vikur í burtu. Við
skrifuðumst á og það var indælt að
fá bréfin þín. Það urðu miklir fagn-
aðarfundir þegar þú komst heim,
alltaf með eitthvað fallegt handí^.
okkur. Aldrei heyrði ég þig hall-
mæla nokkram manni, þú sagðir
oft að það væri eitthvað gott í öll-
um mönnum. Þú varst góður við
alla, og öllum þótti vænt um þig,
annað var ekki hægt.
Síðustu árin gerðir þú út tvo litla
báta ásamt Magnúsi Þór syni okk-
ar.
Ég veit að þér líður vel, þar sem
þú ert núna.
Ég bið góðan guð að hugga og
styrkja bömin okkar, tengdabörn,
barnabörn, móður og systkini.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Þín vinkona
Anna Rósa.
Kæri vinur.
Brottför þín var snöggleg, svo
þér varð að ósk þinni að þurfa ekki
að þjást fyrir viðskilnaðinn.
Þú varst mikið góðmenni og
vaktir yfir velferð þinna nánustu
og missir þeirra er mikill. Sjó-
mennska var allaf þitt starf.
Ég kveð þig núna með orðunum
sem við notuðum alltaf. Bless,
þangað til við hittumst aftur.
Nú vorar og sólþýðir vindar blása.
Úr vetrarins dróma raknar.
Nú yngist heimur og endurfæðist
og æskuglaður hann vaknar.
(Stefán frá Hvítadal.)
Þín vinkona
Steinunn.
+
Okkar ástkæri
STEINDÓR GUÐMUNDUR LEIFSSON,
Vallholti 12-14,
Selfossi,
andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudag-
inn 13. september sl.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju á morg-
un, laugardaginn 18. september, kl. 15.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
slysavarnafélagið Landsbjörg.
Laufey Steindórsdóttir,
Gunnar Leifsson,
Sara Leifsdóttir,
Daníel Gunnarsson,
Andri Wiiberg Orrason,
Leifur Guðmundsson,
Birgit Myschi,
Guðrún Þorgerður Sveinsdóttir.
Leifur Gunnarsson,
Leifur Wilberg Orrason,
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST LOFTSSON,
Skaftahlið 13,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
17. september kl. 13.30.
Ólafur Ágústsson,
Sigurður Ágústsson,
Loftur Andri Ágústsson,
Ingibjörg Ágústsdóttir,
Svanhildur Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Erla Eyjólfsdóttir,
Kristjana Petrína Jensdóttir,
Árni Sigurjónsson,
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR,
Hólabraut 13,
Hafnarfirði,
er lést föstudaginn 10. september sl., verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstu-
daginn 17. september, kl. 15.00.
Jón Gestur Viggósson, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir,
Katrín Sigríður Viggósdóttir, James Cantrell,
Vigfús Örn Viggósson,
Viggó Þórir Þórisson, Árný B. Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
<