Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 52

Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ ^52 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN Aukin hag- kvæmni, lægra orkuverð ÞEGAR Félag íslenskra iðnrek- enda var stofnað fyrir nærri 70 ár- um var eitt af helstu markmiðum þess að ná fram lækkun á raf- magnsverði til iðnaðar. Þó að mörg önnur af fyrstu baráttumálum fé- ^Jagsins eigi ekki við lengur, þá er ekki svo hvað varðar raforkuverðið. Mikið hefur verið rætt um hreina og ódýra orku á íslandi undanfama áratugi. Almennur iðnaður nýtur þó ekki ódýrrar orku ef t.d. er tekið mið af því sem gerist á öðrum Norð- urlöndum, eins og sjá má af með- fylgjandi línuriti. Samtök iðnaðarins, sem fengu þetta baráttumál í arf frá Félagi ís- lenskra iðnrekenda, eru þeirrar skoðunar að eina leiðin til þess að ná niður orkuverðinu sé sam- keppni, rétt eins og samkeppnin á fjár- magnsmarkaði hefur leitt til bættrar þjón- ustu og lægri til- kostnaðar fjármála- fýrirtækja. Það er einfaldlega engin önnur leið til. Menn munu ekki tala niður rafmagnsverðið fremur en vextina. Fyrir því höfum við áratuga langa reynslu. Tveir hópar raforkukaupenda Rafmagnskaup- endum á Islandi má skipta í tvo hópa. I öðrum hópnum eru stóriðju- fyrirtækin sem samanlagt keyptu í iyrra um 62% af fram- leiðslunni og greiddu fyrir það um 34% af tekjum Landsvirkjun- ar. Þessi fyrirtæki kaupa rafmagn á heimsmarkaðsverði, því það er rafmagns- verðið sem ræður mestu um staðsetning- una. Þar keppa Island, Kanada og Venesúela á jafnréttisgrundvelli. Sé hins vegar litið á verðlagningu á raforku til almennings og iðn- aðar hér heima, þá er allt annað uppi á ten- ingnum. Þessir aðilar kaupa 38% orkunnar en greiða fyrir það 66% af tekjum Landsvirkjunar. Þar er engin samkeppni. Verðlag- ning á rafmagni á almennum mark- aði byggist á kostnaðarlíkani sem Orkuverð Samtök iðnaðarins vllja að skoðuð verði segir Sveinn Hannesson, að skipta raforkumark- aðinum í tvennt. sagt er sænskt að uppruna en gæti allt eins verið ættað mun lengra að austan og sennilega búið til fyrr á öldinni. Allt frá kostnaði við virkj- anir og línubyggingar til tapaðra krafna og rekstrar skrifstofu er lagt saman og við bætt hóflegum arði að mati eigenda. Þannig fæst með hefðbundnum aðferðum einok- unarfyrirtækja það sem þau kalla „rétt verð“. Fagna ber hugmyndum um að nýta kosti frjálsrar samkeppni til þess að ná fram auk- inni hagkvæmni og lægra raforkuverði. Því miður fer helst til lítið fyiir samkeppn- inni í þeim drögum að frumvarpi til nýrra raforkulaga sem kynnt voru hags- munaaðilum sl. vor, en vonandi stendur það til bóta því þessari vinnu er ekki lokið. Lofa lækkun á næstu öld Miklar umræður hafa orðið um virkj- anamál á Austurlandi og meðal annars var haldinn um þau mál ág- ætur fundur á vegum Samtaka iðn- aðarins. A þeim fundi og í umræð- um um málið á Alþingi hefur iðnaðarráðherra sagt frá ákvörðun stjómar Landsvirkjunar um að lækka raforkuverð til almennings um 2-3% á ári frá og með aldamót- um, eða 20-30% næstu 10 árin. Hann segir þetta þó háð því skilyrði að ráðist verði í frekari virkjana- framkvæmdir. Hvaða útreikningar liggja þar að baki er undirrituðum ekki ljóst. Að undanfömu hafa ýmsir aðilar gengið fram fyrir skjöldu sem þykj- ast geta sýnt fram á að Fljótsdalsv- irkjun sé óarðbær fjárfesting miðað við það verð sem álver og önnur stóriðja er tilbúin að greiða fyrir rafmagnið. Hvað rétt er í þessum útreikningum skal ósagt látið. Því hljóta Landsvirkjun og iðnaðarráð- uneytið að svara og leggja spilin á borðið. Þar ætti ekki að skorta reikningsglögga menn. Hveijum manni má vera ljóst að það er háskalegt fyrir almenna iðn- aðinn í