Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 116

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 116
116 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 * ara vísna, sem að þessu leyti eru fullkomnar. Jónas lætur dalabónd- ann kveða í óþurkum: Hví svo þrúðgu þú þokuhlassi, súldamom, um sveitir ekur? Þjer mun ég offra til árbóta kú og konu og kristindómi. Þessi vísa er meitluð og köld, eins og mörg kvæði frá síðari árum Jónasar. - Þetta kveður hann um næturvindinn: Þegi þú, vindur! þú kunnir aldregi hóf á hvers manns hag; langar eru nætur, er þú, hinn leiðsvali, þýtur í þakstráum. Þegar til efnisins kemur, finnum vjer meðal kvæða Jónasar frá þess- um tíma allmikið af tækifæriskvæð- um - og oss kemur í hug kveðskapur Bjarna Thorarensens, hve sjaldan andinn kom yfir hann nema sjer- stakar ástæður væru til (en þá líka oft duglega, því skal ekki neitað). Vjer sjáum fram á það, að ef Jónas hefði verið í Reykjavík alla æfi, hefði hann orðið skáld smáþorpsins, ort fyrst og fremst erfiljóð, samsætis- ljóð og háðkvæði um menn („Skraddaraþankar um kaupmann- inn“) og viðburði í þorpinu. Vafa- laust hefði margt fallegt verið í því, en þau kvæði, sem oss eru nú kær- ust, væru þá ekki til. - Sjóndeildar- hringur hans hefði þá aidrei orðið svo víður sem hann varð. Hann hefði ef til viil orðið sælli - en hann hefði varla orðið betra skáld við að verða makindalegur borgari. En æfi hans varð önnur - hann lenti í flokki lítt þokkaðra nýjungamanna, Fjölnis- manna, og hann varð að þola harma og eymd - en því meiri sem harmar hans voru, því fegri urðu kvæði hans. I V Frá fyrsta tímabilinu í kveðskap Jónasar er kvæðið „Söknuður" - fegursta eða næstfegursta ástar- kvæði hans. Kvæði þetta er vottur ógæfusamiegrar ástar, sem fyrir Jónas kom á þessum árum og fylgdi honum út yfir hafið 1832 og lengi síðan. Svo leiðinlegur hlutur sem ógæfusamleg ást er, einkum sje hún langsöm, þá tjáir ekki að neita þeirri staðreynd, að áhrif hennar á bókmenntimar hafa verið geysi- mikii. Þarf ekki annað en nefna dæmi eins og Petrarca og Goethe (Werther) til að sanna það. - Hug- myndina í kvæðið (Söknuð) hefir Jónas sótt til Goethes („Jeg minnist þín“), svo sem alkunnugt er, en hitt > er ekki síður kunnugt, hve snildar- lega hann fer með hana, enda er kvæðið ritað með blóðí. I hinni nýju útgáfu af ritum Jónasar er annað ástakvæði, „Ferðalok“, sett í flokk með kvæð- um frá þessum tíma, og Indriði Ein- arsson (Iðunn 1928, bls. 279) telur það ort rjett eftir norðurför Jónas- ar úr skóla 1828. En allir hinir fyrri útgefendur hafa skipað því miklu síðar í ljóð hans. Hefði þeim Kon- ráði og Brynjólfi átt að vera manna best kunnugt um þetta. Jeg sje ekki ástæðu til að víkja frá hinni eldri skoðun, nema ný rök komi fram, sem afsanni hana. Hannes Hafstein getur þess til, að kvæðið sje ort í raunum Jónasar á síðari árum hans: „Gamiar og gleymdar ástir frá skólatíð hans vöknuðu og komu fram í hinu inndæla kvæði Ferða- lok.