Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.10.1999, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ i __________________________ FÓLK í FRÉTTUM ® Mercedes-Benz C180 Classic Árgerð 1999, ekinn 37 þ.km., azurit blár, ABS, 5 gíra sjálfskipting með hraðastilli, spólvörn, rafdr. rúður, rafdr. gler topplúga, hiti í sætum, litað gler, álfelgur ofl. Nánari upplýsingar i síma 898 3738 PAÐ kennir ýmissa manngerða og afbrigða í skák í nýrri heimildar- mynd Þorfinns Guðnasonar sem ber heiti sem markast af viðfangs- efninu, - Grand Rokk. Myndin var frumsýnd í fyrrakvöld á öldurhús- inu, verður sýnd þar kl. 20 í kvöld og ef til vill eitthvað fram í næstu viku. „Upphafið má rekja til þess að á útmánuðum fórum við að tefla þarna og komumst að því að mann- ■x- lífíð var margslungið; þetta var eins konar strákaathvarf," segir Þor- fínnur Guðnason sem margir þekkja af heimildarmyndinni Hagamúsinni sem sýnd hefur verið víða um heim. Þótt engar séu mýsnar á Grand Rokk segir Þorfmnur að þar sé að fínna þverskurð af íslensku samfé- lagi. „Þarna koma saman í einum hnapp frammámenn og öryrkjar; staðurinn sýnir fólki sem passar ekki alls staðar inn í mikið umburðarlyndi og má jafnvel stöku sinnum sjá þarna hunda. Eg las nýverið í blaði að þetta væri eini bóhemastaðurinn á Islandi og get ég alveg tekið undir það.“ Fluga á vegg Þegar Þorfínnur rak inn nefið á útmánuðum komst hann að því að allir barimir á Klapparstíg voru að flytja; búið var að segja þeim upp húsnæðinu. „Það var óljóst hvort Grand Rokk myndi lifa,“ segir hann. „Komin var töluverð angist í liðið og menn voru að leita hófanna úti í bæ að öðrum stað. Mér fannst þetta efni í skemmtilega ferðasögu af bar og það var eiginlega Hrafn Jökulsson sem hvatti mig til dáða sem formað- ur nýstofnaðs skákklúbbs Grand Rokks.“ Forseti. „Já, forseti," segir Þorfinnur og hlær. „Það má ekki gleyma því.“ Hvernig vinnustaður er Grand Rokk? „Hann er ansi áfengur og reynslan að sama skapi áfeng.“ Dan Hansson heitinn er í stóru hlutverki. „Hann lést vikuna áður en ég lauk við myndina og er hún tileinkuð minningu þessa frábæra skák- manns.“ Hvað ætlarðu að gera við mynd- ina? „Eg er ekki búinn að hugsa svo langt fram í tímann en ég er viss um að hún ratar inn á sjónvarpsstöð fyrr eða síðar. Þetta er kráarsagnfræði tíu árum eftir að bjórinn var leyfður - höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Er kráarstemmning á Islandi? Þjóðþekktar persónur koma við sögu og ég held að þetta eigi eftir að verða merkileg heimild þegar fram í sækir, sem gerist á því herrans ári 1999. Þú ert með fleiri myndir á prjónun- um. „Þetta var eiginlega stílæfíng fyrir aðra mynd sem ég er að gera um Lalla Jones. Hún verður á öðrum nótum en efnistökin eru svipuð og ég hef mikla trú á því verkefni. Eg hef unnið að henni í þrjú ár og þann tíma hef ég verið fluga á vegg; þetta er stíll sem Evrópubúar kalla nýbylgj- una í heimildarmyndagerð. Þessi að- ferð gerir hverjum sem er kleift að fara út á götu eða heim til mömmu, kvikmynda og elta uppi söguþráð því Morgunblaðið/Ásdís Þorfínnur Guðnason leikstjóri í góðum fólagsskap. hann liggur allt í kring. Þetta er mjög ódýrt því tæknilegur kostnaður hefur hríðlækkað.“ Hvenær fáum við að sjá Lalla Jo- nes á hvíta tjaldinu? „Tökum er lokið og ég geri ráð fyrir að myndin verði tilbúin ein- hvern tíma á útmánuðum, febrúar eða mars.