Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 114

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 114
114 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 BROT ÚR LOFKVÆÐI Laurentiusar Hólabiskups TIL HALLBERU ABBADISAR Á STAÐ eftir DAVÍÐ STEFÁNSSON 1928 Sá guð, sem gaf mjer sýn, og gleymir engri sál, hann einn veit örlög mín og öll mín leyndarmál. Hann veit, hver öðrum ann, hver yrkir dægrin löng, og fyrst skal hylla hann með hörpuslætti og söng. Það friðar seka sál að syngja um hann og þig. Þá syng jeg sumarmál og sólskin kringum mig, þá ljómar loftið blátt, þá leysir fönn og ís. Svo heyr minn hörpuslátt, Hallbera abbadís. Þú heyrir klukknaklið og kaþólsk bænaljóð, og blóðsins bylgjunið, og brim og fossahljóð. Þó sorgin signi mig, jeg sæll til dauðans verð. Að hugsa um hann og þig er heilög messugerð. Margt kvæði, sem jeg kvað, var kvein úr skriftastól. Um Ijós jeg blindur bað, og bros þín kveiktu sól. Til vegar viltur spyr. Mjer varð að leita þín. Jeg kraup við klausturdyr og kysti sporin þín. Sú tign að þrá og þjást með þeim, sem krossinn ber, sú tign að eiga ást til alls var gefin þjer. An þín var trú mín týnd og tár mín hagl og is. Þú ljómar kvölum krýnd, þú krossins abbadís. Einn gneisti getur brent hinn gamla Hólastað. Sje barni á bálið hent, mun bæn þín frelsa það. Þann mátt á miskunn þín, svo mikið er þitt vald. Þín bæn var blessun mín, þitt böl mitt lausnargjald. Þú berð af öllum ein, ert allra kvenna best. Þú græðir gömul mein. Þú gleðst og hryggist mest, átt trú, sem flytur fjöll og færir vötn úr stað. Þjer lúta ljóð þau öll, sem Laurentius kvað. Jeg blessa brjóstin þín og blessun þína fjekk, og orðsins vígða vín af vörum þínum drekk. í þinni sál jeg sá hinn sumarlanga dag, sem ljós og angan á, en ekkert sólarlag. Hver heilög hugsun þín er himneskt fórnarbál. Öll ljóðaljóðin mín fá líf frá þinni sál. Sjá, dýrlingsskarti skreytt í skáldsins höll þú býrð. Mjer er sú vegsemd veitt að vitna um þína dýrð. Sá stillir streng sinn hátt, er stefnu rétta fann. Sá fær hinn mesta mátt, sem mest og heitast ann. Þín ást var endurskírð í allra sorg og hrygð. Nú ljómar drottins dýrð af dauðans beittu sigð. Á jörð, á himna og höf er heilög speki skráð. Alt líf er guðleg gjöf, öll gæfa himnesk náð. Öll fórn er helg oghá, hver hönd, sem vinnur, sterk. Alt, alt, sem augun sjá, er undur - kraftaverk. Þeim guði, er gaf mjer sýn, þjer, góða, milda sál, skal helguð harpa mín og hjartans dýrðarmál. Þjer flyt jeg þakkargjörð uns þögn á vörum frýs. Heill þjer á himni og jörð, Hallbera abbadís. Magnús Leópoldsson löggiltur fasteignasali Alhliða fasteignasala, íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, bújarðir og sumarhús Stutt lýsing á meðferð brunasára eftir ÓFEIG ÓFEIGSSON 19 7 9 Athugið: Eftir því sem bruninn er látinn halda lengur áfram því dýpri verður hann og hættu- legri. 1. Ef hár eða fatnaður logar, kæfið eldinn viðstöðulaust með hverju, sem hendi er næst; jakka, kápu o.s.frv. eða renn- bleytingu með. eða í vatni eða öðrum hættulausum, óeldfimum vökva (sjór, baðsturtur, baðker, skurðir við vegi, tjarnir, ár, snjór). Þó sjálfsagt sé að byrja kælinguna í hvaða vatni sem er, hreinu eða óhreinu eftir ástæð- um á vitaskuld að halda henni áfram með hreinu vatni, svo fljótt sem við verður komið. Ef rennandi vatn er notað (bruna- slöngur, baðsturtur, vatnskran- ar) verður að varast of mikinn þrýsting á vatninu. Hann getur skemmt hinn brennda vef. 2. Varist að nota ískalt vatn á ung börn. Þau hræðast það og verða erfiðari en ella. Fyiir þau ætti 20-25° að vera heppileg kæling. Fyrir aðra er best að nota það hitastig, sem eyðir best sviðanum, nema rétt í byrjun, þá hvaða kalt vatn sem er. 3. Klippið eða skerið brennheit föt af sjúklingnum eins fljótt og framast er unnt og losið hann við þau án þess að draga þau af honum. Það veldur venjulega opnum sárum, en um þau á sýk- ing greiðan aðgang inn í lík- amann. 