Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 80
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 ir sjálfur allt annan áhuga fyrir hugsun sinni en hinn rökfræðiiegi eða „gruflandi" hugsuður. Honum stendur ekki á sama um viðfangsefni sitt, hann lætur ekki hugsa fyrir sig tHbg hugsar heldur ekki sjálfur án þess að gera sér grein fyrir sérleik hinnar mannlegu tilveru. Að hugsa existensielt er að hugsa með áhuga og ábyrgð, láta hvergi skeika að sköpuðu, heldur láta hug fylgja máli. Eitt megin verkefni sitt telja ex- istensíalistar vera viðnám gegn abstrakt hugsun og abstrakt heimi. En það er megin einkenni abstrakt hugsunar að sundurliða og hugsa einstök atriði sér, án tillits til heild- arinnar. Telja existensialistar að hér felist hætta á fölsun og misþyrmingu ^ sannleikans þegar um mannlega til- ^veru er að ræða, þótt þetta geti gef- izt vel í náttúruvísindum. Þeir súnast gegn abstrakt-heiminum og leita að hinum áþreifanlega raunveruleika, sem maðurinn upplifir. Hverfa ber að þeirra dómi frá öllum dauðum kerfum, sem hafa tilhneigingu til að gera manninn að hlut (reifisera, af lat. res, hlutur) og hverfa ber frá þeim aðferðum, sem telja að maður- inn verði rannsakaður eða skilinn svo sem væri hann hlutur, jurt eða dýr í náttúrunni. Maðurinn verður ekki skOinn nema í sérleik sínum og án hins mannlega sérleika verður sannleikurinn um manninn ekki fundinn. I V Eitt megin hlutverk sitt telja ex- istensíalistar vera að kalla manninn til ábyrgðar. I ábyrgðai'leysinu felst tortímingarhætta fyrir einstakling og mannkyn. Menn hafa ásakað Sar- tre fyrir að láta eitt af leikritum sín- um gerast í Helvíti - með því á hann við lokaða hringrásar-tilveru, sem ógerlegt er að komast út úr. Nú tniir Sartre ekki á Guð og hann er ekki að reyna að vekja menn til trúar með ^cenningu sinni. En ábyrgðarlaust líf íeiðir til þess að maðurinn verður eins og hlutur eða tamin skepna (sbr. „sem fugl við snúning snýzt, þeim snaran heldur"). Maður sem ekki vill velja milh möguleika, glatar sérleik sínum. En maðurinn getur valið þá leið í lífinu að láta fara með sig eins og hlut eða skepnu sem „flýtur sofoandi að feigðar ósi“. Það er hin auðveldasta leið. Og mörg eru þau öfl, sem vilja draga manninn með sér, gera hann að vél eða tömdu dýri, sem enga sjálfstæða hugsun hefur og enga ákvörðun tekur. Upp- eldiskerfin og vélvæðingin vilja draga manninn í þá átt. Sama gildir sum félagssamtök, iðnvæðinguna, múgmennskuna og annað, sem of “*Tangt yrði upp að telja. Sumir hafa viljað bera existensí- alistum það á brýn að þeir væru and- vígir vísindum. Dr. Winsnes telur það ekki á rökum reist. Orsökin kann að felast í því að leiðtogar stefnunnar telja að existensinn sé óskilgreinanlegur, en verði þó skil- inn. Þetta hefir á sér mikinn þver- stæðublæ, en máhð er þó einfaldara en ætla mætti. Tilvera manns og til- vera hlutar er svo ólík að réttur skilningur fæst ekki á hlut og manni með sömu aðferð. Frumstæðir menn hafa viljað skilja hluti svo sem þeir hefðu sál, en nútímamenn vilja skiija manninn svo sem væri hann sálar- ^aus. En hin mannlega tilvera verður aðeins skilin í sérleik sínum og vits- munir einir nægja ekki til þess að skilja manninn. Vita þetta allir þeir sem nokkuð