Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 45
MINNINGAR
SIGRIÐUR ELIN
MAGNÚSDÓTTIR
+ Sigríður Elín
Magnúsdóttir var
fædd í Viðey 25. ndv-
ember 1911 og átti
föðurætt sína að
rekja til Járngerðar-
staða í Grindavík en
móðurætt til Saur-
bæjar í Villingaholts-
hreppi. Hún lést á
öldrunardeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 22. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Magn-
ús Jónsson frá Berg-
skoti í Grindavík, f.
18. ágúst 1877, d. 2. febrúar 1918,
og Jónína Guðmundsdóttir frá
Saurbæ í Villingaholtshreppi, f. 21.
september 1883, d. 4. júlí 1976.
Af átta systkinum Sigríðar Elín-
ar lifa hana systumar Kristín, f.
25. júlí 1913, og Páh'na, f. 17. apríl
1924, en látin em Guðbjört, f. 13.
júlí 1906, d. 22. nóvember 1918,
Guðmundur Ragnar, f. 14. mars
1908, d. 27. mars 1998, Margrét
Sigríður, f. 25. nóvember 1909, d.
27. janúar 1993, Haraldur Jón, f. 6.
nóvember 1914, d. 29. maí 1983,
Ólafía Ragna, f. 1. október 1916, d.
18. janúar 1974, og Ingvar, f. 1925
og dáinn sama ár.
Sigríður Elín giftist 2. júní 1934
Matthíasi Matthíassyni málara-
meistara en foreldrar hans vora
Matthías Matthi'asson, kaupmaður
í Holti, og Ragnheiður Skúladóttir
Thorarensen. Börn Sigríðar og
Matthíasar era: 1) Skúli, f. 6. nóv-
ember 1934, en kona hans var
frá því land byggðist. Þar mætti
manni alltaf hlýja og góðvild sem
seint verður fullþökkuð.
Sigríður átti því láni að fagna að
eiga um nokkurra ára skeið að vini
þann mikla heiðursmann Júlíus
Ragpiheiður Kon- Geirsson sem fæddur var 1910 og 4- Guðnmndur H.
1 ráðsdóttir, f. 28. sept- lést 1995. Þau voru góðir vinir og hef- 1 Jónsson, fyrrv.
ember 1936, d. 20. ur einstakt hæglæti Júlíusar eflaust forstjóri BYKO og
w febrúai-1976, og syn- fallið vel að atorkusemi Sigríðar. síðar Fljótalax hf., ‘4ÍÉk'
íjJj/ *' ir þeirra eru Kom'áð Eins og áður sagði lést Sigríður á fæddist í Neðra-Hag- ■mm.
líÚJ iJ og Matthías. Sambýl- öldranardeild Sjúkrahúss Reykja- anesi f Fljótum 1.
iskona Skúla er víkur, B-4. Þar naut hún allan þann ágúst 1923. Hann
'-r ' y ; ’ !f Marta Guðnadóttir; tíma sem hún dvaldi þar einstaklega lést á Landakotsspít-
tar"' '** pj 2) Sólveig, f. 20. maí alúðlegrar og góðrar umönnunar ala 22. nóvember síð-
1937, en maður sem því ágæta fagfólki sem þar starf- astliðinn og fór útför
hennar var Bragi ar era hér með færðar bestu þakkir hans fram frá Foss-
Lárusson, f. 15. mars fyrir. vogskirkju 29. nó-
1933, d. 24. júlí 1996. Ég votta innilega samúð mína vember. v :
Jm Dætur þeirra eru þeim Skúla, Sólveigu og Magnúsi, .'••A ■
Sigríður Björk, en mökum þeirra, börnum og bama- Guðmundur H. Jóns-
maður hennar er börnum, sem og eftirlifandi systram son er látinn. Við sem ^.feik M ; m
Sigurður Grendal
Magnússon og böm Andri, Matt-
hías Bragi og Sólveig, og Berglind,
en maður hennar er Stefano Ros-
atti og dóttir Klara; og 3) Magnús,
f. 28. apríl 1941. Fyrri kona hans
var Elna Þórarinsdóttir, f. 8. sept-
ember 1943, og böm þeirra era
Matthías, en kona hans er Sigur-
björg Anna Ársælsdóttir og böm
Erla Man'a, Einar Már, Alexandra
Eva og Matthías Kristófer, Sól-
veig, en hennar börn eru Bjami
Þór, Daníel Þórarinn og Eva Sóley
Gunnarsböm, og Sigríður Elín.
