Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ 76 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND ’O, ó, óbyggða- ferð Myndin um nornin Blair (The Blair Witch Project) H r y 11 i n g s m y n d ★★★ Leikstjórn og handrit: Daniel Myr- ick og Eduardo Sánchez. Aðalhlut- verk: Heather Donahue, Michael C. Williams og Josh Leonard. (80 mín.) Bandaríkin 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. SJALDAN eða aldrei hefur frum- raun kvikmyndagerðarmanna með engum stjörnum og svo lítið fjár- magn að baki valdið eins miklu fjaðrafoki og þessi mynd gerði síðast- liðið sumar. Sem betur fer stendur sjálf myndin undir öllum látunum og virkar enn vel þrátt fyrir að fjaðr- irnar hafi svifíð til grundar og látum linnt. Vitaskuld virkar myndin mun betur í sínum upprunalegu heimkynnum, myrk- um sýningarsalnum, en það má gera það besta úr aðstæðunum; slökkva ljósin og skrúfa vel upp í hljóðinu. Hugmyndin að baki myndinni er með endemum góð og eflaust hafa margir muldrað fyrir munni sér: „Hvers vegna fékk ég hana ekki?“ En það er eins með þessa hugmynd og aðrar góðar, hún er of augljós og einföld. Með hana að vopni leystu höfundarnir tækjaskortinn og fjár- -^veltið, færðu sér í nyt og létu þjóna mjmdinni og með hana að vopni grófu þeir upp rætur óttans í okkur öllum, sjálft myrkrið og hið óþekkta. Nú er bara að vona að öllu verði ekki klúðrað í mynd númer tvö. Það yrði svo einfalt. Skarphéðinn Guðmundsson • • Onnur tilraun Gærdagurinn í dag (Twice upon a Yesterday) fiamanmynd * Leikstjóri: María Ripoll. Handrit: Rafa Russo. Aðalhlutverk: Douglas Henshail, Lena Headey, Penélope Cruz og Gustavo Salmerén(95 min.). Bandaríkin. Myndform, 2000. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ væru flestir án efa til í að geta spólað lífi sínu til baka og koma þar með í veg fyrir eitthvert hræði- legt atvik. Victor Bukowski fær ein- mitt þetta tækifæri eftir að hann hef- ur klúðrað sambandinu við konuna sem hann elskar. Hann reynir nán- ast allt til þess að halda í hana, en þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir þá hverfur ást hennar á honum smám saman og sagan virðist vera að fara endurtaka sig. Myndimar „Run ,Sliding Doors“ og þessi fjalla allar á einn eða annan hátt um krossgötur lífsins og hvaða leið persónurnar taka og hver afleið- ing vals þeirra er. Hér er blandað saman, með góðum árangri, prýði- legum enskum húmor og mátulegum skammti af alvarleika. Leikararnir standa sig virkilega vel og er Dougl- as Henshall sérstaklega góður í hlut- verki Victors. Leikstjórinn María Ripoll leysir hlutverk sitt vel af hendi og tæknilega séð er myndin vel unnin. Þetta er sniðug lítil mynd sem ætti ekki að svíkja neinn. ' OttóGeirBorg Lola Run“ og Danska stuttmyndin Kosninganótt, eðaValgaften, vann Óskarsverðlaunin í fyrra sem besta stuttmyndin. Úngfrúin góða og húsið, framlag íslands til Óskarsverðlaunanna, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. FYRSTA skandinavíska kvikmynda- hátíðin verður haldin í Los Angeles í dag og á morgun á The Writer’s Gu- ild Theater Beverly Hills. Það er The American Scandinavian Foundation of Los Angeles sem stendur að hátíð- inni og situr Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi 1 undirbún- ingsnefnd sem ræðismaður Islands og segir hann Dorette Egilsson og James Koenig vera aðaldriffjaðrirn- ar í hátíðarhöldunum. Laxness og Þingvallavatn Sýndar verða allar myndirnar sem útnefndar eru frá Norðurlöndunum til að keppa um Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin, hvort sem þær verða tilnefndar eða ekki. Úngfrúin