Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 ■ i R hodymenia palmata eftir HALLDÓR KIUAN LAXNESS 1926 / (Mftan á nafnspjald). Þú ert sem söngur í sefi eða seimur í gömlu stefi, og mjer gleymast aldrei, aldrei þín ástblíðu sorgarhót.... Blessi nú Guð þína lituðu lokka og ljái þjer nýja bömullarsokka, vefji sál þína silki og signi þinn tæpa fót, að hann steyti ekki framar við -1.. 2.. 3 - grjót! - og geymi þig helst í hylki. / / (Einsöngur með þremur harmonikum). Komdu og skoðaðu í kistuna mína í kærleikans aldingörðum á jeg þar nóg, sem mjer hafa gefið í minningu sína meyjarnar allar sem jeg rak út í skóg. (Blandað kór gervimanna (marionnettes): Hvílikar myndir og hvflíkar syndir og hvílík blekking og hvílík þekking....! (Recitativ): Hve djúpir voru þeir dalir. En á traustari súlum standa tignari salir. / / / (Niðurlag). Vökru hleypa járngráir víkingar vindum skygnda slóð; einatt framdi jeg undirferli og svíkingar, ástin mín góð, af þvi jeg kunni annarar gráðu líkingar eins og magurt jóð. IV (Undirskrift.) 0, ástkæra unga kven! þú veist jeg heiti Salómonsen, allra manna minstur á hæðum, kunnur af nýtískukvæðum, klerkar tala um mig í ræðum og segja: Ja, sá er nú ekki pen, mörg eru á honum missmíðin sjen. Amen. Amen. V (Upphaf). Mæra vina í Miðjarðarhafi vafin grænum sólskinsöngum! sájegíaugaþínulöngum drauma sphinxins geisla í glæru rafi. De profundis clamavi. Má jeg þakka yður, mia cara, Miðjarðarhafið í kórallapara? — Jeg hefi ekki tóm til að hlusta á þig svara. I_______________________________ Jeg kveð angan þinna ungu vara. Elskan mín, jeg verð að fara. VI (Yfirlit yfir ný kvæði og gömul). Þjer vitið, að sumt er milli sveins og konu betra en að eignast bláeyga sonu. Því þegar hermd er kveðin yfir heimsbygð alla þá hlýtur grasið á jörðinni að falla. Eigum við að unnast? Nei, valla! Vorið líður. I vestri bólstrar ský. Er ekki vert að gefa gaum að því? I vetur heyrist aldrei sungið dirrindí. - Voila, ce que c'est que la vie! VII (Framhald). Höfum við elskast? Eða hvað hefir gerst? Skildirðu mig? - SkHja, það er verst! Unga mær, þú ert annað en jeg. Sál þín er mjer alls kostar annarleg. Líkami þinn var aldrei líkami minn. Út verð jeg borinn. Þú fer aftur inn. Þú ert sem genginn grætur góðvin sinn. Hann er farinn, farinn, farinn, þú finnur hann aldrei meir! Þú ert eins og öspin - jeg er sunnanþeyr, döggvuð hnípir króna þín í kvöld þegar hann deyr. - VIII (Niðurlag næst.) Hver kældi heitt og heitti kalt þá haugeldurinn brann? Guð er sá sem einn er alt og enginn blekkir hann. Við skulum kveðjast vina mín -vertunúhraust! að ári verður það alt of seint. Oðar er haust. IX (Nýtt niðurlag.) Tveir erum vjer leitendur og lifendur hans, grímuklæddir guðir í gerfi konu og manns; báðir þrá hið Eina, - bágt eiga þeir. Báðir eru blekking. Tvisvar tveir eru tveir. Einn hnípir eftir þegar annar deyr. Jeg kasta á yður kveðju, hvorugt erum við til! Drottinn er hið Eina, og hið eina sem jeg skil. Asýnd Guðs á himnum er alt sem jeg vil. X (Upphaf á nýju kvæði.) Fyrir sunnan söl og þara sje jeg hvíta örnu fara ber við dagsól blóðgan ara. - Buona sera, mia cara! _________________________________I [ (en þið vitið ekki af hverju) það varð nefnilega jarðskjálfti í ijallinu"] eftir JÓHANNES S. KJARVAL 19 6 0 Þegar samtal, sem gerist fyrir meir en tuttugu árum, er gefið lesendum á prenti, eiga hlutaðeigendur greið- ari aðgang með að skilja hvað um ræðir, ef ártalið er látið fylgja, vegna þess að önnur og nýrri mál- efni eru orðin dægurmál, hin eldri málefni algerlega gleymd. En því fer fjarri að ekki hrjóti sí- felldlega nægilegir molar af borðum þeirra, sem einráð eiga að hafa um alls konar framkvæmdir handa þeim, sem gjarnt er að