Síðari kona Magnúsar er Þorbjörg
Stefanía Þorvarðardóttir, f. 14.
janúar 1952, og börn þeirra eru
Þorvarður Ingi, Hlynur Snær, Rós,
en börn hennar era Guðlaug María
og Isleifur Kristberg Magnúsar-
börn, Skúli og Mari'a Sólveig.
Utfor Sigríðar Elínar Magnús-
dóttur verður gerð frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
inldukkan 13.30.
í dag kveðjum við með virðingu og
þökk Sigríði Elínu Magnúsdóttm-
sem fylgir nú yfír móðuna miklu
elsta bróður sínum, Guðmundi Ragn-
ari, tæpum tuttugu mánuðum eftir
að hann kvaddi þennan heim.
Það sem fyrst kemur upp í hugann
er hvílík atorkukona Sigríðm- Elín
var alla tíð og einnig það hve glæsi-
leg hún var á velli. Það sópaði að
henni hvar sem hún fór og hún var
líka svo full af glaðværð að allir í
kringum hana hlutu að hrífast með
og komast í betra skap.
Sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni, stendur þar, og eflaust hefur
Sigríður erft eljusemina frá móður
sinni, Jónínu Guðmundsdóttur, enda
lét hún ekki frekar en Jónína sér
neitt fyrir brjósti brenna né heldur
nokkurn tíma verk úr hendi falla.
Svo stiklað sé á stóru þá bjó Sig-
ríður í Viðey fram til 1919 og síðan á
Hvaleyri við Hafnarfjörð þar til hún
hóf búskap í Holti við Skólavörðustíg
með Matthíasi Matthíassyni 1934.
Þar bjó hún allt þar til fyrir ári að
hún lagðist á sjúkrahús þaðan sem
hún átti ekki afturkvæmt. Hún rak á
yngri árum saumastofu um skeið,
seldi svo í nokkur ár fatnað hjá And-
rési á Laugavegi 3, jafnframt því að
hún vann við ræstingar, og lagði síð-
ar á ævinni ótrauð í verslunarrekstur
við Skólavörðustíginn.
Sigríður hafði mjög gaman af að
ferðast og lét sig ekki muna um að
taka bílpróf komin á sextugsaldur og
keyrði síðan um landið þvert og endi-
lagt meðan heilsan leyfði.
Hún var mikil kvenréttindakona í
sér og vildi ævinlega gera hlut
kvenna sem mestan án þess þó að
halla í nokkru á karla. Var hún
ófeimin að láta það heyrast ef henni
fannst konum ekki sýndur tilhlýði-
legur sómi og líka óþreytandi að
rétta þeirra hlut. Hún mátti ekkert
aumt sjá og vissi hún af veikri móður
einhvers staðar. var hún vís til að
knýja þar dyra og taka síðan nánast
að sér heimilið meðan konan var að
ná sér. „Ég fæ það launað hinum
megin,“ sagði hún gjarnan og önnur
laun vildi hún ekki.
Sigríður Elín fæddist fyrst systk-
inanna í Viðey eftir að Jónína og
Magnús, foreldrar hennar, fluttust
þangað 1911 með elstu börnin sín
þrjú. Þar fæddust þeim svo enn þrjú
börn en eftir að spánska veikin hafði
lagt Magnús og elstu systurina að
velli 1919 neyddist bláfátæk ekkjan
til að treysta góðu fólki fyrh- nokkr-
um barnanna. Fluttist Sigiíður þá
suður á Hvaleyiá til Magnúsar
Benjamínssonar, bónda í Hjörtskoti,
og Pálínu Margrétar Þorleifsdóttur,
bústýru hans. Hún sótti Flensborg-
arskóla í Hafnarfírði og undi hag sín-
um vel í Hjörtskoti allt þar til þau
Matthías fóra að skjóta sér saman
upp úr 1930. Hefur Jónína greinilega
vandað valið á þeim stað eins og öðr-
um sem hún kom börnum sínum fyr-
ir á.
