Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 78
<8 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
Morgunblaðiö/RAX
Hvað er existensíalismi?
eftir JOHANN
HANNESSON
Í96Ö
„Sú heimspeki vorra daga, sem er
mest umtöluð og minnst skiiin" seg-
ir dr. Winsnes, sem lengi hefir
kennt heimspekisögu við Oslóarhá-
skóla, um þessa hreyfingu. Það sem
hér fer á eftir, byggir að verulegu
leyti á framsetningu þessa mæta
manns, sem góðfúslega hefir veitt
undirrituðum leyfi til að hagnýta
það, sem hann hefir um þetta mál
T'jitað. Hér verður þó aðeins rætt um
fáein frumatriði, eins og gefur að
skilja í svo stuttu máli. Auk þess er
stuðzt við nokkur verk existensí-
alistanna sjálfra.
Jean Paul Sartre kvartar einnig
undan misnotkun á nafni stefnunn-
ar. Stafar þetta e.t.v. af því að ex-
istensíalistar hafa komið af stað
hreyfingu, sem borizt hefir inn á
mörg svið andlegs lífs V-Evrópu og
inn í hana hafa dregizt margir, sem
hafa litla hugsjónalega þjálfun og
geta því aðeins óljóst rakið ættemi
hugmyndanna, einkum hafa sumir
ungir menn brugðizt við af meira
kappi en forsjá og getur slíkur
áhugi orðið spaugilegur.
Nauðsynlegt er að taka þegar
fram að stefnan greinist margvís-
lega, einnig meðal leiðtoganna.
Telja sumir sig til trúleysingja,
enda engin ástæða til að efast um að
þeir eru það, en þar fyrir eru þeir
ekki eins og þeir trúleysingjar, sem
vér eigum að venjast. - Aðrir eru
menn trúhneigðir og sumir eru trú-
aðir kristnir menn.
I I
Hvað er þá þessum ólíku mönn-
um sameiginlegt? Til ráðningar
þeirrar gátu verður þá fyrst á vegi
vorum sjálft nafn stefnunnar. Orðið
existens, af lat. existentia, er yfir-
leitt þýtt á vora tungu með orðinu
tilvera. En sú þýðing nær ekki leng-
ur hinni réttu merkingu orðsins.
Essentia, sem er náskylt hugtak, af
sögninni esse, að vera til, að vera
fyrir hendi, þýðir einnig á sinn hátt
tilvist eða tilveru, í sumum sam-
böndum kjarni máls, innihald. Segja
má að hugmyndir séu til og daglega
gerum vér ráð fyrir tilveru hluta,
eins og t.d. steina. Nú segja ex-
istensialistar að tilvera hugmynda,
hluta og manna sé svo ólík að vill-
andi hljóti að vera að segja að þessi
tilvera sé öll eins. Tilvera steina og
manna er svo ólík að óhæft er að
nota sama heiti um hvora tveggja
að dómi existensialista. Orðið ex-
istens á hjá þeim eingöngu við virka
og ábyrga tilveru mannlegra per-
sónuleika. Steinar eru fyrir hendi,
hugmyndir lifa í hugum manna, en
aðeins mannlegar verur geta haft
existens. I hugsjónafræði existensí-
alista kemst maður næst því að
skýra existensinn svo sem virka til-
veru ábyrgra mannlegra persónu-
leika. En með þessu er þó ekki rún-
in ráðin, því existensinn er „óskil-
greinanlegur". Þótt vér segjum að
hann sé hinn upplifaði mannlegi
raunveruleiki, „la realité humaine"
gagnstæður og aðgreindur frá til-
vist hluta, verkfæra, þá er hér ekki
um tæmandi skilgreiningu að ræða,
heldur aðeins lýsingu á einu af þeim
frumatriðum sem existensíalistar
flytja í boðskap sínum. En það
skiptir meginmáli að maðurinn geri
sér grein fyrir því að mannleg til-
vera er annars eðlis en önnur til-
vera. Þetta kann að virðast sjálfsagt
og hugsandi alþýðumenn skilja það.
En það kann að gleymast valdhöf-
um og leiðtogum, forstjórum og
öðrum, sem fást við menn í stórum
stil.
Fyrstur manna notar Sören
Kierkegaard (1813-1855) orðið ex-
istens 1 þessari nýju merkingu.
Jafnframt hugtakinu subjectivitet
(einstaklingseðli, einstaklingsskoð-
un) er existens eitt af hinum nýju
baráttustefnu-orðum hans gegn
Hegel og kenningum hans. Hegel
taldi að einstaklingurinn skipti
mjög litlu máli, en áleit aftur á móti
að stofnanir þjóðfélagsins og þá
einkum ríkið, væru mjög þýðingar-
mikil fyrirbæri, með því að í þeim
birtist „hinn mikli eilífi Andi“. Marx
aftur á móti talar um hið mikla eilífa
efni, sem skiptir öllu máli í tjáningu
þess í þjóðfélaginu. Þannig geta
tvær gjörólíkar skoðanir verið sam-
mála um að einskisvirða einstak-
linginn. Hér koma fram andmæli
Kierkegaads gegn Hegel. „Hinn ex-
istensielli hugsuður leitast ávallt við
að meðhugsa það í allri sinni hugs-
un að hann er existerandi“ - það er
að segja virkur þátttakandi. Menn
hafa jafnan talið að Kierkegaard sé
ekki við alþýðu skap. En hvenær
sem vér biðjum einhvem að mega
tala við hann einslega (Talaðu við
mig eitt orð) þá notum vér hans að-
ferð. Menn skyldu hér einnig minn-
ast Sókratesar.
