Morgunblaðið - 17.09.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 17.09.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 51 STJÖRNUHNOÐRI (Sedum kamtschatieum) Stjörnuhnoðri lýsir upp garðinn í dumbungnum. ÉG HELD bara að hann ætli aldrei að hætta að rigna. Það er ekM bara ég sem er orðin niðurrignd, heldur er garðurinn minn orðinn svo blautur, að mig grunar að ýmsar plönturnar séu komnar með sundfit í stað róta. Reyndar rámar mig í nokkra sólardaga fyrst í ágúst, en síðan ekki sög- una meir. Það er varla að ég trúi veður- fræðingnum, sem sagði að ekki hefði kom- ið þurr dagur í Reykjavík síðan 19. ágúst, mér finnst vera miklu lengra síðan ég sá þennan gullna, ljómandi blett á himninum. Eini gullni bletturinn, sem mér finnst ég hafa séð undan- farnar vikur, hefur ekki skinið á himninum heldur ljómað í steinbeðinu mínu. Þessi gullni blettur hefur lífgað svo upp á dumbunginn og vætuna að það er orðið tímabært að skrifa örlítið um hann í Blómi vikunnar. Þetta er stjörnu- hnoðri, einn þessara harð- gerðu meðlima hnoðraætt- kvíslarinnar, sem mér finnst alveg ómissandi í garðinum. Væri ég spurð, hvað væru mínar uppáhaldsættkvíslir af garðblómum, myndi ég samt ekki nefna hnoðrana fyrst. En nú fór ég út í garð og taldi lauslega hnoðrategundirnar mínar og þegar ég fór að nálgast 30 hætti ég að telja. Ég er líklega þungt haldin af hnoðraveikinni, en það hefur verið ómeð- vitað. Hnoðraættkvíslin er stór, í henni eru meira en 500 tegundir, sem vaxa aðallega á norðurhveli jarðar, en sumar þeirra vaxa líka hátt til fjalla sunnar á hnettin- um, svo sem á Filippseyjum, Mið-Afríku eða Suður-Ameríku. Hér á Islandi vaxa fjórar hnoðrategundir og þar af eru tvær, sem eru vinsælar í görðum, burnirót og helluhnoðri. Hinar tvær, skriðuhnoðri og flagahnoðri, eru báðar einærar, og hafa ekki verið notaðar sem garðplöntur, þótt sjálfsagt hafi einstaka blómagrúskari reynt við þær. Hnoðrar þeir, sem eru ræktaðir í íslenskum görðum eru flestir fjölærir, en þó eru til bæði tvíærir .og ein- ærir hnoðrar. Ég á t.d. spánarhnoðra, sem er ljómandi fallegur smávaxinn ná- ungi, með blágrænum blöðum og hvítum blómum. Spánar- hnoðrinn er einær, en hann sér um sig sjálfur með sán- ingu, og stundum finnst mér hann hafa dreift sér heldur víða, en þá er líka einfalt að uppræta hann. Stjörnuhnoðri - Sedum kamtschaticum er uppruna- lega Asíubúi. Eins og nafnið bendir til er hann frá Kamtschatka-skaganum og vex villtur einkum í austan- verðri Síberíu og Norður- Kína. Plöntur af þessum slóð- um hafa margar hverjar reynst hér afbragðs vel og vil ég þá bara nefna krummalilju - Fritillaria camtschatcensis. Stjömu- hnoðri hefur verið þónokkuð lengi í rækt- un á íslandi og er hér ágætlega harðgerð- ur. Blöð hans eru þykk, dökkgræn og gljá- andi, 3-5 cm á lengd en 1-2 cm á breidd, spaðalaga og dálítið tennt í endann. Blóm- in eru stjörnulaga, sólgul á lit. Blómblöðin eru fimm talsins og enda í mjóum oddi og sitja allmörg saman í tiltölulega flatri blómskipan á enda blómstönglanna, sem eru uppsveigðir og ná 15-30 cm hæð. Einn höfuðkostur stjörnuhnoðrans er hversu lengi hann er í blóma. í venjulegu árferði byrjar hann að blómgast seint í júlí og stendur í blóma langt fram í ágúst, en nú þegar sólin hefur verið að stríða okkur, byrjaði hann seinna að blómgast og stend- ur í fullum skrúða enr.. Fræbelgirnir eru líka skrautlegir, þeir roðna stöðugt meir eftir því sem þeir þroskast og gefa þannig nýjan litartón í blómið. Fyrir örfáum áram eignaðist ég afbrigði af stjörnuhnoðranum með mislitum lauf- um. Þetta afbrigði kallast Sedum kamtschaticum variegatum. Blöðin eru gulbrydd eða gulflekkótt og blómin dálítið rauðleitari. Þetta afbrigði vex heldur hæg- ar en aðaltegundin og er talið heldur við- kvæmara, en blaðliturinn er mjög skemmtilegur og ólíkur flestum öðram hnoðrum. Ýmsir hnoðrar era ýmist taldir sem sjálfstæðar tegundir eða undirtegundir af stjörnuhnoðra. Ég er nýbúin að eignast eina þeirra, móahnoðrann. Latneska nafnið á honum er svo langt ef allt er tínt til, að mér óar við því - Sedum kamtschaticum ssp. middendorfianum f. diffusum. Móa- hnoðrinn er sérlega skemmtilegur. Hann vex ágætlega hjá mér og virðist ekki erfa það við mig þótt hann sé ekki á sólríkum stað, eins og hann vildi þó helst vera. Hann er álíka hár og stjörnuhnoðrinn, en blöðin eru áberandi mjórri og virka þannig lengri. Blómin eru fallega rauðgul og sitja í flötum sveip líkt og hjá stjörnuhnoðranum. Móa- hnoðrinn er líka harðgerður og blómstrar líkt og stjörnuhnoðri fram í september. Ég er líklega með hnoðradellu, a.m.k. um þetta leyti sumars. BLOM VIKUNMR 419. þáttur llmsjón iSigrírt- ur lljartar ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Viljum bæta við okkur sölu fólki um allt land , Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.oriflame.com ■/elina Laugovegi 4, sími 551 4473 Mörkinni 6, s. 588 5518. HATTAR, HÚFUR, ALPAHUFUR, 2 STÆRÐIR. C'SÍiaSÁshi á mbl.is Með nýrri tækni er hægt að ná í nýjasta Lag Quarashi 'em Up" á mbl.is rr Skref inn í framtíð tóniistarútgáfui Lagið er á mp3-sniði og hægt er að ná í búnað til að spila það Búa má til úr þvi eigin smáskífu og prenta út umslag smáskífunnar <5>mbl.is -ALL.TAf= eiTTH\SAG NÝTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.