Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 95
1913 iMtrigiimMaMfo 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 9S í FÁUIVI ORÐUM SAGT VAR MUNKURINN DRAUGUR? eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 1967 Við vorum á leið suður á Fíeykja- nesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeii-ri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búða- tóttir standa enn og vitna um lífs- baráttu fólks með seltu í blóði. Nú hafa þeir safnazt til feðra sinna, sem fundu kröftum sínum viðnám í Tangasundi. Magnús er þaulkunn- ugur á þessum slóðum. Það eru þeir reyndar einnig félagar mínir í þíln- um, Eyjólfur J. Eyfells listmálari og Jóhannes Kolbeinsson smiður, sá vinsæli leiðsögumaður Ferðafélags- ins. Við höfðum áður komið saman að Selatöngum. Það var í fyrravor. Þá var bjart yfir sjó og landi og sæmi- legt veður, en hann hryggjaði við ströndina. Þegar við komum að Selatöngum rýndum við í búðartótt- irnar og horfðum yfir sundið. A meðan dró hann saman í vestrinu. „Hann er fljótur að drífa í,“ sagði Jóhannes, og átti við að hann væri fljótur að hvessa. Jóhannes og Eyjólfur eru gamlir sjómenn. Það má stundum heyra á tungutaki þeiira. Þegar við ókum heim úr þessari ferð, fórum við fram hjá Hrauni og ákváðum þá að skreppa aftur suður eftir og taka Magnús með. Nú vorum við aftur á leið að Sela- töngum til að uppfylla gamalt lof- orð, sem við höfðum gefið sjálfum okkur. I upphafi ferðar spurði ég Jó- hannes um Selatanga. „Það er bezt að þú spyrjir Magn- ús á Hrauni um þá,“ sagði Jóhann- es. „Eg gæti ímyndað mér að hann kunni skil á sögu þeirra.“ „A Selatöngum var verstöð frá því á 14. öld,“ bætti hann þó við. „Þá rann Ogmundarhraun og eyðilagði lendinguna í gömlu Krísuvík, sem nu heitir Húshólmi og er nokkru fyrir austan Selatanga. Þar má enn sjá gróðurbletti og bæjartóttir.“ Uti var nepjukaldi og það hafði snjóað. Eyjólfur, sem sat í framsæt- inu, pírði augun og sagði: „Hann er daufur yfir Reykjanes- fjallgarði.“ „Ætli snjói í Grindavík," spurði ég- , „Onei,“ svöruðu þeir einum rómi. „Kannski hefði ég átt að koma með koníakspela til að ylja ykkur,“ spurði ég. „Nei,“ sagði Eyjólfur, „ég drekk ekki koníak nema í heitu.“ „Hann vill ekkert kuldaskólp," sagði Jóhannes. Eyjólfur sagði: „Þegar Helgi lóðs kom eitt sinn fullur heim - hafið þið heyrt það - þá segir konan „Æ,“ segir hún, „farðu nú að hátta, Helgi minn, og biddu guð fyrir þér.“ „Ha,“ segir karlinn, „guð? Nei, ég vil eng- an guð.“ „Hann vill ekki einu sinni guð,“ segir þá konan.“ Þar með var koníakið úr sögunni. Jóhannes skimaði í allar áttir eins og gömlum sjómanni sómdi. „Hann verður líklega hægur í dag,“ sagði hann. „Hægur útsynn- ingur, en kular í élinu. Gæti orðið svolítið brim.“ „Þó það nú væri, þetta opna haf,“ sagði Eyjólfur. „En hvað um Selatanga," skaut ég inn í. „Þar var útræði fram um 1880,“ sagði Jóhannes. „Þá þótti staðurinn útúr og farið að brydda á nýjum tíma í Grindavík og víðar.“ „Ætli þar hafi orðið mikil slys?“ spurði ég. „Óljósar sagnir eru um slys,“ sagði Jóhannes. „En ekki áreiðan- legar.“ „Hefurðu séð nokkuð þai-, sem bendir til slysa,“ spurði ég Eyjólf. „Nei, ég heyrði bara dálítinn söng úr einni tóttinni, þegar við vorum þar í fyrravor. Já, reyndar hef ég alltaf heyrt söng úr einni tóttinni, þegar ég hef komið að búðunum. Þeir hafa sungið mikið í gamla daga. En ég heyrði engan söng, þegar við Jóhannes fórum þangað í vor. Þá var eitthvað bölvað rifrildi í einni tóttinni.