Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 60
30 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Einvígi aldarinnar 19 7 2 9 Heimsmeistaraeinvígið í skák fór fram í Laugardalshöli þar sem mættust heimsmeistarinn Boris Spassky frá Sovétríkjunum, til vinstri, og bandaríski áskorand- inn Bobby Fischer. Einvígið var sögulegt. Það var sett 1. júlí að Fischer fjarstöddum, en margra vikna togstreita varð um það hvar einvígið skyldi haldið og áskorand- inn var ekki kominn til landsins þegar mótið var sett. Eftir mikið þref var byrjað að tefla 11. júlí, síðustu skákinni lauk 1. septem- ber og Fischer var krýndur nýr heimsmeistari 3. september. Morgunblaðió/Kristinn Benediktsson Tvær sögur [Hann er enn á meðal vor eftir INGIMAR ERLEND SIGURÐSSON 1976 Eitt sinn skrifaði ég bréf, langt bréf, um allt sem mér lá á hjarta. Ég var svo ungur og óreyndur að ég hélt að einhver í heiminum, þessum stóra heimi, biði þess með opinn faðm að taka við mínum hjartans málum, gera þau að sínum. Pá vissi ég ekki að menn forðast eins og heitan eldinn: brennandi áhugamál annarra, einkum ef þau fjölluðu um það sem máli skiptir. Eins og ungum mönnum er gjamt tók ég lífið alvarlega. Mitt hjartans mál var einmitt: lífið, tiigangur þess; hvort guð væri dauður, mað- urinn og einmanaleiki mannsins. Þetta var opið bréf: engin utaná- skrift, ekkert frímerki. Enginn þurfti að hafa fyrir því að rífa það upp. Allir gátu haldið að það væri - til sín. Eða freistast til að forvitnast um innihald þess. Enginn sem byrj- aði að lesa það myndi hætta, fyrr en því væri lokið. Ég sá fyrir mér gamla konu sem felldi á bréfið tár; sá fyrir mér gamlan mann sem kreisti bréfið, skjálfandi höndum, og slétti úr því; sá fyrir mér unga stúlku sem blán- aði í augum; sá fyrir mér ungan mann sem reif bréfið í tætlur, sat svo langt fram á nótt við að raða bútunum saman. Ó æskublekking! Hví var engin utanáskrift? Vegna þess að ég átti engan vin, hvorki gamlan né ungan, karl- eða kvenkyns; engan sem ég treysti fyrir - sál minni. Hví var ekkert frímerki? Ég var svo fátæk- ur að ég átti ekki fyrir því. Hví var engin undirskrift? Ég bjóst aldrei við svarbréfi; í fylgsnum hjartans vissi ég að allir voru saman, í ein- manaleikanum. Ó, æskublekking! Ég læddist með bréfið út, þegar allir voru sofnaðir í húsinu og grenndinni, faldi það inni á brjóst- inu; skimaði allt í kringum mig - enginn á ferli - gekk margsinnis framhjá póstkassanum, loks eins og það rynni ofan í hann; ég reyndi að ná því aftur, en tókst það ekki þótt ég væri fingrafimur; auk þess var ég hræddur um að lögreglan kæmi að mér og héldi að ég væri að veiða upp úr kassanum, bréf sem ég ætti ekki; ég gæti engan veginn sannað eignarrétt minn á bréfi í opinberum póstkassa, og lögreglan þekkir ekki hjörtu manna. Ég reyndi að hugga mig við að bréfinu yrði hent: opið bréf, í ófrí- merktu umslagi án utanáskriftar bréf án undirskriftar - því yrði hent. Samt lá ég andvaka til morg- uns. I þessu bréfi fólust leyndustu hugsanir mínar; myndi einhver geta rakið ósýnilega slóð þeirra til mín? Hjartað barðist í brjósti mér eins og lítill fugl - bréfdúfa í búri. Þegar ég vaknaði að áliðnum degi, fann ég ekki fyrir hjartanu í brjósti mér, þreifaði skelfingu lostinn inn á brjóstið: hjartað var þarna ennþá, það sló. Ég hafði aðeins glatað bréfi - bréfi þess. Síðan hef ég aldrei skrifað þvílíkt bréf. Það er aðeins hinir ungu og óreyndu sem trúa heiminum fyrir hjarta sínu. Kannsld skáldin - með- an þau eru ókunn. Ég var löngu bú- inn að gleyma þessu æskubréfi - þessu glataða bréfi - þegar það ný- verið barst mér í hendur, eftir öll þessi ár. Þið getið ímyndað ykkur undrun mína, þegar mér barst það með jólapóstinum í ár. Sama bréfið, velkt og óhreint. Eins og ótal hend- ur hefðu fjallað það. Þama stóðu mín eigin orð, skrifuð minni hendi. Merkilegt hvað rithönd breytist lít- ið þótt allt annað breytist. Ég las æskuhugsanir mínar og verð að segja eins og er: Ég felldi á bréfið tár. Ég vöðlaði því saman og sléttaði úr því, skjálfandi höndum. Ég blánaði í augum. Ég reif það í tætlur og límdi það saman á autt blað. Það var ekki fyrr en að öllu þessu loknu að ég uppgötvaði það ótrúlegasta: þetta var ekki