Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 23
ERLENT
Fundur utanríkis- og varnarmála-
ráðherra Evrópusambandsins
Afanga náð
í smíði varnar-
stoðar ESB
Brussel. AP, Reuters.
Á SÖGULEGUM fundi utanríkis-
og vamarmálaráðherra allra
Evrópusambandslandanna fimm-
tán í Brussel á mánudag var stiginn
mikilvægur áfangi í þá átt að gera
Vestur-Evrópusambandið (VES) að
raunverulegum vamararmi
Evrópusambandsins (ESB).
Þetta var í fyrsta sinn í 42 ára
sögu ESB sem allir utanríkis- og
varnarmálaráðhen-amir sátu sam-
eiginlegan fund, sem ber vott um að
ESB-ríkjunum sé nú alvara með að
koma á fót raunverulega sameigin-
legri vamarstefnu.
Meðal þess sem ákveðið var á
fundinum var að gera Javier Sol-
ana, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins
(NATO), sem nýlega tók við emb-
ætti æðsta talsmanns ESB í utan-
ríkis- og öryggismálum, jafnframt í
embætti framkvæmdastjóra VES.
„Þetta er mjög mikilvægur dag-
ur,“sagi Solana. Hann hikaði hins
vegar ekki við að bæta við: „En við
eigum enn langt í land“
Að tillögu Breta vai- jafnframt
samþykkt á fundinum að koma
skyldi upp 40.000 manna sam-
evrópski viðbragðshersveit, sem
væri hægt að senda á innan við 60
dögum til friðargæzlustarfa á
átakasvæðum við anddyri Evrópu-
sambandsins.
„En það er enn fjarri því að
Evrópa búi yfir því sem til þarf-
,“sagði Geoff Hoon, varnarmálaráð-
herra Bretlands. „Eins og það hefði
ekki verið dagljóst fyrir sýndi Koso-
vodeilan okkur ótvírætt fram á, að
við verðum að gera meira til að axla
byrði varna Evrópu," sagði hann.
Mikil uppbygging nauðsynleg á
ýmsum sviðum hermála
Rudolf Scharping, vamarmálar-
áðherra Þýzkalands, skoraði á
ESB-ríkin að ljúka gerð „sameigin-
legrar vamarvitundar" eins og upp-
bygging sameiginlegra vama hefur
verið nefnd, fyrir árið 2003.
Til þess að svo megi verða þarf
ESB að byggja upp hemaðarlega
flutningsgetu, gemhnattatækni og
bæta sig á fleiri sviðum hernaðar-
mála þar sem Evrópumenn standa
mun lakar að vígi heldur en Banda-
ríkjamenn. I lofthernaðinum í
Kosovo vom það bandarískar her-
þotur sem flugu flestar árásarferð-
imar.
Franski vamarmálaráðherrann
Alain Richard sagði að ESB yrði að
verða fært um að grípa til nægilega
öflugra ráðstafana til að geta hindr-
að að upp úr sjóði í deilumálum í
nágrannalöndum sambandsins og
geta gert áætlanir um hemaðarað-
gerðir, gert hernaðarleiðangra út af
örkinni og haldið þeim úti, án að-
stoðar Bandaríkjamanna.
En Scharping og fleiri ráðherrar
tóku fram að eftir sem áður yrði
Atlantshafsbandalagið grandvallar-
vettvangur öryggismálasamstarfs
yfir Atlantshafið og ekki stæði til að
veikja NATO. Markmiðið sé fyrst
og fremst að Vestur-Evrópubúum
verði kleift að senda herlið og her-
gögn til nágrannasvæða með nægi-
lega skömmum fyrirvara án þess að
þurfa að leita á náðir hinna banda-
rísku bandamanna sinna.
Áhyggjur NATO-ríkja
utan ESB
Madelaine Albright, utanríkis-
málaráðherra Bandaríkjanna, hefur
sagt að Evrópa eigi að hafa sína eig-
in varnarstoð, að því gefnu að það
leiði ekki til þess að tengsl rofni, að
óþarfa tvöföldun verði á vamar-
skipulagi bandamanna, né að mis-
munun komi upp á milli þeirra. Hún
er meðal þeirra sem hafa bent á að
taka beri tillit til þess að Tyrkland,
Island, Noregur, Pólland, Ung-
verjaland og Tékkland era öll í NA-
TO en ekki ESB. Hættan sé sú að
þessi ríki verði ósátt við ákvarðanir
sem teknar verði í nafni hinnar nýju
evrópsku varnarstoðar sem þessi
ríki hafi ekki kost á að koma að
nema sem áheymarfulltrúar. Hins
vegar sjá hlutlausu ríkin í ESB,
Finnland, Svíþjóð, Austurríki og
Irland áhrif sín aukast með því að
þau hafi fullan atkvæðisrétt í hinni
komandi varnarstoð ESB.
Að loknum fundi ESB-ráðherr-
anna á mánudag áttu utanríkis- og
varnarmálaráðherrar NATO-ríkj-
anna^utan ESB, þar á meðal Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra,
kost á að eiga fund með ESB-ráð-
herrunum, þar sem hinir fyiT-
nefndu vöraðu við því að smíði vam-
arstoðar ESB yrði til að veikja
NATO og samstarfið yfir Atlants-
hafið.
Halldór segir útfærslu vanta
Finna yrði ásættanlegt fyrir-
komulag samráðs milli NATO-ríkj-
anna sem ekki era í ESB og nýju
varnarstoðarinnar eftir að VES er
sameinað ESB.