4. Ef bruninn er svo mikill að flytja þurfi sjúklinginn á sjúkrahús er best að úða brennda húðina með köldu vatni á leið í sjúkrahúsið en hafa loftið heitt í bílnum. Þetta er gert um alla Danmörku. Þar er 5 lítra plastbrúsi með köldu vatni og handúðara í hverjum einasta sjúkra- og brunabíl í landinu. Brúsinn er festur inn- an á vegg bílsins þegar hann er ekki í notku'n. 5. Smærri bruna er hægt að lækna á fáeinum klukkustund- um í heimahúsum. 6. Sjúklingar með meiriháttar bruna þurfa venjulega að fara á sjúkrahús ef ekki er læknir til að annast þá á staðnum. Þó verður að taka tillit til áhætt- unnar, sem langur og erfiður flutningur getur haft í för með sér fyrir þann sjúka. Þegar á sjúkrahúsið er komið er haldið áfram með kælingu í Danmörku og ýmsum öðrum löndum eftir því hvaða læknar eiga í hlut. 7. Það er ekki aðeins heimsku- legt heldur hættulegt að rjúka með brennandi mann beina leið til læknis eða á sjúkrahús áður en bruninn hefur verið kældur nógu vel til þess að ailur ofhiti fari úr holdinu, en það tekur a.m.k. margar mínútur í styttsta lagi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta at- riði getur skipt sköpum ef um mjög útbreiddan bruna er að ræða. Ef slysið á sér stað langt frá mannabyggðum (í tjaldi o.s.frv.) þá á að veita sjúklingnum alla þá þjónustu á staðnum, sem unnt er. Halda áfram viðstöðu- lausri kælingu, aldrei skemur en ‘/2-tíma við smæstu bruna og allt upp í sólarhring ef ætla má að bruninn sé djúpur; dúða óbrenndu partana í hlý föt og hafa eins heitt og þægifegast er fyrir sjúklinginn. Þó má hann ekki svitna. Ef honum fmnst vatnið of kalt og ef hann fær minnsta hroll þarf að hækka hitastig þess þar til honum líður vel. Gefið honum sæmilega heit- ar, nærandi súpur, en ekki áfengi eða örfandi lyf. Gefið all- an drykk og næringu í smáum en tíðum skömmtum svo sjúk- lingurinn missi ekki lystina eða verði óglatt. Fyrstu sólarhringana eftir meiriháttar bruna þarf alla þá umönnun og nærgætni, sem hægt er að veita (gjörgæsla á sjúkrahúsum). 8. Setjið ekki umbúðir á brun- ann nema alveg nauðsynlegt sé. Það veldur venjulega miklum óþægindum (sviða, kláða), stór- eykur öndun, súrefnisþörf og efnaskipti hinna veikluðu fruma, sem auðveldlega getur leitt til dauða þeirra. Þetta er í algjöm mótsetningu við vatns- kælingu, sem dregur úr starf- semi frumunnar svo hún hefur miklu meiri möguleika á að ná sér. 9. Opnið ekki brunablöðrur. Þær koma í veg fyrir að blóð- vatnið (plasma) geti runnið óhindrað út úr líkamanum og eins að sýklar geti borist inn í hann. Við útbreiddan bruna getur líkaminn misst 10-12 lítra af plasma fyrsta sólar- hringinn. Plasmaið inniheldur næstum öll efni blóðsins nema blóðflögur og blóðfrumur. Það liggur því í augum uppi hversu afdrifarík þessi blóðtaka getur orðið fyrir heilsu og líf sjúk- lingsins. 10. Forðið þeim slasaða frá öllu hnjaski eins og frekast verður við komið. Berið ekki áburð, smyrsl eða annað á brunann. 11. Ráðleggingar um kælingu. Það er vandalaust að kæla hendur og fætur í plastfötu eða bala (plast er betra en málmur) og bæta köldu í eftir þörfum. Eins er best að kæla neðri hluta líkamans sitjandi í baði. Þó þreytist sjúklingurinn fljótt sitjandi flötum beinum. Það verður því að gera allt til að styðja við efri hluta líkamans og eins að setja eitthvað undir hnésbæturnar. Ef andlitið eitt er brennt er best að hafa það stöðugt í vatni nema rétt á meðan maðurinn dregur andann. Þetta er þó ekki hægt við smábörn. Þá er best að tveir haldi barninu upp í loft með höfuð þess hangandi það mikið niður að ekki blotni klæði á hálsi og brjósti, ausa svo mátulega hlýju vatni (ca. 20-25°) úr könnu úr bala á and- lit og augu þess, þannig að hægur, stöðugur straumur renni yfir andlitið. Varast verður að vatnið fari í nasir og munn. Reynið að síbleyta þessa staði með mjúkri rýju. Eg hef reynt þetta og það tekst vel. Barnið sættir sig furðu fljótt við meðferðina. Ef háls, brjóst eða bak er brennt má nota sömu aðferðina á sjúk- lingnum liggjandi. 12. Gefið sjúklingnum vítamín- ríka og eggjahvítuauðuga fæðu og stóra skammta af C- vítamíni oft á dag. Við það gróa sárin fyrr en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.