Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 84
84 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 „En varzla sjálfrar landhelginnar, eins og hún er á hverjum tíma, er þó alltaf kjarni starfseminnar, enda væri allt tal um landhelgi orðin tóm án raunhæfrar gæzlu hennar. “ ing, sem hefír nægt henni til við- urkenningar „de facto“ -eða í raun. Hefír þeim ríkjum, sem síðan hafa tekið upp 12 sjómflna fískveiði- lögsögu farið ört fjölgandi ár frá ári. Þar á meðal eru margir fyrrverandi harðir andstæðingar okkar í þessu máli, eins og Bretar. Af brýnni nauðsyn urðum við fyrstir til að ríða á vaðið með út- færslu fiskveiðilögsögunnar - og urðum þá fyrir mestu aðkastinu og óþægindunum. I þessu sambandi má einnig minna á, að ísland hefir nýlega, ásamt ýmsum nágrannaríkjum sín- um, skuldbundið sig til að taka þát í alþjóðaeftirlití með fískveiðum utan landhelgi hér í Norðurhöfum. Er hér um mjög merkt nýmæli að ræða og gæti haft mikla þýðingu fyrir okkur. Hin mikla stækkun íslenzku fisk- veiðilandhelginnar og auknar skuld- bindingar gera eðlilega aðrar og meiri kröfur til Landhelgisgæzlunn- ar, starfsmanna hennar og tækja, en áður var. Gömlu varðskipin hafa því smám saman orðið að víkja íyrir nýjum, stærri og hraðskreiðari skipum og gæzluflugvélar taka jafnt og þétt að sér fleiri verkefni. Nú síðast hefír hið nýja varðskip Ægir bætzt í flotann, í stað gamla Ægis, og innan skamms er von á tveimur flugbátum til að leysa gæzluflugvélina Sif af hólmi. Þá hefír Landhelgisgæzlan fyrir nokkru eignazt sína fyrstu þyrlu, í félagi við Slysavamafélag íslands, - og þótt hún sé að vísu h'tfl, þá hefir af henni fengizt mikiisverð og góð reynsla. Traust tveggja hreyfla þyrla er stöðugt á dagskrá, enda myndu not hennar geta orðið mjög víðtæk, bæði til gæzlustarfa og skjótrar aðstoðar, hvort heldur skip- um á hafi úti, eða afskekktum byggðarlögum. Til gæzlustarfa sinna í dag er Landhelgisgæzlan vel búin tækjum og æfðum starfsmönnum, en þar með er ekki neinu endanlegu tak- marki náð. Með hinum nýju lögum um Landhelgisgæzluna, sem sam- þykkt voru af Alþingi fyrir um það bil einu ári er einnig gert ráð fyrir mjög víðtækum verkahring henn- ar, á sviði hverskonar björgunar- og aðstoðarmála. Hafísþjónustan, bæði með varðskipum og flugvél- um, á þessu ári, svo pg læknisþjón- usta varðskipsins Óðins við sfld- veiðiflotann við Svalbarða, auk við- gerðarþjónustu þeirrar, sem hann einnig hefir stundað þar, eru hvorttveggja nýir þættir í þessum störfum. En varzla sjálfrar landhelginnar, eins og hún er á hverjum tíma, er þó alltaf kjarni starfseminnar, enda væri allt tal um landhelgi orðin tóm án raunhæfrar gæzlu hennar. Stækkun íslenzku landhelginnar og örugg gæzla hennar er og verður ætíð eitt af veigamestu málum hins fámenna eyríkis í norðurhöfum. Flytjum inn gömul og ný handhnýtt gæðateppi frá Afghanistan, Pakistan, Persíu og Tyrklandi Töfrateppió þakkar viðskiptin á liónum árum epP)ð sími 861 4883 Fljúgum inn í næstu „þúsöld“ á góðu teppi loreign ehf] Ármúla 21 - Reykjavík Sími 533 4040 Fax 588 8366 Opið mánud.-fimmtud. frá kl. 9-18 föstud. kl. 9-17 sunnudaga 12-14 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Birgir Georgsson sölum., Ólafur Kj. Halldórsson sölumaður, Eriendur Davíðsson lögg. fasteignasali, Ragnheiður Gísladóttir ritari, Svandís Þorvaldsdóttir skjalavarsla, Rakel Róbertsdóttir ritari. TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA yy Eins og sjá má á þessari auglýs- ingu er þetta gamalt og rótgróið fyrirtæki sem ætlar að þjóna landsmönnum vel á nýrri öld, stofnað 1976. Starfsfólk Kjöreignar óskar landsmönnum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin. Hluti auglýsingar frá febrúar 1976 85009 85988 Búmg «>. » z hmt. •uðu.tv V.r« 2.300 