góða og húsið eftir Guðnýju Halldórsdóttur verður því framlag íslands. Heimildarmyndin Þingvallavatn - á mörkum austurs og vesturs eða Thingvallavatn - The Lake Between the Continents eftir Valdimar Leifsson, sem frumsýnd var í Sjónvarpinu á nýárskvöld, hef- ur einnig verið valin til sýningar á hátíðinni. Myndin lýsir þessari ein- stöku náttúruperlu íslands og hefur Valdimar unnið að henni sl. fimm ár. Af stuttmyndum verður m.a. danska myndin Valgaften sýnd en hún hlaut Óskarinn í fyrra. Fulltrúar stórra dreifingarfyrir- tækja og umboðsskrifstofa munu mæta á hátíðina. Því var Sigurjón spurður að því hvort þessi hátíð myndi skipta miklu máli fyrir skand- inavíska kvikmyndagerð, eða hvort fremur væri litið á hana sem menn- ingarviðburð. „Ég held að það sé mjög æskilegt fyrir skandinavískar myndir að fá fastan sess hér í Los Angeles," segir Sigurjón. „Þær myndir sem eru ekki tilnefndar til Óskarsins týnast mjög oft, en hér er kominn vettvangur til að sýna þær ekki einungis umboðs- mönnum og dreifingaraðilum, heldur líka almenningi. Ég held að það geti orðið mjög gott mál.“ - Býstu við að almenningur í Los Angeles muni sýna áhuga eða frem- urfólk tengt Skandinavíu? Skandinavísk kvikmyndahátíð í Los Angeles Myndirnar metnar að verðleikum „Það er kvikmynda- hátíð í hverri einustu borg í Ameríku um þessar mundir, þannig að erfitt verður að fá metaðsókn. Hitt er annað mál að það er margt að gerast í kvik- myndagerð á Norður- löndum í dag. Undan- farin ár hafa ýmsar þessara mynda verið tilnefndar til Óskars- verðlaunanna, eins og Börn náttúrunnar, og með dönsku dogma- myndunum hefur kast- Ijósið mikið færst á norræna kvikmynda- gerð. I rauninni gæti tímasetninghá- tíðarinnar ekki verið betri.“ - Er stefnt á að hún verði árlegur viðburð- ur? „Já, og það er hug- myndin hjá aðstand- endum hátíðarinnar að víkka hana út. Við byrj- uðum á þessu svona því það er auðveldast að fá þessar myndir, þær eru hérna hvort eð er. Þær eru auk þess út- valdar af sinni þjóð, þótt það sé alltaf um- deilanlegt hvort þær séu fulltrúar þess besta sem er að gerast í skandinavískri kvik- myndagerð." - Hverja telurðu helstu kostina við hátíðina? Siguijón Sighvatsson Ljósmynd/Valdimar Leifsson Heimilisfólk á Heiðabæ II við veiðar á Þingvallavatni, en Sveinbjörn bóndi kemur talsvert við sögu í heimildamynd Valdimars Leifssonar. „Venjulega er bara fjallað um til- nefndu kvikmyndirnar í blöðum og tímaritum, en hér gefst tækifæri til að fjalla um hverja einstaka mynd og hún metin af sínum verðleikum. Gjarnan eru ákveðnar myndir til- nefndar til Óskarsverðlauna, því þem sem velja myndirnar eru eldri menn úr akademíunni sem hafa tíma til að horfa á tuttugu myndir á hálfum mánuði. T.d. var Festen ekki tilnefnd til Óskarsins, þótt hún sé talin ein af bestu skandinavísku myndum síð- ustu ára. Væntanlega vex hátíðinni síðan fiskur um hrygg og verður að árleg- um menningarviðburði meðal Skandinava, en þeim hefur mikið far- ið fjölgandi hér í Los Angeles, og þá gjarnan ungu fólki í kvikmyndagerð og netmiðlun." Norskur fjölskyldu- harmleikur Svo skemmtilega vill til að Sigur- jón er einmitt að ljúka við kvikmynd sem byggir á sannsögulegum skand- inavískum atburðum sem Anita Shreve skrifar um í bók sinni The Weight of Water. „Sagan er um norska innflytjend- ur sem fluttu til austurstrandar Bandaríkjanna í lok síðustu aldar. Morð var framið innan þeiiTar fjöl- skyldu, sem var aldrei almennilega upplýst. Myndin er byggð á þeirri sögu, en í henni er líka nútímaþáttur þar sem ung hjón fara og kanna þessa atburði," útskýrir Sigurjón, sem hefur