“ Ertu góður í skák? „Nei, ég er afieitur. En ég hef ofsalegan áhuga og hef nú samt náð því að vinna Hrafn Jökulsson." Skeinmtilegt; örsamfélag Ekki var hægt að láta hjá líða að hringja í Hrafn eftir þessa yfirlýs- ingu Þorfinns og bera þetta undir hann. „Svo þú tapaðir fyrir Þorfinni Guðnasyni," byrjar blaðamaður á að segja. „Hverju var hann að ljúga að þér?“ hváir Hrafn og er auðheyri- lega mikið niðri fyrir. „Hann segist hafa unnið þig í skák,“ segir blaðamaður. „Ekki opinberlega, vona ég,“ segir Hrafn og bætir við; „Ef þú ætlar að birta þetta... þetta er rakið meið- yrðamál.“ Blaðamaður beinir talinu að öðru og spyr Hrafn út í samfélagið á Grand Rokk. Pétur Kristjánsson og Kristján Jónsson í hrókasamræðum. daga klukkan 14,“ svarar Hrafn. „Síðan eru skáksveitir Grand Rokks að halda til leiks í deildakeppni Skáksambands Islands. A-sveit okk- ar sem byrjaði í fjórðu deild í fyrra teflir í þriðju deild og er gaman frá því að segja við erum í sambandi við færeyska skákmenn og munum tefla fram tveimur skákmönnum þaðan. Er það liður í þróunaraðstoð Grand Rokk. Rógvi Rasmussen, glaðbeittur læknanemi, teflir með okkur í A- sveitinni og standa yfir viðræður við Færeyinga um frekara samstarf. Skákfélagið mun einnig beita sér fyrir útbreiðslu skáklistarinnar á landsbyggðinni og förum við um Austurland og Norðurland í október og nóvember. Yfirskrift ferðarinnar verður „Skák og skáldskapur"; á meðan betri liðsmenn Skákfélagsins sjá um taflmennskuna mun forseti félagsins kynna skáldsögu sína sem kemur út á næstu vikum.“ Hvaða skáldsaga er það? „Það er lítil saga eftir undirritaðan sem kemur út í nóvember hjá For- laginu; sambland af spennu-, skemmti- og harmsögu. Hún fjallar um ungan mann sem tekur eina ranga ákvörðun og eftir það fara ófyrirsjáanlegir og háskalegir hlutir að gerast.“ „Það er ákaflega flókið og skemmtilegt,“ segir Hrafn. „Þetta er örsamfélag sem mannfræðingar hefðu gaman af því að rannsaka. Hér er fólk úr öllum áttum og ég held að við getum teflt fram framúrskarandi sveitum listamanna, skákmanna, iðn- aðarmanna, jafnvel fegurðardrottn- inga. Allt þetta fólk myndar hina skemmtilegu deiglu sem Grand Rokk er. Og mér fannst því að í ald- arlok yrði staðurinn að leggja sitt af mörkum til þess að bregða upp mynd af þessu sérkennilega og fjöruga mannlífi." Fegurðardrottningum? Ef marka má heimildarmyndina er þetta strákaklúbhur. „Strákarnir eru ennþá í meiri- hluta. Það viðurkenni ég,“ segir Hrafn. „En þessi staður nýtur vax- andi vinsælda meðal kvenna, til að mynda hefur skákfélagið farið í sér- stakt átak til að efla þátttöku kvenna í skák og ég er stoltur af því sem for- seti félagsins að upplýsa að 40% meðlima eru konur; þetta er hæsta hlutfall í heiminum og þar af er nú mörg fegurðardrottningin." Skák og skáldskapur Hvenær er næsta skákmót? „Við erum með mót alla laugar- Dr. Bjarni sjónháttafræðingur leikur stóra rullu í inyndinni. Þorfinnur Guðnason með framleiðandanum Skákmeistarinn Róbert Harðarson og Hrafn Jökulsson. Ferðasaga af Nú er allt fulli r— ■ „ af spennandi — n m W Jtt nyium þrugum frá ollum til umgerðar heimshornum A 1 1 /V ByKjimcmseTT 50% afsLÚTTun. v?5!! * Skeifunni 1 Arb. TakmaRkaö maqn víö hiiðma á Grii og fyrir aftan ) ALLíuv goö inan 1 ii. x' —— ' tiLboð i qungi w/j og Kringlunni ® opið á laugardögum 0§ YlíEQ ðlLaSTCSÖl II sími: 5331020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.