þú*. K.pí..kjót.v.0u, Snyftitao ftxrð * .Ittu hað. gluggl « LV., trrrVttvtlt. C. 40 tm rft fylglr 120 Irr Ibóð A 3. h»ð, tét hrtí. wður ... nýfm. bitlú. V.a 2.7 - 2,8 2.450 bút Hr tunlrrtr VónduðfcOðAS ht w rrwð hlulðgn og MtU m»ð hAgwig- •uðunvdlr. Ný b. VmO 2J60 bú» Irabakkl 110 kn b. A 2. hnð Jvtnrm Mflr Im vðnduð Ibúð A 2. huð. gluggi C» 100 Im «, A ImOhmO Buðurn Got Sérhaoðir Kópavogur — «nlurba»r BArharð, ca. 156 kn. 4 twlnhrrrbor^ BArbvotUhút SAtlrúr Oððar wwln ngar. Akv. ull Verö 3.600 þút. Hað og rl» ca 200 kn. gon Aa Wg lóð. hAtkur. Iwnt ugt tam Iv k. Otborgun 60% m ti bmb A iarðh. Gtotl nýAlMði GóðtUðM V*rð2j.maf ÍH (érh. I Ivfc.h. Dgnin tr I »Arl góðu Att. AMm ktnr. og gOIWM nýWg. 36 kn blltk. SArirmg SArhiti Vtrð 2.5-2.6 c. 120 hn, SArirmg. Bltk. Laus In .IhendMt MHtAgangln að uun nwð glarl og únhrvöum og tMkkAgargl Vmð 2.460 H 2 620 þúa Artunttroil tbrðhút A hmknur htcðum Tvðlddtt Mót Mtkúr. Vkfð 2.500 þút lóð. V«fð2.8mMf Hlaðbrakka GlrattWgt parhúi A Ivairmr htkör garöur I tuöur. bAtUktaökkWr. A VarðJJmMf KJarrmócar tndarröhín ca 122 kn. ckkl lulbúln aign. bltkúraAnur. kki aankomuUg. fUOhúk A tvtrm hr»ðum c» 200 fm. Hý hdbúin vönduð argn, gon úuýnl, ain b*tu ttaöutn Ihvmfmu BWk plat*. Raðhúa A aktnilaað. C4136 kn, bMúr V4rð 2 mtfj Amartangl — Mor. Raðhúa A tmnr hmð Itimburh I Bltk AH. ttrlr. Vtrð c» 2.3 mill, Elnbýllshús Hútaign A þramir hmðum I kjalara kt tArlbúð. Huðknar gau vtrið tva* tAr Ibúðk Hugt að lyfu riánu. Tvölddut 66 kn bðtfcúr. Hagttatt varð. 6.300 tf SSOOþór Rúmgott ainbýiithúi. hmó og ridvað. ikjtaign A tvaimur httðum, auk bat! ■it. I húainukrunútvuf trúðk. nmöktv tAtuó. MógtAaglaðbyggJaofanAhúa lð Varð 2 800 þú. Jahaaal Húa A byggmgaritigi. Tlbúlð tmdk mBnlngu að uun. Fokhalt kð Irman. Varö aðamt 2.600 þút 173 hn hút A akml hmð. ivðlddur bA Hri tArtUkð c» 100 hn. Mikið andunýý Jð. Hatb I titl. Laut ttrtx Varð U-2.3mH Kjöreigns/i Armúta 21 Svartir í skóla hvítra 1 9 5 7 • Ríkisstjóri Arkansas i Bandaríkjunum hélt því fram að afnám aðskilnaðarstefnu myndi stofna almannafriði í hættu og sendi þjóðvarðlið sitt til að koma í veg fyrir að níu svartir nemendur gætu skráð sig í gagnfræðaskóla ríkisins. Eisenhower forseti greip þá í taumana og stóð við bakið á hæstarétti, sem hafði krafist þess að yfirvöld í einstökum ríkjum afnæmu aðskilnað í skólastofum. En þegar svörtu ungmennin komu í skólann réðust æstir hvítir íbúar Little Rock á þau með skömmum og fór svo að iokum að Eisenhower sendi hermenn alríkisstjórnarinnar á vettvang til að tryggja að svörtu ungmennin gætu gengið í skólann. Harðýðgi eftir GUÐRÚNU LÁRUSDÓTTUR 1924 Mjer hefír stundum dottið í hug að segja frá atviki, sem mjer er minnisstætt frá æsku árum mínum. Gæti það orðið til þess að vekja samúð með þeim smærstu og auka óbeit á harðýðgi og grimd við skepnur, væri tilgangi mínum náð. Það var að vorlagi í byrjun sauðburðar. Vorið var kalt og hart og ómjúkar viðtökur fengu veslings Iitlu lömbin hjá norðanstormi, frosti og fjúki. Mæður þeirra leituðu sjer skýlis hjá börðum og háum steinum, og litlu aumingjarnir hjúfruðu sig upp að þeim. Úm nætur var lambfjeð hýst, illa gekk stundum að koma því í húsin; þó ærnar yrðu fegnar húsaskjólinu, hrökluðust lömbin einatt frá þeim, var þá oft jarmað sárt og lengi. Kaupstaðarbúar hafa fæstir hugmynd um þá erfiðleika sem sveitabóndinn á við að stríða. Þeir sem aldrei koma í sveitir öðru vísi en gestir, oft á bestu bæina, þegar sólskinið og sveitasælan blasir við manni, geta tæplega tniað því, hversu daprir og drungalegir þeir era oft köldu vordagarnir, þegar óblíða náttúrunnar lemstrar hugi manna, og kvíði og þreyta leggur alt í læðing. Þá er mörg stundin leið og löng, og þá legst margur bóndinn þreyttur til hvflu sinnar að kveldi dags. Frost var og fjúk. Sólin