hneykslast, en ég tel mig til þeirra. Eg upplifði það við Heklugos að verða hissa á sjálfum mér, er ég stóð þar í skrúðgrænu hrauni, víðis- , birkis, blóma og valllendis - að horfa á glóðþrungið gjall nýja goss- ins - flæða og ýtast ofan yfir hin uppgrónu hraun, - þarna datt stór glóandi hnullungur ofan í víðirunna, - ég hljóp til, tvíhenti molanum til baka, upp í nýja flóðið. Ég hugsaði ekki, einungis sjón mín og tilfinning réðu eðlilegri athöfn - í ýtrustu neyð þúsund ára gróðurmoldar. - Það var hálfu ári eða heiiu eftir þennan minnilega atburð, austur í Hjaltastaðaþingá, á sunnudegi fögr- um - og fögnuður í náttúrunni, að eftirköstin úr Hekluhrauni, geistust um huga minn og leystu úr læðingi athafnaleysi áhorfandans, að geta ekki leikið með - gjöra mannlegan leik góðan. Ég sá í huga mér skáta og alls konar manneskjur, með skóflur og spaða, stinga upp og pæla valllendi og víðirunna, birki- hríslur og blómgrundir, setja á bör- ur og vagna og færa á brott frá hinu gínandi eldhrauni. Þama var áhugi og mikið að gera. Þetta hefði verið lausnin - hefði manni komið þetta í hug nógu snemma.------- Hér er um tvær ólíkar kennsluað- ferðir að ræða - úr því sem komið er hið frumstæða gos er nýrra og lætur sig ekki muna um smámuni; - hið gamla, gróna hraun eldra. Þús- und ár er það að skreyta sig og gjöra sig hæft fyrir Jónas Hall- grímsson að yrkja um sig, og einn málara að sýna á lérefti þess línur og liti - og þúsundfaldar þakkir vil ég gjalda tímalengdinni, mundi skáld geta sagt, fyrir að vera ekki orðinn til fyrr en hin fögru hraun eru orðin landsins prýði. Er það þá nokkur furða að maður hneykslist, þegar maður sér að þakklætið við tímalengdina gleym- ist. — Það var í sumar sem leið, er ég einn góðviðrisdag gekk fram hjá okkar, siðan það var innréttað, ágæta og ástsæla leikhúsi við Lind- argötu 7 - að nokkur vagnhlöss af gjallstorku, ofaníburði, voru að setjast að á túninu vestan undir leikhúsinu, norðan bókhlöðunnar. Ég vissi strax hvað til stóð - þama þurfti torg og það hneykslaði mig ekki, en ævintýrið frá Heklugosi stóð samt svo ljóslifandi fyrir í hug- skotssjónum mínum; - ég áttaði mig samt fljótt - hryggur og reiður hleyp ég upp til menntamálaráð- herra; fæ hann til að koma út og sjá. Jú - honum fannst þetta ljótt, en hér var mikil sefjun, æðri yfir- boðunar við störf. - Góði hringdu, bið ég ráðherrann - náðu í rétta málsaðila, vegna stöðu okkai' - þetta hlýtur að leysast - tekið mark á orðum yðar - að láta bera moldar- lagið burt og grasþökurnar í forða- búr bæjarins - og sjá! Reykvíking- ar munu verða ríkir og málsmet- andi menn, því að þeir hafa áttað sig á tímalengdinni á bráðræðis- stund hraðans og hugdéttunnar. - Nú veit enginn um þetta. Þetta fékkst ekki gert. Svona lagað gleymist - torgið segir ekki frá þessu -en gazt þú ekki líka haldið kj...., góði - með að vera að segja eftir okkur? - Nei, góði - ég sagði fyrir á réttum tíma - og þetta er ekki til þess að hefna sín á óvita- hætti að borið hafi verið við ofmikl- um kostnaði með brottflutningi moldar og grassvarðar. Hér var ekki um kostnað að ræða. Annað mál er hvort ekki bæjarfélagið hafi verið svikið um þessa vinnu, sem svarar að færri peningar séu í um- ferð, en hefðu mátt vera. Oskum landsmönnum öHum árs og fiiðar og þökkum viðskiptavinum okkar góðar viðtökur á fyrsta starfsárinu sem nú er liðið. ráð A nýrri öld munu Hollráð halda áfram að þróa ráðgjöf og námskeið fyrir vinnustaði og einstaklinga með aukna starfsánægju og lífsfyUingu þeirra að markmiði. fyrir nam og starf Laufásvegur 17 -101 Reykjavfk - sími 561 2428 -fax 561 3328 - netfang hollrad@hollrad.is - veffang www.hollrad.is „Moldin rykur - í logninu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.