Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 flltfgtitiMiifrtfe 2000 Svanir yfir Reykjavíkurtjörn Sjónvarpsmál - og íslenzk menning „...eða mundi ekki sá tími eiga aftur eftir að renna upp yfir þessa fámennu þjóð að hún flytji út menningu eins og gert var á þeim tíma í sögu landsins sem einn er verður eftirbreytni frá því land byggðist? Um þetta atriði og fleiri má skeggræða frarn í rautt myrkur, en eitt er víst: Við lif- um nú íslenzkan renesans, og erum bæri- lega bólusettir við ýmsum erlendum menningarkvillum. Tungan er sterk og ég fæ ekki séð að hún láti á sér bilbug finna.“ eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 1965 Mér hefur verið bent á samtal við Olof Lagercrantz, sem birtist í Tím- anum sunnudaginn 21. febrúar sl., þar sem blaðamaður hefur m.a. eftir honum þessi ummæli: ,Af íslenzk- um blaðamönnum kynntist ég lítil- lega tveim ungum mönnum á Morg- unblaðinu, Matthíasi og Sigurði A. Magnússyni. Þeir voru eindregnir andstæðingar bandaríska sjón- varpsins og áhugi þeirra á málinu er nú á góðum vegi með að smita mig. Annars hef ég sem ritstjóri stór- blaðs ekki verið fús til að viður- kenna að sjónvarpið hefði mikil áhrif á menninguna. Blaðið og bókin eru þau fjölmiðlunartæki, sem ég hef mest álit á.“ Eg hafði satt að segja ekki ætlað mér svo stóran hlut í menn- ingarsögu síðustu mánaða að gerast spámaður um sjón- varp á Islandi nú eða síðar, enda er það mál allt hið flóknasta og lausn þess, svo öllum líki, síður en svo nærtæk. Eg segi svo öllum líki, vegna þess að ég geri ekki ráð fyrir að neinn einn þeirra, sem um málið hafa fjallað, sitji uppi með allan sannleikann. Og varla getur vakað fyrir neinum að knýja fram lausn, eins og þá að loka fyrir Keflavíkur- sjónvarpið, ef sú lausn er þymir í augum þúsunda manna, sem telja sér frjálst að nota sjónvarpið sér til skemmtunar og dægrastyttingar. Eg er þeirrar skoðunar, að íslenzk- ar konur eigi ekki að reykja sígar- ettur og karlmennimir einungis pípur, því ég veit að þá yrði þjóðin hraustari og langlífari, en þó hefur mér aldrei dottið í hug, að krafa um slíkt yrði meira en innantómt orða- gjálfur. Samt eiga fleiri Islendingar eftir að deyja úr sígarettureyking- um en sjónvarpi. Þetta er kannski engin röksemdafærsla, eða a.m.k. billeg röksemdafærsla, en ég læt hana samt flakka í þeiiTÍ trú, að hún sé ekki alveg út í hött. Keflavíkur- sjónvarpið er ekki komið inn á hundruð eða þúsundir íslenzkra heimila vegna þess að það hafi verið neytt inn á fólk, því síður vegna skrumauglýsinga eða annarra vafa- samra áróðursbragða - heldur ein- faldlega vegna þess að menn vilja horfa á þetta sjónvarp af ástæðum, sem ég ekki skil. Ég held því að einasta lausnin á þessu harla vafasama máli sé sú, að stofnað verði til íslenzks sjónvarps, sem sé sterkara og girnilegra til stundargamans en það vanarliðs- sjónvarp, sem nú er á boðstólum, mikill hluti íslenzkra hlustenda skil- ur ekki og er síður en svo nein and- leg kjamafæða, þó maður hafi heyrt raddir í þá átt. Þó íslenzkt sjónvarp verði kannski ekki fyrst í stað neinn Mímisbmnnur, hef ég trú á því að það eigi fremur auðvelt með að sigra í samkeppninni við Keflavíkursjónvarpið. Einhvem tíma var því fieygt að mætur og að- haldssamur Islendingur, Vilmundur Jónsson, hefði sagt þegar honum of- bauð hjalið um niðursuðumenning- una: „Látið menninguna í friði“ - þá mundi hún spjara sig. Keflavíkur- sjónvarpið hefur a.m.k. gegnt þess- ari skyldu sinni við íslenzkt þjóðfé- lag að mestu leyti, ef það mætti vera einhverjum til hugsvölunar! Og allir vita hvað Eggert Stefáns- son, eini maðurinn sem hefur fengið leyfi til að lifa nokkum veginn óáreittur á íslenzkri föðurlandsást, sagði um menninguna. En án gamans, Islendingar taka þær myndir fram yfir aðrar, sem þeir skilja, það sýna kvikmyndir með ísl. skýringartextum og ef ég man rétt, hafa um 60 þúsund manns hér á landi séð 79 af stöðinni, harla hversdagsgráa mynd í sænsk-ís- lenzkum kvikmyndabúningi, og varla samboðin skáldsögu Indriða. Ég er ekki viss um að myndin hefði verið sýnd yfir helgi, ef hún hefði verið tekin í Bandaríkjunum og tal allt á misjafnri amerísku. En sem íslenzk kvikmynd átti hún samt er- indi við okkur og nokkm hlutverki að gegna. Ef hitt mundi aftur á móti verða uppi á teningnum, að Islend- ingar tækju Keflavíkursjónvarpið fram yfir hið íslenzka, eru þeir ann- aðhvort sleipari í amerísku eða lág- kúrulegri í