þekkja til ástúðar eða mannúðar. „Existensheimspekin hefði þegar beðið ósigur í baráttu sinni ef hún teldi sig geta sagt hvað existensinn er“ segir Jaspers. Þetta kann að virðast neikvætt. Að gera existensinn að meginverk- efni sínu, en telja sig ekki geta tjáð hvað hann er. En hér býr að mínum dómi að baki ákveðinn vilji til þess að láta ekki undan síga fyrir in- Jfcllektúalismánum - abstrakt-hugs- uninni. Aðrar blekkingarleiðir eru færar en leiðir vitsmuna og orsaka- sambanda. Velja má þann kost að lýsa fyrirbærum án þess að skii- greina þau fræðilega. Þá leið fara mörg skáld og rithöfundar. Og þar með er tiiveran ekki gerð fátækari, Jneldur ríkai'i. Þessi leið er einnig “Tarin í fyrirbæra-heimspekinni (fen- omenologien). En hún hefir um ára- „Eitt megin verkefni sitt telja existensí- alistar vera viðnám gegn abstrakt hugs- un og abstrakt heimi.“ tuga skeið haft áhrif á hugsandi menn í Evrópu. Að greina nánar frá henni, yrði hér of langt mál. Meðal fremstu hugsuða stefnunnar voru þeir Edmund Hasserl og Max Scheler. Af því sem að ofan greinir verður skiljanlegt hvers vegna existensíal- isminn er orðinn kenning margra skálda og rithiöfunda. Samband skáldskapar og heimspeki er þegar á ógleymanlgan hátt að finna hjá Sören Kierkegaard. Hér á landi hafa líka skáldin kynnt flestar þær hugsjónir heimspekinnar, sem lifað hafa á síðari öldum. Aður gerði kirkjan það. Margir existensíalistar klæða skoðanir sínar í búning skáldlistar- innar, svo sem Sartre, Marcel og Albert Camus. Franz Kafka er meðal existensíalistískra skálda, þótt hann teljist ekki tfi heimspek- inganna. Flestir hugsuðir stefnunnar hafa unnið verk sín á 20. öldinni. Auk þeirra, sem þegar hafa nefndir ver- ið, ber að nefna Martin Heidegger, en kenningar hans eru grund- vallandi, einkum mannfræði hans, kenningin um tímann og sérleik mannlegrar tilveru og síðast en ekki sízt, um mismuninn á ,,-menni“ og manni. Existensíalisminn er nú mikil und- iralda í bókmenntum Evrópu og hef- ir verið í stöðugum vexti allt frá þriðja tug þessarar aldar. Þegar ég kynnti mér stefnuna sem ungur maður í Sviss, einkum Heidegger og Heinemann, gerði ég ekki ráð fyrir að hún myndi ná þeirri útbreiðslu, sem raun varð á. Þá stóðu menn í vamarstöðu gegn nazismanum og ofbeldi hans. Með því að margir ex- istensíalistar telja sig til húmanista, þá andmæla þeir öllu ofbeldi gagn- vart manninum. Og þeim er það ljóst að það nægði ekki að andmæla því hjá nazistum ef menn væru svo til- búnir tO að undirskrifa það sama of- beldi hjá kommúnistum. Slíkt er að- eins samboðið ragmennum. Stefnunnar hefir þegar gætt nokkuð í uppeldismálum og félags- málum. Tröllatrúin á vitsmunadýrk- unina hefir leitt til öngþveitis og upplausnar í menningu Vesturlanda og ábyrgðarleysið er ávöxtur af dekrinu við ljós skynseminnar sem getur vissulega stundum verið villu- Ijós. - Trúin á framþróun sem er manninum hagstæð hvernig sem hann hagar sér, er hrunin og upp- lausnaröflin vaxa eins og krabba- mein, sem menn finna ekki til fyrr en það er orðið hættulegt og búið að vinna tjón á lífsvefjum þjóðfélag- anna. V Þeir sem kunnugir eru hnútum og þráðum sögunnar, munu fljótt finna að hér er borið fram nýtt og gamalt. Hér er arfur frá Sókratesi