Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
Leipzig
eftir DR. PÁL
ÍSÓLFSSON
19 6 Ó
I Moskvu þurftum við að fá leyfi hjá
pólsku og austur-þýzku sendiráðun-
um til að mega ferðast yfir löndin til
Berlínar. Eg sótti einnig um leyfi til
að dvelja nokkra daga í Leipzig, því
Leipzig var einmitt eitt aðaltak-
mark mitt á þessari ferð. En slíkt
leyfi gat sendiráðið í Moskvu ekki
veitt. Það urðum við að fá í Berlín.
Þetta kostaði þó nokkuð umstang
og mikla skriffinnsku, en gekk þó að
lokum vel. Komum við til Leipzig 7.
maí og lentum á hinni miklu járn-
brautarstöð þar, sem mun vera ein-
hver hin stærsta í heimi. Verið er að
lagfæra hana enn eftir loftárásirnar
í styrjöldinni. Þar tók vinur minn og
kennari, próf. Hans Grisch á móti
okkur, og bjuggum við hjá honum á
meðan við dvöldum í Leipzig.
„Mein Leipzig lob’ ich mir! Es ist
ein klein Paris und bildet seine Leu-
te,“ segir Goethe í Faust. Og Hol-
berg segir í einni af „kómedíum"
sínum: „In Leipzig war ein Mann,
ein grosser Mann“!
Að vísu er hér um fyndni að ræða
hjá Holberg, en hitt er engu að síð-
ur satt, að „in Leipzig war ein
Mann, ein grosser Mann,“ sem sé
Joh. Seb. Bach. Og það var hann að-
allega, sem mig langaði að hitta á
ný á þessum helga stað evangelískr-
ar tónlistar. Þar svífur andi hans yf-
ir vötnunum eins og áður.
En um Leipzig má í dag segja að
„nú er hún Snorrabúð stekkur". Svo
mjög hefur allt hér breytzt. Þessi
mikla og merka músíkborg með
Thomasarkirkjuna og Gewandhaus,
hvorttveggja heimsfrægar mið-
stöðvar tónlistar, andlegrar og ver-
aldlegrar, er nú aðeins svipur hjá
sjón. Bach, hinn óviðjafnanlegi
meistari; á mestan þáttinn í frægð
þessarar borgar. Hér starfaði hann
síðustu áratugi ævi sinnar, því hon-
um var veitt „Kantors“ staðan við
Thomaskirkjuna fyrir náð! 1724.
Hann var nr. 2 Telemann nr. 1. En
hann vildi ekki stöðuna og þá varð
að sætta sig við Bach! Mannlegri
heimsku eru engin takmörk sett;
eða máske var þetta eðlilegt, því
hver gat vænzt þess að menn gætu
á þeim tímum fylgt Bach upp í þær
hæðir sem tónsköpun hans náði?
Leipzig hefur goldið mikið afhroð
í styrjöldinni, eins og flestar borgir
í Þýzkalandi. Heil hverfi hafa gjör-
samlega horfið af yfirborðinu - hafa
þurrkazt burt. Verið er að byggja í
sífellu, en gengur að vonum seint.
En þó mun mikil áherzla lögð á að
endurbyggja borgina ekki sízt
vegna kaupstefnunnar, „Messunn-
ar“ frægu, vor og haust. Operan,
„Gamla leikhúsið" (þar sem Goethe
og Schiller færðu upp leikrit sín),
pósthúsið, háskólinn, listasafnið,
margar kirkjur, „Gewandhaus", allt
eyðilagt eða horfið. Verið er að
ljúka við að byggja óperuna, en hún
er ekki falleg lengur. - Þetta um
viðurstyggð eyðileggingarinnar má
víðar sjá. Hún er alls staðar sú
sama og enginn talar um hana leng-
ur. Yfir hana ná engin orð.
Leipzig er ekki lengur sú mikla
músíkborg sem hún áður var, að
vísu stendur Thomasarkirkjan enn,
þótt ótrúlegt sé, þar sem hringinn í
kring um hana hefur allt hrunið á
stórum svæðum. Kurt Thomas er
nú í stöðu Bachs sem „Thomas-
kantor", ágætur maður og gott tón-
skáld. Gúnther Ramin var fyrir-
rennari hans en lézt fyrir 4 árum,
geysimikill organsnillingur og
merkur tónlistarmaður. Núverandi
organleikari við kirkjuna heitir
Kestner, ungur og duglegur maður.