“ Mundi það ekki vera sama konan, sem Jónas hefir í huga í stökunum „Enginn grætur Islend- ing“: „Mjer var þetta mátulegt! mátti vel til haga, hefði jeg betur hana þekt, sem harma eg alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þjer alt í haginn! í öngum mínum erlendis yrki ég skemsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju; ó, að jeg væri orðinn nýr ogynniþjer aðnýju". Ef þessi skoðun er rjett, væri það ást Jónasar til Þóru Gunnarsdóttur, æskuást hans, sem hefði skotið upp í huga hans löngu síðar, mögnuð af þungum hörmum, „eins og heilla- stjama í sjávarháska" (Baudelaire). V Sumarið, sem Jónas fer utan í íyrsta sinni, markar tímamót í kveð- skap hans. Hann er nú alt í einu kominn fjarri ættlandi sínu - hann sjer það nú aðeins í draumum sínum og elskar það nú enn heitar en áður. Hann er kominn úr fábreytta þorp- inu á Seltjamamesi til borgaiinnar, með mannfjölda hennar og allskyns tækifæram, glaumi og skarkala, vís- indum, skáldskap og veraldarlífi. Hann drekkur djúpan teyg af öllum lindum hennar. Hann finnur nú sterkar en áður andvara hinnar róm- antísku stefnu - hann kynnist nú fyrst og fremst hinum þýsku skáld- um. Og hann heyrir gnýinn af frelsis- hreyfingu þeirri, sem hafin var með júlíbyltingunni á Frakklandi 1830. Alt það, sem nefnt var, kemur fram í kvæðum hans. Formgallar þeir, sem fundnir verða á kvæðum hans áður, hverfa. Kveðskapur hans auðgast að háttum og hug- sjónum, sjóndeildarhringurinn víkkar. Sjáið, hversu nýir bragar- hættir þyrpast nú fram! Vjer sjáum fomhættina, sem nú eru orðnir öraggir og stílhreinir. Auk þeirra, sem áður vora nefndir, koma nýir til. Tögdrápulagið, ljett og fjaðurmagnað eins og dansmær: Sofrnn var þá fífill fagur í haga, mús undir mosa, már á báru.... Dróttkvætt kemur fram í nýrri mynd (lengt um eitt atkvæði, vísan fjórar línur), en svo mjúkt, að það er nærri því ókennilegt: Ungurvarjegogungir austan um land á hausti laufvindar bljesu ljúfir, ljek jeg mjer þá að stráum. Enn fleiri fomháttaafbrigði koma fyrir, sem oflangt væri upp að telja. - Þá koma suðrænir hættir, hlýir eins og sumargola: Sonetta með yndisþokka margra alda fágunar: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.... Terzína, marglit fljetta, sem að öllu sjálfráðu endar aldrei: Skein yfir landi sól á sumardegi.... Stanza, svipmikil og tíguleg: Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda.... Elegía, lygn og tær eins og berg- vatn: Island farsælda-frón og hagsælda hrímhvíta móðir.... Redondilla: Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti jeg falleg gull; nú er jeg búinn að brjóta og týna. Hjá Heine lærir Jónas tvo hætti. Fyrst og fremst eftirlætisbrag Heines: Og undir norður-ásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Hitt er spanska rómanzan (rímuð hjá Jónasi); Hárið sítt af höfði drýpur hafmeyjar í fólu bragði; augum sneri hún upp að landi og á brjóstið hendur lagði. Þetta eru frægustu hættimir, sem fyrir koma hjá Jónasi, en marga fleiri notar hann á þessum áram. Þeim er öllum sameiginleg mýktin. Eftir förina út yfir hafið fjölgar líka viðfangsefnum Jónasar. Hann yrkir enn samsætiskvæði (en þau era innblásnari en áður) og erfiljóð. En svo