og Plató, frá Agústínusi kirkjuföður og fjölmörgum öðrum meðal fremstu anda sögunnar á ýmsum öldum. Vér munum einnig finna tóna, sem áður hafa hljómað í ljóð- um hér á voru landi, bæði hjá Fjöln- ismönnum og í fornbókmenntunum. Að baki þessum tónum má greina vinveittan vilja mætra manna, sem ekki leita eigin hagsmuna og hafa ekkert annað á hjarta en að koma oss til hjálpar, - ekki með lánum né dýrum sjóðum, sem vér eigum að þiggja fyrirhafnarlaust til að lifa fyrir líðandi stund - heldur með því að kalla oss til ábyrgðar á sérleik sálar vorrar, til ábyrgðar á heilli þjóðar vorrar og allra þeirra, sem eru á leiðinni fram. Það er homo vi- ator, maðurinn á veginum, sem tal- ar við annan homo viator á hinum sama vegi. Sýn til ^arlægra heima 1 9 9 5 • NASA, Geimferðastofn- un Bandaríkjanna, birti þessa mynd síðla árs, en hún var tekin með Hubble geimsjónaukanum 1. apríl. Myndin sýnir dökkar súlu- laga myndanir sem eru í raun stöpiar úr köldu vetnisgasi og ryki milli stjarna, sem einnig eru klak- vélar nýrra stjarna í Arnar-stjörnu- þokunni. Litmyndin er sett saman úr þremur myndum, sem hver er tekin í Ijósinu frá ólíkum frumeind- um. Rautt sýnir útgeislun frá brennisteins-atómum, grænt frá vetni og blátt frá súrefni. Ekkert líf án ljóða „Þrátt fyrir yfírborðsmennsku tæknialdar og ærandi háreysti sem glymur í eyrum hvern dag frá morgni til kvölds blundar innst í eðli flestra manna þrá eftir einhverju æðra: þörf á að heyra hreinni tón.“ eftir EINAR BRAGA 1985 Upp er runninn 18. maí, að þessu sinni nefndur „Dagur ljóðsins“. Hann vekur I huga mér minningu frá árinu 1969. Þá var haldið fyrsta rithöfundaþing á Islandi. Heiðurs- gestir voru helstu og elstu skáld landsins. Það féll í minn hlut sem formanns Rithöfundasambandsins að flytja setningarræðu og ávarpa heiðursgesti hvem og einn fáeinum orðum. Kvöldið áður var ég að und- irbúa mig og kominn að Gunnari skáldi Gunnarssyni, hafði seilst upp í hillu eftir fyrstu bók hans, Móður- minningu, og lagt hana frá mér á borðið að lokinni notkun. Þá bar móður mína að garði. Þeg- ar hún kom auga á ljóðakverið færðist ungur fagnaðarsvipur yfir aldrað andlit hennar. Hún horfði þögul á bókina drykklanga stund áður en hún sagði: Eg var 8 ára þegar þessi bók kom út. Við áttum þá heima á Vopnafirði. Eitt sinn fór pabbi þinn inn á Tanga að versla. Þegar hann kom aftur færði hann mér tvær bækur að gjöf: Nýja testamentið og þessa litlu ljóðabók eftir 17 ára skáld í sveitinni. Þetta voru fyrstu bækur sem ég eignaðist, og ég var fljót að læra ljóðin. Alla tíð síðan hefur mér fundist sem lífið væri ekkert líf án ljóða. Kanntu eitthvað af þeim enn? spurði ég. Við skulum sjá, svaraði hún, byrj- aði á fyrsta ljóðinu og fór með það án þess hana ræki í vörðumar. Eg las fyrsta vísuorð næsta kvæðis, en þá tók hún við og skilaði því jafn auð- veldlega. Þannig héldum við leiknum áfram uns hún var búin að fara með allt kverið utanbókar eins og að drekka vatn. Þá vom liðin 63 ár frá því hún eignaðist bókina og lærði. Eg rifja þetta upp vegna þess að svo ánægjulega hittist á að fyrsta „dag Ijóðsins" ber upp á aimæli Gunnars skálds - og meira enn: Hinn 18. maí 1906 dagsetur hann inn- gangsljóð Móðurminningai', svo segja má að þann dag hafi