Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 52
52 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 fHfrrgttttMflfrÍft 2000 fótnett og handsmá. Hún er talin ein fríðasta kona héraðsins. Um hana er rætt sem mikinn kvenkost, enda þótt hún sé naumast af barns- aldri. En hún er ör í skapi og svipar þar til móðurfrænda síns, kammer- ráðsins í Dal. María í Vesturey er vön því að fá allt, sem hugur hennar gimist. Og örlögin hafa til þessa verið henni hliðholl. Nú síðast hefur hún unnið hug þess manns, sem fremstur er að virðingum og ágætastur talinn að mannkostum í öllu héraðinu. En í þetta skipti hefur hún ekki aðeins unnið sigur. Hún hefur sjálf verið sigruð. Hennar unga hjarta slær að vísu ennþá í brjósti hennar. En það er Eyjólfur sýslumaður, sem á það. Pegar þau kveðjast að drukknu festaröli í flæðarmálinu í Vesturey, og nokkurra vikna aðskilnaður er framundan, er sem síðsumarsólin hverfi af himninum, og kaldur gust- ur einmanaleika og saknaðar fari um þetta lífsþyrsta eftirlætisbarn. H ún gengur hægum skrefum vestur á klettinn Hregg- nasa. Þaðan sér hún út yfir sundin, og á eftir áraskip- inu, sem var að leggja frá landi með unnusta hennar. I huga hennar er skip, sem fer tákn kvíða og óvissu. Kemur það nokkurn tíma aftur? Hversu oft hafa þessi sund ekki rokið upp í fjallháa gufu eða velt sér grængolandi að strönd og ey? Hafa ekki forfeður hennar háð eilífa bar- áttu við hafið, þessi aflasælu mið, sem hafa skapað auðsæld og vel- megun í búi margra eyja- og Fjarðabænda? Oftast hafa þeir sigr- að, komið að landi með hlaðin skip og jafnvel seilar. En stundum hafa þeir lotið í lægra haldi. Segl þeirra hafa horfið við hafsbrún, eða bátur brotnað í brimskafli við landsteina. En hvers vegna sækja þessar dapurlegu hugsanir að henni nú? I kvöld eru sundin kyrr og lygn, rauð af sól, sem er að síga í vestur- hafið milli núpanna, er teygja sig eins og risafíngur út yfir hið mikla haf. Báturinn er orðinn eins og lítil skel í fjarlægðinni, langt vestur á sundum. Það er eins og hann sé smám saman að hverfa í sólarlagið, eldrautt og ægifagurt. Enda þótt þessi stórbrotna mynd sé í fullkomnu samræmi við hinar heitu og sterku tilfinningar hennar á þessari skilnaðarstundu vekur hún samt ugg, allt að því hræðslu í hennar unga brjósti. Er þetta ekki allt of gott til þess að geta verið raunverulegt og satt? Fær hún að halda þeirri gæfu, sem hún hefur höndlað? Verður hún ekki tekin frá henni? Það er þessi hugsun, sem teygir ískalda hönd að hjartarótum hennar. Þess vegna horfir hún hrelld inn í kvöldroðann, eins og hennar eigin hamingjusól sé að ganga þar til viðar. María í Vest- urey, konan sem framtíðin brosir við gengur buguð til bæjar. Hjarta hennar, þessa eftirlætisbams, sem örlögin hafa hossað frá blautu bams- beini, er blýþungt af ótta við eitt- hvað, sem hún ekki veit hvað er. Hún, sem ævinlega hefur fundizt allt gott og gæfusamlegt sjálfsagt sér til handa, stendur allt í einu örvingluð og trúir naumast á sína eigin gæfu. Það líður að jólum. Eyjólfur sýslumaður hefur notað tímann vel. Hann hefur keypt hús í Fjarða- kaupstað og vinnur að því að búa það hið bezta. Með vorinu hyggst hann sækja brúði sína inn yfir sund- in. Hann hefur gert boð í Vesturey, að hann muni koma þar á jólum og halda þar hátíðir. Er þar mikill við- búnaður undir komu hans. Norska húsið, sem þar er nýreist úr kjörvið- um er betur fallið til gestaboða en gamli torfbærinn, sem stendur að baki því. Þar eru stofur góðar og svefnkammelsi, máluð björtum lit- um. Bláa stofan er viðhafnarher- bergi hússins. Þar er vítt til