“ „Já, þú varst að tala um það,“ sagði Jóhannes. „Ekki heyrði ég það.“ „Nei, þú heyrðir það ekki,“ sagði Eyjólfur. „Ég heyrði það aðeins fyrst þegar við komum að tóttar- brotunum, en svo var eins og það dæi út. Ég kom fyrir mörgum árum í herbergi í húsinu Nýlendugötu 19. Húsráðendur, sem voru kunningjar mínir, og vissu að ég sá stundum ýmislegt, sögðu: „Sérðu ekki eitt- hvað?“ „Ójú, ekki get ég neitað því. Ég sé einhvern slæðing," segi ég. „Það er gömul kerling úti í horni, hún er að bogra yfir einhverju og öll í keng.“ Ég lýsti henni fyrir fólkinu, sem sagði að lýsingin stæði heima. „Þetta er hún Guðrún gamla í Staf- nesi, hún átti heima hér og hafði prjónavélina sína í horninu því arna. Það hefur orðið eitthvað eftir af henni þarna.“ „Orðið eftir,“ endurtók ég. „Já, tilveran er undarleg. Hún skilar öllu. Ekkert týnist. Þetta voru eftirstöðvar af Guðrúnu. Hún vai- þarna auðvitað ekki sjálf. Ég skynjaði engan persónuleika í mynd hennar. Hér sitjum við og tölum saman, og það geymist. En ein- hvern tíma sér eða heyrir einhver til okkar. Þá verðum við kannski komnir langleiðina inn á astralplan- ið.“ Við hlustuðum á Eyjólf, þögðum. Nú talaði sá, sem hafði sjón og heyrn til tveggja heima. Bílstjórinn dró jafnvel úr ferðinni, og var farinn að leggja við hlustirnar. Eyjólfur átti leikinn. „Það hefur verið mikill söngur í gamla Kleppsbænum,“ sagði hann. „Þegar ég kom fyrst að bænum, var hann yfirgefinn, en uppistandandi. Þá heyrði ég sálmasöng. Þeir hafa líklega samvizkusamlega lesið hús- lestrana sína og sungið sálma, gæti ég trúað, kannski ekki veitt af.“ Það varð þögn. „Hefurðu séð nokkuð,“ gaukaði ég að Jóhannesi. „Nei, ekkert.“ „Jú, hann hefur séð margt,“ sagði Eyjólfur. „Hann hefur séð margt fallegt. Hann hefur séð há og tign- arleg fjöll í öllum veðrum. Hann hefur horft yfir öræfin og þekkir ótal örnefni. Hann hefur séð það sem er eftirsóknarverðast, landið okkar í allri sinni dýrð.“ „Já,“ sagði Jóhannes, „það hef ég. En maður þarf ekki að vera skyggn til þess.“ „Þú varst að lýsa fyrir mér dular- fullri reynslu, þegar -YÍð.-fÖann suð- ur eftir í lýrravor," fullyi’ti ég. „Ekki man ég það.“ „Þú varðst var við eitthvað í skál- anum á Jökulhálsi" sagði Eyjólfur. „Það var óvera,“ sagði Jóhannes. „Ég sá eitthvað, en aðrir sáu það ekki síður. Það vai' afarsterk fylgja. Maður sem var dáinn fyrir 16 árum. Hann hefur líklega verið að fylgjast með þessu ferðalagi okkar.“ „Kannski hann hafi ekki verið þarna sjálfur, ætli það hafi ekki bara verið hugur hans, sem fylgdist svona sterklega með ykkur,“ sagði Eyjólfur. „Jú, ætli það hafi ekki verið,“ sagði Jóhannes. „Og hugur hans hefur þá umbreytzt í persónu hans.