Og enn syngur Thomasarkórinn
með sínum fínu englaröddum kan-
tötur og móttettur Bachs í kirkj-
unni. Þar má segja að allt sé í sama
anda og stíl og áður var. En
„Gewandhaus" er eyðilagt - rústir
einar. Konsertamir fara fram í öðr-
um óæðri sal í bili, og er allt hið göf-
uga andrúmsloft sem hvfldi yfir
Gewandhaustónleikunum að mestu
horfið, - að mér finnst. En þetta
kann enn að breytast þegar nýtt
„Gewandhaus" rís af grunni.
Eg ráfaði víða um borgina og rifj-
aði upp gamlar endurminningar frá
lærdómsárunum hér. „Endurminn-
ingin merlar æ í mánasilfri hvað
sem var“, segir Grímur réttilega.
Og ég skammast mín ekki fyrir að
segja það, að ég komst við, er ég
hugsaði til þeirra miklu tíma þegar
Arthur Nikisch, hinn óviðjafnanlegi
stjórnandi Gewandhaus-konsert-
anna starfaði hér. - Straube,
Reger, Teichmúller, Kleugel, Litt,
Ramin o.fl. -allir horfnir. Þetta voru
allt meira eða minna „topp“-menn.
Af 7 kennurum mínum er aðeins
einn á lífi, próf. Grisch, 80 ára gam-
all, en hress í anda. Við hann er gott
að tala um liðna daga.
Við höfum ekki farið varhluta af
hátíðarhöldum á ferðum okkar. I
Mosvku var það 1. maí, stórkost-
legur og ógleymanlegur dagur í
hinni miklu höfuðborg Sovétríkj-
anna. Þegar við svo komum til
Leipzig var verið að halda upp á 15
ára afmæli austur-þýzka lýðveldis-
ins 8. maí. Voru skrúðgöngur mikl-
<resh sconl
cian
Plus
Hiiftti. xronteACHust
■20NTR0L FOAM
LTREATMENT FOB
WTHINNINOHAini
—riusiii m
on, . CONTROI ‘ OÍU’ lllyrostoras
Æ> pur to groying hair
-ih os, condíilons
150 /nl
Fæst í apótekum og hársnyrtistofum
rfroða
Er hárið að grána
og þynnast?
Þá er Grecian 2000
hárfroðan lausnin.
Þú þværð hárið, þurrkar,
berð froðuna í, greiðir
og hárið nær sínum
eðlilega lit á ný, þykknar
og fær frískan blæ.
Einfaldara getur
það ekki verið.
Haraldur Sigurðsson ehf.,
eildverslun,
mar 567 7030 og 894 0952
fax 567 9130
E-mail landbrot@simnet.is
AP
i Umhverfisslys við Alaska |
I 1 9 8 9 • Eitt mesta umhverfisslys aldarinnar vestanhafs varð við
; strendur Alaska þegar 50 þúsund tonn olíu láku úr tanksklpinu Exxon ;
! Valdez 24. mars eftir að það strandaði við Prins William-Sund. Olían |
I olli reyndar ekkl eins miklu tjóni á fiskistofnum á Alaska-miðum og
; fyrst var óttast en mlkið tjón varð á dýralífi á þessum slóðum.
i--------------------------------------1
ar um flestar götur og mikill mann-
fjöldi safnaðist saman við gamla
ráðhúsið, sem enn stendur
óskemmt sem betur fer. Rauð flögg
voru alls staðar ásamt lýðveldisfán-
anum. Voru miklar ræður haldnar,
sem heyrðust um allt í hátölurum,
og þar „voru orð töluð og nöfn
nefnd“ eins og þar stendur. - Varð
mér hugsað til þess, er ég var 1937
í Leipzig, á velmektardögum
nazismans. Þá var eitthvað um að
vera einmitt á þessum sama stað.
En nú var heldur en ekki skipt um
tóntegund! En allt fór þetta mjög
vel fram og prúðmannlega í þetta
sinn. Eitt af því sem er áberandi í
Austur-Berlín og Leipzig eru hin
nýju götunöfn. Zeitzerstrasse hér
hét Adolf Hitlersstrasse á nazista-
tímunum, en nú heitir hún Karl
Liebkneckt strasse. Hæsti dóm-
stóll Þýzkalands, „Das Reichsger-
icht“ ein glæsilegasta byggingin
hér heitir nú „Georg Dimitroff-Mu-
seum“! Og svo mætti lengi telja.
Eg var að hugsa um það, svona að
gamni mínu, hvort ekki væri rétt
að skipta um nafn á Austurstræti
við hver stjórnarskipti og nefna
það t.d. eftir forsætisráðherranum
eða flokksforingjunum hvert sinn?!
