Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Svartur
köttur fyrir
bfl
BÆKUR
S in á s ö g u r
BURÐARGJALD GREITT
eftir Pál Kristin Pálsson. 126 bls.
Forlagið. Reykjavík, 1999.
í BÓK þessari eru tíu smásögur,
sumar mjög stuttar. Höfundur
tekur fyrir sams konar málefni
sem verið hafa grunntónninn í
skáldverkum síðustu áratugina,
fírringuna, vandann að lifa, vera
maður í viðsjárverðum heimi.
Viðmiðin eru að nokkru leyti sótt
til Freuds og Jungs sem skrifuðu
um drauma og duldir en einnig í
gamla íslenska þjóðtrú þar sem
grunur, hugboð, ótti, sem leynist í
undirvitundinni, reynist oft vera
fyrirboði atburða sem síðar koma
fram. Söguramminn er alla jafna
þröngur þótt út af því sé að vísu
brugðið. Sviðsljósið fellur þá á
persónurnar á því andartaki sem
sagan gerist, heima, í vinnunni.
Eða í bílnum! Hefðbundnum sögu-
þræði með fortíð og atburðum í
tímaröð bregður eigi að síður fyr-
ir. Hvers konar fólki er þá verið er
að lýsa? Fólki sem lifir að hálfu í
veruleika og að hálfu í hugarheimi.
Dulinn ónotageigur læðist að strax
í upphafi. Það má kalla dæmigert
fyrir söguefnin. Allt gengur þó
smurt og liðugt þar til einhver ut-
anaðkomandi ryðst inn í söguna og
raskar jafnvæginu. Og óttinn
leyndi reynist ekki hafa verið
ástæðulaus.
Fyrsta sagan, Augu kattarins,
er strax í þessa veru, talsvert
mögnuð; líkast til besta sagan. Þar
er nútímaferlið rakið: hraðinn,
óróleikinn, hindrunin, lífið og
dauðinn. Allt í sama pakkanum.
Hjátrúin eða hugboðið - svartur
köttur hleypur fyrir bíl - verður
kveikja frásagnarinnar og vísar til
þess sem fyrir kemur í sögulok.
Háaloft heitir örstutt saga og
felur í sér orðaleik. Ungur dreng-
ur unir sér best á háaloftinu.
Þannig forðar hann
sér frá hörðum
heimi fullorðinna.
Og ekki að ófyrir-
synju. Því síðar fer
allt í háaloft - í öðr-
um og óeiginlegri
skilningi! Sögunni
mun ætlað að sýna
fram á hvernig ein-
staklingur lokast
inni í sjálfum sér
þaðan sem hann á
trauðla afturkvæmt.
Skuggalegir hugar-
órar drengsins
benda til að ekki sé
allt með felldu. Sem
reyndar ásannast
löngu löngu síðar.
Maður að austan byggir á svip-
uðum grunni og Augu kattarins.
Nema hvað þar er ekki verið að
aka í veg fyrir ferju heldur flugvél.
Eins og gerist í hraða og spennu
nútímans er fólk einatt að flýta
sér, alltaf á síðustu stundu. Ekk-
ert má hefta för manns ef hann á
að ná settu mai-ki. Og enn er vélt
um líf og dauða og fyrirboða vá-
legra tíðinda. En þarna tekst síður
að samþætta sundurleita þræði.
Veyuleikasambandið er of veikt.
I Asjónu er leitast við að gera
mikið úr litlu. Sagan greinir frá
sambandi námsmanns í Reykjavík
við fullorðna tvíbura sem eru líkir í
sjón - svo mjög að erfitt er að
þekkja þá hvor frá öðrum - en alls
ekki í raun. Hugsanlega ber að
leggja í söguna einhvern dýpri
skilning? Er höfundurinn að
greina hið tvíeina eðli mannsins?
Eftil vill?
Ein með öllu er í tölu
lengri sagnanna. Og
enn er teflt um svipað-
ar andstæður. Höfund-
ur styðst við aðferð
gömlu meistaranna að
segja frá í fyrstu pers-
ónu en kalla síðan til
söguþul sem segir sög-
una; að vísu að hluta til
aðeins. Ólíkt því sem
gerist í fyri'i sögunum
er forsagan rakin, og
þá til að bregða ljósi yf-
ir það sem síðar á eftir
að gerast. Eigi að síður
hvílir einhver dulúð yf-
söguhetj-
unnar. Og endirinn?