veggja og húsbúnaður góður. Listofin teppi hanga þar á veggjum, en á gólfí er bjarnarfeldur mikill. Amór dannebrogsmaður fékk hann á Ströndum og lét súta erlendis. Þyk- ir sá gripur hinn ágætasti og hin mesta hýbýlaprýði. Silfurbikar mik- ill stendur á borði á miðju gólfi. Fékk bóndi hann frá dönsku búnað- arfélagi fyrir framtak í búsýslu. Þetta haust er svo kyrrt og milt, að elztu menn muna naumast slík kjör. Jörð er alauð og fénaður geng- ur úti fram að jólum. Aðeins hæstu fjallatindar em hrímaðir. Daginn fyrir jól leggur Eyjólfur sýslumaður upp frá Fjarðakaup- stað, að finna unnustu sína í Vestur- ey. Hefur hann fjögurra manna far, fremur lítið, til fararinnar. Með honpm em tveir ungir menn, annar frændi hans af Austurlandi. Veður er kyrrt og bjart við brottför þeirra, og róa þeir sem leið liggur út fyrir nes og inn yfir sund. Er degi þá tek- ið að halla og myrkur fellur yfu-. Þar sem jörð er alauð verður enn dimmara en ella. Hin háu fjöll gnæfa dulúðug og hrikaleg yfir fjörðum og víkum, þar sem lífsbar- áttan er háð í lágreistum bæjum við kröpp kjör og stöðuga og áhættu- sama glímu við höfuðskepnumar. En hinn ungi sýslumaður og ferða- félagar hans eru glaðir og reifir. Þeir eiga í kvöld góða heimvon. Fyrir stafni er hátíð, veizla, faðmur unnustunnar. Þeim sækist róðurinn vel. Ljósin í Vesturey blasa við, og undir kvöldið lenda þeir þar heilu og höldnu. Maddama Ragnheiður fagnar gestum sínum ásamt dóttur sinni á hlaðinu í Vesturey. Húskarlar ráða bát þeirra til hlunns. I Bláu stofu eru tinbikarar fylltir gömlu góðu víni, sem lengi hefur verið geymt og einungis er borið vildustu vinum. Mikil hátíð er runnin upp á þessu foma óðali. Maddama Ragnheiður er höfðingi heim að sækja. Hún hefur yndi af veizlum og mannfagnaði, og er þess alráðin að sýslumanninum, tilvon- andi tengdasyni hennar og fylgdar- mönnum hans skuli ekki leiðast á heimili hennar um þessi jól. Allt hið bezta, sem til er í búi hennar skal fram borið. Hér skal vera gleði og glaumur, sem lengi verður munað eftir. Norska húsið er allt upp ljómað. Gamlir látúnslampar haifa verið fægðir og funsaðir. Silfurstjakar eru teknir upp úr kistum og kerta- ljós logar í hverju homi. Aðeins í göngum gamla bæjarins og í fjósinu logar á grútartýram. Heimasætan í Vesturey er í kvöld glöð og fegin. Þetta haust hefur ver- ið lengi að líða. Aldrei hefur nokkur tími í ævi hennar liðið svo hægt. Dagarnir hafa sligazt áfram, eins og þeir væru jafnvel að hugsa um að snúa við, í stað þess að efna fyrir- heitið um framtíðina, nýjan tíma, sem kæmi með fangið fullt af dá- semdum lífsins. En jafnvel hinn lengsti dagur kemur að kvöldi. Og þessi dagur er engum öðrum líkur. Norska húsið er fullt af fögnuði, fögnuði æskunn- ar, sem á framtíðina skuldlausa, fögnuði roskinna og ráðsettra, sem hafa tekið út forskot á sæluna, fögn- uði vinnufólksins, sem á sinn jóla- mat óétinn. Yfir þessu húsi gleðinnar grúfir koldimmur skammdegishiminn eins og dökkur arnarvængur. Þegar móttökuhátíðinni lýkur og fólk gengur til hvílu þreytt og sælt, ríkir djúpur friður og kyrrð, sem aðeins er rofin af lágværa hvatli bárannar utan af sundunum við klettana sunnan bæjarvíkurinnar. Þessi litla bára ann sér aldrei hvíldar. Jafnvel margra daga logn fær ekki svæft hana. Hún leikur sér eins og lífsglaður unglingur við fjöraborðið og hleinamar, strýkur þær ofurlaust og gerir við þær gæl- ur. Fjörasteinamir era vinir hennar. Þegar fólkið sefur og dreymir, vakir hún ein með þeim, kát og léttúðug. Jólin líða hratt við gleði og mann- fagnað. Síðasta kvöldið sem sýslu- maður dvelst