fengið úrval leikara til samstarfs við sig. Ulrich Thomsen, aðalleikarinn úr Festen, og Anders W. Berthelsen úr Mifunes Sidste Sang leika aðalhlutverkin, en Sean Penn leikur enn fremur eitt af stærri karlhlutverkunum og Elizabeth Hurley lætur einnig ljós sitt skína. Það hefði verið viðeigandi að sýna kynningarefni úr myndinni á þessari fyrstu skandinavísku hátíð, en það var því miður ekki tilbúið. Ekki ætti þó að líða á löngu þar til skandina- vískir bíóunnendur fá að sjá mynd- ina, sem fjallar um sérstakt tímabil í sögu Norðurlandanna. Af kunnáttu o g þekkingu Morgunblaðið/Kristinn TOIVLIST GEISLADISKUR MAGNÚS Eiríksson og Kristján Kristjánsson eiga hvor um sig nokkurn feril að baki sem tónlistar- menn, Magnús hefur verið þekktur í fjölda ára, lék m.a. með Manna- kornum og Pálma Gunnarssyni, á í fórum sínum ófá lög sem lands- menn þekkja, nægir að nefna Braggablús auk þess að hafa um árabil rekið hljóðfæraverslunina Rín sem af mörgum er talin eina al- vöru hljóðfæraverslunin í Reykja- vík. KK hins vegar, þrátt fyrir að hafa stundað tónlist í fjölda ára, var kynntur fyrir íslenskum pöpli fyrir fáum árum þegar blúsbylgja reið yfir landið. KK var forkólfur henn- ar og naut fádæma vinsælda ásamt hljómsveit sinni, KK-bandinu. Þeir tóku höndum saman fyrir nokkrum árum og er önnur geislaplata þeirra í verslunum um þessar mundir. Það þarf engan að undra að Kóngur einn dag, en svo heitir plat- an, sé gítarplata - það er gítarflóra og hásar raddir þeirra kumpána sem einkenna plötuna. Blúsinn er og sterkur og áberandi í tónlistinni, latin- og djassskot heyrast öðru hvoru en allt er þetta á rólegu nót- unum. Lögin eru mjög í ætt við það sem Magnús og Kristján hafa gert áður, einkum eru áhrif Kristjáns auðþekkjanleg, takturinn fastur fyrir en skemmtilegt er að heyra framlag Magnúsar og hvað tónlist- argáfur þeirra tveggja eiga oft vel saman. Textasmíðarnar eru flestar athugasemdir við ýmislegt sem við kemur hinu daglega lífi, sungið af þeim sem til þekkja og af innlifun, raddirnar passa vel saman, eru trú- verðugar. Hljóðfæraleikur á geisla- plötunni er afar góður, látlaus og hæfir stemmningu geislaplötunnar og ná þeir félagar sínum hæstu tindum með gítarsúpum sínum. Sveitalegir stálgítarar og taktfast- ur hrynur ná undantekningalaust upp góðu „grúvi“. Hljóðfæraleikar- arnir Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson og Eyþór Gunnars- son, sem auk Kristjáns og Magnús- ar koma að plötunni, standa sig með prýði þrátt fyrir að fá kannski fá tækifæri til að spreyta sig. E.t.v. mætti setja út á það hvað tónlistin er á stundum einsleit, einkum ef hlustað er á fyrri verk þeirra félaga og álíka tónlist, en slík gagnrýni á þó varla við þar sem blúsinn er þess eðlis að hann býður ekki upp á mikinn frumleika og ætlast varla til þess. Magnús og KK hafa þó óum- ræðanlega sinn eigin stfl og eru lög þeirra yfirleitt kraftmikil og vel saman sett. Þetta heyrist t.d. hvað best á lögunum Seinna seinna, Fangi ástarinnar og Hættu að stríða mér. Það er helst að vanti á geisla- plötuna_ smelli eins og Óbyggðirnar kalla og Amfeta- mín sem voru orðn- ir sígildir um það leyti sem þeir komu út. Kóngur einn dag er ekki sú mest grípandi plata sem á markaðnum er í dag eða það nýjasta sem er að gerast í tónlistarheiminum. En tónlistin er öll af hinu góða og vinn- ur á við hlustun auk þess sem það væri heimskulegt ef allir eyddu tíma sínum í að reyna að finna upp eitthvað nýtt, Magnús Eiríksson og KK gera tónlist sína af innlifun og kunnáttu og syngja af þekkingu. Gísli Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.