Þótt mörgum lesandanum þyki
gaman að skálda í eyður mætti
hann gjarnan vera ljósari.
I Hendi veifað er ekið eftir dáð-
sléttu malbiki hversdagsleikans
með óljósa feiknstafi í hálfmyrkv-
uðum bakgrunni - „hvíslað var um
ástarsorg og að þetta hefði verið
slys“. Sagan, sem er mjög stutt,
endar með torkennilegri hand-
leiðslu og vekur kitlandi dulúð í
hugskotinu. Það er að segja ef
maður er móttækilegur fyrir þess
háttar vísindi!
I Bruna, sem er lítið eitt lengri,
fléttar höfundur saman skáldskap
og raunveruleika. Rithöfundur
dvelst í sumarbústað, hittir að
máli nágranna sem er líka einn
síns liðs. Rithöfundurinn notar tí-
mann til að slappa af og hugsa ráð
sitt því einkalífið hangir í talsvert
vafasamri biðstöðu. En loft er
þarna lævi blandið. Rithöfundur-
inn gerir sér ljóst að „oft býr eitt-
hvað annað að baki því sem maður
skapar en það sem maður ætlar
sér“. Eldurinn, sem kraumar í
undirvitundinni, brýst að lokum út
í brennheitum veruleikanum.
Kyrrðin rofín er stutt ævintýr,
opið í endann. Ef til vill hefði þurft
að vinna meira úr efninu, ljúka
sögunni með lítið eitt formlegri
hætti.
Bréfíð eða: Alltafþað versta, er
í raun tvær sögur sem felldar eru
hvor að annarri. Enn sem fyrr er
það dauðinn sem vokir yfir. Sama
máli gegnir raunar um síðustu
söguna, Burðargjald greitt. Þar er
brugðið upp myndum af öllu þessu
sem streitu veldur og friði spillir:
Ahættu firringu, geðflækjum, að
ógleymdri fjármálastarfsemi und-
irheimalýðs ásamt meðfylgjandi
hrottaskap. Aðalsöguhetjan er
flókin manngerð sem ætlar sér
stóran hlut, tekur vafasama
áhættu, nær ekki fram því sem
hann ætlar sér, lendir í klóm mis-
indismanna og sleppur að lokum
naumlega úr bófa höndum.
Þessar sögur Páls Kristins
hvarfla víða einhvers staðar milli
þess sem kalla má gott og hins
sem við gefum einkunnina ágætt.
Sums staðar vantar einhvern ósk-
ilgreindan herslumun. Stöku setn-
ingu hefði mátt orða með öðrum
hætti, t.d.: „Það var fátt sem hann
hafði jafn mikinn beyg af og
skyndiákvörðunum."
Grunnhugmyndirnar bera víða
vitni um kraftmikla sköpunar-
gleði. Með meiri fágun og yfirlegu
hefðu sögur þessar orðið ennþá
betri.
Erlendur Jónsson
Páll Kristinn
Pálsson ir örlögum
N orðurlj ósaleikur
Sýning iðn-
hönnuðaí
Listakoti
NU stendur yfir sýning hollenskra
iðnhönnuða í Galleríi Listakoti,
Laugavegi 70. A sýningunni eru
nytjahlutir og nytjalist, mikið unnið
með endurvinnslu og/eða hlutir
teknir úr eðlilegri notkun og gefið
nýtt hlutverk, segir í fréttatilkynn-
ingu. Svipuð sýning var sett upp í
Kramhúsinu í sumar. Allir hlutir á
sýningunni eru til sölu.
Sýningin stendur til 1. desember
og er opin alla virka daga frá kl. 12-
18 og laugardaga kl. 10-16.
♦ -----
Ida Davidsen
áritar bok sína
IDA Davidsen, höfundur Smur-
brauðsbókarinnar, verður í bóka-
versluninni Eýmundsson við Aust-
urstræti nk. fimmtudag kl. 16-18 og
áritar bók sína. Það er PP forlagið
sem gefur bókina út.
Sigurborg
Stefáns-
dóttir sýnir
í Man
NU stendur yfir sýning á mál-
verkum og klippimyndum Sig-
urborgar Stefánsdóttur í
Listasal Man á Skólavörðustíg
14.
Sigurborg er fædd 1959 og
stundaði nám hjá H.Cr. Höij-
er, listmálara í Kaupmanna-
höfn, og Skolen for
Brugskunst (Danmarks Des-
ignskole) í sömu borg og lauk
þaðan prófi úr teikni- og graf-
íkdeild skólans 1987.