koma ættjarðarkvæðin, eins og við var að búast, þar sem hann er svo fjarri Islandi á vori frelsis- baráttunnar, kvæði til þess að vekja og hvetja þjóðina - og þá vitanlega með því að setja hinni sljóu kynslóð fyrir sjónir dýrð fornaldarinnar, að rómantískum hætti. Hann yrkir mikið af nátturúlýsingum (Gunn- arshólmi, Fjallið Skjaldbreiður og önnur ferðakvæði), lofsöngva um sólina (Sólsetursljóð) og íslenskuna (Astkæra, ylhýra málið). - Maður úti á Islandi yrkir heldur ófimlegt kvæði um konu í Noregi, sem verð- ur úti - það særir smekk Jónasar, og hann kveður um þetta formfagra ballödu: „Fýkur yfir hæðir“ (undir bragarhætti Schillers á Ijóði Theklu í Wallenstein „Dunar í trjálundi“ - þýð. Jónasar, - hátturinn þó notað- ur áður af Bjarna Thorarensen). Hann yrkir viðkvæm dýrakvæði (Grátitlingur, Óhræsið) og kristalls- hreinar barnavísur (Sáuð þið hana systur mína, Heiðlóarkvæði). - Háðkveðskap sínum heldur Jónas áfram, en hann verður margbreyti- legri. Nú bætist skopstælingin við - það era einkum rímurnar, sem hann hefir að skotspæni. Nú kemst Jónas í kynni við hinn fyndnasta og andríkasta höfund samtíðarinnar, Heine. Þar kynnist hann hinu róm- antíska háði, tvísæinu, þar sem draumurinn og veraleikinn rekast á, þar sem saman fer djúp við- kvæmni og meinleg lítilsvirðing, tár blikar í augum meðan glott leikur um varirnar. Ágætt dæmi um þetta má nefna úr Heine. Hann yrkir fylkingu af ljóðum um ást sína og ástarsorg, og niðurstaðan verður loksins: 0, König Wiswamitra, o, welch ein Ochs bist du, dass du so viel kámpfest und bússest, und alles fúr eine Kuh.* I kvæðum Jónasar ber ekki alls- kostar mikið á hinu rómantíska, tví- sæa háði, en þó kemur það fyrir í hinum síðari kvæðum hans og þýð- ingum, en sýnu meira í brjefum hans og brotum. - Um samband Jónasar og Heines skal ekki rætt frekar hjer, en það er skemtilegt efni, sem kastar ljósi á skapferli Jónasar. V I I upptalningu minni á háttum Jónasar eftir hina fyrstu brottför hans af Islandi, hefi jeg ekki litið á það, hvort þeir koma fram seint eða snemma á árunum eftir 1832. Þetta kemur af því, að allan þennan tíma er formið það sama hjá honum. Ef nokkurs væri þar við að geta, þá er það, að vera má, að hættir Heines sjeu honum tiltækastir á síðustu ár- um. En að efni og efnismeðferð hygg jeg aftur á móti, að finna megi breytingu á síðustu áram hans. Ef ætti að kenna þetta tímabil við nokkuð, þá væri það helst raunsæi og klassicismi. Hvað jeg á við með þessu, mun brátt koma í ljós. Það er ekki efi á, að þunglyndi Jónasar hefír farið vaxandi hin síð- ari ár, og kemur það greinilega fram í ljóðum hans. Áður fjell eng- inn skuggi af raunum hans inn í sól- heima fegurðarinnar, skáldskapinn. Nú verða þeir fleiri og fleiri. Hann barmar sjer nærri því aldrei og er altaf karlmenni. En í fjölmörgum hinna síðustu kvæða hans er hin þunga undiralda sársaukans. En svo era önnur kvæði, þar sem honum hefir tekist að drotna alveg yfir sársaukanum, og þar kemur fram það, sem jeg kendi við klassicisma. I því orði er oft fólgin hugmyndin um hina grísk-róm- versku fomöld. En