landinu að búa við það ást- and að kaupa rafmagn frá einokun- arfyrirtæki sem á hinn bóginn selur megnið af sinni framleiðslu (raf- magni) á alþjóðlegum samkeppnis- markaði. Virkjanakostirnir em eðli málsins samkvæmt nýttir í hag- kvæmnisröð. Þeir bestu og hag- kvæmustu fyrst, hinir lakari og dýrari seinna. Ef rafmagnsverð á heimsmarkaði fylgir ekki þessari þróun þá er einsýnt að almennir raforkukaupendur bera skaðann. Sama má segja um það þegar upp- bygging virkjana og sala til stóriðju stenst ekki á. Til dæmis var mikil umframorka um langa hríð eftir að Blönduvirkjun kom í gagnið. Hver greiddi þann kostnað? A hinn bóg- inn virðist nú búið að selja meira en hægt er að afhenda með góðu móti. Það er beinlínis átakanlegt að sjá hvemig að málum er staðið við Vatnsfellsvirkjun. Þar er verið að hefja framkvæmdir, m.a. steypu- vinnu við stöðvarhús við erfiðar að- stæður í 500 metra hæð um hávet- ur. Hver greiðir allan þann aukakostnað sem af þessu leiðir? Samtök iðnaðarins vilja að skoð- uð verði alvarlega sú leið að skipta raforkumarkaðinum í tvennt, ann- ars vegar framleiðslu og sölu til stóriðju og hins vegar almennan markað. Ef almenni markaðurinn er aðgreindur er miklu auðveldara að koma þar við kostum samkeppni. Þar vex eftirspumin ekki í stómm stökkum og þar geta smærri fram- leiðendur fullnægt eftirspum með smáum en hagkvæmum virkjunum. Þar getur orðið raunveruleg sam- keppni milli rafmagnsframleiðenda um kaupendur á rafmagni, bæði dreifiveitur og einstök fyrirtæki. Rafmagninu er hins vegar dreift um landið með einu flutningskerfi. Þetta fyrirkomulag er komið á í Noregi og virðist reynslan þar lofa góðu. Þessu ílutningskerfi má líkja við vegakerfið. Það verða ekki lagð- ir vegir hlið við hlið í samkeppni en það er brýn þörf fyrir samkeppni um þá flutninga sem um þá fara. Kjarni málsins er sá að við viljum samkeppni og hagræðingu á þess- um mikilvæga markaði. Ekkert annað getur skilað okkur hagræð- ingu og lækkað orkuverðið sem er það sem máli skiptir. Hafðu Dig til! VETUR TIMBEHLANÐ PEYSA 3.695 kr. L U R / NAN00 færöu mikið úrval af fallegum og þægilegum fötum fyrír veturinn á frábæru verði. Komdu í NAN0Q og hafðu þig til! Timberiand ® DOCKERS KHAKIS Jón Steinar Gunnlaugsson: Of mikið sagl í GREIN eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 5. nóvember sl. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ var fjallað um margræddan dóm Hæstaréttar 28. október sl., þar sem skjólstæðingur minn var sýknaður af ákæru um alvarleg kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Nokkrir dómarar í héraði og Hæstarétti höfðu viljað sakfella manninn, þó að niðurstaðan yrði sú sem að ofan greinir. I grein minni viðhafði ég ummæli, sem ekki verða skilin öðru vísi en svo, að ég teldi þessa dómara hafa gegn betri vitund brugðist skyld- um sínum í málinu. Þó að ég sé og hafi verið ósáttur við forsend- ur þeirra fyrir niðurstöðum sín- um var hér of mikið sagt. Ég ef- ast ekkert um, að dómararnir voru að vinna störf sín í þessu erfiða máli eftir bestu vitund. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja það afsökunar á fyrr- greindum ummælum. Höfundur er hæstaréttarlög- maður. Höfundur er frumkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sveinn Hannesson Samanburður á raforkuverði klantf UNIPEDE1998,500kV og 2000MWh Danmörk: Price Waterhouse Coopers 1998,1000 MWh (C02 og S02 skattur mi.) Noregur: Price Waterhouse Coopers 1998,500kV og 2000MWh Sviþjóð: Price Waterhouse Coopers 1998,1000kV og 5000MWh Finnland: Price Waterhouse Coopers 1998,500kV og 2000MWh Án virðisaukaskatts____________________________________________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.