I samtali við Morgunblaðið sagði
Halldór fundinn hafa verið jákvæð-
an. „Eg tel að eftir þennan fund sé
meiri áhugi fyrir raunveralegu
samstarfi við NÁTO-þjóðimar sem
standa utan Evrópusambandsins.
Það er hins vegar alveg eftir að út-
færa það,“ sagði Halldór„Við verð-
um að bíða og sjá hvað verður
ákveðið á leiðtoga-fundinum í Hels-
inki í desember"
Sagði Halldór NATO-ríkin utan
ESB hafa staðið mjög vel saman.
Mikill þungi hafi verið í málflutningi
þeirra.
„Það kom í ljós á þessum fundi að
Solana þekkir málflutning þessara
ríkja og ég bind vonir við að þessi
reynsla hans skipti veralegu máli í
því að leiða þetta mál farsællega til
lykta," sagði Halldór, en ESB-ríkin
stefna að því að VES verði endan-
lega rannið inn í ESB í lok næsta
árs.
ELDHU SG ARDINUR
Mikiö úrval af tilbúnum
eldhúsgardínum og köppum
O
O
CT
LO
OO
co
LO
Allt fyrir
gluggann
r-\lrl A
-'
www.alnabucr.is
Svartsýni í viðræðum
um skaðabótasjóð
NÝ LOTA samningaviðræðna
vegna stofnunar skaðabótasjóðs
til handa fólki sem neytt var til
vinnu í Þýzkalandi á dögum síðari
heimsstyrjaldar hófst í Bonn í
gær. Þar héldu lögmenn hópa
fyrrverandi nauðungarverkafólks
til streitu kröfum um að í sjóðnum
verði að minnsta kosti tólf mill-
jarðar bandaríkjadala, andvirði
860 milljarða króna, en það er um
tvöföld sú upphæð sem hinir
þýzku aðilar, stjórnvöld annars
vegar og hópur fyrirtækja hins
vegar, hafa lýst sig reiðubúna að
greiða í sjóðinn.
Einn lögmaðurinn hótaði að
fara fyrir allsherjarútgöngu af
samningafundinum, hækki þýzku
fyrirtækin ekki tilboð sitt.
Einn fulltrúi Þjóðverja í viðræð-
unum viðurkenndi að hugsanlega
slitnaði upp úr þeim áður en þær
næðu að mjaka málum nær sam-
komulagi á þeim tveimur dögum
sem áformað var að sitja að samn-
ingaborði í Bonn, í gær og í dag.
Áður hafði verið álitið líklegt að á
þessum fundi tækjust þáttaskil i
viðræðunum.
„Meirihluti lögmannanna er til-
búinn til að ganga út,“ sagði
Bandaríkjamaðurinn Edward
Fagan, einn 12 lögmanna hópa
fyrrverandi nauðungarverkafólks.
Fyrir liggur 6 milljarða marka
tilboð, andvirði 230 milljarða
króna, frá þýzku fyrirtækjunum
og stjórnvöldum - 4 milljarðar frá
um 50 fyrirtækjum og 2 milljarðar
frá stjórninni - en ríkisstjórnin
hefur lýst sig reiðubúna að hækka
tilboð sitt um einn milljarð marka,
með því skilyrði að fyrirtækin
leggi fram áþekka upphæð til við-
bótar.
Deborah Sturman, einn lög-
manna fólks sem telur sig eiga til-
kall til fjár úr slíkum skaðabóta-
sjóði, ítrekaði kröfuna um að í
sjóðnum yrðu ekki minna en 12
milljarðar Bandaríkjadala, and-
virði 860 milljarða króna.
„Eg er mjög svartsýn á að við
náum samkomulagi á næstunni,“s-
agði hún„Þetta er bara byrjunin11.
Undir þrýstingi frá lögmönnum
í Bandaríkjunum, sem hótuðu að
hefja málaferli gegn þýzkum fyr-
irtækjum sem nýttu sér nauðung-
arvinnuafl í stríðinu, stakk hópur
þekktra þýzkra fyrirtækja upp á
því í febrúar sl. að stofna til slíks
skaðabótasjóðs, svo að þeir sem
teldu sig eiga rétt á slíkum skaða-
bótum sneru sér til sjóðsins í stað
þess að standa í málaferlum. Til
stóð að ganga frá samkomulagi
um stofnun sjóðsins hinn 1. sept-
ember sl., þegar rétt 60 ár voru
frá því síðari heimsstyrjöldin
hófst.
Helzti vandinn í vegi fyrir sam-
komulagi er að enn er deilt um hve
margir séu enn á lífl sem hugsan-
lega eigi rétt á slikum bótum, en
mat á fjölda þeirra nær frá nokkur
hundruð þúsundum upp í 2,3 mil-
ljónir manna.
ummi
Með eða án
afþurrkunarbursta
Tilvalið fyrir heimili,
stofnanir, húsfélög
og fyrirtæki.
mottnr
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
LANCÖME
Takmarkað
magn
ERT ÞU A LEIÐ I FERÐALAG?
LÁTTU ÞÁ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA
LANCÖME býður þér 50 ml Primordiale næturkrem og sem kaupauka tösku, dagkrem 15 ml, augnkrem og varakrem 5 ml.
Verðmæti kaupaukans er 3.600 kr. Einnig fóanlegar töskur með Primordiale dagkremi og Rénergie kremi.
lancöme verslanir um land allí.