Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri segir nýjar hugmyndir ræddar um tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í miðbæ Reykjavíkur Vilji til að fara í útboð á hönnun, byggingu og rekstri hússins Morgunblaðið/Kristinn Séð yfir hafnarsvæðið frá Arnarhóli í átt til norðurs. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist hallast að því að leita eigi eftir tilboðum í hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja sem gert er ráð fyrir að rými ráð- stefnumiðstöð, hótel, tónlistarhús og bflageymslu við Ingólfsgarð í Reykjavík. Verði þessi leið farin munu þeir sem undirbúið hafa bygg- ingu hússins einungis afmarka lóðina og setja fram almennar forsendur og óskir, en gefa þeim sem áhuga hafa á þátttöku í verkefninu að mestu leyti frjálsar hendur að öðru leyti. Ingibjörg Sólrún sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvemig ætti að haga þessari fram- kvæmd, þ.e.a.s hvort þetta ætti að vera einkaframkvæmd eða einka- fjármögnun. Hún sagði að það vant- aði hvorki áhuga hjá Reykjavíkur- borg né rfldsvaldinu á því að bygging hússins yrði að veruleika. Málið væri hins vegar mjög flókið þar sem rætt væri um að byggja stór og kostnað- arsöm mannvirki sem að hluta væru opinber mannvirki og að hluta á veg- um einkaaðila. Staðsetningin í miðbæ Reykjavík- ur hefði vissulega marga kosti, sem mikilvægt væri að nýta sem best, en aðild eiga að Samtökum verslunar- innar. Þetta eru tæp 10% félags- manna í VR. Atkvæði greiddu 317 eða 18% atkvæðisbærra félaga. Já sögðu 221 eða 71%. Nei sögðu 92 eða 29%. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru4. Atkvæði voru greidd um samn- inginn í póstatkvæðagreiðslu sem er sú fyrsta sem VR gengst fyrir. Póstatkvæðagreiðslunni lauk 9. febrúar. Fram að þessu hafa at- það væri jafnframt vandasamt að byggja á lóðinni og mikilvægt að vanda allan undirbúning vel. „Það sem verið er að tala um núna er að kannski sé rétt að fara þá leið að leita út á markaðinn að áhuga- sömum aðilum án þess að festa of mikið fyrirfram skipulag lóðarinnar. Um það hefur m.a. verið rætt að láta nægja að afmarka lóðina og þær kröfur sem gerðar eru. Hugmyndir hafa einnig verið settar fram um að ákveða fyrirfram staðsetningu ein- kvæðagreiðslur um kjarasamninga VR farið fram á sérstökum kjör- fundum. Samningurinn gerir í meginatrið- um ráð fyrir að laun ráðist á mark- aði og taki mið af launakönnunum. Öll laun hækka við upphaf samnings um 3,8%, en auk þess var samið um 10.000 króna eingreiðslu. Vinnuveit- stakra bygginga, meðferð á Geirs- götu og staðsetningu bflastæða og leita svo eftir áhugasömum aðilum. Ég tel að menn séu frekar að hallast að því að hafa þetta sem mest opið og sjá til hvaða lausnir koma fram,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri sagði að ef þessi leið yrði valin yrði áhugi aðila kannaður með tilteknum hætti bæði hérlendis og erlendis. Hún sagði að þessi að- ferðafræði hefði lítið verið reynd hér á landi, en hún hefði verið notuð í endur munu greiða 0,25% af öllum launum í starfs- og endurmenntun- arsjóð. Þá kveður samningurinn á um að á samningstímanum verði líf- eyrisframlag vinnuveitenda hækkað úr 6% í 8%. Jafnframt verður vinnu- tími styttur. Samningurinn gildir til 29. febrúar 2004. VR og Samtök verslunarinnar Bretlandi svo dæmi væri tekið. Rætt væri um að kalla eftir tillögum frá fjárfestum, rekstraraðilum og hönn- uðum á þeirra vegum um fyrirkomu- lag bygginga o.fl. Þetta kallaði á að áhugasamir aðilar stofnuðu hóp sem legðu sameiginlega fram lausn á verkefninu í heild sem væri svo met- in með tilteknum hætti. Ingibjörg Sólrún sagði að við und- irbúning málsins hefði talsvert verið rætt um nákvæma staðsetningu á tónlistarhúsi, hvort setja ætti Geirs- götu í göng og hvort rífa ætti Faxa- skála. Hún sagðist hallast að því að skynsamlegast væri að kalla eftir hugmyndum án þess að þessum spumingum væri svarað fyrirfram. Hún sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um að fjarlægja Faxa- skála. Það lægi fyrir að það væri hægt að fara þá leið að nýta húsið t.d. undir bflageymslur. Ef ákveðið yrði að rífa Faxaskála yrðu menn að sýna fram á að það væri hægt að ná fjár- hagslegri hagkvæmni eftir öðrum leiðum. Hún sagði Ijóst að það kost- aði umtalsverða fjármuni að gera lóðina þannig úr garði að hægt væri að hefja framkvæmdir, sérstaklega ef Faxaskáli yrði rifinn. undirrituðu síðast kjarasamning í mars 1997. Niðurstaða þeirrar at- kvæðagreiðslu var að samningurinn var samþykktur með 71% gegn 29% atkvæða, sem er sama niðurstaða og nú. A hinn bóginn er þátttaka að þessu sinni nærfellt tvisvar sinnum meiri eða um 18% á móti 8,6% árið 1997. Kettir ein- ungis fang- aðir að nóttu til UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavikur hefur ákveðið að framvegis skuli kettir einungis fangaðir að nóttu; frá kl. 20 til 7. Sem kunnugt er stendur nú yfír át- ak til fækkunar flækingsköttum í Reykjavík, en nefndin gerði bókun þessa efnis í gær. I bókuninni er ár- éttað að öll búr skuli vera í skjóli og varin fyrir úrkomu og að óheim- ilt sé að fanga ketti í vondum veðr- um. Hrannar B. Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar, segir að nefndin telji samþykktina stórt skref til móts við þá sem hafi gert athugasemdir við átakið. „Von okkar er að nú geti ríkt sátt um kattahald og framkvæmd þess í borginni," segir hann. Hann segir að flestir kattaeigendur haldi kött- unum sínum inni yfir nótt og því sé breytingin mikilvæg. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýravemdunarfélags Reykjavíkur, segir að bókun nefndarinnar segi aðeins hálfa söguna og geti ekki talist samkomulag við eigendur katta í borginni. „Þetta er skref í rétta átt, en þarna er ekkert fjallað um innheimtu svokallaðs hand- sömunargjalds, sem við teljum vera lögleysu,“ segir Sigríður. Hún segir að til þess að hægt sé að þvinga gjald á einstaklinga þurfi þeir ótvírætt að hafa brotið Iög. „Það hafa kattaeigendur hins vegar alls ekki gert. Samkvæmt kattasamþykktinni er kattaeig- anda aðeins skylt að merkja kett- ina sína, bólusetja þá og láta or- mahreinsa þá reglulega. Hvergi er lausaganga katta bönnuð. En ef upp kemst um brot á þessum reglum kann borgaryfirvöldum að vera heimilt að grípa til ráða. Sam- kvæmt lögum um hollustuvernd og mengunarvarnir, sem samþykktin er byggð á, þarf fyrst og fremst að leita sátta, gefa þá fyrirmæli og fresti, og loks er hægt að grípa inn í með álagningu sekta. Þetta hand- sömunargjald er alls ekki í sam- ræmi við þessar reglur," segir Sig- ríður. Dýraverndunarfélagið sendi fá sér fréttatilkynningu í fyrradag. Þar segir m.a. að nú liggi fyrir ár- angur fyrstu lotu kattaveiðanna, vikuna 1.-7. febrúar. Fangaður hafi verið 21 köttur og allir hafi þeir verið vel haldnir heimiliskett- ir. Átakið hafí hins vegar verið auglýst sem átak gegn flækings- köttum. „Ljóst er að átak þetta hef- ir reynst verulegt inngrip í einkalíf margra tjölskyldna og valdið þar röskun á friðhelgi heimilisins." Skorað er á borgarstjóm að fresta átakinu. Samning- ur VR sam- þykktur með 71% atkvæða KJARASAMNINGUR Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og Sam- taka verslunarinnar hefur verið samþykktur en talningu lauk í gær. 71% sagði já, en 29% sögðu nei. Rétt til að greiða atkvæði um samninginn höfðu 1.754 félagsmenn VR sem starfa hjá fyrirtækjum sem Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavik fylgdist með talningu hjá VR til að tryggja að farið væri að settum reglum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Útilokar ekki I l i 3 I íymundsson Au«ufstr*ti '/] t 11 ;u • Knngiunni 'jíí 1110 • Hofriarfirði W/ 004i> Erlendar bækur daglega rm MOVTE BOOK An SHð*Tr*ted Histoty of dw A Walk to Remember ‘ The Movfe Book Viltu komast í nánari kynni við hvita tjaldið? The Movie Book eftir Don Shiach er rikulega myndskreytt saga kvikmyndanna sem hefur þig upp til „stjarnanna" á eftirminnilegan hátt. Timeline skammtímasamning ARI Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist ekki útiloka að samið verði til eins árs ef ekki náist samkomulag um kjara- samninga til lengri tíma. Hann vekur athygli á því að í kröfugerð Flóa- bandalagsins sé boðið upp á samning til 12-36 mánaða. Ari sagði að samningur Eflingar við Reykjavíkurborg, sem gerður var í vikunni, væri ekki innlegg í þær kjaraviðræður sem nú stæðu yfir. Um væri að ræða skammtímasamn- ing sem fæli í sér framlengingu á gildandi samningi. Félagsmenn í Efl- ingu fengju þá 3% hækkun sem félög Samningurinn við borgina ekki inn- legg í viðræður nú opinberra starfsmanna og fleiri hefðu samið um, auk viðbótargreiðslu. Meginmarkmið samningsins væri að ná fram samræmingu á kjörum verkafólks sem starfar hjá borginni. Ari var spurður hvort samnings- tíminn gæti orðið fyrirmynd í samn- ingum á almennum markaði. Hann svaraði því til að Flóabandalagið væri með í sinni kröfugerð kröfu um samning til 12-36 mánaða. Á þessari stundu væri stefnt að því að geya langtímasamning, en ef það næðist ekki samkomulag um samnings- markmið til langs tíma kæmi vissu- lega til greina að gera skammtíma- samning. Ari sagði að kjaraviðræður sem átt hefðu sér stað í þessari viku hefðu gengið eins vel og hægt væri að von- ast eftir. Menn hefðu sett sér þau markmið að ljúka viðræðum um sérkjaramál í þessari viku. Það kynni að dragast eitthvað, en í meginatrið- um miðaði viðræðum um þessi mál vel áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.