sama umslagið, heldur nýtt og hreint um- slag. Á því stóð nafn mitt og heimil- isfang, ritað skýrri ókunnri hendi. Eins og mitt umslag, var það ófrí- merkt. Ég vakti alla nóttina og hlustaði á hjarta mitt slá. Þegar ég var að festa blundinn, heyrðist mér hljóma: Hann er enn á meðal vor - og á ekki fyrir frímerki fremur en aðrir einstæðingar. Vængir Gamli maðurinn hafði gengið um allar jarðir. Tíminn greri í spor hans, greri í holdi hans, greri fyrir augum hans. Síðustu árin gekk hann blindur; engin vissi hvernig hann rataði leið- ar sinnar. Bak hans var bogið af að bera tímann - og pokann, sem hann aldrei skildi við sig. „Hvernig ferðu að því að rata?“ spurðu hann böm jarðar. „Ég er ekki að fara neitt sér- stakt,“ svaraði gamli maðurinn, og hélt áfram göngu sinni. „Hvað er í pokanum þínum?“ kölluðu böm jarðar til hans. „Vængir,“ svaraði hann. Böm jarðar hlógu, góðlátlega. Gamli maðurinn hélt áfram göngu sinni - unz hann hné niður; dó. Pok- inn var opnaður. Það var satt: í pok- anum vom samanbrotnir vængir, grónir við bak gamla mannsins. „Hann hefði getað flogið,“ sögðu böm jarðar undrandi, „en samt kaus hann að ganga á jörðinni, eins og við.“ Þau viknuðu, reistu vængjum hans musteri, letmðu fyrir anddyri þess: Hann bar himininn - fyrir okkur. Tíminn greri í letrið, greri í vængjunum, sem molnuðu og urðu að dufti. Andvarinn bar duftið út um bogagluggana; upp til himins. „Gamli maðurinn hefur vitjað vængja sinna,“ sögðu böm jarðar - og jöfnuðu musterið við jörðu. Þökkum viðskiptavinum ánægjulegt samstarf á liðnu ári Sími: 588 5530 • Fax: 588 5540 • Netfang: berg@skyrr.is Traust fasteignaþjónusta í yfir 10 ár FASTEIGIMAMIDLUNIIM • ÞekkÍIIQ BERGSi Þjónusta I----------------------------------------------------------------1 dagur eftir JÓHANNES ÚR KOTLUiyi 19 2 8 Hann rís í austri með roða á vöngum og rennur ljettur um himinboga. - Til nýrrar sóknar hann suður stefnir, af sigurfópuði aupn loga. Hann bregður ljósi yfir lífsþrá moldar og laugar ylgeislum djúpin blá. - Hann faðmar smælingjann, stór og sterkur, og strýkur svefninn af jarðarbrá. Hann tendrar kyndil með hægri hendi, - sá helgi kyndill er sólin bjarta. Hann vekur alt það, sem vaknað getur, og vermir glitstöfum sjerhvert hjarta. - Hann fyllir heiminn af yndi og angan og öllu því, sem vjer dáum mest. En nóttin, myrkrið og feigðin flýja, er fyrsti bjarminn af dýrð hans sjest. Hans líf er styrjöld við Loka-ráðin, er leynast fólgin í djúpi nætur. Hans ljós er árás á lögmál dauðans og ljúfust huggun þess alls sem grætur. - Hans mark er sigur í sólarveldi og sýnir öllu hvert stefna ber. Hans starf er sköpun þess alls sem elskar og yrkir lífið á jörðu hjer. í starf hver draumur við dögun breytist hjá dýrum merkur og blómum vallar og fiskum sævar og fuglum loftsins, því fram til stórvirkja ljósið kallar. - Og þjóðir hefjast úr myrkur-móðu í magnað, titrandi geislahaf, og fylgja sjer út í fapan voða með foringjanum, sem ljósið gaf. Og bjart er um fórnir feðra og mæðra. - En fiðrildi svífa og laxar stikla og álftirnar kvaka og grösin gróa. - Nú gengur það - sigurverkið mikla! Hver skepna jarðar til himins horfir og hyllir áköf þann bjarta dag. - Og starfað er, hlaupið, stokkið, flogið og stefnt til marks - fram á sólarlag. Hver dauðleg vera til lífsins leitar og Ijósið er henni sigurgjafi. - Hún finnur hugsjón í himingeislum, en hyldýpið tómt í skuggans kafi. Hún fagnar öllu, sem framar leiðir og fyllist brennandi vökuþrá, því óðum nálgast hinn efsti dapr og enginn veit hvað mun gerast þá. En andi mannsins fer óraleiðir, með ósk um ráðningu drauma sinna. í hverjum geisla hann leitar, leitar, - í ljóssins dýrð vill hann svarið finna. Hver trúarneisti, hver sannleiks sigur, hver syndajátning, hver hetjudáð, - öll eilífðarvon, öll ástarsæla er orðin til fyrir dagsins náð. Hann rís í austri með eld í sálu og altaf varpar hann skini á glugga. - Hann berst við myrkrið um aldir alda, uns ást hans sigrar hvern minsta skugga. - Er sólin hverfur á vesturvegum; - ó, vitið þjer, hvar hann dvelur þá? Þá er hann gestur hjá guði sjálfum, - hann pði sjálfum er kominn frá. I_______________________I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.