Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Bretar hernema ísland 10. maí 1940 PwpwHata 19409 Bretar hernámu Island föstudaginn 10. maí 1940. Á vinstri myndinni eru nokkrir her- mann á hafnarbakkanum skömmu eftir komuna og á hinni er hópur þeirra á göngu eftir Suðurgötu. HKRTAKA ÍSI.ANDS: „Ekki stundinni lengur en stríðsnauðsyn krefur1' JSoguIegur dagur, Jmgar | xítdk stórveldantia núðu UI Islands Sögulegar sættir eftir STYRMI GUNNARSSON 1979 í grein hér í Morgunblaðinu þriðju- daginn 11. desember vék Bjöm Bjamason að þeim möguleika, að samstarf gæti tekist milli Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags. Sjálfstæðisflokkur og Sósíalista- fiokkur, sem var forveri Alþýðu- bandalags, áttu samstarf í ríkis- stjóm ásamt Alþýðuflokki 1944- 1946 undir forsæti Ólafs Thors. Þessi ríkisstjóm hefur verið kölluð nýsköpunarstjóm. Það fer ekki á milli mála, að forystumönnum Sjálf- stæðisflokks og Sósíalistaflokks þótti vænt um þessa stjóm. Frá því að hún féll fyrir 33 árum hafa Sjálf- stæðisflokkur og Sósíalistaflokkur- Alþýðubandalag verið höfuðand- stæður í íslenzkum stjórnmálum. Mestu átakamáhn mOli þessara tveggja flokka hafa verið utanríkis- mál. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði þá utanríkisstefnu, sem síðan hefur verið fylgt og byggir m.a. á aðdd að Atlantshafsbandalaginu og vamar- samningi við Bandaríkin. Alþýðu- bandalagið er andvígt aðild að Atl- antshafsbandalaginu og vamarsam- Skólavörðustíg 4á V Sími 551 3069 J starfí við Bandaríkin. A Viðreisnarámnum kom upp nýtt átakamál mdli þessara tveggja flokka. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir samstarfi við erlenda aðda um stóriðju í landinu. Alþýðubanda- lag snerist harkalega gegn samn- ingunum um álverið. Að öðra leyti hafa verið stöðug átök mdli þessara tveggja flokka um stefnuna í atvinnumálum og kjaramálum, stundum mjög hatrömm. Grandvallarstefna þess- ara tveggja flokka er náttúralega gjörólík. Aiþýðubandalagið vid koma á sósíalísku þjóðskipulagi á Islandi. Sjálfstæðisflokkurinn berst af hörku gegn því og vdl þjóðfélag, sem byggir á frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Sjálfstæðismenn líta á alþýðubandalagsmenn sem fulltrúa þess þjóðfélagkerfis, sem byggt hefur verið upp í A-Evrópu og sjálfstæðismenn hafa mestu fyr- ii-litningu á. Gjörólíkar hugmyndir um þróun samfélagsins komu hins vegar ekki í veg fyrir samstarf Sjálfstæðisflokks og Sósíalista- flokks í nýsköpunarstjórninni. Forsendan fyrir samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags nú, þótt ekki sé nema í skamman tíma, er einfaldlega sú, að það er höfuðnauðsyn, að stríðandi öfl slíðri sverðin um skeið og taki höndum saman um að leysa vandamál, sem ógna sjálfstæði þjóðarinnar. Það hefur ekki fyrr gerzt frá því að við stofnuðum lýðveldi á Þingvödum, að svo áleitnar spumingar vakni um það, hvort efnahagur okkar sé með þeim hætti, að sjálfstæði þjóðarinn- ar sé í voða. Við það skapast sér- stakar aðstæður, sem krefjast sögu- legra sátta. Viðhorfin innan Sjálfstæðisflokksins Innan Sjálfstæðisflokksins hefur hugsanlegt samstarf við Alþýðu- bandalagið ekki verið rætt að ráði. A undanförnum árum hafa við og við komið fram raddir um það í hópi sjálfstæðismanna, að tímabært væri orðið að nálgast Alþýðubandalagið og kanna grundvöll fyrir samstarfi þessara tveggja flokka. Þær raddir hafa þó aldrei fengið mikinn hljóm- grunn og það er ekki fyrr en Stein- grímur Hermannsson hóf útilokun- arherferð sína á hendur Sjálfstæðis- flokknum, að umtalsverður áhugi hefur vaknað meðal manna á því að huga að samstarfi við Alþýðubanda- lagið. Ætla má, að í meginatriðum muni sjálfstæðismenn skiptast í tvennt, þegar