Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 2 7 Saga sem leynir á sér BÆKUR S k á Itl s a » a KULARAFDEGI eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Mál og menning 1999, 136 bls. EKKI veit ég hvort Kristín Marja Baldursdóttir á sér fyrir- mynd í hópi rithöfunda en óneitan- lega kemur hin breska Fay Weldon upp í hugann við lestur bóka henn- ar. Söguefni, stíll og frásagnarað- ferð Kristínar Marju minna mjög á hina frábæru Weldon - og er þar ekki leiðum að líkjast. Báðar skrifa þær Kristín Marja og Weldon texta sem gneistar af kaldhæðnislegum og ísmeygilegum kvennahúmor eins og hann gerist bestur. Sögu- efni beggja snerta margbrotið líf nútímakvenna sem oftar en ekki eru „töff týpur“ sem kalla ekki allt ömmu sína og láta karlmenn ekki troða sér um tær - og hyggja á hefndir ef svo ber undir. Vel má skilgreina verk þeirra beggja sem kómískar úttektir á samskiptum kvenna og samskiptum kynjanna (með kvenrembuívafi) á yfirborð- inu - en meira hangir einnig á spýt- unni. Hvað Kristínu Marju áhrærir kom fyrsta skáldsaga hennar, Mávahlátur (1995), sem ný og fersk rödd inn í íslenskar samtímabók- menntir. Lýsingin á hinni óborgan- legu aðalpersónu sögunnar, Freyju, er með fyrstu ekta „femme fatale" lýsingum íslenskra bók- mennta (a.m.k. frá sjónarhóli konu), sannkölluð ísdrottning. Lýs- ingin á kvennafansi Mávahláturs á sér varla samsvörun í íslenskum skáldsögum og einnig dregur höf- undur upp bráðskemmtilega sam- félagsmynd í verkinu. Aðalpersóna nýjustu skáldsögu Kristínar Marju, Kular af degi, heitir Þórsteina Þórsdóttir. Hún er kennari „af guðs náð“, glæsileg, einhleyp og fjárhagslega vel stæð. Þórsteina hefur sjálfsálit í meira lagi, sýnir nemendum sínum hörku, er útsjónarsöm í kennsluaðferðum og kann að snúa karlmönnum í kringum sig, ef svo ber undir. Hún vill þó hafa fremur lítið saman við þá að sælda og kýs frekar að halda Kristín Marja Baldursdóttir kvenkyns sam- kennurum sínum dýrðlegar veislur að frönskum hætti. Óneitanlega minnir karakter Þórsteinu á aðra fræga „töff týpu“ íslenskra samtíma- bókmennta, nefni- lega Öldu í Tíma- þjófi Steinunnar Sigurðardóttur. Lengra nær þó samanburðurinn á þessum tveimur skáldsögum varla því efni og stíll þeiira Kristínar Marju og Steinunnar er afar ólíkur. Þótt báðir höfundar noti íroníu af unaðslegri list má segja að aðal- stílbragð Steinunnar sé ljóðrænan en stíll Kristínar Marju einkennist af smellnu og hnitmiðuðu talmáli. Kular af degi er heldur ekki ástar- saga en í henni leynist vísir að sakamálasögu. Fyrst og fremst er hér þó um að ræða kostulega sögu af einhleypri og sérviturri konu, af samskiptum hennar við karlkyns nágranna sinn, við samkennara sína og nemendur, af „ritúalísku" háttalagi hennar heima fyrir, njósnum hennar um nágranna í næstu húsum, af ferðalögum henn- ar í Frakklandi og fleiru. Þórsteina lýsir „kennslufræði“ sinni á sama afdráttarlausa mátann og hún lýsir skoðunum sínum á unglingum, hjónaböndum og bók- menntum, svo fátt eitt sé nefnt. Hún unir sér við lestur orðabóka en les síst af öllu skáldsögur: „... ég les ekki bull í fólki“ (6). Nemendur