Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Haraldur Baldur Bessason Hafstað • HEIÐIN minni - greinar um fornar bókmenntir. Þessi bók er safn greina um heiðin norræn minni og fomar bókmenntir. Höf- undar eru fimmtán, þ. á m. fjórir erlendir fræðimenn sem ekki hafa áður birt greinar á íslensku á sviði fomra fræða. I fréttatilkynningu segir að efnið sé fjölbreytilegt en tengist allt norrænni goðafræði og hetjubókmenntum. Höfundar greinanna nálgast efn- ið hver með sínum hætti: Sumir beina athyglinni að ákveðnu verki eða safnriti og rýna í tiltekin minni sérstaklega til athugunar og finna þeim stað í fleiri en einu bók- menntaverki. Hverri grein fylgir útdráttur á ensku. Eftirtaldir fræðimenn eiga grein- ar í bókinni: Theodore M. Anders- son, Ásdís Egilsdóttir, Baldur Haf- stað, Gísli Sigurðsson, Guðrún Nor- dal, Haraldur Bessason, Joseph Harris, Heimir Pálsson, Hermann Pálsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Jean Renaud, Kurt Schier, Torfi TuJinius, Vésteinn Ólason og Viðar Hreinsson. Ritið er árangur samstarfs Kenn- araháskóla íslands og Háskólans á Akureyri og ritstjórar em þeir Haraldur Bessason og Baldur Haf- stað. Útgefandi er Heimskringla, Há- skólaforlag Máls og menningar. Ritið er 367 bls. Norrænni ráðstefnu lýkur á tónleikum með verkum Jóns Leifs Nýjar bækur • UNDIR Dalanna sól - einsöngs- og tvísöngslög em nótnabækur eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Framsamið útgefið efni er 12 ein- söngslög og 2 dúettar (1984), 12 píanólög (1988), styrkt af Menning- arsjóði, Átta dúettar (1988), Sönglög 1. hefti fyrir blandaðan kór (10 lög) (1998), Sönglög 1. hefti fyrir karla- kór (10 lög) (1998), Sönglög 1. Björgvin Þ. hefti fyrir barna- Valdimarsson °S kvennakor (10 lög) (1998). Lög eftir Björgvin em á geislaplötu með Samkór Selfoss, Karlakór Sel- foss, Skagfisku söngsveitinni í Reykjavík, Árnesingakórnum í Reykjavík, Karlakór Keflavíkur, Karlakórnum Heimi í Skagfirði, Álftagerðisbræðrum, Samkórnum Björk á Blönduósi, Karlakórnum Hreimi og Karlakórnum Jökli á Höfn í Hornafirði. Þá hefur Björgvin gefið út kennsluefni sem hann hefur samið og útsett. Utgefið kennsluefni fyrir píanó er Píanó-leikur L, 2. og 3. hefti (ætlað byrjendum). I sama bókaflokki em Jólalög L, 2. og 3. hefti og Lagasafn 1. hefti. Sígild ís- lensk og erlend dægurlög 1., 2. og 3. hefti er væntanlegt. Fyrsta heft- ið kemur út næsta haust. Einnig er væntanleg bók þar sem nemendum er kennt að lesa hljóma og spila einföld lög eftir eyranu, og útsetja þau. Utgefið kennsluefni fyrir trompet er Trompet-leikur 1. og 2. hefti (ætlað byrjendum). Hljómeyki flytur nokkur sálmalög og úr Erfiljóðum. Morgunblaðið/Þorkell Fjölþjóðleg útgáfa á sex tungumálum Náttúran fæðir af sér menningu NÁTTÚRA og menning er yfir- skrift söngtónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi þriðju- dagskvöldið 5. október kl. 20. Þar flytja Orn Magnússon píanóleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og sönghópurinn Hljómeyki tónlist eftir Jón Leifs en fyrir tónleikunum standa handverk- stæðið Ásgarður í Lækjarbotnum og Skaftholt, sambýli og vinnustað- ur í Gnúpverjahreppi. Tónleikamir era lokaatriði á dagskrá fimm daga norrænnar ráðstefnu sem þessir að- ilar standa að fyrir skyldar stofnan- ir og heimili á Norðurlöndunum. Ráðstefnugestir, sem eru 65 tals- ins, eiga það sameiginlegt að starfa að málefnum þroskaheftra og hafa þar til grundvallar hugmyndir Rud- olfs Steiners. Að sögn Guðjóns Amasonar í Ásgarði er grandvallar- sýnin sú að í sérhverri manneskju, þroskaheftum jafnt sem öðram og hvað sem öllum ytri einkennum líði, búi heilbrigður kjarni. „Við reynum að nálgast okkar fólk þannig að þessi heilbrigði kjarni fái tækifæri til að koma fram og reynum að laða fram ýmislegt sem hefur blundað í viðkomandi. Það má segja að upp- vakningin sé meira á hinu listræna sviði