“ „Sá sem sézt annars staðar en hann er,“ sagði Eyjólfur, „birtist venjulega í réttri mynd sinni. Við skiljum svo lítið brot af tilverunni, skynjum aðeins yfii’borð hennar og misskiljum flest. Við erum, þrátt fyrir góðan þroska á veraldarvísu, mjög ófullkomin." Jóhannes stóðst ekki freisting- una, en sagði: „Ég er fæddur og uppalinn að Úlfljótsvatni.Einhverju sinni um haust, eða um líkt leyti og nú, já, það var áreiðanlega í byrjun nóvem- ber - var ég bak við hesthúsið að leysa hey handa beljunum. Það var kvöld og svartamyrkur. Þá heyri ég að hundarnir gelta. Traðirnar lágu heim að hesthús- inu. Það hafði verið frost en klökkn- aði þennan dag og holklakinn farinn að slakna. Ég heyri að einhver ríður traðimar heim að hesthúsinu, stanzar og fer af baki. Ég heyri hringlið í beizlisstöngunum, þegar taumarnir eru teknir fram af hest- inum. Einhver gengur að dyrunum, ég legg við hlustimar - maðurinn staðnæmist og kastar af sér vatni. Svo heyrist ekki meir og hundarnir hætta að gelta. Ég geng að hesthús- dyrunum og huga að því, hver geti verið þarna á ferð, en sé engan. Það var meiri ákoman.“ Þetta er nú meiri guðfræðin, hugsaði ég. Svo spurði ég Eyjólf: „Er ekki sjaldgæft að menn séu að kasta af sér vatni hinu megin?“ Hann hristi sitt silfurgráa höfuð. „Þú misskilur þetta allt,“ sagði hann. „Það sem Jóhannes varð vitni að var ekki annað en gamalt berg- mál. Hann upplifir af einhverjum ástæðum, að einhverjum hefur orð- ið mál fyrir mörgum öldum. Annað er það nú ekki. Ekkert í tilverunni er svo ómerkilegt að það týnist í glatkistuna. En hvernig eigum við, þessir líka maurar í mannsmynd, að skilja að það er ekkert til, sem heit- ir fortíð, nútíð eða framtíð. Það er hægt að sýna kvikmynd eins oft og hver vill, þannig er einnig hægt að upplifa svipmynd þess sem var. Líf okkar geymist á dularfullan hátt.“ Ég sneri mér að Jóhannesi og spurði um dvöl hans á Úlfljótsvatni? „Faðir minn var bóndi þar í 26 ár,“ sagði hann. „Hann dó 25. marz sl. 94 ára gamall. Hann hét Kol- beinn Guðmundsson. Hann lá ekki rúmfastur nema 3 vikur. Annað hvort voi'u menn í gamla daga ódrepandi eða ekki,“ sagði Jóhann- es og brosti. „Heldurðu að Jóhannes eigi eftir að verða 94 ára,“ spurði ég Eyjólf. „Nei-i,“ svaraði Éyjólfur dræmt. „Heldurðu að hann eigi eftir að verða jafngamall og þú?“ ^ „Það efast ég um.“ „Hvað ertu gamall?" „Karlinn er orðinn 81 árs.“ „En ég, verð ég 94 ára?“ „Nei, þú verður ekki eins gamall og ég,“ sagði hann ákveðið. Ég fór að reikna. „En verð ég ekki sjötugur?" sár- bændi ég hann. „Maður skyldi ekki forsvara neitt,“ sagði hann. Ég sá að ekki dugði að freista Eyjólfs, svo að ég sneri mér að Jó- hannesi. 4 „Þú manst auðvitað vel eftir Tómasi Guðmundssyni hinum meg- in við Sogið,“ sagði ég. Jóhannes hrökk við. Hann hefur líklega einnig verið að reikna, hugs- aði ég. „Tómasi,“ sagði hann, ,jú-ojú, en við þekktumst ekki mik- ið. Hann var eldri en ég. Það bar við að ég kom heim til hans. Hann var ákaflea feiminn við ókunnuga og faldi sig, ef einhver kom. Ég vissi ekki þá, að hann ætti eftir að varpa svo mildum ljóma á Sogið og sveit- ina; að hann ætti eftir að verða stór- skáld.“ Og Jóhannes varð hugsi. „Tómas var talfár,“ sagði hann. „Foreldrar hans voru gott fólk og höfðingjar.'' Ég fylgdist með því sem unglingur, þegar hann birti ljóð eftir sig í Heimilisblaði Jóns Helgasonar, þá var hann innan við fermingu. Hann orti um æskustöðvarnar, og þar eru Sundin blá.“ „Heldurðu að hann eigi við þau - sundin við Sogið,“ spurði Eyjólfur undrandi. „Já, það hefði ég haldið,“ svaraði Jóhannes viss í sinni sök. „Hvergi eru blárri sund en við Brúarey í Sogi. Þau blasa við æskuslóðuuw skáldsins.“ ► gabba Gleðilegt ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.