á að beita hörðum aga, að mati Þór- steinu, enda kennir hún illstjórnanlegum ungl- ingum sem leita sífellt færis á að klekkja á kennaranum. Þegar háttalag nokkurra af- vegaleiddra nemanda Þórsteinu leiðir til harm- leiks tekur hún til sinna ráða. Hér verður að sjálf- sögðu ekki gefin upp flétta (plott) verksins, en látið nægja að segja að lestur þess- arar stuttu en þéttu sögu er hvoru tveggja skemmtilegur og spenn- andi. Frásagnaraðferð Kristínar Marju er vel sniðin að þeirri fléttu sem liggur undir yfirborðinu, svo að segja, því undir „sakleysislegu" masi Þórsteinu um eigið líf er fólg- in frásögn af glæpaverkum. Frá- sögnin er í fyrstu persónu og gerist á einni helgi, þótt. sögutíminn spanni mörg ár í lífí Þórsteinu í gegnum upprifjanir hennar og hugleiðingar. Þórsteina kryddar frásögn sína með innskotum þar sem hún talar bæði um sjálfa sig og til sjálfrar sín. Fyrrnefndu innskot- in eru til dæmis í formi viðtals, minningaræðu og ævisögu, en síð- arnefndu innskotin innihalda vísan- ir til glæpafléttunnar" og skapa spennu frásagnarinnar: - Heyrðir þú högg Þórsteina? - Högg? Nei ég heyrði ekkert. - Engin högg í húsinu? - Eg heyri bara þögnina. Kannski komu hljóðin að utan þeg- ar kerlingarálkurnar skelltu aftur bílhurðunum. Komu ekki höggin úr kjallaran- um? Því trúi ég tæpast, þar býr eng- inn að mér vitandi, en svona brestir berast of upp með hitaveiturörun- um. (21) Kular af degi er ekki löng saga, aðeins 136 blaðsíður, en hún leynir á sér, kemur lesanda á óvart og skemmtir honum sífellt með ísmeygilegum húmor og hinu góða auga höfundar fyrir því neyðarlega í samskiptum fólks. Það sakar heldur ekki að undirtónn sögunnar er alvarlegur og tekur á ýmsum vandamálum sem brenna á samfé- laginu í dag - að vissu leyti má segja að Kristín Marja laumi inn um kjallaradyrnar bakdyramegin glúrinni ádeilu í annars létta og skemmtandi frásögn. Soffía Auður Birgisdóttir Ellen læðist um með vöskum sveinum London 22. nóvember TONLIST ÍVl ií l í ii ii á S ó 1 o n í í s 1 a n d u s i ELLEN KRISTJÁNS- DÓTTIR OGFÉLAGAR Ellen Kristjánsdóttir söngur, Eyþór Gunnarsson píanó og slagverk, Guðmundur Pétursson gítar og Tó- mas R. Einarsson kontrabassa. Sunnudagskvöldið 7.11.1999. ÞAÐ heyrist alltof sjaldan í djasssöngkonunni Ellen Kristjáns- dóttur og geisladiskurinn hennar sem kom út í fyrra, Ellen Kristjáns- dóttir læðist um, hefur farið heldur hljótt. Það gerði diskm- hennar þar á undan, Kombóið, einnig, en er þó uppseldur. A Kombódiskinum var frumsamin tónlist en á þeim seinni vinsælir bandarískir standardar sem Friðrik Erlingsson (mestan part) hefur gert íslenska texta við. Megnið af þeim lögum er Ellen söng á tónleikunum á Múlanum má fínna á þeim diski, en áðuren Ellen hóf sönginn lék tríóið djas- standarda og lög eftir bassaleikar- ann, Tómas R. Einarsson. Það má segja að Dave Brubeck hafi rammað inn dagskrá tríósins. Disneyvalsinn, Someday my prince will come, var fyrsta lagið þeirra. Brubeck hljóðritaði það fyrstur djassleikara þó útgáfa Miles Davis sé trúlega frægari. Lokalag tríósins var eftir Bi-ubeck, In your own sweet way, og