rætt er um slíkt samstarf. Annar hópurinn mun af hugsjóna- legum og tilfinningalegum ástæðum vera andvígur samstarfí við Alþýðu- bandalagið. „Þama kemur einn komminn,” sagði mætur flokksmað- ur við annan eftir að grein Bjöms Samstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðu- _bandalags Bjamasonar hafði birzt hér í blað- inu og lýsir þessi setning vel afstöðu þeirra, sem með engu móti geta hugsað sér samstarf við kommún- ista. Hinn hópurinn mun af praktísk- um ástæðum verða tdbúinn td að taka upp samstarf við Alþýðu- bandalagið ef viðunandi málefna- samstarf gæti tekist á mdli þessara tveggja flokka. I þessum hópi era ekki minni andkommúnistar en i þeim fyrri en hins vegar menn, sem era reiðubúnir að leggja þau sjónar- mið td hliðar í því skyni að ná ár- angri á öðrum sviðum. Ef td þess kemur, að viðræður hefjast mdli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags mun það kosta miklar umræður og mikd átök inn- an Sjálfstæðisflokksins. Það er eðli- legt og líka æskdegt. Hér væri um svo byltingarkennda breytingu að ræða á afstöðu til annars flokks að það hlyti að valda nokkru umróti innan flokksins. I þessu sambandi ber að minna á að það var enginn leikur fyrir Ólaf Thors að mynda nýsköpunarstjórnina. Fimm þing- menn flokksins gengu úr þing- flokknum um skeið og tóku upp andstöðu við stjórnina þar á meðal einn nánasti vinur Ólafs Thors, Pét- ur Ottesen. Miklum atburðum fylgja mikil átök og vissulega væra það mikd tíðindi í sögu Sjálfstæðisflokksins, ef viðræður hæfust við Alþýðu- bandalagið um hugsanlegt stjómar- samstarf. Sjónarmiðin innan Alþýðubandalagsins Viðræður við Sjálfstæðisflokkinn mundu ekki síður valda miklu um- róti í Alþýðubandalaginu en Sjálf- stæðisflokknum. Þar eiga við öll hin sömu rök gegn samstarfi og í Sjálf- stæðisflokknum. En í hópi alþýðu- bandalagsmanna velta æ fleiri fyrir sér þeim möguleika að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Astæðan er auðvitað sú, að alþýðu- bandalagsmenn hafa svo oft orðið fyrir vonbrigðum með samstarfið við Framsóknarflokkinn, að margir í þeirra hópi vilja reyna eitthvað nýtt. Alþýðubandalagsmenn vora auðvitað óánægðir með það að tapa þremur þingsætum í kosningunum en það segir sína sögu, að margir þeirra hefðu fremur vdjað, að Sjálf- stæðisflokkurinn yrði sigurvegari þessara kosninga en Framsóknar- flokurinn. Eindregnustu stuðningsmenn vinstri stjórnar í Alþýðubandalag- inu eru þingmenn flokksins úr landsbyggðarkjördæmum. Þeir mega helzt ekki heyra minnzt á annað en samvinnu við Framsókn- arflokkinn. Með kjöri Ragnars Arn- alds í stöðu formanns þingflokks Al- þýðubandalagsins var tryggt, að vinstri stjórnar menn réðu ferðinni í viðræðunum við Framsóknarflokk og Alþýðuflokk. Forysta Ragnars í þessum viðræðum af hálfu Alþýðu- bandalags þýðir, að reynt verður td hins ýtrasta að endurreisa vinstri stjórnina. Astæðan fyrir því, að landsbyggðarþingmenn Alþýðu- bandalags eru svo ákafir stuðnings- menn vinstri stjóma er afar einföld. Þeir ímynda sér, að sé Alþýðu- bandalag í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokki en Framsóknarflokkur í stjómarandstöðu muni fylgið streyma frá þeim td Framsóknar. Með sama hætti telja þeir það út af fyrir sig óskastöðu, að Framsóknar- flokkur sé í stjóm með Sjálfstæðis- flokki vegna þess, að þá streymi at- kvæði td Alþýðubandalags frá Framsóknarflokki. Þeir alþýðubandalagsmenn sem senndega hafa mestan áhuga á að kanna möguleika á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eru forystu- menn flokksins í verkalýðshreyfing- unni. Meginástæðan fyrir því, að þeir era opnir fyrir slíkri samvinnu er vafalaust sú að þeir telja betri aðstöðu td að gæta