Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 112
112 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
Söngur
til Jesú
Þjóöarsorg t Bandaríkjunum
á Pálmasunnudag
„Eg á mér
draum“
19 6 3 9 Martin Luther King Jr.
er einn merkasti blökkumannaleið-
togi aldarinnar. „Ég á mér draum,"
sagði King í frægri ræðu við
Lincoln minnismerkið í Washington
28. ágúst 1963 þegar hann iýstl
draumsýn sinni um bandarískt
þjóðfélag. Myndin var einmitt tekin
við það tækifæri. Þessi bandaríski
baptistaprestur, sem hlaut Friðar-
verðiaun Nóbels 1964, var myrtur í
Memphis 1968. Hann barðist mjög
fyrir réttindum blökkumanna, en
lagði ætíð áherslu á friðsamlegar
aðgerðlr á leiðinni að því markmiði
að afnema kynþáttamisrétti.
eftir GUÐMUND
DANÍELSSON
1938
I útjaðri hins litla fjarðarþorps und-
ir fjallshlíðinni, sem enginn kemst
yfir nema fuglinn fljúgandi, bjó
roskin kona í fomfálegum tjörguð-
um timburskúr. Hún bjó þar ein
síns liðs og hreppurinn annaðist
framfæri hennar. Hún hjet Rósa-
linda.
Rósalinda hafði auknefnið
„brjál“; hún var nefnilega ekki með
öllum mjalla konan sú.
Jeg mætti henni einn dag
á götunni í desember
byrjun og það var snjór í
fjallshlíðinni og á milli
húsanna í þorpinu.
Fjörðurinn var grænn og
ólgandi, það stóð nístandi rok utan
af hafinu, og bátamir ragguðu á
legunni og ryktu í festamar. Jeg
þekti ekki konuna, því að jeg var
nýkominn í þetta pláss og jeg leigði
mjer h'tið hús undir brekkunni, jeg
var á leið þangað frá miðdegisverði
mínum sem jeg keypti á öðrum
stað. Jeg bauð víst góðan daginn
eða eitthvað þessháttar og hjelt hik-
laust áfram, mig næddi gegnum
þykkann frakkann, og jeg vissi af
hlýju, upphituðu herberginu mínu,
þegar heim kæmi, þar sem mín
kæra hálfleystu störf biðu eftir
mjer - Jeg var ekki kominn nema
nokkur skref fram hjá konunni,
þegar jeg heyrði kallað á eftir mjer:
„Benjamín! Benjamín!"
Jeg snjeri mjer við og þarna stóð
manneskjan á miðri götunni - mjög
svo einkennileg manneskja að mér
fannst, og starði á mig með svo mik-
illi eftirvæntingu og svo átakanlega
biðjandi, að jeg fann þegar í stað, að
eitthvað mjög óvenjulegt var að
mæta mjer.
„Fyrirgefðu, vinur minn,“ sagði
konan og kom nú bagsandi gegn
rokinu til móts við mig.
„Fyrirgefðu, vinur minn, að jeg
sný mjer til þín og ónáða þig. Jeg
vildi aðeins mega taka í hönd þína
og fá að horfa eitt augnablik inn í
augu þín. Jeg þóttist sjá það, þegar
þú gekkst framhjá mjer, að þú vær-
ir bróðir minn og loksins stæði jeg
þá ekki lengur ein uppi í þessu
plássi. Vertu velkominn, bróðir
minn í þetta fátæka pláss.“ Hún
rjetti mjer langa magra hönd, ís-
kalda viðkomu.
„Vertu velkominn," sagði hún aft-
ur, og handtak hennar var svo fast
og innilegt, að mjer hnykkti við. Jeg
horfði á hana hissa og spyrjandi, án
þess að skilja hið minnsta í fram-
komu hennar. Hún var áberandi há
vexti, en grönn og lítið eitt bogin í
herðum. Andlitið var langt og þunt;
bláleitur roði á vöngum og kinnum,
en augun vora annað hvort mjög
dökkblá eða brún og leiftruðu ein-
kennilega. Það var einhver ofsi og
hiti falinn í þeim, brjálæðis kent,
hrópandi lífshungur, eða hamfara
leiftrandi þrá - og hún brosti. Svart-
ur, ritjulegur hárlokkur flaksaðist til
og frá um andlit hennar ens og reik-
ull skuggi. Hún brosti stöðugt, leit-
aðist við að sjá sem best inn í augu
mín, og alt andlit hennar, blakt og
horað, brosti. Það var eins og hún
sæi nú alt í einu hina stóra ósegjan-
legu ósk lífs síns ganga til uppfyll-
ingar, eftir þúsund nátta svefnlausa
bið. „Jeg vil ekki tefja þig lengi
núna, elsku vinur,“ hjelt hún áfram.
„Jeg veit hvar þú býrð, og þú veist
hvar ég bý. Nú getum við talast við
hvenær sem er fyrst við höfum loks-
ins fundð hvort annað. Jeg skal biðja
almáttugan guð að stýra hönd þinni
og hugsun í þínu háleita starfi, eins
og hann styður mig í mínu. Vertu nú
sæll á meðan.“
Nú fyrst slepti hún
hönd minni, en
bros hennar og
augu hvíldu enn á
mjer óhuggnanlega
gegnumþrengj andi
og hrollvekjandi.