í Vesturey, heldur maddaman honum kveðjuhóf. Það er veizla að góðum íslenzkum sveitasið. Fyrst er borinn á borð hrísgrjónagrautur með rúsínum, síðan alikólfasteik og er rautt vín drukkið með. Er það úr franskri duggu, sem Fjarðamenn eiga iðu- lega við hagstæð viðskipti. I ábæti er borðaður flauelsgrautur með kanel og danskri saft. Loks er drukkið kaffi með sultuðum pönnu- kökum. Að máltíð lokinni er borið fram heitt púns og með því smákök- ur heimabakaðar. Eyjólfur sýslumaður þakkar maddömu Ragnheiði höfðinglegan beina og glæsilegar móttökur-. Hann og félagar hans hafa átt hér dýrðlega daga, segir hann. Því mun- um við aldrei gleyma. Næst þegar hann kemur hingað innan fárra mánaða, þegar dag er tekið að lengja mun hann sækja hingað brúði sína. Það er bjart og hlýtt í Bláu stofu þetta kvöld. María í Vesturey er sæl og ljómandi. Eyjólfur segir henni frá nýja sýslumannshúsinu, sem hann er að búa undir komu hennar. Strax og það er tilbúið mun hann sækja hana. Hvenær verður það? spyr hún. Ef til vill í byrjun einmán- aðai-, en í síðasta lagi rétt fyrir páska. Þá mun hann koma á sexær- ingi að sækja hana og muni hennar. Og brúðkaup þeirra á að standa hér í Vesturey. Þau hafa þegar að mestu ákveðið hverjum skuli boðið tU þess. Þannig líður þetta síðasta kvöld við fögnuð og ráðagerðir um fram- tíðina. Hinn 29. desember ái’sins 1857 rennur upp. Eyjólfur sýslumaður og ferðafélagar hans rísa árla úr rekkju og hyggjast taka daginn snemma til fararinnar. Þeir snæða árbít, húskarlar hrinda bát þeirra úr nausti og geyma hann í vör. Veð- ur er enn gott og mUt, suðaust- ankæla um morguninn, en gengur síðan í suður og slettir sem næst í logn. addaman og Mar- ía í Vesturey fylgja gestum sínum til skips. Sýslumaður minnist við unn- ustu sína, lengi og innUega, og kveð- ur maddömuna með miklum virkt- um. Síðan er ýtt úr vör og róinn snertispölur frá landi. Þá er undið upp segl og sigldur hægur byr út yfir sundin. Eftirminnilegri heim- sókn er lokið. Enn einu sinni eins og svo oft áður standa konur eftir á ströndu. Enn sem fyrr er skip, sem fer tákn kvíða og óvissu, ekki sízt í huga þeirrar, sem er ung og ást- fangin, og aðeins 17 ára. I þetta skipti er heimasætan í Vesturey þó ekki eins gneip og í sumar. Hugur hennar hefur fundið frið og jafn- vægi. Vissan um það sem framund- an er á næsta leiti hefur róað hana. Sætleiki samvistanna við unnustann þessa fáu daga hefur veitt henni nýjan þroska og innri gleði, sem er dýpri en hún hefur áður þekkt. Konurnar horfa á hvítt seglið fjarlægjast og bátskelina hverfa inn í skugga fjallanna. Síðan ganga þær til bæja. Þennan morgun fyrir 112 áram rera nokkur áraskip til fiskjar út á Fjarðaflóa. Vora tvö þeirra að koma frá lóðum og stefndu að lendingu í verstöð við utanverðan flóann. Þriðja skipið var vöðubátur frá Sigluvík, sem einnig var á leið til lands. Af Eyjólfi sýslumanni er það að segja, að hann siglir eins og fyrr segir hægan byr frá vestri út yfir sund og firði. Situr sýslumaður und- ir stýri en annar ferðafélaga hans gætir segla. Hafa þeir uppi sprit- segl og fokku, þar sem byrinn er í hægara lagi. Nálgast þeh’ nú nes það, er gengur fram í flóann innan Fjarðakaupstaðar. I þennan mund era menn á ferli að ýmsum störfum í kaupstaðnum og er tekið að nálgast hádegi. Var þá hvítalogn að sjá inn í fjarðar- botninn. En á augabragði var sem stormsveip slægi niður af fjöllum, og rauk síðan í vestan háarok út eft- ir firðinum, yfir kaupstaðinn og allt norður fyrir nes. Var rokgæran fjallhá að sjá norður um flóann. Þóttust menn eigi hafa séð slíkt firna veður æsast