Einu sinni brá svo við að Pálína
fann á að giska 400 ára gömul
mannabein í fjörakambinum á Hval-
eyri. Til að gera langa sögu stutta
vildu þau Magnús fá að grafa beinin í
kirkjugarðinum við Jófríðarstaði en
sóttist illa að fá heimild til þess. Á
endanum höfðu þau þó sitt fram en
var gert að bera greftranarkostnað-
inn sjálf. Ekki áttu þau í digra sjóði
að sækja en Sigríður Elín, sem þá
var þrettán ára, hafði um sumarið
unnið ýmis viðvik á bæjunum í kring
í von um að geta keypt sér nýja kápu
um haustið. En samkvæm sjálfri sér
gaf hún nú þeim Magnúsi og Pálínu
sumarlaunin í greftranarsjóðinn og
fylgdi svo beinunum til grafar í gat-
slitnu gömlu kápunni sinni.
Það hefur alla tíð verið mjög kært
með þeim systkinum öllum og það
vora líka sérlega miklir kærleikar
með þeim Sigríði Elínu og móður
minni, Margréti Sigríði. Er ég líka
illa svikinn ef ekki hafa orðið fagnað-
arfundir við komu Sigríðar yfir um
og þráðurinn strax tekinn upp þar
sem frá var horfið þegar Margrét dó
1993.
Ég bar í æsku óttablandna virð-
ingu fyrir þeim svipmikla manni,
Matthíasi Matthíassyni, eiginmanni
Sigríðar, sem átti til að stríða góðlát-
lega þessum heimagangi í Holti. Best
minnist ég þó þessa mikla óperaun-
nanda og veiðimanns sitjandi í upp-
áhaldsstólnum sínum að hlusta á
Stefán íslandi, Benjamino Gigli,
Caraso, Di Stefano eða aðra söngs-
nillinga fyrii tíma, eða þá með veið-
istöng í hendi í friðsældinni austur
við Þingvallavatn.
Alltaf þótti mér og mínum gott að
koma á þetta mikla myndarheimili í
Holti við Skólavörðustíg, setjast
gjarnan í eldhúskrókinn og spjalla og
þiggja hjá Siggu kaffi og þá bestu
sandköku sem hér hefur verið bökuð
Sigríðar og öðra venslafólki hennar
og vinum. Blessuð sé minning henn-
ar.
Guðmundur Þorsteinsson.
Nú þegar hún Sigríður Elín, móð-
uramma okkar, er dáin getum við
ekki annað en sest niður og rifjað
upp liðnar samverastundir sem vora
ófáar. Amma Sigga gætti okkar og
verndaði. Hún bað guð að varðveita
okkur fyrir öllu illu og hún vissi alla
tíð að til er annar og betri heimur
sem bíður okkar. Hún kenndi okkur
bænirnar, söng og fór með vísur fyrir
okkur.
Amma okkar var glæsileg kona,
afskaplega falleg með hlýleg brán
augu, alltaf brosandi og létt í lund,
hafði gott skopskyn og gerði oft gn'n
að sjálfri sér og okkur og fékk okkur
til að hlæja dátt. Henni fannst gaman
að punta sig og lagði mikla áherslu á
að vera fínt klædd. Hún fór aldrei út
úr húsi ósnyrt eða ógreidd. Hún
hafði nú einnig ákveðnar skoðanir á
því hvernig við systur áttum að líta
út og lét okkm' heyra það ef henni
mislíkaði eitthvað. Hún var alltaf að
leiðbeina okkur, en um leið hjálpaði
hún okkur mikið og hvatti til dáða.
Hún var stoltust allra ef okkur gekk
vel, hrósaði okkur óspart.