hagsmuna laun- þega í samstai-fi við Sjálfstæðis- flokkinn en Framsóknarflokksins. Verkalýðsforingjar Alþýðubanda- lagsins hafa langa reynslu af sam- starfi við verkalýðsmenn úr röðum sjálfstæðismanna. Þeir hafa einnig kynnzt sjónarmiðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins síðustu tvo ára- tugi, bæði á tímum Viðreisnar- stjómar og einnig í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og gera sér vafalaust grein fyrir því, að lengi hafa verið forsendur fyrir jákvæðu samstarfi við forystumenn Sjálf- stæðisflokksins um hagsmunamál launþega. Þá er ekki ólíklegt, að sá hópur í Alþýðubandalaginu á höfuðborgar- svæðinu, sem telja verður arftaka gömlu foringjanna í Sósíalista- flokknum, sé tilbúinn td að íhuga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Er málefnagrundvöilur hugsanlegur? Þá er komið að því að gera sér grein iyrir, hvort samstaða um mál- efni sé yfirleitt hugsanleg mdli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags. Fyrsta ágreiningsefnið er að sjálfsögðu stefnan í utanríkismálum og vamarsamstarfið við Bandarík- in. I viðræðum mdli þessara flokka mundi óbreytt stefna í utanríkis- og öryggismálum verða grundvallarat- riði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Alþýðubandalagsmenn mundu hins vegar leggja áherslu á að knýja Sjálfstæðisflokkinn td undanhalds á þessum grundvallarpunkti. Óhætt er að fullyrða að Sjáfstæð- isflokkurinn mun ekki ljá máls á samstarfi við Alþýðubandalagið nema stefnan í utanríkis- og örygg- ismálum verði sú hin sama og verið hefur. Rök sjálfstæðismanna fyrir því, að Alþýðubandalagið eigi að sætta sig við það mundu væntan- lega verða þessi: I fyrsta lagi er á það að líta, að Alþýðubandalagið er í algeram minnihluta meðal þjóðar- innar með sjónarmið sín í öryggis- málum. Þetta hefur verið staðfest í öllum kosningum frá 1949 og 1951. Alþýðubandalagið verður að viður- kenna þessa staðreynd og gera sér grein fyrir því, að sjónarmið þess geta ekki náð fram að ganga meðan svo er. I öðra lagi verður ekki horft fram hjá því, að Alþýðubandalagið hefur átt aðdd að þremur ríkis- stjómum á síðustu 23 árum án þess að hafa knúið fram stefnubreytingu á þessu sviði og í engri þessara rík- isstjóma hefur Alþýðubandalagið gert breytta stefnu að fráfararat- riði. Síðasta ríkisstjómin sem Al- þýðubandalagið átti aðdd að hafði brottför vamarliðsins ekki einu sinni á stefnuskrá sinni. Alþýðu- bandalagið getur ekki búizt við því að ná meiri árangri á þessu sviði í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en hina svonefndu vinstri flokka. Þeir alþýðubandalagsmenn, sem ef td vdl láta sér td hugar koma að sjálf- stæðismenn hafí svo mikinn áhuga á samstarfi við þá, að hugsanlegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn slaki á stefnu sinni í utanríkis- og öryggis- málum, verða að gera sér grein fyr- ir því strax að _það er óskhyggjan einber. Vamir Islands eru þjóðar- nauðsyn á válegum tímum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Aðild að Atlantshafsbandalaginu er bræðraflokkum Alþýðubandalags- ins á Spáni, Ítalíu eða Frakklandi síður en svo þyrnir í augum. Þvert á móti hafa hafa foringjar kommún- ista á Spáni og Ítalíu lýst yfir nauð- syn þess, að lönd þeirra eigi aðdd að Nato og formaður kommúnista- flokks Frakklands hefur ekki and- mælt þeirri skoðun. Söguleg og pólitísk rök liggja því td þess, að kommúnistar hér geti slakað á and- stöðu sinni við öryggisstefnu lands- ins. Annað málefni, sem ágreiningur hefur ríkt um milli þessara tveggja flokka og varðar samstarf við út- lendinga, er uppbygging orkufreks iðnaðar í samstarfi við erlend ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.