upp á svo skömm- um tíma. Þegar skip sýslumanns og hinir þrír fiskibátar eiga eftir eina eða tvær lóðalengdir að landi, innan Sigluvíkurness hvolfist rok mökkur- inn yfir þá sem hendi væri veifað. Er veðurofsinn slíkur að eigi verður við neitt ráðið og slitna skipin öll frá landi og rekur fyrir stormi og sjó út á flóann. Fá skipverjar eigi að gert en reyna að halda bátum sínum í horfi með árum og láta þannig ber- ast undan vindi. Landtaka vestan flóans er óhugsandi. Eina lífsvonin er að ná landi á ströndinni norðan ílóans. En þangað er löng leið, sjóar teknir að stærast og landtaka óviss. En hinir vönu sjómenn vita að þetta er þó eini kosturinn, sem þeir eiga völ á. Öllu máli skiptir nú að halda bátunum á réttum kili. En til þess verður að forðast að beita seglum. Af þeim stendur hinn mesti háski í slíkum ofsa. Aðeins öðru hverju stutta stund sjá hinir fjórir smábátar hver til annars. Rokgæran byrgir annars alla útsýn. Skipshöfn eins fiskibáts- ins sér báti Eyjólfs sýslumanns bregða fyrir sem andartak. En hann hefur enn uppi sprittsegl og fokku. Hann ber undan storminum með örskotshraða og hverfur í sort- ann. Það hafa menn síðast séð til hans og félaga hans. Nú víkur sögunni austur á land, þar sem heitir Hof í Djúpafirði. Þar búa foreldrai- og gömul fóstra Eyj- ólfs sýslumanns. Síðari hluta hins 29. desember gengur prestur faðir hans um bað- stofu og sér að hin aldraða fóstra rær ákaflega fram í gráðið á rúmi sínu. En svo gerði hún jafnan er henni var mikið niðri fyrir. Þótti hún rammskyggn og forvitri. Hvað ber fyrir þig í dag Þórdís mín, spyr prestur. „Guð hjálpi mér, ég sé þá tvo, og annar þein-a er hann Eyjólf- ur minn.“ Fellur svo niður talið. Þremur mánuðum síðar berst sú harmafregn austur á firði að Eyjólf- ur sýslumaður hafi farizt vestur á Fjarðaflóa þann dag, er hin gamla fóstra hans sá sýnina í baðstofunni á Hofi, og með honum frændi hans og einn maður vestfirzkur. Nánai’ innt eftir fyrirburði sínum skýrir hin aldna fóstra frá því, að hún hafi séð þá atburði er gerðust er sýslumaður ferst. Veggur bað- stofunnar hjaðnar og framundan er brimsollið, rjúkandi haf. Tveir ungir menn berjast fyrir lífi sínu og hverfa. „Ég sé þá tvo, og annar er hann Eyjólfur minn,“ hafði hún sagt nákvæmlega á þeirri stundu, sem sjómennimir vestra sáu skip sýslu- mannsins hverfa í sortann. Storminum á Fjarðaflóa slotar á áliðinni nóttu, skyndilega eins og þegar hann skall yfir. Þá hafa tveir fiskibátanna náð landi heilu og höldnu, annar á ströndinni, norðan flóans, hinn í Fugley innar og aust- ar í flóanum. Skip sýslumanns finnst rekið ná- lægt miðri Strönd. I því er aðeins spanskreyrstafur sýslumanns undir röng í skutnum og sviptikista með litlum fatnaði í. Er báturinn mjög brotinn, og þykjast menn vita með vissu að það sé bátur sýslumanns og hann týndur. Eigi langt frá finnst einnig rekinn einn hinna þriggja fiskibáta með einum manni undii’ þóftu, örendum. Var talið að þeim bát hefði eigi hvolft, þar sem bæði fundust brýni og hnífar í kjalsoginu. Enn einu sinni hefur Fjarðaflói, þessi voti vegur kynslóðanna krafizt þungra fórna af því fólki sem byggir strendur hans. Átta menn hafa horfið með þessum tveimur áraskip- um. Aðeins einn þeirra hefur borið að landi. Hinum er búin hin vota gröf, þar sem aldrei grær gras á leiði, en hafaldan ærslast, eða lognið speglast í bláma norðursins. Harmafregnin berst með sjó- mönnunum, sem björguðust, til ver- stöðvanna vestan við flóann og í Fjarðakaupstað. Hún kemur sem reiðarslag yfir fólkið, ekki sízt örlög hins unga sýslumanns, sem á skömmum tíma hefur