Amma rak um tíma litla kvenfata-
verslun á Skólavörðustíg sem hét
Holt og var viðkomustaður allra í
fjölskyldunni. Þangað kom Magga,
systir ömmu, daglega og þar vorum
við systur að aðstoða ömmu við af-
greiðslustörf og fara í hinar ýmsu
sendiferðir, þar sem amma mundi
bara eftir einu í einu og því vora
sendiferðirnar oft margar. Hún bað
okkur um að stökkva hitt og þetta og
alltaf fóram við með bros á vör yfir
að geta aðstoðað ömmu sem sjálf var
hjálpsamasta kona í heimi. Hún var
afskaplega gjafmild og góð og mátti
ekkert aumt sjá. Það vora meira að
segja nokkrir sem bjuggu í nágrenni
við hana og minna máttu sín sem
fengu sendar jólagjafir og það var oft
hlutverk okkar systra að afhenda
gjafimar. Sigga amma hafði upplifað
mikla fátækt og oft fengið mat af
skornum skammti í æsku. Hún lagði
því mikið upp úr því að gefa fólki að
borða, en það kom sér líka oft vel
þegar ættingjar og vinir duttu inn á
Skólavörðustíginn á matmálstímum.
Amma var afar félagslynd og leið vel
með fullt hús af gestum, því þá gat
hún dregið fram frægu sandkökuna
sína og bakað pönnukökur á mettíma
með þrjár pönnur í einu.
Amma minntist ekki mikið á æsku
sína við okkur sem hefur líklega ver-
ið afar erfíð, en hún kenndi okkur að
njóta þess sem við höfðum og þakka
fyrir það. Sjálf fékk hún ekki að fara
nema tvo vetur í skóla, en var síðan
látin hætta náminu til að vinna fyrir
sér. Frásögnin um beinafundinn á
Hvaleyrarholti sem Jón Helgason
skrifaði lýsir ömmu vel. Þar var
amma okkar, Sigiíður Elín Magnús-
dóttir, þrettán ára gömul í gatslitinni
kápu, búin að gefa alla peningana
sína til að hjálpa til við útför á 200 ára
gömlum mannabeinum sem höfðu
fundist og fóstra hennar vildi að færi
í heilagan grafreit. Svona lifir minn-
ingin um ömmu okkar. Hún var
hjálpsöm, fórnfús og dugleg. Hún gaf
okkur svo margt sem við geymum í
ihinningum okkar og sem við munum
kenna börnum okkar.
Hvíl þú í friði, elsku amma.
Sigríður og Berglind.
GUÐMUNDUR H.
JÓNSSON
Mikill höfðingi er
fallinn frá. Starfsfólk
BYKO þakkai- honum
að leiðárlokum.
Við biðjum góðan
Guð að blessa minning-
una um Guðmund, og
styrkja og leiða stóra
fjölskylduna hans um
ókomin ár.
F.h. starfsmanna
BYKO hf.
Margrét MöIIer,
Steinn Einarsson. y
eram starfsfólk BYKO
höfum fylgst með veikindum hans.
Það kom okkur samt á óvart þegar
við fréttum af andláti hans. Minning-
ar hrannast upp. Góðar minningar
um góðan og farsælan mann.
Guðmundur H. Jónsson fæddist í
Fljótunum og undi sér þar alla sína
ævi, enda ræturnar sterkar þangað.
Þar naut hann útivistar og nálægðar
við frændfólk sitt, en Guðmundur
var mjög frændrækinn maður. Hús-
ið hans á Minna-Grindli stendur hátt
og þaðan er fallegt útsýni yfir sveit-
ina. Þar hefur hann ræktað landið
sitt, í hlíðinni og niðri við vatnið. Já,
skógræktin átti hug hans allan.
Hann smitaði út frá sér og leiðbeindi
unga fólkinu sem nú erfir landið.
Við kynntumst Guðmundi og eld-
móði hans þegar Starfsmannafélag
BYKO eignaðist skógræktarjörð í
Biskupstungum. Hann kom í árlega
skógræktarferð starfsmanna fyrir-
tækisins og leiðbeindi okkur og
ákvað hvar ætti að planta. Þarna er
kominn vísir að skógi og munum við
halda merkinu áfram um ókomin ár í
anda Guðmundar.
Skógræktarlandinu sínu í Vatns-
endalandi í Kópavogi var hann stolt-
ur af. Það var Guðmundi hvfld frá
dagsins amstri að fara í skógræktina
eftir vinnu. Þarna hafði hann ræktað
skóg í yfir 30 ár af mikilli eljusemi,
þegar hann gaf Skógræktarfélagi
Kópavogs landið í byrjun 1998. Þar
heitir nú Guðmundai'lundur.