Þetta er áttunda einkasýn-
ing Sigurborgar en hún hefur
tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum hérlendis og erlendis.
Hún hefur starfað sem kenn-
ari við Myndlista- og handíða-
skóla Islands (LHI) frá árinu
1989.
Sýningin er opin á verslun-
artíma alla daga og um helgar
kl. 14-16 og stendur til 3. des-
ember.
TðJVLIST
Lislasafn íslands
KAMMERTÓNLEIKAR
Musiqua antiqua og sönghópurinn
Gríma fluttu söngva og dansa frá
endurreisnartíð. Sunnudagskvöld
kl. 20.00.
FIMMTU Norðurljósahátíðinni
lauk á sunnudagskvöld með tón-
leikum Musica Antiqua og söng-
hópsins^ Grímu í Listasafni Is-
lands. A efnisskrá voru franskir,
enskir og ítalskir söngvar og dans-
ar frá endurreisnartímanum. Tónl-
ist endurreisnarinnar hefur gengið
í endurnýjun lífdaga síðustu árin
og notið verulegra vinsælda á
meginlandi Evrópu og í Bandaríkj-
unum, ekki síst vegna mikillar
grósku í rannsóknum á því sem
kallað er „performance practice",
eða spilatækni og spilahefðum í
tónlist fyrri alda og vegna þeirrar
nýsköpunar hljóðfæra í gömlum
stíl sem hefur íylgt í kjölfar þess-
ara rannsókna. I útlöndum eru
hópar sem sérhæfa sig í gamalli
tónlist á hverju strái og þeir bestu
þeirra tróna stöðugt á forsíðum
tónlistartímarita og í efstu sætum
sölulista plötubúða. Það er því í
raun sérkennilegt að hér á landi,
þar sem við teljum okkur trú um
að talsverða rækt sé að finna í tónl-
istarlífi, þá skuli ekki vera fleiri
tónlistarhópar sem halda merkjum
gamallar tónlistar á lofti. Musica
antiqua hefur með Norðurljósahá-
tíð sinni skapað sér sérstöðu í ís-
lensku tónlistarlífi og virðingar-
sess sem eini hópur
hljóðfæraleikara sem leggur af al-
vöru og fagmennsku rækt við tónl-
ist endurreisnartímans. Hljóð-
færaleikarar Musica antiqua sem
komu fram á tónleikunum voru
blokkflautuleikararnir Camilla
Söderberg, Helga Aðalheiður
Jónsdóttir, Ragnheiður Hara-
ldsdóttir og Þórdís Heiða
Kristjánsdóttir; Snorri Örn
Snorrason lútuleikari og Ólöf Ses-
selja Óskarsdóttir gömbuleikari.
Þegar kemur að sönglegri hlið
endurreisnartónlistarinnar, þá
hafa nú sennilega alltaf nokkrir
hópar í senn sinnt henni, Hljóm-
eyki, Schola Cantorum, Voces
Thules og nú nýr hópur; Gríma,
skipaður ungu fólki úr kórum Hall-
grímskirkju; Kristínu Ernu Blönd-
al sópran, Guðrúnu Eddu Gunnar-
sdóttur alt, Gísla Magnasyni tenor
og Benedikt Ingólfssyni bassa.
Tónleikunum var skipt í fjóra hluta
og áttu frönsk tónskáld fyrsta
hlutann, ensk tónskáld annan og
þriðja hluta, og var tónlist Johns
Dowlands þar næstum alls ráð-
andi, en síðasti hlutinn var helgað-
ur ítalskri tónlist. Þetta var við-
amikið prógramm, og fulllangt
fyrir þéttsetinn og loftlausan sal
Listasafns íslands.
Franski hluti tónleikanna hófst
reyndar með lagi eftir belgíska
tónskáldið Tielmann Susato, sem
er þekktur sem stórtækur nótna-
útgefandi og dansatónskáld. Þrjár
flautur og fylgirödd; lúta og
gamba, léku smaladans hans af
léttleika og gleði og gáfu góð fyrir-
heít. Dansar eftir Pierre Attaign-
ant voru dæmalaust skemmtilegir
og fallega spilaðir. Sönghópurinn
Gríma lagði vel af stað og söng ör-
ugglega og músíkalskt lag Pierre
Certons „La, la la, je ne l’ose dire“.