smekk en maður hefur leyfi til að halda að óreyndu. Hitt er annað mál, að vel gæti svo farið, að einhverjir þeir sem helteknir væru af sjónvarpsnáladofanum lýstu því yfir, þegar íslenzka sjónvarpið væri orðið að veruleika, að þeir horfðu aldrei á annað en Keflavíkursjón- varpið (ef það verður þá enn starf- rækt) - og það af þrjózku einni sam- an. íslendingar hafa nefnilega dálít- ið skrítinn húmor eins og allir vita. En sem sagt: eina lausnin á þessu máli, sem ég eygi í bili, er sú, að ís- lenzka sjónvarpið taki við af því bandaríska - og það sem fyrst. Þó þeir sem af fákunnáttu eða klaufa- skap leyfðu bandaríska sjónvarpinu að ná til íslenzkra heimila og áttu þar með drjúgan þátt í þeirri sjálf- heldu, sem málið er nú hafnað í, hafi ekki gert sér grein fyrii- hvimleiðum eftirköstum sjónvarpsstríðsins, er hitt víst, að núverandi ástand, sem ég held að allir séu sammála um að sé óþolandi, sé bezta hvatning til átaka í sjónvarpsmálum okkar, þannig að við fáum eigið sjónvarp mörgum árum áður en ella hefði orðið. Þetta segi ég vegna þess að ég er ekki haldinn þeirri vanmáttar- kennd f.h. svonefndrar íslenzkrar menningar, sem hefur heltekið suma ágæta menn hér á landi, er halda því blákalt fram, að sjónvarp sé einskis virði og hljóti að vera til óþurftar. Á sama hátt og ég held ekki að ég hefði ofboðið bezta klárn- um mínum í þeysireið til Reykjavík- ur á sínum tíma, til að mótmæla símanum, þannig nenni ég ekki að þreyta Pegasus með langlokum um 100% skaðsemi sjónvarps, þess tækis sem síðari tíma menn eiga kannski eftir að kenna okkar öld við, ekki síður en geimferðh' og atómið. Sjónvarp getur auðvitað verið ágætt til síns brúks, og hefur það fram yfir sígaretturnar, t.d., að það getur verið uppbyggjandi fræðslu- og menningartæki, ef vel er á haldið. Og Færeyingar segja: „íslendingurinn getur allt“ - og hví skyldu þeir þá ekki geta rekið sæmilegt sjónvarp? Nei, á þessum grundvelli treysti ég mér ekki til að ræða þetta mál. Síminn kom, sjón- varpið kemur. Þó ég sem blaðamað- ur ætti kannski að vera yfirlýstur sjónvarpsfjandi vegna aðsteðjandi samkeppni, hef ég litla löngun til að láta svo forklúðrað og eigingjarnt sjónarmið ráða afstöðu minni. Sjón- varpið kemur og kallar á betri blöð, það er allt og sumt. Ef það er rétt sem Tíminn hefur eftir Lagercrantz, þá á ég að hafa lýst yfir „eindreginni and- stöðu við banda- riska sjónvarpið". Vegna þessara ummæla þykir mér hlýða að fara um mál þetta nokkrum orðum, en þó án þess að hafa til þess verulega löngun. Morgunblaðið hefur tekið afstöðu í málinu, þá að það hafi ekki trú á að Keflavíkursjónvarpið eigi eftir að granda svo vindbörðu og sterku melgresi sem íslenzk tunga er eða vinna umtalsverð spellvirki á margsjóaðri menningu okkar. Sem einn af ritstjórum blaðsins ber ég auðvitað mína ábyrgð á þessari um- deildu afstöðu, enda tel ég hana á nægilegum rökum reista. Ef ís- lenzk menning deyr úr Keflavíkur- sjónvarpi, er kjarni hennar ekki eins sterkur og við höfum talið sjálfum okkur og öðrum trú um í ræðu og riti. Þá getur hún t.d. far- izt úr öðrum sjúkdómum ekki betri, eins og túrisma eða familísjúrnal- isma. En einhvern veginn get ég ekki talið mér trú um að hún sé sú lekabytta sem sumir vilja vera láta. Kannski skýzt mér þar eins og stundum áður, en ef svo er, þykir mér ekki álitlegt að vera partur af svo kothrófslegri spilaborg. Eða á maður að trúa því að allur fagurgal- inn um íslenzka menningu sé ekki annað eða meira en pótemkíntjöld óttasleginna smásálna á noðurhjara veraldar? Ekki fyrr en í fulla hnef- ana. Nei, ég ætla að taka dýpra í árinni og vænti þess að lenda ekki fyrir bragðið í hakkavél óíslenzku nefndarinnar eða í landráðahít Þjóðviljans eða vera kallaður „rott- en kapitalist“ eins og víðsigldur ís- lenzkur menningarfrömuður hefur orðað það: Ed Sullivan verður aldrei skráður dánarorsök íslenzkr- ar menningar; ekki heldur Bonanza eða annað innflutt bandarískt létt- meti. Söguþjóðin er nefnilega ekki sú mæðiveikisrolla, sem sumir virð- ast halda. En kjarninn er þó heill, ef glöggt er greint, segir Einar Benediktsson. Einari þótti margt illa horfa á Islandi um sína daga, en þetta vissi hann þó. Þessi kjarni lif- ir með þjóðinni og hann deyr ekki. Islendingar eru of þjóðernislega vaxnir frá fornu fari - og ég segi sem betur fer - til að láta ginnast inn í heimskvikuna, eins og ekk- ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.