það hljóðritaði Miles líka. Inná milli voru svo verk eftir Sonny Rollins og Tómas og athyglisverðust túlkun þein-a fé- laga á Astarvísu Tómasar, sem finna má á stórgóðum geisladiski hans er út kom í fyrra; A góðum degi. Þar leikur Jacob Fischer á gítarinn og Einar Valur á trommur. Þegar maður hefur heyrt einn af betri djassgítarleikum Evrópu leika þessa norrænu Astarvísu Tómasar, sem er klassatónsmíð, er ekki nema von að maður hlusti grannt eftir þegar Guðmundur Pétursson leikur hana. Drengurinn hefur löngum verið handgengnari blúsi en djassi og það var hann jafn- an þetta kvöld, ef lögin gáfu tilefni til, en hann túlkaði Ástarvísuna vel og í sólókafla hans ríkti sterk djas- stilfinning. Um Eyþór Gunnarsson þarf ekki að fjölyrða, sólóar hans músíkalskir að vanda og Tómas hélt uppi ryþmanum og smullu strengir gjarnan við bretti. Ellen Kristjánsdóttir réð ríkjum seinni hluta tónleikanna og voru flest lögin flutt með undirleik Guð- mundar og Tómasar. Það er dálítið ski-ítið að heyra lög sem bestu djasssöngvarar veraldar hafa gert sígild og sungið á ensku flutt á íslensku. Þetta var einsog í gamla daga þegar Jóhann Möller söng Laufblöð falla (Autumn leaves). What is the thing called love eftir Cole Porter nefnir Friðrik: Hvað er þetta með ást og S’wonderful eftir George Gershwin: Það er unaðs- legt. Svo gerði Jónas Arnason texta við Body and soul, Ég ann þér enn þrátt fyrir allt, og Ómar Ragnars- son við Cry me a river. Tár þér titra á hvarmi. Eini gallinn við að hlusta á suma ástarsöngvana á íslensku er að væmnin meiðir frekar þegar móðurmálið á í hlut en enskan. Sigrún Jónsdóttir, ejn fremsta djasssöngkona er við Islendingar höfum átt, söng Cry me a river frá- bærlega með Ola Gauk á gítar og Ellen túlkaði lagið ekki síður vel. Ellen er einstaklega sjarmerandi söngkona, en raddsvið hennar er ekki mikið og misjafnt hvaða lög eiga við hana. Body and soul var t.d. mun síðra en What is the thing cal- led love. Ellen tók mið af klassískum djassballöðusöng í túlkun sinni en undirleikurinn var þó enn frekar en söngurinn á millistríðsnótunum og ekkert nema gott um það að segja- Þótt gaman væri að hlusta á Ellenu þetta kvöld væri ekki ónýtt að heyra hana flytja metnaðarfyllri dagskrá. Mér finnst einhvern veg- inn einsog þessi músíkalska og hæfileikaríka söngkona hafí aldrei notið sín sem skyldi, þótt margt frá- bært hafi hún gert á löngum ferli. Vernharður Linnet frá kr. 13. Hefgarferð 25. nóvember, 9 sæti laus. Heimsferðir selja nú síðustu sætin á þessum einstöku kjörum til heims- borgarinnar London í nóvember, flugsæti frá aðeins 13.890 krónum. Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningar- lífi og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval hótela og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 13.890 Verð kr. Flugsæti með flugvallarsköttum. 22. nóvember. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. 24.990 J TA- HEIMSFERÐIR Flugsæti með flugvallarsköttum. 25. nóvember. Gildir frá ílmmtudegi til mánudags. 2, 3 og 4 stjömu hótel í boði. Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.