en beint á hinu vitsmunalega," segir Guðjón. Þjóðlög og rímnadansar, sálmalög og Erfiljóð Auk þess að bjóða norrænum ráðstefnugestum og öðram tón- leikagestum að hlýða á sýnishorn af rammíslenskri tónlistarmenningu vilja aðstandendur ráðstefnunnar leggja áherslu á mikilvægi náttúr- unnar sem uppsprettu upplifana og nálgunar við æðri og göfugri sann- leika en þann sem skynheimurinn Morgunblaðið/Golli Marta Guðrún Halldórsdóttir og Orn Magnússon. býður upp á. Guðjón segir tónlist Jóns Leifs stórkostlegt dæmi um það hvemig náttúran fæði af sér menningu. „Það er eins og hann taki bókstaflega allt þetta land á herðar sér. Maður upplifir virkilega að Jón axli þennan óstjórnlega kraft sem hér er og miðli honum í tónlist sinni. Tónskáld annars staðar í heiminum hafa hreinlega ekki feng- ið þennan innblástur, því þau þekktu ekki til þessarar náttúru," segir hann. Á tónleikunum mun Öm Magnús- son leika íslensk þjóðlög og rímna- dansa í útsetningum Jóns Leifs, auk þess sem hann leikur undir hjá Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur, sem syngur þrjú lög Jóns, tvö þeirra við ljóð eftir Einar Benediktsson. Ennfremur flytur Hljómeyki nokk- ur sálmalög og úr Erfiljóðum Jóns Leifs. Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilkinson. Þó að tónleikarnir séu fyrir ráð- stefnugesti eru aðgöngumiðar einnig til sölu fyrir almenning með- an húsrúm leyfir. Þjóðsögur við sjó ÞJÓÐSÖGUR við sjó nefnist ný bók sem er fjölþjóðleg útgáfa á ís- lenskum, færeyskum, grænlensk- um, norður-norskum og samískum þjóðsögum og kemur bókin út á sex tungumálum samtímis. Þjóðsögur við sjó varpa ljósi á líf og hugmyndir fólks sem á það sam- eiginlegt að búa við hafið á norðlæg- um slóðum. Sögumar eru fengnar úr þjóðsagnasöfnum frá árunum 1850-1945. Vaka-Helgafell hannaði útlit bók- arinnar og hafði umsjón með útgáfu verksins á öllum tungumálunum. Bækumar eru prýddar litmyndum sem listamaður frá hverri þjóð hef- ur málað og sá Elías B. Halldórsson um myndskreytingu af Islands hálfu. Baldur Hafstað valdi íslensku þjóðsögurnar í bókina og þýddi þær norrænu. Námsgagnastofnun hefur fest kaup á þúsund eintökum af bókinni sem nýta á í skólastarfi og svo verð- ur einnig í hinum þátttökulöndun- um. Á kynningarfundi í tilefni út- gáfu bókarinnar tóku þau Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, við fyrstu eintökunum úr hendi Ólafs Ragn- Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason og Ingibjörg Ásgeirsdóttir tóku við þjóðsögunum úr hendi Olafs Ragnarssonar. arssonar hjá Vöku-Helgafelli. Ráð- herrann minnti á árangursríkt vest- norrænt samstarf á fundinum og taldi útgáfu bókarinnar vitna um það. Meðal þeirra útgáfufyrirtækja sem að útgáfunni standa, utan Vöku-Helgafells, eru Gyldendal í Danmörku og Cappelen í Noregi. Norræni menningarsjóðurinn og Nordbok veittu verkefninu styrk. Bókin er 160 blaðsíður. Prent- myndastofan vann filmur að bókinni sem er litprentuð í Danmörku. Ljósmynda- sýninff í Eden Á SLÓÐUM Gauguins er heiti ljósmyndasýningar sem nú stendur jfir í Eden í Hvera- gerði. Á sýningunni era 19 ljós- myndir sem Margrét Margeirs- dóttir tók á ferðalagi sínu á Ta- hiti haustið 1998 er hún ferðað- ist á slóðum franska málarans Pauls Gauguins, sem bjó þar um nokkurra ára skeið um og eftir síðustu aldamót og málaði þar nokkur sinna frægustu málverka. Tahiti er eldfjalla- eyja í Kyrrahafi og tilheyrir frönsku Pólýnesíu og er eink- um þekkt fyrir mikla náttúra- fegurð og litskrúðugt mannlíf. Sýning Margrétar stendur yfir til 11. október og er opið alla daga frá kl. 9-19. Ný sýning á Kaffístíg STEINGRÍMUR St. Th. Sig- urðarson opnar sýningu með 13 nýjum verkum í dag, sunnudag, kl. 11, á Kaffistíg. Sýningin ber yfirskriftina Ný sýning og stendur til miðnættis. Steingrímur mun teikna myndir á staðnum eftir beiðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.