Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Kynning mín við Matthías Jochumsson Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon Halldór Laxness Dómnefnd sænsku akademíunn- ar tilkynnti 27. október 1955 ad Halldór Kiijan Laxness, mesti rithöfundur íslands á öldínni, hlyti Nóbelsverðlaunin í bók- menntum það ár. Halldór var þá í Svíþjóð en sigldi út til íslands skömmu síðar með Gullfossi og þegar hann kom heim, 4. nóv- ember, höfðu þúsundir manna safnast saman á hafnarbakkan- um til að hylta skáldið. Að ofan ávarpar Halldór mannfjöldann af skipsfjöl, þar sem hann þakkaði m.a. alþýðu íslands; sagði enn einu sinni vilja fara með „ofur- litla tilvitlun, sem ég hef stund- um haft tækifæri til að fara með áður, um skáld, sem hefur sent ástmey sinni Ijóð - Ijóðasyrpu. Og þegar hún þakkar honum fyr- ir þau þá segir hann þessi orð í Ijóðum: Þakka þú mér eigi fyrir þessi Ijóð, það varst þú, sem gafst mér þau öll saman áður. Þessi staðreynd haggast ekki þó óvænt sæmd hafi borist mér að höndum frá merkri erlendri stofnun, og ég vil þakka þjóð rninni, - þakka íslenskri alþýðu hér á þessum vonglaða haust- morgni, og ég vil biðja henni velfarnaðar um ókomnar tíðir." Gústav Adolf VI Svíakonungur Morgunblaöiö/RAX afhenti Halldóri Nóbelsverðlaun- in í Stokkhólmi 10. desember þetta ár. Á minni myndinni virðir skáldið fyrir sér höfundarverk sitt í októ- bermánuði 1989 þegar 70 ár voru liðin frá útkomu fyrstu bók- arinnar, Barns náttúrunnar. Hall- dór lést 8. febrúar 1998, 95 ára að aldri. eftir ÞORSTEIN GÍSLASON 1936 Jeg hef verið beðinn að rifja upp eitthvað úr kynningu minni við síra Matthías Jochumsson, fyrir jóla- blað Morgunblaðsins. Jeg sá síra Matthías fyrst vorið 1887. Jeg var þá að ganga inn í Lat- ínuskólann og lagði einn daginn leið mína inn á Fomgripasafnið, sem þá var geymt á lofti Alþingishússins. Nokkrir gestir voru þar komnir og gengu um og skoðuðu safnið, en Sigurður fomfræðingur, umsjónar- maður þess, sat í öndvegi við annan gafl sýningarskálans, fomeskjuleg- ur mjög, að því er mjer sýndist, svo að ekki þorði jeg að spyrja hann um neitt snertandi muni þá, sem jeg var að skoða á safninu. Það lifnaði yfir öllu, er einkennilegur maður vatt sjer þama inn, gekk hvatlega gegnum safnið, tók ofan og hneigði sig djúpt fyrir Maríulíkneski, sem stóð í miðjum salnum, og heilsaði síðan Sigurði fomfræðingi mjög vingjarnlega. En Sigurður reis á fætur og var nú andlit hans alt eitt bros, en fomeskjan og alvaran horf- in þaðan. Þeir fóm að spjalla saman og mjer þótti viðtal þeirra skemti- legt. Svo laut jeg að einhverjum gestinum og spurði, hver þessi mað- ur væri, og mjer var svarað, að hann væri „síra Matthías í Odda”. Síra Matthías var þá liðlega fimtugur. Hann var glaðlegur, fjör- ugur og hvatur í hreyfingum, nokkuð feitur, en þó hvergi nærri eins sver og hann varð síðar. Þetta vor var hann að fara frá Odda með skyldulið sitt og flytjast til Akureyrar. Jeg fór heimleiðis norður um land með sama skipi og hann, en það var „Laura” gamla, og voru ýmsir skólapiltar af Norðurlandi og Austurlandi með í förinni. Skipið lenti í hrakningum í ís fyrir Norðurlandi og leit svo út um hríð, sem það mundi verða innilokað á Skagafirði eða Húnaflóa, en hvorki komast leið sína austur um nje held- ur aftur til baka vestur íyrir Hom. Síra Matthías fór þá í land á Sauðár- krók með fólk sitt og farangur, og þaðan landveg til Akureyrar, og hlýt- ur þetta að hafa orðið honum dýrt. En næsta dag komst skipið inn til Akureyrar og var mikið talað um það af farþegunum, hve óheppiiega hefði til tekist fyrir hornun að yfirgefa skipið. Frá þessari ferð hefir hann sagt í Æfisöguritum sínum. En engin kynni hafði jeg af honum þar á skip- inu önnur en þau, að jeg sá hann á hverjum degi. Næst kyntist jeg honum á þann hátt, nokkrum ámm síðar, að jeg lenti fyrst í blaðadeilum við hann og síðar í brjefaskiptum. Hann and- mælti ýmsu, sem jeg skrifaði í Kaupmannahafnarblaðið Sunnan- fara á háskólaáram mínum. En and- mælin vora þannig, að því