Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 51
1913 2000
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 51
Brúðkaupið
sem aldrei
var haldið
Morgunblaöið/RAX
Stundin komin til
að hefjast handa
MikluU SoT^trikjsniuL. vtó k*umu 13 ídaod*
WlF'i
Leiðtogafimdurinn í Höfða
19 8 6 9 Ronald Reagan forseti
Bandaríkjanna, og Michael Gor-
batsjov, aðalritari sovéska komm-
únistaflokksins og leiðtogi Sovét-
ríkjanna, funduðu í Reykjavík í
október 1986. Á fundinum, sem
fram fór í Höfða, miðaði verulega
í samkomulagsátt um stórfellda
fækkun langdrægra eldflauga og
meðaldrægra eldflauga í Evrópu
og Asíu, en skerið sem samkomu-
lag steytti á var ágreiningur um
geimvarnaráætlun Bandaríkja-
stjórnar, sem síðar var hætt við.
A stóru myndinni tekur Banda-
ríkjaforseti á móti Sovétleiðtogan-
um á tröppum Höfða við upphaf
fyrsta fundar þeirra en til hliðar er
Reagan ásamt Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta íslands, við Bessa-
staði.
eftir SIGURD BJARNASON
FRÁ VIGUR
Í969
Svörtuklettar heita þeir, og skaga
út í sjóinn sunnanvert við bæjarvík-
ina. Þeir standa þarna sorfnir hvíld-
arlausu gnauði haföldunnar.
Fremst eru þeir vaxnir þangi. Þar
getur jafnvel að líta krækling og
öðuskel í lágsjávuðu. En ofar, nær
þuiTlendinu eru þeir íhvolflr og
skápótth-. Þar má geyma gull og
gersemar, gimburskel og kufung,
brimsorfið ígulker eða hörpudisk.
Aþessum klettarana
stendur eitt milt
vorkvöld ung kona,
og veifar. Báturinn,
sem kemur að utan,
stefnir framhjá
eynni. Sex menn róa knálega, og
hann ber hratt yfir. En hin unga
kona virðist eiga brýnt erindi við
bátsverja. Hún leysir af sér svuntu
sína og veifar henni sem ákafast.
Ætla þeir að daufheyrast við kalli
hennar? Eru mennirnir hjartalaus-
ir, eða þekkja þeir erindi hennar og
þykir sér óskylt að sinna þvf?
Hún veifar einu sinni enn og kall-
ar. Sexæringurinn sveigir af leið og
lendir við Svörtukletta. Konan
gengur fram á klöppina og heilsar:
„Þið komið úr kaupstaðnum,“
segir hún „og eigið eitthvað handa
mér?“
Formaðurinn verður fyrir svör-
um:
„Jú við komum að utan. Eitthvað
er víst aflögu handa heimasætunni."
Tvær flöskur eru réttar í land, og
formaðurinn tekur við gullpeningi
til endurgjalds. Viðskiptunum er
lokið og báturinn leggur frá landi.
Konan, sem stendur eftir í þanginu
horfir döprum augum eftir honum,
Örlagasaga
I frá horfinni
löld
fylgir áratökunum og sér hann
hverfa austur fyrir klettana. Þá er
eins og hún ranki við sér, þar sem
hún stendur í rauðum sokkum, á
hvítbryddum lambskinnsskóm í
brúnu þanginu. Hún þrýstir flösk-
unum tveimur að barmi sér og
gengur hnarreist til bæjar.
- Hver er hún, þessi unga kona,
sem kallar sexmannafar að landi til
þess að fala brennivín og greiðir það
meira að segja í gulli? Hún er dóttir
dannebrogsmannsins, frænka
kammerráðsins, mesti kvenkostur
héraðsins.
Þessi mynd stígur upp úr móðu
áranna, fyrst þokukennd og óskýr,
síðan hrein og sterk. I henni rifjast
upp vestfirzk örlagasaga frá horf-
inni öld, dagar æskuásta og ham-
ingju, djúprar sorgar og vonbrigða.
Hverfum svo 112 ár aftur í tím-
ann.
Fjarðasýsla hefur fengið nýjan
sýslumann, aðeins 26 ára gamlan,
nýkominn heim frá kóngsins Kaup-
mannahöfn, þar sem hann hefur
lokið lagaprófi með láði. Hinn ungi
valdsmaður er maður fríður sýnum,
meðalhár, ljúfur og prúður í allri
framgöngu. Hann verður á skömm-
um tíma hvers manns hugljúfi. Sér-
staldega er viðbrugðið siðfágun
hans og hoffmannlegri kurteisi við
háa sem lága. Slíkum siðum á al-
þýða ekki að venjast af umboðs-
mönnum konunglegrai- hátignar á
miðri 19. öld. Hitt er tíðara að emb-
ættishroki og dreissugheit móti
framkomu þeirra við almúgann.