Gamansöngur Pierres Passereaus,
II est bel et bon, var prýðilega
sunginn af s Guðrún Edda og Gísli
sungu „Douce mémoire" um horfn-
ar ástir og brostnar vonir og lögðu
músíkalska dýpt í þetta látlausa
lag með fallegum söng.
John Dowland átti stærsta hlut
einstakra tónskálda á tónleikun-
um, hreint ekki óverðskuldað.
Dowland var hirðlútuleikari víðs
vegar um Evrópu, meðal annars í
Þýskalandi, Frakklandi, á Italíu og
í Danmörku áður en hann hreppti
loks langþráða stöðu hirðlútuleik-
ara heima á Englandi. Sennilega
er lútutónlistin þýðingarmesta
framlag hans til tónbókmenn-
tanna, en söngvar hans eru þó
einnig margir ægifagrir. Eftir tvo
dansa, fremur dapurlegt Lady
Hundsons’ Puffe og gáskameiri
Galliard frosksins, söng Gríma
Unquiet thoughts, músíkalskt, en
ekki alveg hreint. Það var meira
áberandi á fyrri hluta tónleikanna
að sópraninn var of lágur og hafði
ekki allskostar í fullu tré við neðri
raddirnar, sem eru bæði hljóm-
meiri og blæbrigðaríkari. I ástar-
söngnum „If my complaints“ naut
tær rödd Kristínar Ernu Blöndal
sín afar vel með lútuleiknum. Af
öðrum verkum Dowlands stóðu
uppúr í flutningi, Galliard Jai'lsins
af Essex, „Come away come sweet
love“, sem var langbesta atriði
Grímu, og hinn harmræni söngur
Come heavy sleep, sem Guðrún
Edda Gunnarsdóttir söng gríðar-
lega fállega. Síðasta lag enska
hlutans var óður til tóbaksins eftir
Tobias Hume, fyndið lag við fyndið
ljóð, þar sem ljóðmælandi leitast
við að sanna að tóbakið sé allrar
elsku vert. Benedikt Ingólfsson
með aldeilis frábæra bassarödd,
var ekkert að ýkja grínið, heldur
stillti því í hóf,og því var húmorinn
í laginuenn ísmeygilegri en ella.
I ítölsku endurreisnartónlistinni
kvað við nýjan tón, nýja hljóma og
annað tónmál. Gríma söng lag
Arcadelts um hvíta svaninn mjög
fallega; og innraddirnar leyfðu sér
að dvelja við og njóta fallegrar
harmóníu þessa snotra lags._ Eitt
mesta madrigalaskáld ítala,
Cypriano de Rore; flæmskur að
uppruna; átti einn söng á tónleik-
unum, „Anchor che col partire".
De Rore þótti sérvitur í meira lagi
er hann gaf upp á bátinn starf sem
maestro di capella í sjálfri Mark-
úsarkirkjunni í Feneyjum, til þess
að starfa við minni háttar kirkju í
Parma. Tónlist hans er full af
þrúgandi tilfinningum, ki’ómatík
og spenntum tónbilum, og vísar
veginn fram til meistara Mont-
everdis. Giovanni Gastoldi telst
líka til meistara ítalska madrigals-
ins. Musica antiqua lék tvo fallega
dansa eftir hann og Gríma söng
enn einn ástarsöng, L’innamorato,
í balletto stíl, þar sem seinni hluti
erindis er sunginn á fa, la, la. Þetta
form varð vjnsælt, sérstaklega
meðal enskra tónskálda á borð við
Thomas Morley sem var hvað at-
kvæðamestur í smíð sönglaga í
balletto stfl. Hópurinn lék við
hvern sinn fingur í flutningi þessa
bjarta söngs, og lauk þannig á létt-
um strengjum prýðisgóðum Norð-
urljósatónleikum.
Bergþóra Jónsdóttir
Menningarmálanefnd
Reykjavíkur
ítrekar auglýsingu eftir umsóknum
um styrki til menningarstarfs
í borginni árið 2000
Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum
sem liggja frammi í Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykja-
víkur og á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.
Umsóknir skulu berast til Signýjar Pálsdóttur,
Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík.
Umsóknir skal senda í síðasta lagi 19. nóvember.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta ekki afgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir
Upplýsingaþjónusta Ráðhússins í síma 563 2000
alla virka daga milli kl. 10 og 12.