Allt minnir þetta á fallvaltleik
þessa jarðlífs, og auðvitað halda
þessar nafnabreytingar áfram ein-
hverntíma, því hvað „blíver"?
„Mein Leipzig lob’ ich mir!
Es ist klein Paris und bildet seine Leute“!
Já, svona var það, og ég vona að
aftur komi þeir tímar yfn- mína
kæru borg, hvað sem allri pólitík
líður að svona verði það.
I---------------------1
Qrettir
kveður
eftir MATTHÍAS
JOHANNESSEN
1969
fallinn að snær
fokin í skafla
vor orð frá í gær
rist var mér rún
roðin var blóði
hver meinvætt við tún
Steinvör, mitt sax
dreyrrautt og blikar
á egg þessa dags
meir ann ég þér
en úlfgráu tungli
í andliti mér
myrkvast í varg
gláma í augum
sækir í Bjarg
eiturgrænt skin
af geisla er fellur
sem nú falli sin
risti mér hún
roðinn af blóði
sinn galdur í rún
breið tíðkast spjót
dauðinn er myrkur
sem blés upp minn fót
saltur minn haus
breið eru spjótin
sem Illugi kaus
breið munu spjótin
Qunnar
mælti
Fögur er Hallgerður
bleikir akrar
og slegin tún.
I_____________________I
Áfram flogið til Biafra
eftir ÞORSTEIN
JÓNSSON
1969
Við hér í Sao Tomé höfum orðið
vör við það bæði í blöðum og út-
varpi, að allir matvælaflutningar
til Biafra lægju niðri. Þetta er
víðs fjarri sannleikanum.
Að vísu varð Rauði krossinn að
hætta flugi til Biafra, þegar orr-
ustuþotur samandsstjórnarinnar
skutu niður eina af flutningaflug-
vélum þeirra. Oðru máli gegnir
með flugvélar kirkjusamtakanna
hér í Sao Tomé. Hér hafa „gömlu
hróin“ aldrei alveg lagt upp
laupana, en er með þessum orð-
um ekki verið á nokkurn hátt að
kasta rýrð á starfsemi Rauða
krossins, eða hugrekki áhafna
hans. Veit ég af eigin kynnum, að
flugáhafnir Rauða krossins bíða
með óþreyju eftir að fá að hefja
birgðaflutningana á ný, hvort
sem um væri að ræða við breytt-
ar aðstæður eða ekki. Astæðan
fyrir því að flugvélar Rauða
krossins fljúga ekki núna, er
stjómmálalegs eðlis.
Verið er að reyna að þvinga
báða aðila, og þá sérstaklega Bi-
aframenn, til að samþykkja að
matvælaflutningar verði leyfðir
óhindraðir að degi til til hinna
sveltandi milljóna beggja megin
„landamæranna".
Er þetta auðvitað eina varan-
lega lausnin á vandamálinu, og
féllust kirkjusamtökin á, að taka
þátt í þessum þvingunarráðstöf-
unum.
Aftur á móti lagðist flug
kirkjusamtakanna til Uli aldrei
alveg niður. Til að byrja með
voru að vísu ekki farnar nema ein
til tvær ferðir á nóttu til að halda
samgöngum opnum, flytja samn-
ingamenn og allra nauðsynleg-
ustu lyf til spítalanna.
Því næst var fallizt á, að lítið
þýddi að vera að flytja lyf til
sjúkrahúsanna, ef sjúklingamir
dæju svo úr sulti. Var þá ákveðið
að fjölga ferðunum upp í sex á
nóttu. Þetta reyndist svo ekki
L„Þessir flutningar
okkar eru hvergi
nærri nægjanlegir.“
nóg, og höfum við verið að smá
fjölga ferðunum upp í tólf á
nóttu, sem er hámarks geta okk-
ar eins og stendur, og tak-
markast eingöngu af áhafna-
skorti. Þetta er aðal annatími
flugfélaga um allan heim, og því
erfitt að fá vana flugliða til bráða-
birgðastarfa. Þessir flutningar
okkar era hvergi nærri nægjan-
legir til að bjarga þeim aragrúa,
sem mun svelta í hel á næstunni
ef ekki tekst að semja um að-
stæður til stóraukinna flutninga.
Það er ófögur sjón, sem blasir
við ferðamanninum í Biafra í dag
og á eftir að fara hraðversnandi,
nema mannúðin fái að ráða og
stjómi aðgerðum stjómmála-
mannanna.