það getur líka táknað þann anda, það horf við hlut- unum, sem er skylt að einhverju grísk-rómverskum anda. Klassicismi er því um fjölmörg atriði ólíkur eða jafnvel andstæður rómantíkinni. Rómantíkin hefir mætur á fjarlægð- inni, rökkrinu, graninum, einstak- lingnum, gefur tilfmningunum og ímyndunarafli lausan taum. Klassicisminn metur meira nándina, vissuna, birtuna, hið sammannlega, vill skorða ástríðumar í ströngu fornii. I öllum hinum bestu kvæðum Jónasar, nema þá helst ástakvæð- um hans, ber mikið á klassiskum anda - sum rómantísk einkenni era þar ekki til, svo sem ástin á tungl- birtu og rökkri. En í mörgum síð- ustu kvæðum hans sigrar hinn klassíski andi að fullu, svo að það er ekki eftir snefill af rómantík. Vjer fáum ljósar, skarpar, raunsæar, svalar lýsingar á þjóðlífi (Sláttuvís- ur, Formannsvísur) eða þá staða- lýsingar: Ömurlegt alt mjer þykir útnorúur langt í sjá; beinin hvítna þar beggja bræðranna klettinum á. Það mætti vel líkja kvæðum sem Gunnarshólma við málverk, þessi kvæði era rismyndir (reliefs) í grískum stíl, úr hvítum, svölum marmara. íjc * í þýðingu Hanncsar Hafsteins: Þú vesalings Hallur á Hamri, hræðilegt naut ert þú, að þú skulir þjást svona mikið og það fyrir eina kú. Svarið eftir JÓN ÚR VÖR 19 68 Þú elskar hana, hún annan mann. Enginn er neitt nema hann. Fjall byrgir sýn. Þú flytur það úr stað. Hún mun aldrei uppgötva það. Allt er glatað, sem var einhvers vert. Æ, hví hefurðu ekkert gert? Þá seturðu fjallið, þar sem fjallið var. En það er auðvitað ekkert svar. -------------------- Með nætur- lestinni eftir HANNES PÉTURSSON 1962 Evrópsk nótt umkringir mig og streymir djúpt inn í huga minn; hafsjór af myrkri. Ég þýt inn í fjarskann. Fölbleik á aðra hönd brýnd sigð í rofi, rauð, voveiflega stjarna. Langt þar til morgnar? Myrkrið er kalt og þykkt. Mig lengir í svölun hjartans, hina lifandi fegurð: Bjölluklið hjarðar í skógi ogblómþungttré, dreymandihúsogjörðu sem ég heyri um leið og ég sé. -------------------- Kvöld nýrrar aldar eftir JÓHANN HJÁLMARSSON 1969 Heimurinn elskar ljós frá stjörnu, sem færist nær í garði kvöldsins. Kalt tunglskin flæðir yfir ferðbúið skip, sem bíður eftir merki um að sigla inn í birtu Guðs. I kvöld berst þér ekki annað hljóð til eyma en tíst einmana fugls í tijákrónu þungri af regni. Hver ert þú stjama, sem við greinum undir hvelfingu, sem við eigum, en er þó öðravísi en við sjáum hana? Annað ljós fjarlægist okkur. Nú er stjarnan í fáeinna mannsæva hæð. I ‘VÍJ**"* r • Almanak Þjóðvinafélagsins hefur veriö árbók íslendinga í meira en 100 ár. Tengið saman fortíð og nútíð með Almanaki Þjóðvinafélagsins 2000. Fæst í bókabúðum um land allt. SÖGUFÉLAG Sögufélag Fischersundi 3 101 Reykjavfk Sími: 551 4620 !l FRÖNSKUNAMSKEIÐ fyrir byrjendur, lengra komna, börn og eldri borgara, verða haldin 17. janúar- 15. apríl. Innritun alla virka daga frá kl. 11-19 í Austurstræti 3, sími 552 3870. Veffang aflismennt.is, netfang www.ismennt.is/vefir/af Ath. Ferðamálafranska og viðskiptafranska ALLIANCE PRANCAI8E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.