I I I
Vér erum nú komnir að öðru meg-
in einkenni exístensíalismans. Ex-
istensíalistinn er virkur, hann hef- ►
7\ndlegar afurðir
eftir ÁRNA
THORSTEINSSON
1923
Tileinkað hr. próf.
Svbj. Sveinbjörnsson.
I kvöld kl. VA eru hljómleikar prófessors
Svbj. Sveinbjömssonar og langar mig til að
hripa af því tilefni stutta hugleiðingu fyrir
lesendur Morgunblaðsins.
Land vort er oft, alt of oft, talið eitt hið
fátækastaí Norðurálfunni og þó víða væri
'jfc leitað á hnettinum og daglega talið snýst
oftast um afurðabasl og fjárskort þegar
ekkert selst. Þetta kann vel að vera rjett
athugað og mikill fótur fyrir því að minsta
kosti, þegar átt er við blessaðan þorskinn
og sauðkindina, sem gefa af sjer einatt
nokkrar kringlóttar. En það era til aðrar
afurðir sem framleiddar era af þessari
, fátæku og fámennu þjóð og sem ekki eru
* þýðingarminni en hinar áður nefndu, þótt
þær gefi lítið af sjer í aðra hönd. Það eru
afurðimar á listasviðinu, sem meðal allra
menningar þjóða eru taldar þýðingarmeiri,
og bera betri ávöxt í menningaráttina en
hinar. Afurðimar á listasviðinu meðal vor
era margskonar, og furðanlega miklar hjá
ekki stærri þjóð. En vilja menn nú almennt
líta við þeim hjer? Nei, jeg held nú ekki.
Þeir eru því ver og miður teljandi, sem
nokkurn verulegan áhuga hafa fyrir því
hvað er framleitt á Iistasviði vora, því, sem
nær yfir hljóm- og sönglist.
Hvað er framleitt á því sviði? Flestum
hjer mun verða erfitt um svar, því
venjulega hafa menn einhvern ímugust,
nokkurskonar hálfgerða fyrirlitningu á því
sem innlent er á musik-sviðinu. Menn vilja
heldur líta við því útlenda á þessu sviði
eins og á hinum sviðunum. Margt er ágætt
af erlendri musik, en menn ættu að varast,
að láta þá staðreynd blinda sig svo, að ekki
vilji þeir líta við hinu innlenda. Þó mönnum
finnist ekki hið innlenda í muskinni jafn
glæsilegt og snoturt eins og hið erlenda,
þá ætti þó að vera sá snefill af þjóðlegri
ræktarsemi hjá mönnum að þeir reyndu til
að kynna sjer gæði þessara íslensku
listaafurða, hvenær sem tækifæri býðst.
í kvöld verður eitt af þessum
tækifærum: þá heldur Nestor íslenskrar
tónlistar, prófessor Sveinbjörn
Sveinbjörnsson hljómstefnu með löndum
sínum í Nýja Bío, heldur þar undir skírn,
ef svo mætti að orði komast, fjölmörgum
tónsmíðum sínum og setur það hámark á
hinu innlenda músik-sviði, sem aðrir munu
keppast um að ná; en það skulu þeir góðu
hálsar vita, að þegar þeir eru þangað
komnir, í fótspor gamla - nei unga
Sveinbjörnssons, þá er hann þotinn langt
fram úr þeim svo þeir verða að sækja í sig
nýtt kapp og herða sig betur.
Eins og kunnugt er, er Sveinbjömsson
elstur allra þeirra Islendinga, sem gefið
hafa sig við tónlist og afurðir hans á því
sviði flestar, mestar og bestar, tónsmíðar
hans era hreimfagrar, eðlilegar og lausar
við tilgerð og smekkleysur, og óhætt mun
vera að segja hinum vandlátu að ekki
brýtur hann nein af boðorðum hinnar helgu
listar, tónlistai'innar, eins og sumum af
okkur hinum sem í þessu hafa „fúskað", er
gjarnt.
Sveinbjömsson hefir lagt, og er enn að
leggja, grundvöllinn undir alla innlenda
musik; hve langt er komið með grundvöllinn
geta menn sannfært sig um í kvöld og glatt
sig yfir árangrinum; - undirstaðan sem
Sveinbjömsson hefir lagt mun reynast
ábyggileg fyrir þær íslensku kynslóðir sem
óbornar eru, og sem síðar leggja fram
andlega krafta sína á tónsviðinu til þess að
fullgera verkið. En verður það þá
nokkurntíma fullgert? Nei - því tónlistin er
ódauðleg og brautin óendanleg.