Einn Ijóður þykir mönnum á ráði
hins unga sýslumanns. Hann er
ókvæntur og býr í einu leigukamm-
elsi í Fjarðakaupstað, þar sem íbúar
eru um 140 talsins, er hann tekur
sér þar bólfestu. Aður hafa sýslu-
menn héraðsins setið á ýmsum stór-
býlum þess, og margir haldið sig
höfðinglega. Fjarðamenn kunna því
fremur illa við að yfirvald þeirra sé
tómthúsmaður á mölinni.
Ekki er örgrannt um að hofróður
héraðsins renni hýru auga til hins
unga sýslumanns. Kemur þar, að
ástir takast með honum og einni
þeirra. Það þykja mikil tíðindi og
góð þegar sú fregn spyrst að
Eyjólfur sýslumaður og María,
dóttir dannebrogsmannsins í Vest-
urey séu heitbundin. Er festaröl
þeirra dnikkið í Vesturey síðari
hluta sumars við mikinn fögnuð.
Framtíðin blasir við, full fyrirheita
um farsæld og hamingju.
Unnusta sýslumannsins er aðeins
17 ára gömul. Faðir hennar, Arnór
dannebrogsmaður í Vesturey er lát-
inn fyrir nokkrum árum, en
maddama Ragnheiður ekkja hans
býr áfram við reisn og skörungs-
skap. Hún situr í auðugu búi þar
sem ekkert skortir, heldur fjölda
hjúa og elur einkadóttur sína upp í
eftirlæti, sem jaðrar við taumleysi.
Heimasætan í Vesturey, hin verð-
andi sýslumannsfrú er fremur lág-
vaxin, dökkhærð, föl á hörund, ►
Oræfamálarinn Stefán frá Möðrudal
eftir ÖRLYG
SIGURÐSSON
Í9'83
Vinur minn og bróðh- í listinni, Stefán há-
fjallakúnstner og hestamálari frá Möðrudal,
hringdi til mín í fyrrakvöld og tjáði mér, að
nú væri tími og tækifæri til að skrifa. Hann
yrði sjötíu og fimm ára í dag og um aðra
helgi myndi Listmunahúsið við Lækjargötu
heiðra sig með stórsýningu á verkum hans.
Varla gat fyrirvarinn verið styttri og naum-
ari til mikilla og maklegra ritsmíða um þessi
tímamót. Hvað um það, þá verður mikið um
dýrðir í dag og langt fram á nótt. Eigi veit
ég gerla hvort kveikjan að tilstandinu er af-
mæli málarans eða Jónsmessan. Listamenn
munu efna til mikillar hátíðar í Laugardals-
höll. Þar verða lostætar ítalskar maukkökur
á boðstólum og ljúffeng suðræn vín til að
lyfta geði guma, að því er blöðin herma. Síð-
an verður vangadans stiginn með tilheyr-
andi hoppi og híi langt fram á bjarta vor-
nóttina. Vonandi er að sundurleitum og ólík-
um bömum listagyðjunnar takist að
skemmta sér saman eina kvöldstund í sátt
og sámlyndi á þessari nýtilkomnu Jóns-
messuhátíð eða Möðrudalsmessu, sem er
mun betur viðeigandi nafn á slíkri listahátíð.
Ef að líkum lætur mun afmælisbarnið mæta
þar með dragspilið sitt eins og æringinn
Hofs-Láki og þenja það og skæla eins og
forðum daga í Atlavík. Þá titruðu fagurlim-
uðu bjarkirnar í meyjaskemmunni á Hall-
ormsstað og Hólsfjöllin skulfu þegar hetjan
og hjartaknúsarinn þeysti heim í hlað í
Möðrudal.
Slíkar uppákomur munu eflaust verða
endurteknar í höllinni í kvöld. Skerandi
píkuskrækir munu enduróma um Laugar-
dalinn eins og á héraðsmótum forðum. Þá
geystist kvennaljóminn Stefán í Möðrudal
fótviss fram í meyjafansinn eins og ungur og
ólmur foli á dansfjölunum í fagnandi vor-
gleðinni. I kvöld mun þessi lífsglaði málari
hleypa fram af sér beizlinu, tralla og ralla og
stíga villt Hólsfjalla-diskó við þokkafullar
yngismeyjar og heimasætur höfuðborgar-
innar. Hann kann öllum betur lagið á að
sveifla þessum brothættu álfakroppum og
eggjandi frjósemisgyðjum og ærandi læra-
skellum án þess að brjóta neitt. Þrátt fyrir
sín sjötíu og fimm ár er hormónastarfsemin
í kaiii ennþá í fullu fjöri eins og hjá uppá-
halds stóðhestinum hans forðum, honum
Burstafellsblesa. Blessuð sé minning hans!
Meðfylgjandi teikningu dró ég upp af þess-
um fræga hrossamálara fyrir um ellefu ár-
um þegar hann kom æðandi á reiðhjólinu,
sveittur og sæll, veðraður og leðraður og
útiverulegur eins og frískur og frjáls fjalla-
hestur, sem aldrei hefír komið undir þak.