fór fjarri, að jeg legði nokkra fæð á hann þeirra vegna. Mjer varð, þvert á móti, hlýtt til hans persónulega út af þeirri viðureign, auk þess sem jeg leit mjög upp til hans sem skálds og andans manns. Og svo þótti mjer mikið til þess koma, er hann fór að skrifa mjer um ágrein- ing okkar og jeg fjekk frá honum nokkur brjef, hvert öðru elskulegra. Þegar jeg svo eignaðist Sunnanfara nokkru síðar, birti jeg þar mynd af honum og skrifaði grein um skáld- skap hans. Myndin tókst illa, var skorin í trje, eins og þá var títt, en skemdist í meðferðinni. En greinin fjell honum vel, og er brjefið, sem hann skrifaði mjer eftir lestur henn- ar, prentað í safni af brjefum hans, sem út komu í fyrra. Við voram nú orðnir töluvert kunnugir, af blaða- deilum og brjefaviðskiftum, og þeg- ar jeg fluttist til Reykjavíkur með Sunnanfara frá Kaupmannahöfn 1896, þá vildi hann fá mig til Akur- eyrar og bauðst til að styrkja mig þar til blaðaútgáfu eftir mætti, eins og sjá má í brjefum hans, sem prentuð era. Persónulega kyntist jeg honum fyrst um aldamótin á Seyðisfirði. Jeg var þá orðinn þar ritstjóri Bjarka. Hann var á alda- mótahátíð Seyðfirðinga og hafði ort löng og snjöll kvæði, sem þar vora flutt og sungin við afhjúpun minnis- varða 0. Wathnes. Svo dvaldi hann þar um tíma við undirbúning útgáfu ljóðasafns síns, sem D. Östlund prentsmiðjueigandi gaf út á Seyðis- firði á næstu áram. Við bjuggum þá í sama húsinu, borðuðum saman og áttum yfir höfuð margt saman að sælda. Hann skrifaði eftir þetta oft í Bjarka, sagði frá trúmálakenning- um og siðfræðikenningum ýmsra merkra manna úti um heim og hætti honum þá oft við að fljúga hærra en svo, að almenningur ætti hægt með að fylgja honum. Hygg jeg að hann hafi um þetta leyti skrifað meira í Bjarka en nokkurt annað blað. Annars átti hann um langt áraskeið greinar og kvæði í flestum blöðum landsins. Þegar síra Matthías var sjötugur gaf G. Östlund út dálítið minningar- rit um hann, og fekk mig til að skrifa æfiágrip hans, eða til þess að gera útdrátt úr uppkasti, sem síra Matthías hafði sjálfur skrifað, en ekki skyldi koma fram óbreytt. Jeg skrifaði einnig í þetta rit grein um skáldskap síra Matthíasar. Guð- mundur Hannesson prófessor, þá læknir á Akureyri, skrifaði um síra Matthías heima á Akureyri, og dr. Guðmundur Finnbogason skrifaði um erfiljóðakveðskap hans: Síra M. Joch. við líkaböng. Jeg held að besta lýsingin, sem gerð hefir verið af síra Matthíasi hversdagslega, sje í grein Guð- mundar prófessors Hannessonar í þessu minningarriti, og set hjer því kafla úr henni: „Sumir era stálminnugir á orð og atvik hversdagslífsins. Þeir geta ná- kvæmlega sagt frá mönnunum, sem þeir kyntust, hvað þeir sögðu og hvernig þeir lifðu. Jeg er það ekki. Þegar jeg lít yfir 10 ára náin kynni af hinu aldraða þjóðskáldi okkar, þá man jeg að vísu fátt, en ógleyman- leg stendur hún þó fyrir mjer myndin af þessum eina þjóðkunna sambæjarmanni mínum. Og hvað hann hefir verið mjer, þessi ár finn jeg nú best, er hann hefir dvalið er- lendis alllangan tíma. Hvort sem jeg sit heima hjá mjer eða geng eft- ir götum bæjarins, þá sakna jeg hans og hlakka til að sjá hann aftur. Ætíð hef jeg orðið var við þessa tUfinningu, þegar gamla skáldið er fjarverandi, en jeg minnist þess varla, að hafa veitt því eftirtekt um aðra sambæjarmenn mína. Mjer finst bærinn vera orðinn svo undar- lega tómur og kuldalegur. Það er heldur ekki furða þótt tómlegra sje, þegar sæti hans er autt, því hann fyllir bókstaflega tveggja manna pláss, að minsta kosti þeirra, sem grannvaxnir era og fyrirferðarlitlir, og þegar tU hans sjest á götunum, þá er það ekkert smáræðis stryk, sem í reikninginn kemur, heldur fyrirferðarmikUI flöt- ur, sem augað hvílist við að horfa á Það, sem maður fyrst rekur aug- un í hjá síra Matthíasi, næst vexti og ytra útliti, er glaðlega, vingjarn- lega viðmótið, hvar sem hann hitt- ist. Það era engir kaldir, grannir fingurgómar, sem rjett er tylt í hendi manns, þegar hann heilsar, heldur er það heUl, hlýr og mjúkur