stigin ver- ið fyrstu sporin á einum lengsta og glæsilegasta skáldaferh sem saga ís- lenskra bókmennta kann frá að greina. Hefði einhvem tíma verið sagt að hollvættir væm hér með í spilinu og hefðu bent mönnum einmitt á þennan vordag að enn mætti hann verða íslenskri skáldhst til heilla. Það var algengt á áram áður að ljóðelskar konur ættu sér póesíbók og bæðu skáld að yrkja í hana, kæmust þær í færi. Ein þeirra var Guðfinna Þorsteinsdóttir, móðir Þorsteins Valdimars skálds og sjálf þjóðkunnur höfundur þegar á ævi leið undir skáldnafninu Eria. Hinn 6. október 1919 kom Gunnar Gunn- arsson að Krossavík í Vopnafirði. Sem vænta mátti bað Guðfínna hús- freyja hann að yrkja í póesíbók sína. Gunnar skrifaði nafnlaust ljóð sem stingur mjög í stúf við hefðbundinn kveðskap og er efalaust eitt fyrsta ljóð á íslenska tungu sem bendir fram til þeirrar endumýjunar sem raddi sér til ráms um aldarfjórð- ungi síðan. Það hefur aldrei fyrr verið birt á prenti svo ég viti. Rauðu blöðin falla hljótt Af greinum trjánna, Drjúpa eins og rauðir dropar Frá brjósti skógarins - Drjúpa eins og rauðir dropar Niður í moldina, Falla eins og rauð tár I skógarkyrrðinni - Falla eins og rauð tár Á svarta jörðina Á hverju hausti syrgir tréð Sumarið liðna - Á hverju hausti syrgir tréð Og grætur blóði - En næsta sumar sefur Djúpt í rót þess íslensk Ijóðlist er jafngömul þjóð- inni og þó síung og sálirnar yngj- andi: endurfæðist með hverri nýrri kynslóð. Hún er þekkt að hógværð: hreykir sér ekki, hrópar ekki á torgum, bregst aldrei þeim sem eiga hana að vini. Þess er ekki að vænta að hóglát list sem gerir kröfur til viðtakenda eigi fjöldahylli að fagna á háværri öld þegar allt á að vera auðvelt: koma til manna fyrirhafnarlaust lífsgæðaþrælum th dægradvalar og vera gleymt að morgni til að hægt sé að fylla tómið nýju fánýti. En það heftir ekki lífsrás hennar, hún er eins og uppsprettulindir landsins sem halda áfram að streyma hvort sem fáir eða margir hafa rænu á að leita hjá þeim svölunar þorsta sín- um. Þrátt fyrir yfirborðsmennsku tæknialdar og ærandi háreysti sem glymur í eyrum hvern dag frá morgni til kvölds blundai' innst í eðli flestra manna þrá eftir ein- hverju æðra: þörf á að heyra hreinni tón. Við skulum kalla hann rás 7: það er magísk tala. Þar kem- ur ljóðlistin til móts við hvern sem hennar leitar opnum huga. Hún tranar sér ekki, hefur nægan tíma til að bíða. En kjarni manna er bú- inn að fá sig fullsaddan á innihalds- lausum hávaða og farinn að hlusta á rás 7. Þar er ungt fólk í fararbroddi. Það gengst æ oftar fyrir vönduðum Ijóðakvöldum. I dag gegna skáldin kalli: láta til sín heyi'a og vonast til að vekja í leiðinni skáldið í brjósti þér. I haust verður haldin norræn ljóðlistarhátíð í Reykjavík með al- þjóðlegu ívafi. Næsta skrefið mætti verða stofnun Ljóðlistarfélags ís- lands með deildum víða um land, er gegndi líku hlutverki og tónlistarfé- lög hafa rækt með prýði um áratugi. Eg óska þjóðinni til hamingju með Dag ljóðsins. Hvernig líst henni á að taka upp þá þjóðarvenju sem vafalaust yrði einstæð í heim- inum: að slökkva á sjónvarpinu stundarkorn að loknum veður- fregnum og lesa fyrir heimilisfólk Ljóð dagsins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.