Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 48
I 4118 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 4 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk 10HEN I 6ET OLPER,l M 60íN(&TOLEARNTOPLAY A MUSICALIN5TRUMENT.. I CAN'T PECIDE IF I 5H0ULP PLAY THE PIANO. ORTHEVIOLIN,ORTHE CELLOORTHE HARP.. Þegar ég verð eldri ætla ég að læra að leika á hljóðfæri. f IT D0E5N'T MATTER. BECAUSE YOU'LL NEVER OET AROUNP TO PLAYIN6 ANY OF THEM. Ég get bara ekki ákveðið mig. Ætti ég að velja píanó, fiðlu, selló eða á hörpu. YOU ARE FORTI55IMOLY WEIRP;MARCIE.. Það skiptir engu máli vegna þess að þú munt aldrei leika á neitt af þeim. Þú ert svo sannarlega stórfurðuleg, Magga. * BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til dómsmálaráðherra Frá Jóhanni Páli Símonarsyni: FRÚ Sólveig Pétursdóttir, dóms- málaráðherra. Mesta böl íslenska samtímans er fíkniefnamnflutningur og neysla. Þess vegna fagna ég í hvert sinn sem lögreglan upprætir dópsalana sem halda þessum óþverra að bömum okkar. Eg fagna sérstaklega að lögregla skuli hafa upprætt dópsalaklíku á dög- unum. Eg held við séum sammála um það ráðherrann, ég og sjómenn á fraktskipum. í Morgunblaðinu sl. laugardag er viðtal við mann sem titlaður er yfírmaður efnahagsbrotadeildar hjá ríkislögreglustjóra. Nafnið er Jón H. Snorrason. Þar er hann að útskýra breytingar sem orðið hafa á fíkniefnamarkaðnum og hann talar sérstaklega um farmenn í þessu sambandi. Mér vitanlega komu þeir hvergi við sögu í stóra fíkniefnamálinu, enda var flutt inn í innsigluðum gámum, sem far- mönnum kemur ekkert við nema að lesta þá og landa í blóðspreng. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar segir síðan eftir að hafa talað um ótiltekna menn sem hafa komið sér fyrir innan skipafélaganna, hvað svo sem það þýðir: „Þá er árang- ursríkast fyrir fíkniefnainnflytj- endur að koma sér í samband við þá skipverja sem eru afbrotamenn á þessu sviði og bjóða þeim sam- starf.“ Yfirmaður efnahagsbrotadeild- arinnar gengur lengra og segir í beinu framhaldi: „Það er á vitorði margra hvaða skipverjar smygla áfengi þannig að tiltölulega auð- velt er fyrir fíkniefnainnflytjendur að setja sig í samband við þá því þeir eru ekki margir á hverju skipi.“ Úndirritaður hefur verið á fraktskipum í 30 ár og veit ekki hvaða skipverja yfirmaður efna- hagsbrotadeildar á við, en úr því það er á vitorði margra hverjir það eru þá hlýtur hann að geta upplýst það. Eg fer fram á að dómsmálaráð- herra sjái til þess að nöfn þessara manna séu birt svo farmenn þurfi ekki almennt að sitja undir dylgj- um undirmanns hennar. Eg skora líka á dómsmálaráð- herra að spyrja yfirmann efna- hagsbrotadeildarinnar, sem ætti að vita um nöfn áfengissmyglara sem nú má búast við að fari að flytja inn dópið, af hverju tollur og lögregla hafa ekki handtekið þetta lið úr því að „þeir eru ekki margir á hverju skipi“ og „á vitorði margra hvaða skipverjar" stunda smygl? Ef nöfnin verða ekki birt og ef yfirmaður efnahagsbrotadeildar biður okkur farmenn ekki afsökun- ar á orðum sínum af sjálfsdáðum, þá skorar undirritaður á þig, frú Sólveig Pétursdóttir, dómsmála- ráðherra, að knýja fram afsökun- arbeiðni, en víkja manninum frá ella. Það er alvörumál að sitja und- ir svona yfírlýsingum. Menn geta ekki kastað svona rugli fram sem hittir fyrir heila stétt manna án þess að svara fyrir það hvað þeir meina í smáatriðum. Hvorki gagnvart mér og starfsfé- lögum mínum, né til dæmis gagn- vart fyrirtækinu, sem ég starfa hjá og mér þykir vænt um, eða gagn- vart þeim sem halda þar um stjórnvölinn. Hugsaðu um það, frú dómsmálaráðherra, næst þegar þú hittir _ for- og framkvæmdastjór- ana. Eg treysti því að þú sjáir al- vöruna í málinu. Stjórnendur fyr- irtækja geta varla setið undir því þegjandi að tiltekinn hópur manna sem starfar hjá þeim skuli vera vændur um að vera glæpamenn, að vísu „ekki margir á hverju skipi“, en „á vitorði margra hvaða skipverjar“. JÓHANN PÁLL SÍMONARSON, sjómaður hjá Eimskip. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi«5 hreinsum: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskaö er. Nýj° tæjkníhreinsunm Sólheimor 35 • Slmli 533 3634 • OSMi 897 3634 TANNLÆKNIR Stefán Hallur Jónsson Hef hafiö störf á tannlæknastofu Björgvins Jónssonar, Síðumúla 25. Sími 553 2501, gsm 896 2767. Viðtalstímar eftir samkomulagi. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.