Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Heímílísfang:. . Símí: JAPIS3 Panasonic Lotsiðd Lí u Utaflu myndina af linu og féiögum og sendu með nafni og heimilísfangi til Morgunbiaðsins. Þú gætir unnið • Panasonic stafræna myndbandsupptökuvél að verðmæti 120.000 kr. • Panasonic myndbandstæki • 50 myndbandsspólur með Línu Langsokk • 50 stubbavinninga frá SS • 200 bíómiða á Línu Langsokk 2 - Ævintýri í Suðurhöfum Una Langsokkur 2 verður frumsýnd föstudaginn 24. september. Sendu myndina ínn fyrfr 23. Mpitmbtr merkta: UtaMkw Unw, MorgunbtaJHð, Krfngkmni 1,103 Reykjavfk. MMn vfnningthafa verða bfrt í Morgunbfaðinu 30. itptemfMr. LAUCAfíÁS m jy fTI J ■N M11 LU. I n |/Tff I • IWifkj&lafTTSi Matur og matgerð Farið með börnin í berjamó Ekki hefur viðrað vel til berjatínslu hér sunnanlands í haust segir Kristín Gestsdóttir en íyrsta þurrviðrisdaginn fóru hún og bóndi hennar í berjamó og tíndu mikið af krækiberjum. OFT hafa berin verið stærri og er greinilegt að sólina hefur vantað, en það bjargar málum að ekki hefur verið næturfrost. Líklega hafa íbúai’ Norður- og Austur- lands lokið við að tína sín sólbök- uðu ber - ekki bara krækiber og blóber heldur líka aðalbláber sem oftast er nóg af á þeim slóðum. Þótt skólar séu byrjaðir er ekki öll nótt úti enn og ættu sem flestir að nýta hin fersku, hollu ber og fara með bömin í berjamó. Eg minnist með mikilli ánægju berja- ferða með fjölskyldunni, þegar ég var lítil. Eg er löngu hætt að setja dísæta saft á flöskur. Eg geymi saftina hæfilega sæta eða alveg ósæta, sýð upp á henni og set í mjólkufemur og sting í frysti, hálffylli femumar, sker ofan í þær og bretti yfir og lími fyrir með málningarteipi. Á teipið skrifa ég innihald og dagsetningu. Femumar staflast vel og taka ekki mikið pláss. Saftina þarf að sjóða svo vítamínið varðveitist, en efnakljúfar eyða því flótlega - líka í frysti. Með suðunni gemm við þá óvirka. I þessum þætti eru tvær uppskriftir af hlaupi, önnur er sultuhlaup sem öllum þykir gott, en hin er ábætishlaup sem bamabömin mín segjast „elska“. Pegar ég gaf þeim að smakka sögðu þau: Amma, megum við koma með þér í berjamó á morg- un? Uppáhaldshlaup barnanna V2 líiri krækiberjasafi 1 bréf Toro-sítrónuhlaup 1. Hakkið berin í berjapressu, blandara eða hakkavél, hellið á fínt sigti og síið. 2. Setjið saftina í pott og látið sjóða, takið af hellunni, hellið hlaupduftinu út í og leysið vel upp. 3. Hellið í hringform eða litla plastbikara, nota má form undan ísblómi. Setjið í kæliskáp og látið stífna í minnst 3 klst. Dýfið þá augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið á fat. MJmmMSmKMmBmBBmmBBmmmBBBmmmSSmBBOBKBaKaBKCSSm Meðlæti: _____________1 peli rjómi____________ 2 meðalstórir bananar Peytið rjómann, merjið bananana með gaffli og hrærið lauslega út í. Ef hrært er mikið verður þetta seigt. Krækiberjahlaup (sulta) 1 lítri krækiberjasafi _________1 kg sykur_______ safi úr einni sítrónu eða 1 dl hreinn rabarbarasafi hleypiefni ætlað í 1 lítra af safa 1. Setjið krækiberjasafann og sítrónusafann (rabarbarasafann) í pott og látið sjóða, stáið hleypi- efninu út í og látið sjóða í eina mínútu. 2. Takið af hellunni og hrærið sykurinn út í. Látið ekki sjóða eft- ir að sykurinn er kominn saman við. 3. Hellið hlaupinu á sjóðheitar hreinar krakkur, látið þær vera fleytifullar. Skrúfið lokið strax á. Það þarf að vera hreint og gjarn- an heitt eins og krukkurnar. Þannig verður lofttæming í krukkunum og sultan geymist nær endalaust. Skýringar Kristínar Á hverju hausti fæ ég margar upphringingar vegna hlaups sem hleypur ekki. Safinn þarf að vera svolítið súr og sykurinn á undan- tekningarlaust að setja eftir á, jafnvel þótt annað standi á um- búðum. Svo einfalt er það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.