unnið sér ást- sældir héraðsbúa. En þótt fólkið harmi hið vinsæla yfirvald, og þyki fráfall þess sín missa hvarflar þó hugur þess fyrst til hinnar ungu konu, sem Eyjólfur sýslumaður kvaddi síðast, áður en hann sigldi út yfir sundin, sína síð- ustu siglingu. María í Vesturey hefur glatað hamingju sinni áður en hún höndlaði hana. Einnig hún þetta eft- irlætisbam, sem allt var gefið og öllu var lofað verður nú að sjá það segl hverfa við hafsbrún, sem öll von hennar og þrá var tengd við. Sexæringur er mannaður frá Fjarðakaupstað og haldið í Vestur- ey. Hin dapurlegu tíðindi verða jafnan að flytjast þeim fyrst, sem þau valda mestum harmi. Þann dag, sem María í Vesturey heyrir and- látsfrétt unnusta síns er æsku hennar lokið. Hyldjúp sorgin um- lykur hana úr öllum áttum. Enginn fær veitt henni minnstu huggun. Engin ljósglæta kemst að í sál hennar. Hún hefur verið svipt öllu. Norska húsið er í dag heimkynni botnlausrar örvæntingar og hins beizkasta trega. Dag eftir dag, nótt eftir nótt situr þessi 17 ára mær við gluggann í Bláustofu og horfir út á Sundin í orðvana skelfingu. Mánuðum saman lifir hún þá stund upp aftur og aftur er henni vora sögð ógæfutíðindin. Þau eru alltaf jafn ný og standa eins og hnífur í brjósti hennar. En þótt sorgin sefist ekki segir lífsþrótt- urinn til sín. Þessi fagra kona hefur misst yndi sitt, gleði og hamingju. En hún lifír áfram. Æskuþróttur lík- ama hennar hefur ekki lamazt, enda þótt hjarta hennar sé brostið. Að áliðnu sumri tekur hún sér ferð á hendur til kirkju sinnar. Hún hefur látið yrkja erfiljóð eftir unnusta sinn, sem jafnframt eru persónuleg kveðja hennar. Þessi ljóð hefur hún látið ramma inn og nú skulu þau hengjast upp í kór hennar eigin fæðingarkirkju. Þannig skal hún verða eilíflega heitbundin Eyjólfi sýslumanni, hvort sem líf hennar verður langt eða skammt, hvernig sem örlagaþráður hennar rekst hér eftir. Það er fjölmennt við kirkju þenn- an dag. Svartur rammi hefur bætzt við á kórvegg hægra megin. Þar getur að líta kveðjuorð Maríu í Vesturey til unnusta síns. Hér eru grafnir Harmastafir I míns Astvinar Endurminning - - - Hans við mín Samknýtt Heit-bönd ásta Sam og einhelguð Hjörtum beggja Liggja köld, ieyst á Lagarbotni. Því er hjarta mitt Harms af funa Eldheitt og brostið afhelkulda. Sár það dýpsta svíður Sárt til dauða. Æ, mér hans andlát Enginn bætir Nema minn Guð í mínu andláti. Því, ást vor. Alvalds mynd Yndivina Rennur þá saman Úr regindjúpi. Glík röðul geislum Guðs á himni Huggun sú mig hressi Uns hitti ég endur Unnusta minn, er ann ég heitast. Fyrir nokkrum árum var ég staddur á prestssetri í nágrenni Reykjavíkur. Þegar ég var að fara þaðan var mér gefin gömul ljós- mynd, töluvert máð, en þó svo skýr að vel mátti greina andlitsdrætti fríðrar miðaldra konu, sem myndin var af. Þessi ljósmynd varð til þess að rifja upp þá sögu sem hér hefur ver- ið sögð. Hún er í stóram dráttum byggð á sannsögulegum atburðum, sem sumpart er greint frá í annál- um og sumpart lifa í munnmælum vestur á Fjörðum. Hér hefur af eðli- legum ástæðum verið vikið við nöfn- um á fólki og stöðum. Myndin var af Maríu í Vesturey. Við hittum hana í Svörtuklettum í upphafi þessarar frásagnar, sem greinir brot úr ævisögu hennar, og þar skiljum við einnig við hana. Enn ber bát inn yfir Sundin, enn leitar þessi fagra og ógæfusama kona sér óminnis í sorg sinni. Báturinn legg- ur frá landi. Konan, sem stendur eftir í Svörtuklettum horfir döprum augum á eftir honum, fylgir áratök- unum og sér hann hverfa austur fyrir klettana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.