Jeg hefði nú, satt að segja, helst
kosið að láta þessari óvenjulegu við-
ræðu lokið og sleppa við frekari
götuæfintýri af þessu tagi, bæði nú
og framvegis, því mér stóð blátt
áfram hálfgerður beigur af mann-
eskjunni, en forvitnin rjeði þó meira
ogjeg sagði:
„Það er ánægjulegt að fá að
kynnast þjer, en hver ert þú þá?“
Bros hennar hvarf á svipstundu,
augun myrkvuðust og sársauka-
drættir komu í svipinn.
„Afneitar þú mjer þá líka, Símon
Pjetur?" stundi hún.
„Jeg er systir þín, - systir þín í
söng og Ijóðum, - systir þín í guð-
legri gáfu listarinnar, - systir þín í
sorg heimsins og gleði, - systir þín í
Jesú Ki’isti. Þekkir þú mig ekki?“
Jeg vissi ekki hverju jeg skyldi
svara. Jeg fann, að ef til vill í fyrsta
skifti á æfi minni, var jeg staddur á
þeim stað, þar sem orð mín dæmd-
ust ekki dauð og ómerk og jeg stóð
ábyrgur fyrir hverju þeirra - að
skyndilega hafði mjer veist vald
orðsins til að græta og gleðja, synja
og veita eftir mínum eigin geðþótta.
Jeg tók síðari kostinn.
„Misskildu mig ekki, góða kona,“
sagði jeg. „Jeg finn það auðvitað, að
við eram andlega skyld, en jeg
Qamlir siðir
eftir ARNA
ÓLA
1965
„Þá var það uppsaga Þorgeirs, að allir
menn skyldu vera skírðir á íslandi og trúa á
einn guð, en um bamaútburð og
hrossakjötsát skyldu haldast hin fomu lög.
Menn skyldu blóta á laun, ef vildi, en varða
fjörbaugsgarð, ef vitnum kæmi við. Sú
heiðni var af tekin nokkram vetram síðar.“
Þannig er sagt frá því í Kristnisögu með
hvaða skilyrðum Islendingar köstuðu
Asatrú og tóku við kristni árið 1000. Og
samkvæmt frásögninni giltu þau skilyrði
ekki nema nokkur ár, þá vora þau af tekin.
Þetta virðist ákaflega einfalt. Hin kristna
kirkja hefir hér sem annars staðar orðið að
gera nokkrar tilslakanir, svo að menn tæki
við trúnni. Þær tilslakanir, sem hér vora
gerðar, hafa í rauninni ekki orðið annað en
bráðabirgðaákvæði, meðan hinn nýi aldur
var að festa rætur hér, eftir þessari frásögn
Kristnisögu.
En þetta er villandi. Hér er aðeins átt við
þau lagaákvæði, sem nefnd hafa verið í
alþingissamþykkt um kristnitökuna. En
ótal fleira kom til greina, sem hvergi var
skráð, því að kristnin hefir orðið að slá af
kröfum sínum á mörgum sviðum hins
daglega lífs. Það sést bezt á því hvað
heiðnar venjur, siðir og hugmyndir urðu
lífseigar í landinu. En einna skýrast kemur
þetta fram í því, að blótsiðirnir héldust við
með dálitlum breytingum, og hafa haldizt
við allt fram á þessa öld.
Frá blótsiðunum segir svo í
Heimskringlu: „Sigurður Hlaðajarl var hinn
mesti blótmaður, og svo var Hákon faðir
hans; hélt Sigurður jarl uppi blótveizlum
öllum af hendi konungs þar í Þrændalögum.
Það var fom siður, þá er blót skyldi vera, að
allir bændur skyldi þar koma sem hof var,
og flytja þangað föng sín, þau er þeir
skyldu hafa meðan veizlan stóð. Að veizlu
þeirri skyldu allir menn öl eiga; þar var og
drepinn allskonar smali og svo hross, en
blóð það allt, er þar kom af, þá var það
kallað hlaut, og hlautbollar það, er blóð það
stóð í, og hlautteinar, það var svo gert sem
sökklar, með því skyldi rjóða stallana öllu
saman, og svo veggi hofsins utan og innan,
og svo stökkva á mennina, en slátur skyldi
sjóða til mannfagnaðar; eldar skyldu vera á
miðju gólfi í hofinu og þar katlar yfir; skyldi
full um eld bera, en sá er gerði veizluna og
höfðingi var, þá skyldi hann signa fullið og
allan blótmatinn, skyldi fyrst Oðins full -
skyldi það drekka til sigurs og ríkis
konungi sínum - en síðan Njarðar full og
Freys full til árs og friðar. Þá var mörgum
mönnum títt að drekka þar næst Braga full,
menn drakku og full frænda sinna, þeirra
er heygðir höfðu verið, og vora það minni
kölluð."