var sigin að fjalla baki. Jeg var á gangi um túnið ásamt systur minni. Við vorum að hjálpa til að hýsa ærnar; gengum við þá fram á nýborna á. Litla lambið lá grafkyrt á frosinni jörðinni, en móðir þess var að sleikja það í ákafa. Okkur virtist lambið mjög dauðalegt og biðum ofurlítið við, til þess að sjá hvort ekki lifnaði yfír því. Fjármaðurinn kallaði þá til okkar að flýta okkur. Við sögðum honum frá nýbomu ánni, sem efiaust ætti bágt með að ganga til fjárhúsanna, sem voru allgóðan kipp frá, ennfremur væri lambið næsta lasburða. Það skal tekið fram, að maður þessi var álitinn góður fjármaður, en hann var geðstirður og hætti við að láta ómjúka skapsmuni sína bitna á saklausum smælingjum. Hann brá sjer nú til okkar, og var ekkert ljettur á brún þegar hann þreif lambið upp. „Það er steindautt,“ sagði hann önugur. Ekki vildum við systur viðurkenna það, og báðum við hann að fara gætilega með það. Hann hjelt að okkur mætti standa á sama hvernig hann hjeldi á dauðum lambsskrokk og þar með þreif hann utan um afturfætur lambsins og barði ána þyngsla höggi með því. Systir mín, sem þá var aðeins 6-7 ára að aldri, gekk grátandi til hans og bað hann um að leyfa sjer að halda á litla lambinu, hann svaraði henni ekki, en höggin dundu hvert af öðra ýmist á sárlasinni nýbærunni eða á gaddaðri jörðinni. Aftur og aftur sneri ærin á móti manninum og stappaði fótum jarmandi framan í hann og hundinn hans. Móðurástin bauð hættunni byrginn eins og oftar, og barði niður þann eðlilega ótta, sem veslings ofsótt dýr ber fyrir ofsækjendum sínum. Á þennan hátt barst leikurinn alla leið heim að fjárhúsdyram. Jeg held jeg hafi aldrei reiðst meira á æfi minni, mjer þótti sporin þung, þó jeg hafí hvorki þá nje nú vitað með vissu, hve þung þau vora fyrir veslings móðurina, þó skynlaus væri'flcölluð, er á þennan hátt var misþyrmt með grimd og skilningsleysi. Allir dýravinir geta skilið gremju mína er jeg sagði við fjármanninn: „Þú færð að svara fyrir þetta athæfi þitt, þó seinna verði. Jeg þori að ábyrgjast að þessi blessuð ær skepna á eftir að vitna á móti þjer fyrir Guðs eigin dómi.“ Það er altaf hægt að hlæja, og gera lítið úr aðfinningum, ekki síst þegar þær koma frá barni, eins og jeg var þá. Og eina svarið sem jeg fjekk, var það að hann fleygði lambinu glottandi í garðann í fjárhúsinu og sagði: „Hana, stumrið þið nú yfir því!“ Systir mín ljet ekki segja sér það tvisvar. Hún tók litla lambið í fang sjer og strauk það með varúð og viðkvæmni, eins og til þess að iáta það verða vart við, að einnig væru til vinahendur. Og aumingja lambið kiptist við, reisti höfuð upp allra snöggvast, leit á barnið, sem horfði á það gegnum tár, með hálfbrostnum augum - og gaf upp andann. Saga þessi er eitt átakanlegt dæmi um harðýðgi og hugsunarleysi mannanna. Þau eru fleiri til, því miður. Ekki alls fyrir löngu var jeg á gangi um bæinn hjerna. Maður fór á undan mjer með hest og vagn. Sjálfur stóð hann í vagninum og þeytti svipunni um lendar hestsins. „Þau mættu vera færri höggin þau arna,“ hugsaði jeg með mjer. „Og eflaust þætti honum svipan sár, væri hún notuð á hans eigin hrygg.“ Mjer varð reikað um fjölfarna götu á haustdegi. Mætti jeg þá stálpuðum drengjum með lamb á milli sín. Þeir hjengu í hári þess og fóru mjög illa með það, og þegar jeg ávarpaði þá, og bað þá kurteislega að fara betur með lambið, svöruðu þeir mjer með hortugum orðatiltækjum ósiðaðra barna. Þannig gæti jeg haldið miklu lengur áíram, en jeg læt hjer staðar numið, með þeirri ósk að bæði ungir og eldri hafi jafnan hugfast hver skylda á þeim hvílir gagnvart dýranum. Og komið getur að því, að erfið verði þau viðfangs höggin og síðumeiðslin, sem hrópa hátt með þögn sinni um miskunarleysi manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.