Hann óð um gólf svo að ég varð að teikna
litaskáldið á harðahlaupum. Síðan hvarf
hann jafn skyndilega og hann kom. Mér
finnst, að í þetta skiptið hafí mér tekizt að
draga smásneið af sálinni fram í andlitið á
þessum eftirtektarverða naivista í íslenzkri
málaralist.
Þær eru margar býsna sérstæðar og
skemmtilega annarlegar myndirnar hans
Stefáns, þó að þær séu ekki byggðar upp
með hárfínni og oft á tíðum leiðigjarnri
tækni. Það er myndaskáldið i Stefáni sjálf-
um og innileg sýn náttúrubamsins, sem
ræður ferðinni í beztu myndum hans. Ekk-
ert er nýtt undir sólinni, stendur einhvers
staðar. „Nýja málverkið” svokallaða, sem
tröllríður listheimum í dag, sá ég fyrst norð-
ur á Hólsfjöllum fyrir ótal árum þegar ég
leit í fyrsta skipti djarflega málaða dúka
þeirra Möðmdalsfeðga, Stefáns og Jóns
gamla. Þá vissu þeir ekkert um expression-
ismann, en máluðu eftir sínu brjóstviti.
Þegar Stefán í Möðrudal tók sér lista-
mannsnafnið Stórval varð meistara Kjaival
ekki um sel, rétt eins og stórveldið Cóka
Cóla hefir mátt þola þegar skotið hefir upp
nýjum og óþekktum svaladrykkjum í trylltri
samkeppni, sem hafa borið nýnefni eins og
Jolly-Cóla, Óla-Cóla og Afrícóla. Annars eru
þeir líka til, sem kalla Stefán bara Urval af
því að hann er slíkur úrvalsmaður, sem þeir
geta bezt borið vitni um, sem þekkja til
þessa hrekklausa og góða drengs.
Möðrudal ber hæst allra bæja á íslandi
og á sér einna víðáttumest landrými og
stendur á heljarmikilli hásléttu. Jörðin er
ein af þeim mestu á landinu eða af svipaðri
stærðargráðu og hertogadæmið og Flug-
leiðalandið Luxemborg. Þar skjóta nokkrir
hryggir upp kryppunni eins og Möðrudals-
fjallgarðui-inn og Víðidalsíjöllin. Sjálf fjalla-
drottningin, Herðubreið, blasir við í suðri
eins og risastór afmælisterta í tíbránni, sem
minnir á landlæga gestrisni alls ættfólks há-
fjallamálarans. Þá draup smjör af hverju
strái í Möðrudal og borið var fram það bezta
með kaffinu. Þá var veizla og skemmtilegt
að koma og njóta öræfastemmningarinnar.
Þeir feðgar fundu snemma hjá sér hvöt til
að festa þessa ólýsanlegu breiðtjaldsfegurð
á striga. Skemmtileg er altaristaflan sem
faðirinn málaði í minnstu kirkju landsins,
sem hann reisti með eigin hendi drottni sín-
um til dýrðar og ber hæst við himin af öllum
kirkjum landsins. Þar fer frelsarinn á kost-
um á sitjandanum niður snarbrattar snjó-
skriður Hólsfjallanna. Ef allar fjallræður og
predikanir væru jafn innilegar, hjartahlýjar
og skemmtilegar eins og þessi altaristafla
hans Jóns í Möðrudal þyrftu guðsþjónar
ekki lengur að kvarta undan tómum kirkjum
í þessu landi. Ef nokkuð er algóðum Guði
þóknanlegt þá væri það að framkalla bros á
vör og gleðitár á brá. Ekki veitir nú af á
sjálfum táradalnum.
Þó að Stefán blessaður sé hálfáttræður í
dag er hann stæltur og stinnur eins og fjað-
urmagnaður útigangsfoli á hásléttunni
miklu þar norður. Hann reigii’ makkann og
á til allan gang eins og Burstafellsblesi sál-
ugi. Hann getur ennþá leikið sér að hjóla
fram úr flestum bílum sem máli skipta á
Stór-Reykjavíkursvæðinu á hjólhestinum
sínum, sem hann stígur léttilega og knýr
áfram með sama áræði og fítonskrafti og
góðhestana fyrir norðan forðum. En ein-
hvemveginn er eins og þessi einlægi og inni-
lega bamslegi öræfamálari falli betur inn í
sitt fyrra umhverfi. Þar geysti hann á göln-
um gæðingum um töfraslóðh’ Möðrudalsör-
æfanna, þegar hófadynurinn bergmálaði í
tignarlegum fjöllunum og jóreykinn lagði
langt aftur af þessum frækna riddara og
syni öræfanna og málara mannlífs og stóð-
lífs.
Að lokum ein ósk. Hún er sú, að málara-
stéttin í landinu eignist fleiri jafn hjarta-
hreina og vel innrætta stéttarbræður eins
og þetta glaða afmælisbai-n og náttúmbam
langt ofan úr fjallasal fegurðar og frelsis.