Guðmundui' yar afskaplega góður
vinnuveitandi. I daglegum samskipt-
um við hann var hann einn af okkur.
Hann treysti starfsfólki sínu, var
einn af þeim og sýndi alltaf mikla
hlýju. Hann var forstjórinn en hann
leit á starfsmenn sína sem jafningja.
Hann var ákafamaður þegar honum
datt eitthvað í hug og fékk þá starfs-
fólkið í lið með sér. í vinnunni vildi
hann að fólki liði vel eins og utan
hennar. Starfsfólki þótti gott að
koma til hans bónarleið og hann var
góður að leysa úr málum. Hann var
svo mannlegur og mikill húmoristi.
Ekki má gleyma söngmanninum
honum Guðmundi. Hann hafði fal-
lega rödd og naut þess að syngja í
góðra vina hópi.
Síðustu árin var hann hættur dag-
legum rekstri, en var stjórnarfor-
maður áfram um árabil. Eins og
hann sagði sjálfur, þá voru ungir
drifkraftar teknir við og hann vildi
ekki þvælast fyrir þeim. Hann var þó
með skrifstofu í Breiddinni síðustu
árin þangað sem hann kom og tók
upp póstinn sinn og spjallaði við
starfsfólkið. Hann gekk um meðal
starfsmanna í timburportinu meðan
heilsan leyfði. Hann heilsaði og
starfsfólkið fann hlýjuna og fékk
góða klappið á bakið. Þannig var
Guðmundur, og þannig munum við
samstarfsmenn hans geyma minn-
inguna um hann.
Kveðja frá Skógræktarfélagi
Kópavogs
Þegar hugurinn reikar til baka á
kveðjustund er margs að minnast
um samskipti við Guðmundar Jóns-
sonar, forstjóra og heiðursfélaga
Skógræktarfélags Kópavogs. Við
sem starfað höfum á vegum Skó-
græktarfélags Kópavogs eigum
Guðmundi margt að þakka enda var
Guðmundur mikill velunnari félags-
ins og sýnd það hvað best þegar
hann gaf félaginu skógræktarsvæði
sitt í Vatnsenda á síðasta ári og hef-
ur félagið skýrt þetta svæði „Guð- N
mundarlund". Guðmundarlundur
hefur þegar orðið mikil lyftistöng
fyrir allt félagsstarfið og mun í fram-
tíðinni verða miðstöð þess mikla
skógræktarsvæðis sem nú er verið
að rækta í Vatsendalandi. Guðmund-
ur var mikil áhugamaður um skó-
grækt og má þar einnig nefna þá
miklu ræktun sem hann sá um og
ræktað upp á sumarbústaðasvæði
fjölskyldunnar í Fljótum í Skagar-
ftrði.
Guðmundur var einn af stofnend-
um félagsins og starfað alla tið seni
virkur félagi og var á síðasta ári
gerður að heiðursfélaga. Áhugi hans
á ræktun og fegran landsins leyndi
sér ekki og var gott að leita til hans
um stuðning við þau verkefni sem fé-
lagið vinnur að. Það er ómetanlegt
að eiga sklíka hauka í horni þegar
um er að ræða félög sem vinna að
slikum málum eins og skógræktar-
félögin í landinu gera. A kveðju
stund vil stjórn Skógræktarfélags
Kópavogs senda fjölskyldunni sam-
úðarkveðjui' og biðjum við góðan guð
að geyma minningu um góðan dreng,
sem sýndi ávallt með framkomu
sinni og skilningi, að veraldleg gæði
voru ekki allt, því að landið og kostir
þess voru honum ekki síður mikil- f
væg lífsgæði.
F.h. Skógræktarfélags Kópavogs,
Bragi Michaelsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Bló mabwðin
öa^ðsKom
v/ l“ossvogskii*kjMgai*ð
Sími: 554 0500
Aíi'Jllf LlJllII í!£ OQf Llí) JlÖíldlilJl
ÚtfararstofQn onnast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. *
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
w3?