Eimir ekki eftir af þessu enn í dag?
Menn koma saman í þeim einum tilgangi
að eta og drekka, á borðum era beztu
kræsingar eins og áður, drykkur er borinn
um meðal gesta eins og áður, full era
drukkin eins og áður og mælt er fyrir
minnum eins og áður.
Um blótveizlur hér á landi era ekki
miklar sögur. En í heiðnulögum var svo
ákveðið, að hver maður skyldi gjalda toll til
hofs, og skyldi hafa fé það til
mannfagnaðar, þar er blótveizlur vora.
Munu þær veizlur hafa verið með svipuðu
sniði og í Noregi.
Með kristnitökunni leggjast þessar
blótveizlur niður. I stað hofanna koma þá
kirkjur. Síðan verða brúðkaupsveizlur
aðalveizlumar, og eru yfirleitt haldnar á
kirkjustöðunum, því að hjón skyldi ætíð
vígja í kirkju og svo munu að jafnaði hafa
verið bezt húsakynni á kirkjustöðum.
Sæmundur Eyjólfsson ritaði grein um
brúðkaupssiði í Tímariti
Bókmenntafélagsins (XVII árg.) og segir
þar meðal annars:
„Lengi fram eftir öldum var hjúskapur
ekki löglegur, nema fram færi festar og
brúðkaup. Að vísu var hjúskapurinn
stofnaður og lögbundinn með festunum, en
þá var það brúðkaupsdrykkjan með hinum
heilögu minnum og öðram ákveðnum siðum,
er gerði hjúskapinn gildan og löglegan til
fullnustu. Það gat verið löglegur hjúskapur
án hjónavígslu, en ekki án
brúðkaupsdrykkju, og sýnir það hve fastir
og rótgrónir vora heiðnir helgisiðir um
langan aldur eftir kristni... í kristnirétti
Jóns erkibiskups (1267-82) er boðið að öll
brúðhjón sé vígð saman í kirkju. En aldrei
mátti láta undan bera að drekka brúðkaup
við stofnun hjónabandsins; það var jafn
stranglega boðið bæði í landslögum og
guðslögum."
Má því með nokkrum sanni segja, að
brúðkaupsveizlurnar tæki við af
blótveizlunum og siðirnir vora upphaflega
mjög svipaðir. Skipað var svo fyrir, að
sérstök full skyldi drakkin í
brúðkaupsveislum, nema hvað nú vora ekki
drukkin full Ásanna, heldur full dýrlinga.
Héldust brúðkaupssiðirnir nokkurn veginn
óbreyttir fram undir 1700, nema hvað enn
varð breyting á mismunum við siðaskiftin.
Var nú fyrst drakkið velkomandaminni, þá
heilagsandaminni, þá minni guðs föður, þá
Kristsminni, þá Maríuminni. Og síðan rak
hvert minnið annað, alveg eins og í
blótveizlunum.
Brúðkaupssiðir vora mjög margbrotnir,
og þess vegna var hafður siðamaður í hveni
veizlu, að gæta þess að allt færi fram eftir
settum reglum. Hann skyldi og mæla fyrir
öllum minnum og stýra söng. Þótti þetta
mjög vandasamt starf þegar um stórveizlur
var að ræða, og vora fengnir til þess
sérstakir menn, þeir er hæfastir þóttu, og
varð oft að sækja þá um langan veg. I
kaþólskum sið mun brúðkaup venjulega
hafa byrjað á sunnudegi, en hjónavígslan
var á mánudegi. Eftir siðaskiptin breyttist
þetta þannig, að brúðkaup hófst venjulega á
laugardegi, og var ekki út af því brugðið á
17. öld og langt fram á 18. öld. Veizlur stóðu
venjulegast þrjá daga, en þegar meiri
háttar menn áttu í hlut stóð veizlan viku.
Og þegar séra Jón Steingrímsson gifti sig
1753 stóð sú veizla í hálfan mánuð.
Margt höfðu menn sér til skemmtunar í
þessum veizlum. Þar var söngur,
hljóðfærasláttur, kveðnar rímur og sungnar
„afmorsvísur“, og var sumt af því álíka
gróft og verið hafði í fomöld. Áuk þess voru
drukkin víti og var mikið um ölvun.
Kristjáni konungi VI, sem var mjög
siðavandur, gazt ekki að brúðkaupssiðunum
hér. Sérstaklega þótti honum hneykslanlegt
að menn væra að drekka víti og kveða
rímur og syngja sálma sitt á hvað. Lét hann
því gefa út lög um hjónabandssakir, og er
þar fyrirboðið, að syngja sálma yfir borðum
þar sem menn drekka og að drekka
vítabikar. Upp frá því fór að dofna yfir
hinum gömlu brúðkaupssiðum, enda kom þá
fleira til greina, sérstaklega hin miklu
harðindi seinni hluta aldai-innar.
Það mun hafa haldizt lengst við af hinum
gömlu brúðkaupssiðum, að brúðgumi gæfí
brúði sinni línfé, eða brúðfé, og svo
brúðargangurinn í kirkju.