hrammur, sem grípur um hendina og skekur hana vingjamlega og innUega... Það leggur oftast af síra Matthí- asi einhvem yl, sem gerir stofnuna hlýrri meðan hann stendur við og skapið ljettara, löngu eftir að hann er farinn burtu...” Mjer finst þetta mjög góð lýsing á síra Matthíasi í nærsýn, eða hvers- dagslega. Mín kynning af honum er meira úr fjarsýn, enda þótt við hitt- umst nokkram sinnum á lífsleiðinni. Hann kom oft tU Reykjavíkur á efri áram sínum, eftir að hann varð sjö- tugur. Um áttrætt ferðaðist hann landveg um æskustöðvar sínar við Breiðafjörð, og er hann þá enn furðu ungur í anda í ýmsum þeim Ijóðum, sem hann kveður þá. Síðast sá jeg hann 81 árs gamlan, sumaiið 1916, varð honum þá samferða á skipi tU Akureyrar. Hann var alla daga á gangi uppi á þUfari, hafði gaman af að horfa til lands og rifja upp sögur, sem gerst höfðu á þeim svæðum, sem við blöstu. Af slíkum sögum kunni hann ógrynni öll og sagði vel frá. Það sem angraði hans þá helst, var svefnleysi. Hann tók margfalda svefnskamta á hverju kvöldi en tókst þó ekki að festa svefn sumar nætumar. Jeg hygg að þetta hafi verið síðasta ferð hans um lengri veg. Hann lifði eftir þetta fjögur ár á Akureyri, til 1920, en andaðist þá um haustið, hálfníræður að aldri. Nokkur orð um listdóma eftir JÓN ENGILBERTS 1933 íslensk málaralist er ung og stendur á svo veikum grandvelli, að það er ástæðulaust og ábyrgðarhluti fyrir óupplýsta menn í þess- um efnum að vera að fella órökstudda dóma um þá fáu af okkar eldri málurum, sem reynt hafa að leiðbeina almenningi, eins og málarinn Jón Þorleifsson hefir gert með skrifum sínum. Það munu margir hafa tekið eftir því, að eins eitt einasta blað hjer í bæ hefir það mikið menningarsnið á sjer að hafa ráðið fastan listdómara, sem ekki er ætlað það starf að skrifa út frá kunnings- skap eða látið er haldast það uppi að bera fram tómt vanþekkingarblaður um mál- verkasýningar, heldur skrifar af viti og reynslu eftir marga ára starf sem málari og dæmir út frá forsendum og þekkingu, alvar- lega starfandi og hugsandi listamanns, og gengur auk þess út frá þróun evrópískrar málaralistar. Manni vh-ðist nú, að lesendur allra blaða borgarinnar eigi heimtingu á því, að einungis menn með viðurkendri þekkingu sjeu látnir skrifa um þau mál, sem fyrir kunna að koma, sama í hvaða grein það er, og ekki hvað síst þá er um unga listgrein er að ræða. En því miður hefir þetta verið alt á annan veg hjer. Ekki er þó ástæða til að álíta, að ritstjóm- ir blaðanna geri þetta að yfirlögðu ráði, með það eitt fyiir augum að villa og eyðileggja skilning manna á því, sem best er gert í ís- lenskri málaralist. En það er engu líkara en að einsaka list- dómarar hjer sjeu að vinna að því að grafa undan dómgreind þjóðarinnar á þessu sviði og leggi í einelti þá fáu íslenska listamenn, sem á heiðarlegum grandvelli hafa urnið sjer nafn og viðurkenningu víðsvegar um Evr- ópu. Þetta er í hæsta máta skaðlegt, og verður þegar að stemma stigu fyrir þessu af öllum dagblöðunum, en það verður einungis gert með því, að öll blöðin ráði sjer fasta leiðbein- endur í þessum málum og einungis þá, sem vitað er um, að hafi nægilega þekkingu og kunnáttu til að dæma um myndlist. Sem tryggingu fyrir lesendur blaðanna ætti ann- ar eða báðh- af landsins þektustu máluram, þeir Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson, að vera spurðir til ráða af ritstjóram blað- anna, er þeir væra að ráða sjer listdómara. Þetta væri mikil framfór frá því, sem nú er. Myndu þá líka blöðin sjálf losna við mikið kvabb og ónæði allra þeirra manna, sem hjer era að skrifa um list af dæmafáu þekkingar- leysi og bamaskap. Væri það að minsta kosti mikils virði, að menn eins og Guðbrandur Jónsson, Frey- móður Jóhannsson og Þorsteinn Jónsson o.fl. væra ekki látnir vaða uppi í dagblöðum bæjarins eins og nú er. Ættu ritstjórar blaðanna hjema, þeir, sem vilja stuðla af framgangi íslenskrai- málara- listar, að taka þessa hluti til athugunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.